Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2000, Blaðsíða 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 DV Útlönd Jens Stoltenberg með dulnefni á lista KGB Talinn mikilvægur tengiliöur Rússneska leyniþjónustan KGB gaf Jens Stoltenberg, norska forsætisráöherranum, dulnefni og útbjó skrá um hann. Jens Stoltenberg, forsætisráð- herra Noregs, var í upphafi níunda áratugarins í sambandi við starfs- mann rússnesku leyniþjónustunn- ar, KGB. Leyniþjónustan gaf hon- um dulnefni og útbjó skrá með per- sónulegum og pólitiskum upplýs- ingum um hann. Þetta kom fram í norska sjónvarpinu í gærkvöld. Upplýsingamar þykja benda til að rússneska leyniþjónustan hafl litið á Stoltenberg sem mikilvægan tengilið. Stein Vale, einn yfirmanna norsku leyniþjónustunnar, POT, staðfesti í viðtali við sjónvarpið að upplýsingamar um að Stoltenberg hefði fengið dulnefni væru réttar. Vale vildi ekki tjá sig um hvemig POT fékk upplýsingamar. Aðspurður hver hefði stigið fyrsta skrefið í að slíta tengsl Stolt- enbergs og rússneska diplómatsins svarar Vale: „Það sem gerðist 1991 þegar þetta mál var í gangi var að POT hafði samband við Stoltenberg og til- kynnti honum að leyniþjónustunni væri kunnumgt um að starfsmaður KGB hefði haft samband við hann. POT bað Stoltenberg að segja KGB- manninum að norska leyniþjónust- an vissi um sambandið. Stoltenberg gerði það og eftir það lauk sam- bandinu." Vale visar því algerlega á bug að Stoltenberg hafi brotið af sér. Forsætisráðherrann skrifar í svari til þáttargerðarmanna að hann hafi á yngri árum sínum í pólitík haft samband við fulltrúa margra sendiráða, einnig sendiráða austantjaldslanda. Þetta hafi verið liður í pólitískum samskiptum við erlenda stjórnarerindreka í Ósló. Samskiptin hafi einnig verið í sam- ræmi við venjulega umgengni við erlend sendiráð. Árið 1997 greindi norska blaðið Verdens Gang frá því að þáverandi forsætisráðherra Thorbjorn Jagland hefði á síðari hluta áttunda áratug- arins verið mikilvægur tengiliður KGB í Noregi. KGB gaf honum dul- nefnið Júri. Þá sagði Jagland að samskipti við erlend sendiráð, einnig það rússneska, væru hluti af starfi hans. Hann staðfesti að á átt- unda áratugnum og í upphafi þess níunda hefði hann verið í sambandi við flest erlend sendiráð, einnig rússneska sendiráðið. „Það var stefna Verkamanna- flokksins að veita sem bestar upp- lýsingar um pólitíska ástandið í Noregi til þess að Sovétríkin mis- skildu ekkert eða skyldu halda að eitthvað annað færi fram í Noregi en það sem raunverulega gerðist," sagði Jagland við Verdens Gang. Norska leyniþjónustan fékk upplýs- ingar um dulnefni Jaglands eftir að KGB-majórinn Mikhail Butkov fór frá Ósló og leitaði hælis í Bretlandi 1991. Butkov hafði verið staðsettur í Ósló 1989 undir því yfirskini að hann væri fréttaritari rússnesks blaðs. Gore á lokaspretti Al Gore, forsetaefni demókrata, var ánægöur með aukiö fylgi í gær. Al Gore dregur á George Bush A1 Gore, forsetaefni demókrata í Bandaríkjunum, sagði í gær að hann fyndi fyrir meðbyr í barátt- unni um forsetaembættið og að ástæðan væri sú að hann talaði um mál sem skipti kjósendur máli. Samkvæmt nýjustu skoðanakönn- unum Reuters/MSNBC nýtur Gore fylgis 42 prósenta kjósenda en keppinautur hans, George W. Bush, rikisstjóri í Texas og forsetaefni repúblikana, hefur enn forystuna, með 44 prósenta fylgi. Gore hafði aukið fylgi sitt um tvö prósentustig frá því á sunnudag. George W. Bush sagði aftur á móti í gær að Gore væri einn helsti þröskuldurinn í vegi umbóta í Bandaríkjunum. Sjálfur ætlaði hann aö draga úr umsvifum ríkis- ins og efla almannatryggingar. Frægir og fallegir í þjónustu SÞ Múhameö Alí, fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, og portúgalska leikkonan Catarina Furtado eru í hópi frægs fólks úr ýmsum áttum sem hefur tekiö aö sér aö tala fyrir munn Sameinuðu þjóöanna í ýmsum góöum málum, svo sem friöarmálum. Hópurinn hittist í höfuöstöðvum SÞ í New York í gær. Danir hafna kröfu Fær- eyinga um jafnan rétt Frank Jensen, dómsmálaráðherra Danmerkur, hafnaði í gær þeirri kröfu færeysku landstjómarinnar að Færeyingar og Danir njóti sam- eiginlegra réttinda hverjir hjá öðr- um fari svo að Færeyjar verði sjálf- stætt ríki. „Kjósi maður að boða til atkvæða- greiðslu um að verða fullvalda land hlýtur það að hafa einhverjar afleið- ingar í fór með sér. Verði Færeyjar sjálfstæðar veröur litið á Færeyinga sem útlendinga í Danmörku, eins og þegna annarra Norðurlanda eða lands ESB,“ sagði danski dómsmálaráðherr- ann við færeysku samningamennina á fundi þeirra í Þórshöfn i gær. Hogni Hoydal, ráðherra sjálfstæð- ismála í færeysku landstjórninni, sagði að þótt fundurinn hefði verið góður og málefnalegur hefði hann ekki þokað Færeyingum neitt áfram í samningaviðræðunum um sjálf- stæði. Færeyska landstjómin benti á það eftir fundinn að Frank Jensen hefði ekki haft nógu víðtækt umboð frá dönsku stjóminni og því hefði ekki verið gefin út nein sameiginleg yfirlýsing. Jensen sagði þó að danska stjórnin væri fylgjandi því að Færeyingar sem nú búa j Dan- mörku misstu ekki réttindi sín. 7 l-Media 7800a rw 1 Örgjörvi AMD K7 800 Flýtiminni 512Kb Vinnsluminni 64Mb, stækkanlegt í 512 Harður diskur 15 GB Skjákort 32Mb TNTII - TV útgangur Skjár 17" DVD tifaldur leshraði 3D hljóð Fjöldi radda 64 á -Hátalarar Dimand Æ ta. Faxmótald 56k - V.90 Fax Ær ins Verð 169.900 A vinsælasta heimilistölvan í Evrópu erindi á þitt heimili? Frá árinu 1996 hefur Packard Bell verið mest selda heimilistölvan í Evrópu. Packard Bell / Club 2600 Örgjörvi Celeron 600 y Flýtiminni 128Kb Vinnsluminni 64Mb, stækkanlegt í 512 Harður diskur 7,5 GB Skjákort Á móðurborði Skjár 17" CD-Rom 40 x 3D hljóð Fjöldi radda 128 Hátalarar Dimand V Faxmótald 56k - V.90 Fax M Þrjú atriði skýra best þessa velgengni fyrirtækisins: •lögð er áhersla á að gera tölvurnar eins vinalegar fyrir notandann og mögulegt er. Einfaldar leiðbeiningar gera það að verkum að stuttur tfmi líður frá því að vélin ertekin úr kassanum þangað til hægt er að hefjast handa. Hin ýmsu forrit sem fylgja með í kaupunum koma uppsett á vélunum. •l/erð/ð hefur alltaf verið viðráðan- legt. Þótt vel sé vandað til framleiðslu tölvanna og þeim fylgi rausnalegur pakki af forritum, þá endurspeglast það ekki i verðinu. ^Þjónusta við kaupendur er eitt aðals- merki Packard Bell og það á svo sannarlega einnig við um okkur hjá Bræðrunum Ormsson. Við bjóðum ábyrgð á vélbúnaði í eitt ár og leið- beiningar símleiðis í þrjá mánuði varðandi allan hugbúnað sem fylgir tölvunni. Auk þess fylgir fri netteng- ing í þrjá mánuði hjá Símanum Inter- net. Hugbúnaður Hinn gríðarlegi fjöldi forrita, sem fylgir Packard Bell og koma uppsett á tölvunum, skapar þeim algjöra sérstöðu. Þar er um að ræða; almenn forrit, hjálparforrit, samskiptaforrit, Internet- forrit og kennsluforrit, auk barnaforrita, leikjaforrita og forrita sem snerta margvísleg áhugamál. Kynntu þér þennan pakka alveg sérstaklega því hann er raunveru- leg kjarabót. celerond PROCESSOR Verð 114.900 RáDIOrMIIST Geislagótu 14 • Sfmi 462 1300 BRÆÐURNIR ..... [ Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.