Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2000, Qupperneq 14
14
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjölfsson
Framkvsmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aóstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.ís. - Dreifing: dvdreif@>ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Filmu- og plötugeró: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viömælendum fýrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim.
Lögum ekki breytt
Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur tekið af
öll tvímæli um að samkeppnislögum verði ekki breytt til að
samruni Landsbanka og Búnaðarbanka standist lög og regl-
ur. í utandagskrárumræðum á Alþingi um sameiningu rík-
isviðskiptabankanna síðastliðinn mánudag var hart sótt að
ráðherranum og ríkisstjórninni vegna stefnunnar í banka-
málum. Yfirlýsing ráðherra um að lögum verði ekki breytt
er ánægjuleg og nauðsynleg til að eyða óvissu og tortryggni.
í umræðunum ítrekaði Valgerður Sverrisdóttir að hún
hefði sett fyrirvara við samruna Landsbanka og Búnaðar-
banka, enda yrði til mjög stór banki á íslenskan mæli-
kvarða. „Úrskurður samkeppnisráðs þarf því að liggja fyrir
áður en endanleg ákvörðun er tekin um samruna,“ voru
skýr skilaboð ráðherra. Efasemdir viðskiptaráðherra eru
þær sömu og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og for-
maður Framsóknarflokksins, setti fram í sumar. Hugmynd-
in um samruna ríkisbankanna er því athyglisverðari en
ella.
Sú spurning stendur eftir sem áður hvort það verði talið
hlutverk viðskiptaráðherra og yfirmanns samkeppnismála
að fækka leikendum á markaði með þeim hætti sem nú er
stefnt að. DV benti á þetta í leiðara í liðinni viku og undir-
strikaði hvert meginverkefni ráðherra og ríkisstjórnar er i
raun: „að draga ríkið fyrir fullt og allt út úr rekstri á fjár-
málamarkaði en um leið að tryggja að eðlileg samkeppni fái
að njóta sín.“
Athugasemdirnar sem gerðar hafa verið á þessum stað
við störf ríkisstjómarinnar og Valgerðar Sverrisdóttur við-
skiptaráðherra snúast fyrst og fremst um hvemig staðið er
að málum. Flest ef ekki öll rök benda til þess að eðlilegra
hefði verið að halda óbreyttri stefnu og einkavæða bankana
og láta nýja eigendur hafa áhyggjur af framtíðinni. Undir
þetta sjónarmið tekur Valur Valsson, forstjóri íslandsbanka-
FBA, í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn laugardag en
fáir einstaklingar hafa meiri reynslu af sameiningu fjár-
málastofnana en Valur: „Ég held hins vegar að skynsam-
legra hefði verið að einkavæða ríkisbankana fyrst og láta
bankana og markaðinn um sameiningu. Það gefur augaleið
að kostnaðarlækkun og hagræðing er erfiðari en ella ef rík-
ið á stóran hlut í bönkunum. Pólitísk sjónarmið munu að
mínu mati þvælast nokkuð fyrir mönnum í því starfi.“
Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, tekur í
svipaðan streng og Valur Valsson og segir samruna ríkis-
bankanna óheppilegan, enda gæti hann truflað samkeppni á
markaði. Ríkisstjórnin, og viðskiptaráðherra sérstaklega,
hlýtur að taka þessi orð reyndra bankamanna alvarlega.
Enn í útrás
Hátæknifyrirtækið Össur hf. hefur undirritað viljayfir-
lýsingu um kaup á tveimur sænskum fyrirtækjum sem
eru meðal stærstu dreifingarfyrirtækja í stoðtækjaiðnaði
á Norðurlöndunum. Þannig heldur útrás Össurar hf.
áfram en fyrr á þessu ári keypti fyrirtækið bandaríska
stoðtækjafyrirtækið Flex-Foot Inc.
Útrás Össurar hf. er aðeins eitt dæmi um þá nýju hugs-
un sem náð hefur að skjóta rótum meðal íslenskra at-
hafnamanna og ber vitni um aukið sjálfstraust. Auknar
erlendar fjárfestingar íslenskra fyrirtækja eru besta sönn-
un þess hve langt er hægt að ná á stuttum tíma þegar at-
vinnulífinu er búin umgjörð stöðugleika og frjálsræðis.
Óli Bjöm Kárason
DV
______4ÍU
Skoðun
S
Alit auðlindanefndar
- fyrningarleiðin, rétta leiðin
Álit Auölindanefndar hef-
ur að vonum vakið athygli og
umræður. Enn hefur Jóhann-
es Nordal unnið athyglisvert
verk fyrir þjóðarheildina.
Nefndin leggur til útboðsleið
sem almenna lausn til að út-
deila takmörkuðum gæðum í
þjóðareign. Þar með er lagt
til að markaðurinn verði lát-
inn ákveða aðgang að hinum
takmörkuðu auðlindum,
enda úthlutunarleið illfær og
í ætt við skömmtunarleið.
Markaðsleið er mjög að
vinna á 1 svona tilvikum.
Nágrannaþjóðir okkar, Bandaríkin,
Þýskaland, Bretland, beita útboði til
úthlutunar á farsímarásum og fréttir
herma að Norðmenn muni beita útboði
við úthlutun leyfa til laxeldis.
Af einhverjum ástæðum, sem nefnd-
in skýrir ekki, nefnir hún tvær leiðir
þegar kemur að úthlutun fiskveiði-
kvóta, veiðigjaldsleið og fyrningarleið.
Það er reyndar þekkt i nefndastarf-
semi, ef samkomulag er ekki að nefna
tvo kosti og taka ekki afstöðu til
þeirra. Þetta bendir því til að
ekki hafi verið full samstaða
í nefndinni.
Fyrningarleið
Fyrningarleiðin sem er
uppboðsleið fellur mjög að til-
lögum og frumvarpi Áhuga-
hóps um auðlindir í almanna-
þágu. Hún hefur marga kosti.
Til lengri tima litið tryggir
hún jafnræði landsmanna til
nýtingar auðlindarinnar,
hún auðveldar nýliðun, gerir
nýjum aðilum kleift að byrja i útgerð
og tryggir sanngjama greiðslu til eig-
anda auðlindarinnar, þjóðarinnar.
Hún ætti jafnframt að tryggja að út-
gerðin greiði ekki hærra gjald en hún
ræður við. Þessi leið felur í sér lág-
marksáhættu á ójöfnuði við úthlutun.
Veiðigjaldsleið
Veiðigjaldsleiðin er mjög gölluð.
Fram hefur komið að ríkið greiðir um
3 milljarða kostnað vegna sjávarút-
Guðmundur G.
Þórarinsson
verkfræöingur
„Þessi leið minnir svolítið á nafn á leikriti Shake-
spears, Sem yður þóknast. Líklegt er að ekki verði
ákveðið veiðigjald nema sem er útgerðinni þóknanlegt.
Veiðigjaldsleiðin er því skyld hinni gömlu skömmtun-
araðferð og aðferðum verðlagseftirlits. “
Siðfræðiprófið mikla
Árið 1998 var lagt mikilvægt og
margslungið siðfræðipróf fyrir ís-
lensku þjóðina. Á nokkrum mánuðum
var tekist á um grundvallarréttindi og
reisn manneskjunnar í blaðagreinum
og umræðum manna á meðal. Og loka-
prófið var þreytt af þjóðþinginu á að-
ventunni það sama ár.
Prófið snerist um það hvort verjandi
væri að taka persónulegar upplýsingar
að fólki forspurðu og gefa þær öðrum
til þess að þeir geti gramsað í að vild
og grætt á þeim. Stundum tóku menn
þannig til orða hér áður fyrr ef þeir
vildu bregða fyrir sig fáránleikastíl að
þeir töluðu um að þessi eða hinn væri
reiðubúinn til þess að selja ömmu sína.
Það var taliö hámark siðleysisins
Fyrlr smáaura til málamynda
Nú hefur þjóðin orðið þessum fá-
ránleika að bráð. Áróðri hefur verið
beitt til þess að telja fólki trú um að
allt sé þetta gert af einskærri mann-
gæsku og elsku á lífinu. Þá hefur því
verið haldið fram að þiggjandinn, er-
lent fyrirtæki, starfrækt hér á landi
undir heitinu íslensk erfðagreining hf.,
játningar og skriftamál fólks
til þess að einhver gæti grætt á þeim
upplýsingum - og það án þess að
spyrja fólk leyfis. En fyrst þetta er nú
allt gert af manngæsku og jafnvel
kristilegum kærleika, eins og látið er í
veðri vaka, væri fróðlegt að vita hvort
fyrirtækið sem hér um ræðir sé reiðu-
búið til þess að starfa eftir gullnu regl-
unni: allt sem þér viljið að aðrir menn
gjöri yður það skuluð þér og þeim
gjöra?
Nokkrar spurningar
Er fyrirtækið tilbúið, fyrst það fær
að skyggnast inn í innstu leyndardóma
einstaklinga, að opna almenningi aö-
gang að innviðum fyrirtækisins á
sama hátt? Eru stjórnendur þess reiðu-
búnir til þess að láta islensku þjóðinni
í té upplýsingar um hvort einhverjir
læknar hafi hugsanlega afhent eða selt
fyrirtækinu upplýsingar um einstak-
linga án þess að spyrja hina raunveru-
legu eigendur leyfis? Hafa sálfræðing-
ar, geðlæknar, fjölskylduráðgjafar og
aðrir fagaðilar sem vinna með per-
sónulegar upplýsingar gert hið sama?
Vill fyrirtækið upplýsa hvort það hef-
ur gerst eða ekki? Og ef það
hefur átt sér stað, er það
reiðubúið að birta nöfn
þeirra?
Verði slíkar upplýsingar
ekki opinberaðar neyðist
margt fólk til þess að spyrja
lækna, sálfræðinga, geð-
lækna, félagsráðgjafa, presta
og fleiri, sem það þarf að
leita til, hvort þeir „leki“
upplýsingum og þiggi jafnvel
greiðslur íyrir. Hér með er
þetta siðfræðipróf lagt fyrir
stjórnendur fyrirtækisins.
Þegnar þessa lands eiga rétt á að
slíkar upplýsingar liggi fyrir. Þjóðin
féll á siðfræðiprófinu mikla sem lagt
var fyrir hana á liðnu ári. Kirkjan
(prestamir) sem á að standa vörð um
manngildið þagði þunnu hljóði, þó með
örfáum undantekningum sem taldar
verða á fingrum annarrar handar.
Læknafélagið hefur hins vegar
barist hetjulega fyrir réttlætinu í þessu
máli og er það þakkarvert. Og einstaka
læknar hafa hætt atvinnuöryggi sínu
af tryggð við læknaeiðinn. Samtökin
Mannvemd ásamt hópi lækna og ann-
arra áhugamanna berjast févana fýrir
réttlæti og mannlegri reisn en á við of-
urefli að etja þar sem um fyrirtæki er
að ræða sem veður í peningum. Sið-
heilsa þjóðarinnar skiptir ekki minna
máli en líkamlegt heilbrigði.
Þaö skiptir ekki minna máli að
finna lækningu á hinu siöræna sviði
en að lækning finnist á einhverju lfk-
amlegu meini, því eins og ritað er: „ ..
. það liggur fyrir mönnunum eitt sinn
að deyja og eftir það að fá sinn dóm.“
(Heb 9.27).
Öm Bárður Jónsson
„Þjóðin féll á siðfrœðiprófinu mikla sem lagt var fyrir
hana á liðnu ári. Kirkjan (prestamir), sem á að standa
vörð um manngildið, þagði þunnu hljóði, þó með örfá-
um undantekningum, sem taldar verða á fingrum ann-
arrar handar. “
hafi brotið blað í rannsókn-
um með starfsemi sinni. í
hófsamri og skarpri blaða-
grein 27. júlí sl. benti Hrafn
Tulinius læknir á hið gagn-
stæða. Eina nýmælið er við-
skiptahugmyndin sjálf, það
að græða á öllu saman.
Upplýsingamar sem ríkið
seldi fyrir smáaura, svona til
málamynda, eru það persónu-
legasta af öllu persónulegu.
Það má líkja þessu við að
kirkjan léti af hendi synda-
Orn Bárður
Jónsson
prestur
Með og á móti
Til hagsbóta fyrir þjóðina
í álveri Norðuráls á Grundartanga?
Ekki bætandi á mengunarálagið
j „Ég tel að leyfa
JC eigi Norðuráli að
I athuga möguleik-
Vr ana á því að ál-
ver fyrirtækisins
á Grundartanga verði
stækkað ef farið verður eft-
ir öllum tilskildum reglum,
þar á meðal varðandi um-
hverfismat. Að mínu mati
hefur Norðurál stundað fyr-
irmyndarrekstur og starf-
semi og aukning á starfsemi
og framleiðslu fyrirtækisins er til
Magnús
Stefánsson,
varaþingmaöur
þess fallin að auka atvinnu
og þjóðartekjur. Það hefur
allt gengið vel hjá fyrirtæk-
inu og því ætti að taka því
vel ef það vill stækka fyrir-
tækið. Það skapar fleiri
störf og meiri tekjur og er
þannig til hagsbóta fyrir
þjóðina til framtíðar. Fyrir-
tækið hefur verið atvinnu-
skapandi fyrir íbúa bæði á
Vesturlandi og á höfuðborg-
arsvæðinu."
„Ég tel að upp-
|sðS|Íj| bygging stóriðn-
aðar í Hvalfirði
jr sé þegar allnokk-
ur og það er gríð-
arlega mikilvægt að íbúum
í Hvalfirði séu kynntar
mengunarmælingar og það
mengunarálag sem fyrir er í
Hvalfirði áður en ráðist er í
frekari uppbyggingu. Það er
ljóst að stækkun úr 240 þús-
und í 300 þúsund tonn eða
meira verður að fara í um-
Olafur A.
Magnússon,
fyrrum formaöur
samtaka um óspillt
land í Hvalfiröi
hverfismat. Við teljum að
mengunarálag í Hvalfirði sé
þegar orðið það mikið að
ekki sé á það bætandi. Áður
en menn fara í hugleiðingar
um stækkun verða þeir að
sýna fram á hvert mengun-
arálagið er og hvernig
mönnum hefur tekist til við
þær mengunarvarnir sem
þar eiga að vera.“
Forsvarsmenn Noröuráls hafa sent íslenskum stjórnvöld bréf þar sem þau fara þess á leit aö hafnar veröl viöræöur um stækkun á álverinu um 150 þúsund
tonn. Ef af því veröur mun þaö leiöa til þess aö framleiöslugeta fyrirtækisins fimmfaldist og álveriö veröl meö framlelöslugetu upp á 300 þúsund tonn á ári.
vegs. Eðlilegt er að sjávarútvegurinn
greiði þetta auk arðs af auðlindinni.
Megingalli þessarar leiðar er að hún
tryggir engan veginn nýliðun, hún við-
heldur misrétti og forréttindum. Hætta
er á að deilur um fiskveiðistjórnina
haldi áfram og ákvörðun veiðigjalds
býður upp á makk milli sjórnmála-
manna og öflugra hagsmunaaðila í stað
þess að nýta farvegi markaðarins.
Þessi leið minnir svolítið á nafn á
leikriti Shakespears, Sem yður þókn-
ast. Liklegt er að ekki verði ákveðið
veiðigjald nema sem er útgerðinni
þóknanlegt. Veiðigjaldsleiðin er því
skyld hinni gömlu skömmtunaraðferð
og aðferðum verðlagseftirlits. Öll þró-
un nútímaþjóðfélags bendir í átt til
markaðslausna. Segja má að Auðlinda-
nefnd hafi afmarkað leikvöllinn. Búið
er að einangra lausnina við tvær aö-
ferðir, báðar leggja til að útgerðin
greiði fyrir afnot af auðlindinni.
Ákvörðunin er eftir. Nú fer málið
væntanlega inn í endurskoðunarnefnd-
ina og þaðan í þingið. - Málaloka er
beðið með mikilli eftirvæntingu.
Guömundur G. Þórarinsson
Ummæli
Siðlaust réttarástand?
„Ég fæ ekki varist
þeirri hugsun, að eitt-
hvað sé athugavert
við réttarástand sem
leyfir, að maður sé af
handhöfum ríkisvalds
sviptur frelsi sínu
um nær 9 mánaða
skeið, án þess að hafa sannanlega til
saka unnið, og síðan synjað um bætur
vegna frelsissviptingarinnar. Þetta
gerðist í síðustu viku, þega Hæstirétt-
ur synjaði þekktum sakborningi, Kio
Briggs, um bætur.“
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttar-
lögmaöur í Mbl. 17. október.
Samræmd
samgönguáætlun
„Eins og ástatt er í
fluginu hefur ríkis-
valdið blandað sér í
máli, og boðið út rík-
isstyrkt flug til nokk-
urra staða sem svo
háttar til um að eru
mjög háðir flugsam-
göngum, en flutningar hafa dregist
saman ... Þeir sem aka á áætlunarleið-
um njóta endurgreiðslu af þungaskatti
og takmarkaðra ríkisstyrkja. Það er
nauðsynlgt fyrir ríkisvaldið við þessar
aðstæður að leggja málið niður fyrir
sér með samræmdri samgönguáætlun,
þar sem reynt yrði að kortleggja sam-
göngukerfi fyrir landið allt, og sam-
ræma samgöngur á landi og í lofti
frekar en orðið er.“
Jón Kristjánsson alþm. í Degi 17. októ-
ber.
Sameining ríkisbanka
„Takist samningar um sameiningu
Landsbanka og Búnaðarbanka munu
forráðamenn hins sameinaða banka
standa frammi fyrir állt að því risa-
vöxnu verkefhi. Markmiðið með sam-
einingunni er að ná fram stóraukinni
hagræðingu, miklu minni tilkostnaði
og öðrum ábata, sem komi m.a. við-
skiptavinum bankanna til góða. Það er
einfaldlega óhugsandi að ná þessum
markmiðum án þess að teknar verði
sársaukafullar ákvarðanir."
Or forystugrein Mbl. 17. október.
Hagræðing
með sameiningu
„Sameining (ríkis-
bankanna) á að þýða
hagræðingu. Því ætti
þetta að koma neyt-
endum til góða og það
er auðvitað grundvall-
arkrafa okkar að svo
verði. Ég hef hins veg-
ar því miður nokkrar efasemdir um að
þetta gangi eftir, enda verður fákeppn-
in enn meiri á þessum markaði en ver-
ið hefur.“
Jóhannes Gunnarsson, form. Neytenda-
samtakanna, i Degi 17. október.
Kristinn H. Gunn-
arsson og evran
betur sett en hinar Norðurlandaþjóð-
imar að halda sig utan við ESB hvað
varðar sérstöðu sína á alla vegu. Hér
býr ein þjóð í eylandi, allfjarri þeim
löndum sem hcifa gengið í Evrópu-
sambandið.
Margir vilja halda því fram að
með aukinni tæknivæðingu og betri
samgöngum sé heimurinn alltaf að
minnka. Þetta á ekki við um ísland.
Að vísu búum við í tæknivæddum
heimi og viljum halda sem bestri
vináttu og sambúð við allar þjóðir.
Þá viljum við halda góðu sambandi
við eina bestu og stærstu viðskipta-
þjóð okkar, Bandaríki Norður-Amer-
íku. Og við viljum halda í aldagaml-
ar venjur okkar, siði og menningu
ólíka menningu flestra annarra
þjóða, sem við erum stolt af.
Nú má enginn taka orð mín svo aó-
að ég sé hlynntur því að við hverfum'
aftur til gamla moldarkofabúskapar-
ins. En fyrr mætti nú vera. Sérstaða
okkar aldagömlu menningar verður
aldrei varðveitt nema við forðumst
að láta stóra bróður, risann í Evrópu
(ESB), gleypa okkur með húð og
hári.
Karl Ormsson
Gallarnir meiri en kostirnir
Þar sem Kristinn sækir alla sína
kjósendur í nokkur sjávarpláss og
dreifðar sveitir er ég hræddur um að
hann eigi sér fáa talsmenn ef hann
ætlar að halda þessu til streitu. Að
ganga í ESB er fráleitt fyrir okkur,
eyþjóð langt úti í hafi sem fær mest-
an sinn gjaldeyri fyrir sjávarafla,
„Sumir stjómmálamenn hálda að þeir afli sér ein-
hverra vinsælda með svona vitleysu en það er alveg öf-
ugt. - í eina þessa ímynduðu vinsœldagryfju fellur
þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Kristinn H.
Gunnarsson, nýlega. “
Það er alveg furðulegt
hvað sumir stjómmála-
menn geta látið hafa eftir
sér mikla vitleysu sem virð-
ist eingöngu gert til að aug-
lýsa sig og kynna. Það er
eins og gamla máltækið sé
alltaf í gildi, „Betra er illt
að gera en ekkert“. Sumir
stjómmálamenn halda að
þeir afli sér einhverra vin-
sælda með svona vitleysu
en það er alveg öfugt. - í
eina þessa ímynduðu vin- .........
sældagryfiu fellur þingflokksformað-
ur Framsóknarflokksins, Kristinn H.
Gunnarsson, nýlega.
Það er jafn víst og að dagur kem-
ur á eftir nóttu að ef þjóðin fær að
ráða og henni verða vel kynntir kost-
ir og gallar þess að ísland gerist að-
ili að ESB lifum við Kristinn hvorug-
ur þá vitleysu að það gerist að ísland
taki upp evruna í staðinn fyrir
gömlu krónuna. Og sem betur fer.
Helilbrigði og hollusta
Það er alltaf að koma betur og bet-
ur í ljós að þjóðir veraldar vantar
fisk og annað sjávarfang. Heilbrigði
fólks er ofarlega á baugi um allan
heim. Hvergi í veröldinni er fólk
heilbrigðara en þar sem það lifir sem
mest á þessum afurðum. Áratugum
saman hafa farið fram kannanir viða
um heim og allar sýna að einmitt
það sjávarfang sem við ísland veiðist
er hollara en annað, enda ekki að
furða þar sem ekkert haf er ómeng-
aðra en Norður-Atlantshafið.
Kristinn H. Gunnarsson veit vel
að ef ísland gengi í ESB yrði enginn
fiskur hér á boðstólum eftir fáein ár.
Því er það afar mikill bamaskapur
hjá honum að hcdda því fram að
landsbyggðin og sjávarplássin væru
betur stödd með því að við gengjum
í ESB og tækjum upp evruna sem
gjaldmiðil. Einfaldlega yrðu hér eng-
in sjávarpláss né fiskveiðar þegar
úlendingar væru búnir að þurrausa
miðin. Þetta getur hvert mannsbam
sagt sér.
ferðamannaþjónustu og út-
flutningsiðnað.
Við yrðum að búa við
frjálsan og óheftan innflutn-
ing á ferskum matvælum í
samkeppni við okkar smáa
og heilbrigða matvælaiðn-
að. Landbúnaður yrði að
búa við frjálsan markað
sem aðrir og við yrðum að
sitja og standa eins og stóri
Karl Ormsson bróðir (ESB) segði hverju
deildarfulltrúi sinni.
Alltaf er að koma betur
og betirn í ljós að þær Norðurlanda-
þjóðir sem gengið hafa í ESB finna æ
meira hvað gallarnir eru miklu
meiri en kostirnir og sem sannaðist
best í kosningunum í Danmörku nú
síðast um upptöku evrunnar.
Finnar og Svíar telja sig hafa
skaðast á inngöngu sinni í Evrópu-
sambandið, það væri ekki ótrúlegt
að Danir höfnuðu aðild ef kosið yrði
nú. Það eru margir sem hafa sett
fram þá kenningu að Danir hafi
hafnað aðild að evrunni vegna til-
finningatengsla við gömlu krónuna.
Þetta er út í hött. Til þess voru úr-
slitin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
allt of afgerandi. Og ísland er enn