Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2000, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2000, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 DV 5 Fréttir Niðurskurður hjá lögreglu stingur í stúf við loforð yfirvalda: Hafnarborg í Hafnarfirði: Lofaði meiru en flugeldasýningu - dómsmálaráðherra rak upp heróp fyrir bættri umferðarlöggæslu í sumar Raddir hafa verið uppi um að yfir- lýsingar dómsmálaráðherra, Sólveigar Pétursdóttur, um bætta umferðar- menningu séu í ósamræmi við sam- drátt í fjárlögum til lögregluembætt- anna. Eins og kunnugt er gerir fjár- lagafrumvarpið 2001 ráð fyrir flötum 1,7 prósenta niðurskurði á öll ráðu- neytin og fmna lögregluembættin ekki síst fyrir þvi. Auk þessa samdráttar er litlum sýslumannsembættum úti á landi gert að vinna upp halla undan- farinna ára. Landssamband lögreglu- manna telur að þessi niðurskurður muni óhjákvæmilega leiða til skertrar löggæslu. Lögregluembættin hafa grip- ið til þess ráðs að ljósmynda lögreglu- þjón í fúllum einkennisbúningi og setja myndimar upp þar sem mrnna þarf ökumenn á að fylgja umferðarlög- um. Ekki flugeldasýning? Dómsmálaráðuneytið fer með yfir- umsjón umferðaröryggismála og boð- aði Sólveig Pétursdóttir til blaða- mannafundar í júlí þar sem hún kynnti átak fyrir bættri umferðar- menningu. „Snar þáttur átaksins er að auka umferðareftirlit og gera iögregluna sýnilegri. Ríkislögreglustjóri og lög- regluembættin taka þátt í átakinu og hafa nú þegar skipulagt öflugt umferð- areftirlit. í hverjum landshluta munu lögregluembættin taka sig saman um að forgangsraða með markviss- um hætti með það að mark- miði að menn og tæki nýtist sem best til að draga úr umferðarslys- um,“ sagði Sól- veig. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem blásið hefur verið til átaks um gott mál. En við hugsum í stærra sam- hengi en svo að þetta verði flugelda- sýning sem skíni skært en standi stutt. Til þessa átaks er blásið til að hafa var- anleg áhrif, bæði með langtímastefnu- mótun og með eflingu löggæslu, en ekki síst með því að hafa áhrif á öku- venjur landsmanna." Rúmum tveimur mánuðum eftir að Sólveig mælti þessi orð var niður- skurðurinn sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir hjá lögreglustjórum og sýslumannsembættum tilkynntur. Landssamband lögreglumanna sendi nýverið frá sér yfirlýsingu þar sem sambandið undraðist þann niðurskurð á fjárveitingum til öryggis- og lög- gæslumála sem gert er ráð fyrir í frumvarpi til fjárlaga á næsta ári og telja að hann munu koma niður á lög- gæslu i landinu. „Stjómvöld hafa undanfarin ár sett fram háleit markmið um stórfellda fækkun alvarlegra umferðarslysa, vímuefnalauss lands og fækkun af- brota. Þau markmið verða að engu sé starfsemi lögreglunnar lömuð vegna íjárskorts. Fjárframlög til öryggis- og löggæslumála hafa undanfarið ekki endurspeglað að hugur fylgi máli,“ seg- ir í tiikynningunni. Lélegri umferðatiöggæsla Á sama tíma og lögregluembættun- um er skipað að draga saman er þeim gert að auka til muna vegalöggæslu. „Fyrir 15 árum var miklu öflugri umferðarlöggæsla í landinu. Hún hef- ur á engan hátt fylgt þeirri þróun sem hefur orðið á fjölgun ökutækja, betri vegum og öflugri bílurn," sagði Jónas Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, í viðtali við DV. „Fyr- Ekki flugeldasýning? Frá fundi Sðlveigar Pétursdóttur dómsmáiaráðherra í sumar, þar sem hún boöaöi til umferöar- átaks, skömmu áöur en kynntur var niðurskuröur á fjárlögum til lögregluembættanna í fjárlaga- frumvarpinu fyrir næsta ár. Innlent fréttaljós Sigrún María Kristinsdóttir blaðamaður ir 15 til 20 árum hafði ungt fólk yfir- leitt ekki efhi á nýjum bílum. Núna er unga fólkið komið á mjög öflug öku- tæki og fer ógætilega með þau. Þetta kallar á meira aðhald." í ágúst efndi lögreglan í Reykjavík til slysalauss dags þar sem lögreglubíl- ar og lögregluþjónar voru sýnilegri en aðra daga ársins, enda voru 20 fleiri lögregluþjónar á dagvakt heldur en aðra daga. Árang- urinn lét ekki á sér standa - mun færri slys urðu þann dag heldur en aðra sambærilega daga. „Slysalausi dag- urinn tókst vegna þess að þama sannaði lögreglan í eitt skipti fyrir öll að sýnileg löggæsla virkar. Þá má spyija af hverju þessi löggæsla er ekki upp á hvem einasta dag?“ sagði Ragnheiður Davíðsdóttir, forvama- og öryggisfúlltrúi Vátrygg- ingafélags íslands, í viðtali við DV eft- ir slysalausa daginn. „Þessi dagur er allra góðra gjalda verður en ég og aðr- ir Reykvíkingar spyrjum hvort við megum búa við hættuástand vegna skertrar löggæslu alla aðra daga árs- ins. Og að hinu sama geta aðrir lands- menn reyndar spurt sig.“ Notast við gervilöggur Embætti víða um land efna til um- ferðarátaka þessa dagana. Sýslumenn utan Reykjavíkur og Reykjaness hafa boðað umferðarátak á fóstudag sem nær yfir Vesturland, Vestfirði, Norður- land, Austurland og Suðurland. Lögregl- an ætlar að halda úti auknu eftirliti en einnig ræða við ökumenn. í síðustu viku efhdu lögreglu- stjórar i Kópavogi, Reykjanesbæ, Hafn- arfirði og á Kefia- víkurflugvelli til umferðarátaks þar sem þeir meðal ann- ars tóku til þess bragðs að láta hanna gervilög- regluþjóna, mynd af lögreglumanni í fullri stærð, sem komið var fyrir eftir endilangri Reykja- nesbrautinni. Ár- angurinn var sá að nokkrum þessara lögregluþjóna var stolið og hinir voru settir í geymslu eftir að umferðarátakinu lauk. Þó huga önnur lögregluembætti úti á landi að því nú að fá myndimar lánaðar þar sem fjárskortur kemur í veg fyrir nauðsynlega löggæslu lifandi manna. 14 milljóna lag- færing á leka Unnið er að endurbótum á þaki Hafnarborgar - menningar- og lista- stofnunar Hafharfjarðar við Strand- götu. Þakið hefur lekið talsvert en með framkvæmdunum á að stöðva lekann og er ráðgert að þeim hluta fram- | kvæmdanna ljúki í nóvember. Þakið ; verður allt dúklagt með asfaltdúk og | láréttar lektur settar á þökin og stál- , klæðning fest ofan á þær. Nánast engin útlitsbreyting verður á þakinu þegar framkvæmdum verður að fullu lokið en óvíst er um endanleg verklok. Það era KS-verktakar sem vinna verkið en þeir áttu lægra tilboð- ið af tveimur sem bámst. Tilboð þeirra hljóðaði upp á rúmar 14 milljónir króna. -DVÓ Tilfæringar hjá vegalögreglunni / mörg ár var rekin svokölluö vegalögregla þar sem sérstakir menn frá lög- reglunni í Reykjavík sinntu löggæslu á þjóövegum og hálendinu. Sú löggæsla var síðan færö yfir á sýslumannsembættin fyrir nokkrum árum, meö viöeig- andi fjárveitingatilfærslu. I ár var bætt viö lögregluþjónum til þess aö sinna löggæslu á þjóövegum landsins en bílar þeira eru reknir á kostnaö Vegagerö- arinnar, sem fellur undir samgönguráðuneytið en ekki lögreglu. Frá kirkjuþingi. Kirkjuþing: Fjölga þarf kon- um á öllum svið- um kirkjunnar Á kirkjuþingi, sem hófst í gær, af- henti dr. Amfríður Guðmundsdóttir, formaður jafhréttisnefndar kirkjunn- ar, skýrslu nefhdarinnar fyrir síðasta starfsár og minnti á jafnréttisáætlun kirkjunnar sem samþykkt var á kirkjuþingi fyrir tveimur árum. Að sögn Arnfríðar hefúr nefndin lagt mikla áherslu á að kynna jafnrétt- ismálin úti í kirkjunni. Mikilvægt sé að kynna innihald áætlunarinnar til að hægt sé að hrinda henni í fram- kvæmd. Nefndin lét meðal annars gera bækling og plakat sem bar yfírskrift- ina Guð fer ekki í manngreinarálit. „Við höfum líka verið að vinna að því að minna fólk á ákvæði jafnréttisáætl- unar um máifar í kirkjunni en þar stendur að unnið skuli að því að end- urskoða málfar í boðun og starfi kirkj- unnar. Það teljum við mjög mikilvægt og þar er um að ræða endurskoðun á málfari í handbók kirkjunnar og við 1 þýðingu á Gamla testamentinu sem nú stendur yfir,“ segir Arnfríður. .Nefndin leggur áherslu á að á þing- inu núna fari í gang ákveðið átak varð- andi fjölgun kvenna í stjórnum og nefndum kirkjunnar. „Við viljum gjaman sjá það gerast á öllum sviðum ( kirkjunnar og ekki síst hér á kirkju- þingi því það er mjög mikilvægt að konur deili ábyrgð og valdi innan kirkjunnar," segir Amfríður og bætir við að nefndin hvetji þetta kirkjuþing til að gera ailt sem í þess valdi stendur til að fá fleiri konur inn á næsta kirkjuþing sem verður eftir tvö ár. Konum hafi fækkað á síðasta kirkju- þingi og séu núna minna en fimm pró- sent. -MA CHAIRMAN (Forysta) Tæknilega vel hönnuð Vönduð og sterk hjól Örugg og sterk bremsa 1 árs ábyrgð íslenskar leiðbeiningar Hjólin eru tæknilega vel hönnuð úr hágæða-flugvélaáli CHAIRMAN (Forysta) er fremsta hjólið á markaðnum í dag. Ymsir aukahlutir: Glær dekk Lituð dekk fpf** Ljósadekk Höldur Höldur í lit Töskur AHJOLAAUKAH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.