Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2000, Blaðsíða 24
36 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 Tilvera DV Kvenna hvað...! í tilefni af 25 ára afmæli kvennafrídagsins frumsýnir Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum í kvöld kl. 20.30 dagskrá með ljóð- um og söngvum um íslenskar konur: Kvenna hvað...! Umsjön og flutningur eru í höndum önnu Pálínu Ámadóttur og Völu Þórsdóttur sem leika og syngja íslenskum konum til heilla. Gunnar Gunnarsson leikur á píanó, leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Boðið verður upp á ljúffengan kvöldverð. Fyrr um daginn munu konur ganga gegn örbirgð og ofbeldi og haldinn verður útifundur á Ingólfstorgi. POPP__________________________ ■ ART 2000 A GAUKNUM Art 2000 raftónlistarhátíðin er haldin á Gaukl á Stöng sunnudags- tii þriðju- dagskvölds. Dagskráin er á www.gaukurinn.is. Krár ■ PALLI17 A PRIKINU Paili í 17 snýr plötum á Prikinu í kvöld eins og honum einum er lagið. Þeir sem til þekkja vita aö Palli er hörku dj og hann lofar góöri niðurtjúnnun eftir helgina. Klassík_______________________ ■ ART-2000 Alþjóðleg raf- ogtölvu- tónlistarhátíð í fyrsta skipti á Islandi í Salnum í Kópavogi. Leikhús ■ LANGAFI PRAKKARI Möguleik- húsið (við Hlemm) sýnir Langafa prakkara eftir Sigrúnu Eldjárn í dag kl. 10.00. Uppselt. ■ LANGAFI PRAKKARI Möguleik- húsið (við Hlemm) sýnir Langafa prakkara eftir Sigrúnu Eldjárn í dag kl. 13.30. Uppselt. Hjá Möguleik- húsinu fást nú svokölluð VINAK0RT sem er 10 miða leikhúskort á sýn- ingar aö eigin vali. Verð aðeins kr. 8.000. Kabarett ■ ART 2000 í kvöid kl. 20 verða tónleikar I Salnum á vegum ART 2000. Þar koma m.a. fram: Helgi Pétursson, Orgelkvartetinn APPARAT, Edgard Varese, Don Buchla og Peter Apfelbaum. ■ ART2000 Á vegum ART 2000 veröa tónleikar á Gauki á Stöng kl. 22 í kvöld.Fram koma: PS. Kristín Björk og svo verður orgeldjamm- orgía í höndum Apparatsins, Don Buchla og vina. Fundir ■ ÁRT 2000 T Saiunum í dag kl. 17 mun Don Buchla halda fyrirlestur á vegum ART 2000. Don Buchla er brautryöjandi í nútímahljóðfæra- smíöi. Hann byrjaði á að hanna hina frægu Buchia-hljóðgervla fyrir nær 40 arum en hefur undanfarin ár ein- beitt sér að því að hanna stjórntæki fýrir nútíma hljóðmyndunartæki, byggö á allt öörum forsendum en venjuleg hljóðfæri, t.d. Ijós-skynjur- um. Sjá nánar: Liflð eftir vinnu á Visi.is Lithimnufræði: Augun eru spegill sálarinnar - auðvelt að meta næringarástand líkamans út frá augunum, segir Ragnhildur Sigurðardóttir lithimnufræðingur Biogagnryni Stjörnubíó/Háskólabíó - The Cell: ★ ★ Tímarit í bíó Gunnar Smári Egilsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Lithimnufræði eru aldagömul vísindagrein sem felst í því að lesa og kortleggja lithimnu augans eftir ákveðnu kerfi. Elstu heimildir um lithimnufræði eru frá Egyptalandi og síðan hafa margir fræðimenn og læknar notfært sér aðferðina til að aðstoða sjúklinga sína. Það var aft- ur á móti Ungverjinn Ignatc von Perczeley sem bjó til kennslufræðin sem við lærum eftir í dag. Sagan segir að hann hafi einu sinni fundið fótbrotinn fugl og tekið hann að sér. Perczeley tók eftir því að augun í fulglinum breytust eftir því sem honum batnaði og upp frá því tók hann að rannsaka þessi fræði. Fyrir skömmu útskrifuðust fyrstu íslensku lithimnufræðingam- ir frá Shcool of Natural Medicine. Kennsla fór að hluta til fram með fjarkennslu en einnig kom Farida Sharan lithimnufræðingur nokkrum sinnum til landsins til að halda fyrirlestra og aðstoða nem- endur. The Cell minnir mann svolítið á Astró eftir að Michael Young hafði breytt staðnum í eins konar plast- sundhöll i Playmobillitum. Af því að ég er vel uppalinn í smartheitum gekk ég um staðinn og reyndi að neyða mig til að finnast hann flottur. Og menn- ingarleg kúgunin er svo sterk að jafn- vel þegar ég eirði ekki lengur inni muldraði ég á leiðinni út: Humh, jú, rosasmart. Stuttu síðar gáfust eigend- urnir upp á að reyna að selja fólki brennivín áður en það flúöi af hólmi, rifu innréttingarnar og hentu þeim. í sömu viku birtust greinar í fjölmörg- um hönnunartímaritum um hvað Astró væri grúví klúbbur (mig minn- ir að staðurinn hafi verið svo flottur að hann gat ekki heitað Astró lengur heldur breyttist nafnið í as.t.ro eða eitthvað enn fáránlegra). Þegar allir héldu að módemisminn væri loksins dauður reis hann upp tvíefldur í geð- veiki sinni; hann hefur aldrei verið sannfærðari um að fólk hafi misskilið lífið þar til hann mætti á svæðið; set- ið vitlaust, borðað vitlaust, liðið vit- laust. HerbaLife er módernískur lífstíll. En hvað kemur þetta The Cell við? Ég veit það ekki. Mér er algjörlega um megn að skilja myndina sem kvik- mynd. Reyfarinn í henni er minna spennandi en Sporlaust, sálfræði- grunnur hennar er eins og hrákinn úr Freud, persónumar eru jafn leiðinleg- ar og sjálfsmyndir tölvu- og tískufólks heila að gera; maður marserar bcira eins og hinir. Kannski er þetta kosturinn við The Cell. Eins og hún reynir að strokka eitthvað út úr linum módemismanum (sem rís ekki þrátt fyrir viagra) þá sannar hún um leið að þetta er blind- gata; ógeðslega smart, grúví, kúl og vel hönnuð blindgata. En maðurinn datt af lestinni einhvers staðar löngu fyrr. Þetta er eitthvað svipað og með kommúnismann. Það vantaði ekki að hann var réttur og skynsamur - hann var skynsemishrokinn holdi klæddur (skilgetið afkvæmi módernismans) - en hann var ómennsk vél sem krafðist þess að maðurinn afklæddi sig mennskunni. Það er ekkert um söguna í The Cell að segja. Hún er bakgrannur búning- anna og leikmyndarinnar. Og leikar- amir fá ekki persónur til að leika. Þeir em rosalega klárar skynsemis- vemr en dauðari en allt sem dautt er. Jennifer Lopez geislar hér ekki af kynþokka heldur minnir hún á sífr- andi móður Theresu steypta í marens. Og þegai' upp er staðið er myndin fyrst og fremst leiðinleg. Og ekki bara leiðinleg heldur leiö.inl.eg. Leikstjórn: Tarsem Singh Handrit: Mark Protosevich. Listræn stjórnun: Guy Dyas og Michael Manson Búningar: Eiko Ishi- oka og April Napier. Leikarar: Jennifer Lopez, Vincent D'Onofrio, Vince Vaughn o.fl. Sjúkdómsgreinum ekki Ragnhildur Sigurðardóttir, íþróttafræðingur og nuddari, er einn nemendanna sem var að út- skifast. „Námið er búið aö taka þrjú ár og nemendur komu úr ýmsum áttum og þvi með misjafnan grunn til að byggja á. Lithimnufræði er að- ferð til að lesa merki eða tákn i lit- himnunni og meta út frá því ástand lífæra eða líffærakerfa í líkaman- um. Samkvæmt fræðigreininni má meta ástand líkamans nokkuð ná- kvæmlega út frá breytingum í lit- himnunni. Merkin sem við lesum gefa heildræna mynd af ástandi lík- amans en við gerum einnig rakið sjúkdómsleiöir hjá viðkomandi. Við reynum að einfalda ferlið eftir megni en við sjúkdómsgreinum ekki fólk. I augunum eru örfinar trefjar sem við skoðum í stækkunargleri þegar við metum heildarútlit aug- ans, litinn, merkin og munstrin. Það má einnig lesa hvers konar týpa viðkomandi er og meta nær- ingarástand líkamans út frá augun- um. Við getum einnig metið með- fædda eiginleika eins og líkams- styrk, ástand kirtla og margt fleira. Ragnhildur Siguröardóttir lithimnufræöingur Líkaminn þolir ótrúlega mikla óhollustu framan af en þegar menn nálgast fertugt fara ýmis einkenni aö koma í Ijós. Svo er líka margt sem viö getum ekki séð, eins og til dæmis hvort viðkomandi er með háan blóðþrýst- ing eða á hvaða lyfjum einstakling- urinn er. Við getum heldur ekki greint krabbamein eða sykursýki og sjáum ekki hvort konur eru ófrísk- ar eða ekki.“ Þarmarnir kóngur iíffæranna „Eitt af því sem við leggjum áherslu á er að meta ástand ein- stakra líffæra og hvað þarf að gera til að styrkja þau. Þar sem ég er íþróttafræðingur að mennt legg ég persónulega mikla áherslu á holl- ustu og hreyfíngu en það sem skipt- ir mestu máli er náttúrlega hugar- farið, líkaminn og mataræðið. Að mínu mati skiptir ástand þar- manna miklu máli um þaö hvernig fólki líður. Þarmarnir eru kóngur lífæranna. Líkaminn þolir ótrúlega mikla óhollustu framan af en þegar menn nálgast fertugt fara ýmis ein- kenni að koma í ljós sem eru afleiö- ingar óhollustunnar. Menn fara að þjást af ofþreytu, fá verki í magann og stingi hér og þar um líkamann. Uppsog næringarefna verður minna þannig að menn þurfa að passa sig betur. Við berum ábyrgð á eigin lífi og ættum því að notfæra okkur þá þekkingu sem hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar búa yfir. Þú ert aðeins einu sinn þú og þú átt alls ekki að missa af því ævintýri." -Kip Vincent D’Onofrio. Skrautklæddur raömoröingji sem heldur fórnarlömbum sínum í klefa áöur en hann gerir út af viö þau. sem heldur að það sé á réttri leið (heimurinn opnist þeim í næstu upp- færslu eða tiskusveiflu) og myndin er svo gersneydd húmor eða nokkru mannlegu að manni líður eins og í lík- húsi - svipað og þegar maður reyndi aö eira inni á as.t.ro. The Cell væri betra tímarit en kvik- mynd. Það mætti setja hana í rekann á milli Art in America og Wallpaper. Þá gæti fólk blaðað í gegnum hana frekar en að horfa á hana. Og fróað álærðum smekki sínum á meðan; nei, váá, er þessi innsetning ekki undir áhrifum frá Joseph Beuys og niður- brytjaði hesturinn kópering á Damien Hirst? Og þetta Channel-auglýsingin frá ‘92. Við eram komin inn á svæði þar sem gott er ekki til heldur aðeins rétt. Og leið til fullkomnunar er að stela réttum hugmyndum, sanna sig i liðið, berja sér á brjóst í listasafninu og skilja heilann eftir í fatahenginu. í réttum heimi hefur maður ekkert við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.