Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2000, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2000, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 I>V 9 Fréttir Öryggismálum víöa ábótavant í byggingariðnaði: Iðnaðarmenn sem fljúgandi englar - sem öryggistæki skipta engu, segir framkvæmdastjóri Sunniönar „Ég hef um árabil verið að sinna þessum málaflokki, nú undanfarið hafa menn úr greininni verið að hafa samband við mig vegna ófull- nægjandi öryggismála en dropinn sem fyllti mælinn var forsíðumynd Sunnlenska fréttablaðsins í síðustu viku þar sem iðnaðarmenn voru að vinna á þaki ráðhúss Árborgar, þriggja hæða húss, hjálmlausir og engin fallvörn sjáanleg á þakbrún- inni,“ sagði Ármann Ægir Magnús- son, formaður Sunniðnar, Sunn- lenska iðnfélagsins, viö DV. Haustið er mesti slysatíminn i byggingar- iðnaðinum og Ármann Ægir segir að þörf sé á átaki í byggingariðnað- inum til að koma málunum í lag. „Við höfum ítrekað komið til félags- manna aðvörunum í fréttabréfum okkar um hvaða afleiðingar það get- ur haft að vera ekki með fullnægj- andi öryggisbúnað. Það virðist ekki duga og menn eru alltof víða eins og fljúgandi englar sem virðist ekkert koma við þeir öryggistækisem menn eru skyldir til að nota/‘ sagði Ármann Ægir. Starfmenn ótryggöir Ármann Ægir segir að noti starfs- menn ekki þau öryggistæki sem at- vinnurekendum er skylt að leggja til geti menn staðið uppi slasaðir fyrir lífstíð bótalausir. Hann segir að at- vinnurekendum sé skylt að leggja starfsmönnum til þann öryggisbúnað sem við á til að tryggja fyllsta öryggi þeirra. „Ef viðeigandi öryggisbúnaður er til og starfsmaður notar hann ekki er hann ótryggður. Ef vinnuveitand- inn skaffar ekki öryggisbúnað getur starfsmaðurinn neitað að vinna verkið og á að neita því ef réttur öryggisbún- aður er ekki tU staðar. Fari starfsmenn samt og vinni án öryggisbúnaðar- ins, og ef menn eru hvattir til að vinna án hans, þá er vinnuveitand- inn ábyrgur fyrir skaðanum. Trygg- ingafyrirtækin Ármann Ægir geta neitað að Magnússon, for- borga tjónið reyn- maður Sunniðnar. js(- g^j veríð farið eftir viðeig- andi öryggisreglum,“ sagði Ármann Ægir. Oft þurfa öryggistækin ekki að vera af flókinni gerð. „Almennt eru hjálmur og skór með stáltá og þynnu í sóla lágmark. Þegar menn eru að vinna yfir ákveðinni hæð eiga að vera til staðar verkpallar af viðurkenndri gerð, öryggisbelti og á þakbrúnum eiga að vera fallvamir til að tryggja öryggi starfsmanna sem vinna á þeim,“ sagði Ármann Ægir. Vinnueftirlitiö brugöist skyldum sínum Armann Ægir telur að Vinnueftirlit- ið hafi brugðist skyldum sinum í þess- um málum. „Mér finnst þætti Vinnu- eftirlitsins í fyrirbyggjandi aðgerðum í fyrirtækjum hér á Suðurlandi vera mjög ábótavant. Ég hringdi í Vinnueft- irlitið vegna nýbyggingar hér á Sel- fossi. Þar var mér sagt að þeir hefðu ekki tíma til að sinna því erindi sem ég bar undir þá næstu daga vegna tímaskorts og bent á aö leita til lögeglu. Hjá lögreglunni töldu menn að þetta væri hlutverk Vinnueftirhtsins en ætluðu samt að kanna málið,“ sagði Ármann Ægir. „Ég hef kynnt mér þetta á Suðumesjum hjá iðnsveinafé- laginu þar, þeir segja að þar sé öryggi starfsmanna í byggingariðnaði fylgt mjög strangt eftir. Þar heyrir það til undantekninga að sjá menn vinna án öryggistækja," sagði Ármann Ægir Magnússon, formaður Sunniðnar. Búum við fjársvelti og veröum aö forgangsraða „Við hjá Vinnueftirlitinu búum við við mikinn fiárskort í starfsemi stofn- unarinnar og verkefni eftirlitsins em mörg. Fjárveitingar til Vinnueftirlits- ins hafa dregist saman um helming síðan stofnunin var sett á laggimar fyrir 20 árum. Skylduverkefnin sitja fyrir og þegar hrúga verkefna liggur á borðinu verðum við að forgangsraða þeim,“ sagði Gisli Rúnar Sveinsson, forstöðumaður Vinnueftirlitsins á Suð- urlandi. Hann segir að mikill uppgang- ur í atvinnulífmu á Suðurlandi hafi gert það að verkum að Vinnueftirlitið í fiórðungnum komist ekki yfir sin verkefni á viðeigandi hátt. „Við erum skyldugir að gera svo margt. Við reyn- um að þjóna þeim sem hjálpa sér sjálf- ir, við erum í úttektum hér og þar en komumst ekki yfir allt. Maður horfir daglega upp á ýmis mál sem mættu betur fara, ekki síst í byggingariðnað- inum eins og uppgangurinn er þar,“ sagði Gísh Rúnar. Hann segir að hlutverk Vinnueftir- litsins sé víðækt og þeir reyni að sinna öhu sem th þeirra kemur. „En hvar er forgangurinn? Það era úttektir á svæð- inu sem þola enga bið, við reynum að sinna þeim úttektum og þá verður því miður annað að sitja á hakanum," sagði Gísli. Hann telur að það heyri frekar th undantekninga en hitt að menn sinni ekki öryggisþáttum í bygg- ingariðnaðinum. „Það eru þvi miður ahtof margir sem nota ekki thskhinn öryggisbúnað og jafnvel ekki thskhdar persónuhlífar. Vinnuveitendur era skyldugir th að útvega þessa hluti og það kemur í bakið á þeim sjálfum ef þeir standa ekki sina plikt í þessum málum og starfsmönnunum ef þeir nota ekki það sem að þeim er rétt. En við hjá Vinnueftirlitinu hvetjum starfsmenn í byggingariðnaðinum og öðrum starfsgreinum th að gæta að ör- yggismálum og vinna við að reyna að DV-MYNDIR NJÖRÐUR HELGASON Algeng sjón Fljúgandi englar, það er að segja trésmiðir á bröttum og hálum þökum, allt of algeng sjón á íslandi. koma í veg fyrir slys eins og kostur er,“ sagði Gísh Rúnar Sveinsson, for- stöðumaður Vinnueftirlitsins á Suður- landi. -NH Helgin hjá lögreglu í Reykjavík: Innbrotafaraldur Rjúgandi englar. Hér eru menn að slá upp mótum á þríðju hæð verslunarhúsnæðis á Selfossi, á vinnupallli án handriöa eða annars viðeigandi búnaðar. Þarna eru um 8 metrar niður á steypt plan. Á þennan vinnustað þenti Ármann Ægir Vinnueftirlitinu á. Lögreglan í Reykjavík handtók á sunnudag karlmann sem grunaður er um aðhd að mörgum innbrotum í mið- borginni undanfama daga. Að sögn lögreglu hefur maðurinn langan brota- ferh að baki, aðahega fyrir innbrot og tilraunir th innbrota. Auk þessa manns handtók lögreglan annan karl- mann um helgina sem talinn er hafa gert tilraun th innbrots i vesturbæn- um. Mikið hefur verið um innbrot síð- ustu daga í Reykjavík. Tilkynnt var um innbrot í verslun við Laugaveg á fóstudagsmorgun. Þjófurinn eða Lögregla að störfum þjófamir komust á brott með skipti- mynt. Brotist var inn í sölutum á Njálsgötu og bakarí við Laugaveg og var skiptimynt stolið á báðum stöðum. Einnig var tilkynnt um innbrot í raf- tækjaverslun í Borgartúni, þaðan sem stolið var dýrum hljómtækjum. Úr bh í Fossvogi var stolið myndavél og vél- hjólagaha, og úr geymslum í Breiðholti var verkfærum stolið. Auk þessa var brotist inn i skóla í austurbænum og í Grafarvogi og skemmdarverk unnin, en ekki er tahð að neinu hafi verið stolið. Þar að auki vora tveir tvítugir phtar handteknir um helgina eftir að lögreglan varö vitni aö skemmdar- verkum þeirra á auglýsingaskhti í vesturbænum. -SMK SPENNANDIOG ÖÐRUVÍSI HUSGAGNAAKLÆÐI! Á K LÆ Ð I SÍMI 555 3986 / 897 6666 HJALLAHRAUNI 8 HAFNARFIRÐI OPIÐ MÁNUDAGA - FIMMTUDAGA13 -18 FÖSTUDAGA13 -16 íslenskt viðskiptalíf ^ - 500 stærstu Geisladiskur með itarlegum upplýsingum um nærrí 600 islensk fyrírtæki. Upplýsingar eru m.a. um veltu, afkomu, efnahag, stjórn og lykilstarfsmenn, upplýsingar um starfsemi og fréttir af Viðskiptavefnum á Vísir.is. íslenskt viðskiptalif - 500 stærstu er samstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Lánstrausts hf. Verð 4.950 kr. Tekið er á móti pöntunum i síma 511 6622, i fax 511 6692 og á netfangið mottaka@vb.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.