Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2000, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2000, Page 7
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 Fréttir 7 DV ________Sandkorn Hörður Kristjánsson netfang: sandkorn®ff.is Stjórnmálasamband rofið Kristján Þór Júlí- usson, bæjarstjóri á Akur- eyri, lét þau boð út ganga fyr- ir nokkru að hann byði allar sveit- arstjómir við Eyjaíjörð velkomnar tii viðræðu um eina allsherjar sam- einingu. Eitthvað mun Kristján Þór uppskera öðmvísi en til var sáð því undirtektir voru vægast sagt dræmar. Talsverð samvinna hefur verið með sveitarfélögunum á ýms- um sviðum en talið er víst að bæj- arstjóri sendi nágrönnum sínum tóninn vegna þessa. Þá heyrist hvíslað í pottum sundlaugarinnar að girðingar frá „Ekki halló Akur- eyrarhátíðinni" i sumar verði sett- ar upp að nýju og tekið upp strangt landamæraeftirlit. Einnig sé líklegt að stjórnmálasamband verði rofið við nágrannabyggðirnar... Stjáni glottir Og meira að norðan. Kristján Þór er sagður nokkuð brattur þrátt fyrir synj- un nágrann- anna um við- ræður. Segir sagan að ástæð- an sé sú að ört fjölgi nú á Ak- ureyri þrátt fyrir allt tal um flótta af landsbyggðinni. Til Akurcyrar streymir helst fólk úr nágranna- byggðunum. Sagt er að Kristján Þór glotti því út í annað, neitun nágrannanna um sameiningarvið- ræður skipti engu máli. Þegnar sveitarfélaga við Eyjafjörð verði hvort sem er allir fluttir inn á Ak- ureyri áður en langt um líður... Líka pappakennarar Pappalöggurn- ar sem settar hafa verið upp á Reykjanes- braut í nýju mnferðaátaki Sólveigar Pét- ursdóttur dómsmálaráð- herra eru orðnar aðhlát- ursefni um all- ar sveitir. Sagt er að þetta slái út alla gömlu Hafnarfjarðarbrandarana. í ofanálag er þessum pappírspésum stolið í löngum bunum. Ólyginn heimildarmaður segir að þar séu starfsmenn menntamálaráðuneytis á ferð. Ætlunin muni vera að stæla hugmynd Sólveigar og búa til pappakennara sem komið verður fyrir í framhaldsskólunum. Þannig sé hægt að fækka kennurum til mur.a, enda eru þeir sífellt að rífa kjaft og vilja svo laun í þokkabót... Steini Páls á Moggann? I Pressunni í strik.is segir af ekki berist enr teikn úr Morg unblaðshöllinni um hver taki við sem ritstjóri af Matthíasi Johannessen um áramótin. Ýmsir hafa ver- ið nefndir til sögunnar, allt frá Ólafi Jóhanni Ólafssyni til Þor- steins Pálssonar. Segir Pressan að nú hallist kunnugir einna helst að því að það verði - eftir allt saman - hinn geðþekki sendiherra í Lund- únum sem verði ritstjóri við hlið Styrmis Gunnarssonar. Þeir deildu löngum hart um sjávarút- vegsmál en nú er að skapast þverpólitísk sátt um þau við- kvæmu mál svo tæpast þyrftu þeir að byrja hvem dag á því að þrasa um efni forystugreinarinnar... ^ Rústir frá 11. öld grafnar upp í Norðfirði: Ottast að vekja upp við- sjárverðan klerk DV, NESKAUPSTAD: ~ Nú hafa farið fram fornleifarann- sóknir á Ásmundarstöðum í Norð- flrði sem er forn kirkjustaður innan við Kirkjuból í Norðfjarðarsveit. Þar eru mjög greinilegar fornar rústir, túngarður og bæjarrústir, og hafa þær Guðný Zoéga, minjavörð- ur Austurlands, og Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur séð um verkið. Þarna eru taldar vera rústir frá 11. öld eða frá frumkristni. Á Ásmundarstöðum átti sér stað ein rammasta draugasaga íslenskra sagna og er þá mikið sagt. Maður einn varð ástfanginn af prestsdóttur en fékk ekki. Hann hét því að kom- ast yfir stúlkuna dauður eða lifandi. Síðan dó maðurinn og komst yfir hana dauður og gerði henni harn. Barn þetta lærði til prests og fékk brauð á Ásmundarstöðum og átti kirkjan að sökkva með manni og mús þegar prestur blessaði yfir söfnuðinum. Er menn komust að at- ferli þessu var ungur ofurhugi feng- inn til að reka prestinn í gegn með sveðju. Varð þá ekkert eftir annað en herðablaðið og sjö blóðdropar. Eftir þennan atburð var kirkjan flutt að Skorrastað, eftir að þar hafði heyrst klukknahringing. Núna óttast sumir að við frekari uppgröft kunni menn að vekja upp viðsjárverðan klerk. -KAJ á® W' íslenskt viðskiptalif - 500 stærstu %x %% * <■ § | m flíÍHS ■ B ii |S... i m Geisladiskur með ítarlegum upplýsingum um nærrí 600 islensk fyrirtæki. Upplýsingar eru m.a. um veltu, afkomu, efnahag, stjórn og lykilstarfsmenn, upplýsingar um starfsemi og fréttir af Viðskiptavefnum á Vísir.is. íslenskt viðskiptaiif - 500 stærstu er samstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Lánstrausts hf. Verð 4.950 kr. Tekið er á móti pöntunum í símá 5116622, í fax 5116692 og á netfangið mottaka@vb.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.