Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2000, Blaðsíða 23
35 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 DV Tilvera Afmælisbarnið Kevin Kline 53 ára Leikarinn góðkunni, Kevin Kline, verður 53 ára í dag. Kline á að baki farsælan feril í kvikmyndum og er einn fárra gæðaleikara sem hefur á valdi sínu að geta leikið jöfnum hönd- um í gamanmyndum og dramatískum kvikmyndum. Hann fékk óskarsverð- laun fyrir leik sinn í farsanum A Fish Called Wanda og meðal annarra gam- anmynda hans má nefha Dave, In & Out og French Kiss. Af dramtískum myndum sem hann hefur leikið í má nefha Sophie’s Choice, Big Chill, Cry Freedom og nú síðasta The Ice Storm. Gildir fyrir miðvikudaginn 25. október Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.r . Þú þarft að sinna öldruðum í fjölskyld- unni. Reyndar á heim- ilislífið og fjölskyldan hug þinn allan um þssar mundir. Fiskarnir n 9. fehr.-20. marsl: Þú ert mikið að velta Iframtíðinni fyrir þér. Það er ekki einkenni- legt þar sem þú stend- ur að vissu leyti á krossgötum. Hrúturinn (71. mars-19. anríl): ^^Þú ert mjög bjartsýnn um þessar mundir og hefur fulla ástæðu til þess. Það virðist nefni- lega aUt ganga þér í haginn. Nautið (20. apríl-20. maí): / Fjárhagsaðstaðan hef- in- nú ekki verið beys- in hjá þér undanfarið en nú er útlit fyrir að verulega fari að rofa til í þeim efnum. Tvíburarnir (21. maí-21. iúni): Þér lætur best að k vinna einn f dag þar sem þér flnnst aðrir bara trufla þig. Þú ferð út að skemmta þér með vinum þínum í kvöld. Krabbinn (22. iúní-22. íúit>: Þú ert eitthvað niður- | dreginn. Það er ekki víst að það sem er að angra þig sé svo stór- : að ástæða sé til að vera dapur vegna þess. Liónlð (23. iúlí- 22. áeúst): , Þú býður heim vinum, allavega fyllist allt af fólki hjá þér síðdegis og í kvöld. Dagurinn veðrur allsérstæður vegna þessa. Mevian (23. áaúst-22. septi: <1. Þú átt mjög annríkt um þessar mundir en ^^\^l»ert vel upplagður og * f kemur miklu í verk. Þér lætur betur að vinna einn en með öðrum í dag. Vogin (23. sept.-23. okt.>: S Láttu ekki á því bera Py þótt þér finnst vinur \f þinn eitthvað ergileg- rf ur. Það á sínar orsakir og er best fyrir alla að láta sem ekkert sé. Sporðdreki (24. okt,-2i. nðv.): Stjömiunar em þér einkar hagstæðar um ^þessar mundir og allt {leikur í höndunum á þér. Vinir koma saman og eiga virkilega glaöa stund. Bogamaður (22. nóv.-21. des.): iEitthvað sem hefur verið að angra þig . . g undanfarið færist svo j um munar til betri vegar. Fjármálin standa ekkert sérlega vel í augnablikinu. Stelngeitin (22. des.-19. ian.f: •j . Eitthvað sem hefúr beðið iSj afgreiðslu í langan thna * JT\ fær afgreiðslu í dag. Ein- hver ágreiningur kemur upp varöandi lausn málsins en allir verða þó sáttir við málalok. iviourarnir iz )>' </ \ út að skemn Heimsmeistaraeinvígið í London: Kasparov að hressast Fátt bar til tíðinda í síðustu tveimur skákum nema það að Kasparov virðist aðeins vera að hressast. Hann hafði frumkvæðið í 8. og 9. skákinni en það dugði þó ekki til sigurs. Þeir tefldu endatöfl og voru fljótir að skipta upp á drottningum. Kasparov verður að stefna að því að reyna að halda þeim inni á borðinu til að ná stór- sóknum þeim sem hann er þekktur fyrir. Það hefur þó verið kærkom- inn tilbreyting fyrir hann að hafa teflt heila helgi án þess að vera með tapaða stöðu. Nú eru aðeins sjö skákir eftir og ljóst að Kaspi verður að vinna alla vega eina skák, því hann heldur „titlinum" á jöfnu. Hvítt: Vladimir Kramnik (2770) - Svart: Gary Kasparov (2849) Nimzo-indversk vörn, London 21.10.2000. 8. skákin 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0-0 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b6 7. Bg5 Bb7 8. f3 h6 9. Bh4 d5 10. e3 Rbd7 11. cxd5 Rxd5 12. Bxd8 Rxc3 13. Bh4 Rd5 14. Bf2 c5 15. Bb5 Hfd8 16. e4. Sævar Bjarnason skrifar um skák Bb7 24. b4 Hf8 25. Ha2 Hxa2 26. Rxa2 Rd5 27. Bd4 Ha8 28. Rc3 Rxc3 29. Bxc3 Hxa3. Kaspi hefur nú haft peð upp úr krafsinu, en staðan er jafnteflisleg. 30. Bd4 b5 31. Hf4 Hd3 32. Hg4 g5 33. h4 Kf7 34. hxg5 hxg5 35. Kf2. Spánski leikurinn, London 22.10.2000. 9. skákin e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. 0- 0 Rxe4 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 7. dxeð Rf5 8. Dxd8+ Kxd8 9. Rc3 h6. Allt þetta hafa þeir teflt áður en þá með skiptum litum á atskákmóti. Það er ekki amalegt að geta gengið til smiðju hvor til annars. Nú kem- ur Kaspi með nýjung sem tryggir honum örlítið betra tafl. Krammi hafði leikið 16. -Re7 á móti Kaspa. Svartur fómar peði sem hvítur má varla þiggja vegna þess hversu seinn hann er í liðskipan. 16. -Rc7! 17. Bxd7 Hxd7 18. dxc5 f5 19. cxb6 axb6 20. Re2 fxe4 21. fxe4 Bxe4 22. 0-0 Hd2! Þessi leikur tryggir Kaspa fmmkvæðið. 23. Rc3 Nú leikur Kaspi stöðunni niður i jafntefli. Best er 35. -Kg6 36. Be3 Hd5 og það er hægt að þæfa taflið lengi. Krammi sagðist vera viss um að hann gæti haldið þessari stöðu, en hann slapp við að sanna það. 35. -Hd2+ 36. Ke3 Hxg2 37. Hxg2 Bxg2 38. Be5 1/2-1/2. Þessa stöðu er ekki hægt að vinna, fræði- legt jafntefli. Svörtu frípeðin eru of nálægt hvort öðru til þess að hægt sé að kreista fram vinning. Níunda skákin Á sunnudeginum hafði Kaspi hvítt og nú virtist hann vera tilbú- inn að leifa Kramma að tefla Berlín- arafbrigðið í spánska leiknum, af- brigði sem hann tefldi á móti í 1. og 3. skákinni. Og eins og þá fékk hann mun betri stöðu að því er virtist en tókst ekki að vinna. Ekki hefur skapið batnað við það hjá Kaspa. Hvítt: Gary Kasparov (2849) Svart: Vladimir Kramnik (2770) Þetta er hið margfræga Berlin- arafbrigði en Krammi er fyrri til að breyta út af troðnum slóðum. Svarti kóngurinn verður nú á miðborðinu en í fyrstu skákunum náði hann að fela sig á drottningarvængnum. 10. Hdl+ Ke8 11. h3 a5 12. Bf4 Be6 13. g4 Re7 14. Rd4 Rd5 15. Rce2 Bc5 16. Rxe6 fxe6. Hér hélt ég að Kaspi væri með yfirburðatafl en skilningur minn á skák er takmark- aður. 17. c4 Rb6 18. b3 a4 19. Bd2 Kf7 20. Bc3 Hhd8 21. Hxd8 Hxd8 22. Kg2 Hd3 23. Hcl g5 24. Hc2 axb3 25. axb3 Rd7 26. Ha2 Be7 27. Ha7 Rc5! Nú hótar Krammi illþyrmislega 28. -Re4. Staðan leysist nú upp í jafn- tefli. 28. f3 Rxb3 29. Hxb7 Rcl 30. Rxcl Hxc3 1/2-1/2. Bob fær forræðið yfir Tiger Lily Hungiupopparinn Bob Geldof fær forræðið yfir Tiger Lily, fjögurra ára dóttur Paulu Yates, fyrrverandi eiginkonu hans, og hálfsystur þriggja dætra hans. Ætt- ingjar Tiger litlu Lily hafa tilkynnt að þeir krefjist ekki lengur for- ræðis yfir yngstu dóttur Paulu sem hún átti með söngvaranum Michael Hutchence. Faðir Michaels, Kell, sagði fjölskylduna hafa komist að þeirri niður- stöðu að best væri fyrir Tiger litlu að vera með systrum sínum í Englandi. Eftir andlát Paulu Yates í slðasta mánuði fékk Geldof tímabundið forræðið yf- ir Tiger Lily. Kell greindi einnig frá því í viðtali við breska fjölmiðla að ættingjamir hefðu náð samkomulagi við Bob Geldof um að þeir mættu umgangast Tiger Lily þegar þeir vildu. Forræðisdeilan um Ti- ger Lily hafði staðið yfir frá því að Micahel svipti sig lífi 1997. Nú þótti fjöl- skyldunni greinilega nóg komið þegar litla stúlkan var orðin munaðarlaus. Hart var einnig deilt um arfinn eftir Michael, um 8 milljónir punda. Áður höfðu Paula og Bob Geldof deilt um for- ræðið yfir þremur hálf- systrum Tiger Lily. Það var litla stúlkan sem fann móður sína látna á sunnudags- morgni í síðasta mánuði. Á náttborði Paulu fund- ust lyfjaglös og leifar af fikniefnum. Á laugardeg- inum hafði hún komið drukkin í verslun til að birgja sig upp af áfengi. Paula hafði barist við þunglyndi síðan Michael lést og hafði verið I með- ferð vegna þess og vegna fikniefnaneyslu. Bob Geldof Popparinn fær forræöiö yfir yngstu dóttur Paulu Yates. Stefnir umboðs- manninum Söngfuglinn Christina Aguilera hef- ur nú stefnt umboðsmanni sínum, Steven Kurtz, fyrir svik. í málshöfð- un, sem send hefur verið dómstól í Los Angeles, fullyrðir táningastjaman að Kurtz hafi verið óheiðarlegur og að meðferð hans á henni hafi verið ósæmileg. Hún gerir fyrst og fremst athugasemdir við umboðslaun hans sem hafa verið 20 prósent af hennar tekjum. Söngkonan kveðst einnig hafa neyðst til að greiða starfsmönnum Kurtz um 400 þúsund krónur á viku. Þefar ekki af handarkrikum Hjartaknúsarinn George Clooney brást reiður við grein í kvennatíma- ritinu Elle þar sem gefið er í skyn að hann njóti þess í botn að þefa af hand- arkrikum kvenna. Hann skrifaði rit- stjóranum bréf og þvertók fyrir að vera handarkrikaþefarinn sem sagt er frá í einni greininni. í umræddri grein er aðeins talað um stjörnu úr kvikmyndinni The Thin Red Line en með greininni fylg- ir mynd af Clooney og á forsíðunni er einnig gefið sterklega til kynna að hann sé sökudólgurinn. Líklega er bara ein leið til að kom- ast að hinu sanna. Cher fékk að leika sjálfa sig Söngkonan, leikkonan og guðmá- vitahvaðkonan Cher hefur náð þeim merka áfanga í lífinu að fá að leika sjálfa sig i vinsælli sjónvarpsþáttaröð, Will og Garce. Önnur aðalpersóna þáttaraðarinnar er með Cher á heilan- um og því var ekki um annað að ræöa en fá hana til að sýna sig. Það gerði hún svo um daginn en þátturinn verð- ur ekki sýndur fyrr en um miðjan nóvember vestur í Bandaríkjunum. Víst er að áhorfendur munu flykkj- ast að skjánum, svona vona framleið- endur að minnsta kosti, ekki sist vegna þess að þá vikuna er sjónvarps- gláp kannaö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.