Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2000, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2000, Page 11
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 E»-V Fréttir Lerki og ösp eiga ekki samleið. Ryðsveppura ospum um allan Selfossbæ - tilraunir til að hefta útbreiðslu sveppsins hafa engan árangur borið. DV, SELFOSSI: „Það er búin að vera ör útbreiðsla á ryðsveppnum á öspinni í sumar, hann er komin út um allan bæ og þær aðgerðir sem við reyndum gegn honum hafa ekki skilað neinum ár- angri,“ sagði Snorri, garðyrkjustjóri Árborgar, við DV. Ryðsveppsins varð fyrst vart á öspum í Árborg í fyrrasumar. Sveppurinn sást fyrst í Hveragerði sumarið áður en hans var vart á Selfossi. Nú hefur ryð- sveppsins að auki orðið vart í Þor- lákshöfn og Grímsnesi, svo ljóst er að útbreiðsla hans er enn talsverð. í vor var gerð tilraun í samvinnu við RALA með að úða tiltekinn hóp af lerkitrjám á Selfossi til að hefta útbreiðslu ryðsveppsins. „Við úðuð- um lerkitré í hálfum bænum til að reyna að brjótast inn i feril ryð- sveppsins því hann fer af asparlauf- unum á vorin yfir á lerkið og þaðan aftur á öspina yfir sumartímann en þessi aðgerð virðist því miður ekki hafa borið árangur,“ sagði Snorri. Ösp hefur verið vinsæl í garð- rækt Selfyssinga og er ríkjandi trjá- tegund í bænum. Snorri segir að á Selfossi séu milli 6 og 8000 aspir, hins vegar sé miklu minna um lerki á Selfossi eða um 700 tré. Garðrækt- endur og skógræktarmenn hafa litið til útbreiðslu ryðsveppsins með ótta. Ösp er mikið notuð í skógrækt i uppsveitum Ámessýslu og er ein þeirra trjátegunda sem nota á í Suð- urlandsskógaverkefninu. „Það er enn ekki vitað hver áhrif ryðsveppurinn hefur á aspirnar, hvort hann hefur til dæmis þau áhrif á trén að þau ná ekki að klára undirbúningsstarf sitt fyrir vetur- inn. Það getur haft þau áhrif að þau kali eða hreinlega hafi veturinn ekki af. Nú getum við ekki annað en beðið til næsta vors til að sjá hversu mikinn skaðvald um er að ræða þegar við sjáum hvernig trén koma undan vetrinum," sagði Snorri. Ef niðurstaða vetrarins verður sú að þetta sé skaðvaldur á trjánum er Verkfræðingar, tæknifræðingar, hönnuðir! .., ...... , .. smmmmæss ~ ..þio getio sott honnunarrornt ___ 1 fyrir múrfestingar á heimasíðu okkar sem er www.isol.is jgsr/r Ártnúii 17, lOB Reykjavik sími: 533 1334 fax.- 5GB 0499 __ WWW.ISOl.IS DV-MYNDIR NJORÐUR HELGASON Asparlauf sýkt af ryðsveppi. ljóst að aðgerða verður þörf til að reyna að koma í veg fyrir að hann eyði miklum hluta stærstu trjáa Sel- fyssinga. „Ef svo reynist bíða okkar veruleg vandamál, hvað getum við gert? Hjá okkur eru aspir margar og háar. Það er ekki útilokað að hægt sé að úða trén en það er ekki hlaup- ið að því þegar um svona stór tré er að ræða. En lífsferill þessa svepps er háður því að lerki og aspir standi saman og þess vegna verðum við að velta fyrir okkur hvort þessar teg- undir eigi yfir höfuð samleið ef um skaðvald verður að ræða,“ sagði Snorri. -NH Formaður Landssambands kúabænda: Menn orðnir óþolinmóðir - að bíða eftir ákvörðun landbúnaðarráðherra DV. SELFOSSI: „Við vorum þarna 20 til 30 aðilar sem landbúnaðar- ráðuneytið taldi að hefðu eitthvað fram að færa sér til aðstoðar við úrlausn verk- efnisins varðandi umsókn- ina um NNF-fósturvísana,“ sagði Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, við DV. Landbúnaðarráðuneytið boðaði til umræðufundar á Selfossi í fyrradag um til- raunir með norska kúafóst- urvísa með fulltrúum landbúnaðar- ins, vísindamönnum og fulltrúum þingmanna. Viða er farið að gæta óþolinmæði varðandi niðurstöðu málsins og menn eru farnir að bíða þess með óþreyju að landbúnaðar- ráðherra komi undan feldinum og tilkynni hvað hann hefur hugsað þar frá því á miðju sumri. Þórólfur sagði að á aðalfundi Landssam- bands kúabænda á Selfossi i sumar hefði það komið fram að ráðuneyt- inu hefði ekki unnist tími til að kynna sér öll gögn sem hefðu komið fram varðandi málið. Þau gögn hefðu verið til umfjöllunar á fundin- um i gær. Þórólfur segir að ekki eigi Eldhúsið komið heim og saman fyrir jól Frá fundi kúabænda meö landbúnaðarráöherra á Selfossi. að þurfa að vefjast lengi enn fyrir mönnum að taka ákvörðun í mál- inu. „Ég er reyndar búinn að vera að segja það dálítið lengi, eins og ég sagði í ágúst, að nú væri þetta að- eins spurning um úrvinnsluna, ég er enn þeirrar skoðunar. Guðni lýsti því yfir í ágúst að hann tæki þessa ákvörðun í haust og hann ít- rekaði það á fundinum í gær. Miðað við hans eigin yfirlýsingar hlýtur að fara að styttast i að hann ljúki málinu. Nú eru fjallatoppar farnir að hvitna og er það ekki merki um haustið," sagði Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúa- bænda. -NH FJÖLBREYTT ÚRVAL - STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI Úrval HTH-innréttinganna er mjög fjölbreytt, þar sem útfærslur geta verið margvíslegar. Afgreiðslutími á HTH-innréttingum erfjórar vikur, en getur farið í sex vikur ef um sérsmíði er að ræða. ÖLL TÆKI í ELDHÚSIÐ Auk eldhúsinnréttinga er boðið upp á öll tæki, sem þarf í nútímaeldhús, svo sem margvísleg eldunartæki, viftur, háfa, kæliskápa, frystiskápa, vaska, blöndunartæki, Ijós o.fl. Ef raftækin eru keypt með eldhúsinnréttingunni, bjóðast þau með 20% afslætti. HÖNNUN OG RÁÐGJÖF Við veitum fólki ráðgjöf og leggjum fram hugmyndir um hvernig best er að haga innréttingunni, þar sem þarfir fjölskyldunnar eru hafðar í fyrirrúmi. Líttu inn í glæsilegan sýningarsal að Lágmúla 8, 3 hæð og kynntu þér málið. Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is u i ru i hm i —•j.ii.Trfíjæ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.