Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 Fréttir DV Opinber heimsókn, sem Alþingi ákvað, hefur mikil áhrif á lögregluna í Reykjavík: Yfirvinna vegna Li Pengs kostaði 4 milljónir - minnkar svigrúm við að koma til móts við fíkniefnadeild Yfirvinna lögreglunnar í Reykja- vík vegna heimsóknar Li Pengs, for- seta kínverska þingsins, kostaði rúmar 4 milljónir króna. Yfirvinnu- kostnaður embættisins við þessa einu heimsókn er jafnhár eða hærri en við fjölmargar aðrar opinberar heimsóknir samanlagt þar sem þjóð- höfðingjar og aðrir komu til íslands, m.a. kanslari Þýskalands, utanríkis- ráðherra Bandarikjanna, forseti Finnlands, forseti Litháens, Jórdan- íukonungur, forseti Póllands og fleiri. Varalögreglustjórinn í Reykjavík segir ljóst að kostnaður við yfir- vinnu lögreglumanna í Reykjavík, þegar heimsókn forseta kínverska þingsins stóð yfir, setji verulegt strik í reikninginn við að ná endum saman gagnvart öllum deildum embættisins - ekki síst hjá fíkni- efnadeild lögreglunnar sem kláraði nýlega áætlaðan yfirvinnukvóta sinn. Li Peng kom hingað til lands í boði Alþingis. Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðar- maður dómsmálaráðherra, segir eins og varalögreglustjóri að allur þessi yfirvinnukostnaður þyngi róð- urinn hjá Lögreglunni í Reykjavík við að ná endum saman. „Þetta eru ófyrirséð útgjöld hjá lögreglunni. Það er kannski ósann- gjarnt að lögreglan beri hallann af heimsóknum sem aðrir taka ákvarðanir um. Það er nógu erfitt fyrir Lögregluna í Reykjavík að skipuleggja starf sitt því mikið er af óvæntum verkefnum hjá embætt- inu. Þetta skapar enn meiri sveifl- ur. Þannig minnkar svigrúm við að koma til dæmis á móts við fikni- efnadeild lögreglunnar," sagði Ingvi Hrafn. Ingimundur Einarsson, varalög- reglustjóri í Reykjavík, segir heim- sókn Li Pengs hafi tekið verulega í seglin hjá Lögreglunni í Reykjavík. „Þetta hefur áhrif á allt embættið og þyngir róðurinn við að ná endum saman, meðal annars vegna fikni- efnadeildarinnar og reyndar allra deilda. Þegar Li Peng kom í heim- sókn fengum við að auki mjög skamman fyrirvara, örfáar vikur. Sú heimsókn kom ekki á heppileg- um tíma. Við þurfum að skipuleggja mannskap okkar nokkuð langt fram í tímann með tilliti til sumarleyfa og annarrar orlofstöku,“ sagði Ingi- mundur Einarsson. -Ótt Héraðsdómur Norðurlands eystra: Síbrotamaöur dæmdur DV, AKUREYRI: _____________________ Tvítugur Ólafsfirðingur hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Héraðsdómur: Fjölmargir dómar vegna umferðar- lagabrota DV, AKUREYRI: Tæplega tuttugu dómar vegna umferðarlagabrota hafa að undan- fomu verið kveðnir upp hjá Héraðs- dómi Norðurlands eystra á Akur- eyri. Flestir dómanna eöa 8 voru vegna hraðaksturs, bæði innanbæj- ar á Akureyri og úti á þjóðvegum, og varð að grípa til ökuleyfissvipt- ingar í einhverjum tilfella. Þá hafa fjórir aðilar verið dæmdir fyrir að hafa ekki fært bifreiðar sín- ar til skoðunar á réttum tíma, en sekt fyrir slíkt nemur 10 þúsund krónum. I einu tilfelli var farþegi i framsæti bifreiðar sektaður fyrir að hafa ekki spennt á sig bílbelti, og sami maður varð síðar uppvís að því að aka sjálfur án þess að hafa spennt á sig beltið og vera auk þess ekki með ökuskírteini meðferðis. -gk Patreksfjörður: Erill hjá lögreglu Talsverð ölvun var á Patreksfirði um helgina og var erilsamt hjá lög- reglu. Aðfaranótt laugardagsins voru skemmdarverk unnin á útstillingar- glugga í kvikmyndahúsi bæjarins. Nóttina á eftir var maður fluttur á sjúkrahús með brotið herðablað eftir líkamsárás. Hann reyndist ekki lífs- hættulega slasaður og lögreglan hef- ur haft hendur í hári árásaraðilans. Einnig voru skemmdarverk unnin á Vöruafgreiðslunni og talsverðum verðmætum fleygt í sjóinn. -SMK Akureyri verið dæmdur í skilorðs- bundið fangelsi og til greiðslu sekt- ar vegna ýmissa afbrota sem hann framdi á yfirstandandi ári. Ólafs- firðingurinn ungi hefur oft komist í kast viö lögin áður og flokkast und- ir það sem kallast að vera síbrota- maður. Brotin sem maðurinn var dæmd- ur fyrir nú voru þau að hafa undir höndum og nota fíkniefni, en hann var þrívegis handtekinn snemma 21 árs gamall reykviskur karl- maður var handtekinn um helgina fyrir að selja landa til þriggja 15 ára unglinga. Rétt fyrir klukkan 21 á laugar- dagskvöld könnuðu lögreglumenn á venjubundnu eftirlitsferð ástæðu þess að hópur unglinga hafði safn- ast saman við bifreið sem lagt var á bílastæði við Laugardalslaugina. Þegar betur var að gáð kom í ljós að ökumaður bifreiðarinnar var að selja unglingunum landa, og við leit í bílnum fundust landabrúsar. Mað- urinn var handtekinn og færður á lögreglustöðina, ásamt unglingun- um, en þeim var sleppt að loknu viðtali. Þegar húsleit var gerö heima hjá manninum fundust fleiri brúsar af landa. „Uppruni landans er nú í rann- sókn lögreglu," sagði Jónas Halls- son aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. Jónas bætti því við að fyrir nokkrum árum síðan var tals- vert algengt að fólk seldi unglingum landa, en sú sala hefur minnkað. Ástæðan var meðal annars þjóðfé- lagsleg andstaða við þessa sölu á sínum tima, en bruggarar köstuðu oft höndunum til eimun áfengisins, árs með hass og marijúana undir höndum. Þá stal hann í janúar bif- reið á Dalvík og hann skemmdi þrjár bifreiðir í geymsluporti þar með því að hoppa á þökum þeirra og vélarhlífum auk þess að brjóta í þeim rúður. Maðurinn á talsverðan sakEuferiI að baki og rauf skilorð með fram- ferði sínu sem hann var dæmdur fyrir nú, en við uppkvaðningu nú var litið til ungs aldurs hans og að sem þess vegna var oft lélegt að gæðum. Jónas útskýrði að þessi mál eru sjálfkrafa tilkynnt til Bama- vemdamefndar. Fyrr í mánuðinum voru 16 ung- lingar reknir út af erótískum skemmtistað í Reykjavík, þar sem fjórir þeirra voru með áfengi undir höndum. Það þekkist að starfsmenn hann játaði hreinskilnislega. Mað- urinn var dæmdur í 6 mánaða fang- elsi, skilorðsbundið til þriggja ára og skal hann einnig sæta sérstakri gæslu sem Fangelsisstofnun ríkis- ins á að annast. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða ríkissjóði 100 þúsund krónur, tveimur mönnum um 50 þúsund krónur, fíkniefni sem fundust í fórum mannsins voru gerð upptæk og honum var gert að greiða allan málskostnað. -gk ÁTVR séu sektaðir fyrir að selja áfengi til ungs fólks undir lögaldri, en barþjónar á veitingastöðum sem selja fólki undir 20 ára áfengi hafa hins vegar sloppið við það hingað til. „Það hefur ekki viðgengist að þjónar séu sektaðir, en ég er að láta skoða þáð,“ sagði Jónas. -SMK Landi bruggaður. Unglingar kaupa landa Urrisjón: Reynir Traustason netfang: sandkom@ff.ls Þá hló Jónas Stjórn Sjó- r mannafélags Reykjavíkur tók rækilega af skarið í gær og lýsti and- stöðu við smygl á fíkniefnum til landsins en eins og kunnugt er koma i þau gjarnan með skipum erlendis frá. Ríkisút- varpið sagði frétt af málinu og ræddi við Jónas Garðarsson, formann Sjómannafélagsins, sem enn rök- studdi samþykktina. Svo sem kunn- ugt er var Jónas handtekinn á dög- unum vegna gruns um að hann ætti þátt i smygli á áfengi. Fréttamaður RÚV spurði formanninn ísmeygilega hvort stjórnin hefði einhverja skoðun á áfengissmygli sem alkunna er að á sér stað með mörgum skipum. Jónas hló við spumingunni en sagði félagið ekki hafa neina skoðun á þess háttar smygli sem viðgengist hefði frá örófi alda... Áhrifaleysi Samfylkingar- fólk ku hafa veru- legar áhyggjur af áhrifaleysi innan Háskóla Islands. Líklegt þykir að Eiríkur Jónsson, formaður Stúd- entaráðs, láti verulega að sér kveða innan vinstri-grænna þegar hann lætur af formannsembættinu. Án efa munu margir Röskvuliðar fylgja honum að málum en Röskva hefur hingað til verið nokkurs kon- ar vagga Samfylkingarinnar innan HÍ. Það minnkar ekki áhyggjur samfylkingarfólks að ein bjartasta stjama Röskvu, Dagný Jónsdótt- ir, hefur verið formaður ungra framsóknarmanna í Reykjavík í mörg ár... Mussuhippi Mörg stórmenni voru samankomin í veislu sem hald- in var í tilefni af fimmtugsafmæli þingkonunnar Guðrúnar ög- mundsdóttur um helgina. Fjórir ráðherrar voru meðal gesta og léku á als oddi. Samkvæmt helmingaskiptareglu stjómarinnar mættu tveir frá Framsókn, þau Valgerður Sverr- isdóttir og Páll Pétursson. Frá sjöllum mættu söngelski fjármála- ráðherrann Geir Haarde og sjáv- arútvegsráðherrann Ámi Mathiesen. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingar, héldu ræður til heiðurs afmælisbaminu þar sem Kaup- mannahafnarár Guðrúnar bar mjög á góma. Afmælisbamið mun nefni- lega hafa tilheyrt þeim þjóðfélags- hópi sem gjarnan voru kallaðir mussuhippar... ísfirsk nefnd Á dögunum var það fullyrt í Sand- komi að ísflrðing- urinn og aðstoðar- maður Sturlu Böðvarssonar, Jakob Falur Garðarsson, hefði beitt áhrif- um sinum til að tryggja mörgum ísflrðingum setu i rannsóknamefnd sjóslysa. í þeim skrifum var formaður nefndarinn- ar Ingi Tryggvason gerður að ís- firðingi sem er ekki alls kostar rétt. í þessari sömu klausu láðist að geta þess að tveir varamenn í umræddri nefnd, þeir Pálmi Jóns- son og Sigurður Jónsson, eru báðir bomir og bamfæddir á ísa- firði. Pálmi er sonur Jóns Páls Hall- dórssonar, fyrrverandi forstjóra Norðurtangans, og Sigurður er fýrrverandi framkvæmdastjóri Skipasmíðastöðvarinnar á ísafirði...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.