Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2000, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2000, Side 10
10 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 r»v Vojislav Kostunica Júgóslavíuforseti heimsótti Svart- fjallaiand í gær. Svartfellingar hafna aðild að sambandsstjórn Nýr forseti Júgóslavíu, Vojislav Kostunica, lofaði í gær leiðtogum Svartfjallalands að deila þeirra um samband við Serbíu yrði leyst á friðsamlegan hátt. Kostunica fund- aði í gær í fyrsta sinn með leiðtog- um Svartfjallalands. Svartfellingar vilja helst sjálfstæði. Serbar vilja hins vegar halda rikjasambandinu. Samkvæmt stjórnarskrá Júgó- slavíu verður forsætisráðherrann að vera Svartfellingur sé forsetinn Serbi. Milo Djukanovic, forseti Svartfjallalands, hafnaði í gær þátt- töku í nýrri sambandsstjóm. Svart- fellingar eru tilbúnir til viðræðna um jafna stöðu landanna í rikjasam- bandi. Efni til sprengju- gerðar fannst í íbúð í Jemen Bandariskir lögreglumenn stað- festu í gær að efni til sprengjugerð- ar hefði fundist í íbúð í Jemen. Lög- reglumenn sögðu jafnframt að nú væri verið að rannsaka í Bandaríkj- unum sýni úr bandaríska herskip- inu sem sprengjuárás var gerð á síð- astliðinn fimmtudag í Aden í Jemen með þeim afleiðingum að 17 sjóliðar létu lifið og 39 særðust. Embættismenn í Aden í Jemen segja að fjöldi manns hafl verið handtekinn og yfirheyrður. Meðal hinna handteknu eru meintir félag- ar i herskáum samtökum múslíma. Yfir 60 bandarískir rannsóknar- menn eru nú í Jemen. íslendingur segir Færeyinga þjóð Islenski þjóðréttarfræðingurinn Guðmundur Alfreðsson við háskól- ann í Lundi í Svíþjóð hefur úrskurð- að að Færeyingar uppfylli þau skil- yrði að vera þjóð í skýrslu sem hann gerði fyrir færeysku land- stjórnina. Þeir hafa því fullan rétt á að snúa sér til alþjóðastofnana eins og SÞ og NATO án þess að dönsk stjórnvöld hafi þar milligöngu um. Þetta kemur fram í Jyllands-Posten í morgun. Það var Hogni Hoydal, sem fer með sjálfstæðis- málin í landstjóm- inni, sem óskaði eftir áliti Guð- mundar. Hogni hefur nú í hyggju að greina alþjóða- stofnunum frá greinargerð Guðmundar Alfreðs- sonar. Færeyska landstjómin ritaði bréf til NATO fyrr á þessu ári um örygg- ismál eyjanna eftir að þær fengju sjálfstæði. Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra Danmerkur, neit- aði hins vegar að koma bréfmu til skila, eins og um var beðið, og sagði að Færeyingar hefðu ekki leyfi til að semja um öryggismál sín við Atl- antshafsbandalagið. Bréf til SÞ fékk sömu örlög. Hogni Hoydal. Leiðtogar lofa að binda enda á átökin í Mið-Austurlöndum: I í páfagarð eftir 20 ár Elisabet Englandsdrottning og Jó- hannes Páll páfi ræddu í gær ósk sína um einingu rómversk-kaþólsku kirkjunnar og ensku biskupakirkj- unnar. Tuttugu ár voru liðin frá því að drottningin heimsótti páfagarð siðast. Köfun að Kúrsk frestað Skipið sem flytja átti norska og rússneska kafara að kafbátnum Kúrsk í þessari viku er enn í höfn vegna óveðurs í Barentshafi. Valdabarátta kristiiegra Deilur um inn- flytjendur hafa hleypt af stað valda- baráttu í Kristilega demókrataflokkn- um í Þýskalandi. Friedrich Merz þingflokksformaður sagði takmörkun Qölda innflytjenda geta orðið að kosningamáli. Angela Merkel flokksleiðtogi segir óviturt að ræða um kosningamál nú. Skotbardagar á Vesturbakkanum Til skotbardaga kom milli ísra- elskra hermanna og Palestínu- manna á Vesturbakkanum og Gaza í nótt, þrátt fyrir að leiðtogar þeirra kæmust að samkomulagi í gær- morgun um að binda enda á ofbeld- isaðgerðir undanfarinna vikna. ísraelski herinn sagði að tveir hermenn hefðu særst lítillega þegar Palestínumenn vörpuðu hand- sprengju og skutu að hermönnum nærri þorpi einu suður af Maale Adumin, landnemabæ gyðinga á Vesturbakkanum. Þá var einnig skotið á hermenn annars staðar á Vesturbakkanum og svöruðu þeir í sömu mynt. Á Gaza köstuðu Palestínumenn grjóti og bensínsprengjum að ísra- elskum eftirlitssveitum. Innan tveggja sólarhringa Þeir Yasser Arafat, forseti Palest- inumanna, og Ehud Barak, forsætis- ráðherra ísraels, féllust í gær á fundi með Bill Clinton Bandaríkja- forseta, Mubarak Egyptalandsfor- seta og fleirum að binda enda á óeirðir síðustu vikna sem hafa orð- ið rúmlega eitt hundrað manns að bana. Margir voru þó efins um að ofbeldinu myndi linna. Deilendur segja báðir að það sé undir hinum komið að hrinda sam- komulaginu, sem náðist í egypska strandbænum Sharm el-Sheikh, í framkvæmd. „Báðir þurfa að binda enda á of- beldisverkin innan tveggja sólar- hringa," sagði Shlomo Ben-Ami, starfandi utanríkisráðherra ísraels, í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð. Ehud Barak sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér að hann hefði fyrirskipað öryggissveitum að gera allt sem í þeirra valdi stæði tO að hrinda samkomulaginu í fram- kvæmd. Yasser Arafat sagði við heimkom- una til Gaza í gær að hann vildi að því sem um hefði verið samið yrði hrint í framkvæmd á heiðarlegan hátt. Hann á hins vegar erfltt verk fyrir höndum að sannfæra reiða Palestínumenn um að leggja niður vopn sín og hætta að grýta ísraelska hermenn. Öll heistu ríki í Evrópu og fram- kvæmdastjóm Evrópusambandsins fógnuðu samkomulaginu en ríki ís- lamskra harðlínumanna á borð við fran, írak og Líbanon fordæmdu það og kölluðu hraksmánarlegt. Ekkert undirritaö Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði að loknum fundinum í Sharm el-Sheikh í gærmorgun að deilendur hefðu fallist á að binda enda á of- beldisverkin og hefðu jafnframt samþykkt að nefnd undir forsæti Bandaríkjanna myndi rannsaka upptök átakanna og kanna hvort grundvöllur væri fyrir að hefja frið- arviðræður á ný. Yflrlýsing Clint- ons var munnleg þar sem deilendur voru ófáanlegir til að gera skriflegt samkomulag. Leiðtogi skæruliðasamtakanna Hamas sagði í viðtali við sjónvarps- fréttastofu Reuters í gærkvöld að samtökin myndu halda árásum sín- um á ísrael áfram, þrátt fyrir sam- komulagið í gærmorgun. Vill meiri áhrif erlendis Hillary Clinton, forsetafrú Banda- ríkjanna, sem sæk- ist eftir sæti í öld- ungadeild Banda- ríkjaþings, lagði í gær til að herferð yrði hafln til að auka hlutverk Bandaríkjanna erlendis. Samkvæmt skoðanakönnun, er birt var í gær, nýtur Hillary fylgis 51 prósents kjósenda en keppinautur hennar, Rick Lazio, er með 45 prósenta fylgi. Blóðug átök í Lagos Að minnsta kosti 100 manns hafa látið lífið í átökum i Lagos undan- farna daga milli múslíma og krist- inna. Föður leitað eftir líkfund Danska lögreglan leitar nú Lí- bana sem grunaður er um að hafa fleygt ársgamalli dóttur sinni ofan af Litlabeltisbrúnni. Lík stúlkunnar fannst í fjörunni sunnan við Freder- icia á mánudag. Atök í Betlehem Palestínskur unglingur miöar teygjubyssu sinni aö ísraelskum hermönnum þegar sló í brýnu meö Paiestínumönnum og ísraetskum öryggissveitum í Bettehem í gær. Átökin brutust út eftir jaröarför ungs pilts sem lést í átökum viö ísraela. Skuldir gefnar eftir Alþjóðabankinn sagði í gær að 20 fátækustu löndum heims yrðu gefn- ar eftir skuldir að miklum hluta fyr- ir lok þessa árs. Krefjast afsagnar forseta Þingmenn stjóm- arandstöðunnar á Filippseyjum kröfð- ust þess í gær form- lega að Joseph Estrada forseti yrði látinn fara frá vegna embættisaf- glapa. Saka þeir for- setann um að hafa þegið mútur frá spilavítiskóngum og um aðra glæpi. Mútuhneyksliö hefur valdið verstu stjómmálakreppunni á Fil- ippseyjum í mörg ár. 150 þúsund gegn ETA Um 150 þúsund manns i Sevilla á Spáni efndu í gærkvöld til mótmæla gegn ETA, aðskilnaðarsamtökum Baska. Talið er að hryðjuverka- menn samtakanna hafl skotið til bana lækni á mánudaginn. Tveir hafa verið handteknir vegna morðsins. Fjórir fórust í lestarslysi norður af London: Hryðjuverk útilokað Breska lögreglan hefur útilokað að hryðjuverkamenn hafi valdið því að hraðlest fór út af sporinu fyrir norðan London í gær með þeim af- leiðingum að fjórir menn létu lífið og á fjórða tug slasaðist. Slysið hefur enn á ný vakið upp umræður um öryggismál í lestar- samgöngum á Bretlandi. Þetta var þriðja stóra lestarslysið á rúmum þremur árum. Eftir að hryðjuverkalögreglan hætti leit sinni í flaki lestarinnar fóru rannsóknarmenn að beina sjónum sínum að tæknibilun eða skemmdarverkum. Breska sjónvarpsstöðin Sky sagði í morgun að verið væri að kanna hvort annar járnbrautarteinanna hefði verið í sundur. Rannsókn á hugsanlegum þætti hryðjuverkamanna í slysinu hófst eftir að upplýst var um að á sunnu- Flakið rannsakað Björgunarsveitarmenn rannsaka flak- iö af testinni sem fór út af sporinu noröan viö London í gær. dag hefðu borist sprengjuhótanir vegna sömu járnbrautarlínu. „Fyrstu viðbrögð sjónarvotta voru að þeir heföu heyrt spreng- ingu,“ sagði Paul Acres yfirlög- regluþjónn á fundi með fréttamönn- um í gær. Ellefu vagna járbrautarlestin var á leið til Leeds frá London þegar hún fór út af sporinu nærri bænum Hatfleld laust eftir hádegi að staðar- tima. Hún var á rúmlega 170 kíló- metra hraða á klukkustund þegar slysið varð. Lögreglan sagði að þegar sjúkra- bifreiðar og björgunarsveitir komu á vettvang hefðu fjölmargir farþeg- anna ráfað um slysstað eins og í leiðslu. Þyrlur voru meðal annars notað- ar til að koma hinum slösuðu á sjúkrahús. Enginn hinna slösuðu var í lífshættu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.