Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Blaðsíða 7
7 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 I>V Fréttir Hægt að meta stöðu eldfjalla til lengri tíma: Gervitungl fylgjast með íslenskum eldfjöllum Frá árinu 1996 hefur nýrri aðferð verið beitt við að rannsaka hreyf- ingar á íslenskum eldfjöllum. Hún byggist eingöngu á gervitungla- myndum sem teknar eru með rat- sjárgervitunglum og að sögn Frey- steins Sigmundssonar, forstöðu- manns Norrænu eldfjallastöðvar- innar, er um að ræða mjög hentuga leið til að meta stöðu íslenskra eld- íjalla til lengri tíma litið. Freysteinn hélt i gær erindi um notkun aðferð- arinnar hér á landi á norræni ráð- stefnu um landupplýsingakerfí sem nú stendur yflr í Reykjavík. „Aðferðin hefur verið að sanna gildi sitt þessa dagana með nýjum niðurstöðum varðandi hreyfmgar á Eyjafjallajökli," segir Freysteinn. Hann segir að aðferðin felist í því að gervitunglin sendi bylgjur á ákveð- inni bylgjulengd sem eru nánast óháðar veðurfari. Bylgjurnar nái yfir stór svæði eða svæði sem séu um 100 x 100 kílómetrar að stærð en með upplausn myndanna, sem fást til úrvinnslu, sé hægt að skipta svæðinu upp í reiti sem eru um 100 x 100 metra að stærð. Gefur mikilvægar uppiýsingar „Með mjög sérhæfðri úrvinnslu getum við tekið tvær myndir og gert nákvæman saman- burð á breytingum á jarðskorpu og eldfjöll- um. Hver myndreitur er þannig notaður eins og spegill því hann endur- kastar merkinu aftur upp í gervitunglið þannig að hægt er að meta hvort reiturinn hafi færst nær eða fjær gervitunglinu. Það er hægt þvi ef reiturinn færist breytist lögun bylgjunnar sem kemur til baka,“ segir Frey- steinn. íslendingar hafa verið i samvinnu við hóp hjá frönsku geimvísindastofnuninni sem þróaði aðferðina en að sögn Freysteins höfðu menn lengi glímt við að fullkomna aðferðina áður en hún var fyrst notuð fyrir hverjum myndreit. í slíkum tilvikum geti aðferðin gefið gríðar- lega mikilvægar upp- lýsingar við að skilja eðli jarðarinnar. „Hún opnar alveg nýja mögu- leika og er aðalbreyt- ingin fjöldi mælipunkt- anna. Núna höfum við mælipunkta á 100 metra fresti í stað þess að vera á kílómetra fresti eins og í öðrum aðferðum," segir Frey- steinn. Sýna landrisið við Eyjafjallajökul Aðferðinni hefur ver- ið beitt við að skoða hreyfingar upp og nið- ur á Reykjanesinu, Hengilssvæðinu og í Kröflu og þessa dagana er verið að skoða niðurstöður úr rannsóknum á svæðinu í kringum Eyjafjallajök- ul, Mýrdalsjökul og Heklu. DV-MYND HILMAR PÓR Freysteinn Sigmundsson Fjallaöi um nýja aöferö viö eldfjallarannsóknir á íslandi sem byggjast á gervitunglamyndum í erindi sem hann flutti á nor- ræni ráöstefnu um landupplýsingarkerfi. sjö árum til að mæla hreyfingar i tengslum við jarðskjálfta. Hann segir að þegar vel gengur sé hægt að meta jarðskorpuhreyf- ingar með 10 mm nákvæmni i „Rannsóknirnar staðfesta þær hugmyndir sem við höfðum um atburðina þar síðasta vetur varð- andi óróleikann á svæðinu. Þá sýna þær landrisið sem varð í kringum Eyjafjallajökul síðasta vetur. Það er landris sem er meira en 12 cm og varð við suður- jaðar Eyjafjallajökuls á tímabil- inu þegar vart var við aukna jarðskjálftavirkni. Kvika sem kom þá inn á grunnt dýpi í eld- fjallinu hefur stöðvast og storkn- að sem innskot,“ segir Freysteinn Eingöngu verður hægt að nota aðferðina á sumrin og meta þannig breytingar frá ári til árs. „Þetta er aðferð sem bætist við aðrar aðferðir sem við höfðum til að skoða eldfjöll og er mjög mik- ilvæg til að sýna stöðu eldfjalla til lengri tíma litið,“ segir Frey- steinn og bætir við að hér á landi verði haldið áfram að nota hana og spurning sé aðeins hversu mikið umfangið verður. Framtíð- ardraumurinn sé að hægt verði að vakta öll islensk eldfjöll. -MA Sviosett slys Ásamt lögregluþjónum og öðrum björgunarmönnum mátti finna myndatöku- menn í kringum þennan bíl sem lá á hvolfi rétt austan viö Hafravatn. Enginn meiddist viö atburöinn því slysiö var sviösett en veriö var aö taka upp sjón- varpsauglýsingu á staönum. Héraðsdómur Norðurlands eystra: Sjúkrahúsið greiði konu tæp- lega 3 milljónir vegna mistaka DV, AKUREYRI:' Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri hefur verið gert að greiða tæplega fertugri konu tæplega 3 milljónir króna í bætur auk vaxta og dráttarvaxta vegna máls er upp kom á árinu 1994. Konan leitaði þá til sjúkrahúss- ins vegna mikilla kviðverkja sem leiddu til bráðainnlagnar á fæð- ingar- og kvensjúkdómadeild vegna gruns um fósturlát. Konan fékk meðferð og var útskrifuð af sjúkrahúsinu tveimur dögum síð- ar. Konan gekkst einnig undir svo- kallaöa PAD rannsókn og sýndi niðurstaða hennar eindregið að konan gengi með utanlegsfóstur. Hafi borið skylda til aö tilkynna konunni um þá niðurstöðu ,en það hafi dregist úr hömlu en veikindi konunnar vegna þess voru alvar- leg og gátu haft lífshættu i för með sér. í dómi Héraðsdóms Norður- lands eystra, sem var fjölskipað- ur í málinu, segir m.a. að dómur- inn telji yfirgnæfandi líkur á að ef brugðist hefði verið við á rétt- an hátt i kjölfar PAD rannsóknar- innar hefði mátt koma I veg fyrir tjón konunnar. Því beri Fjórð- ungssjúkrahússið fulla bóta- ábyrgð á því. Konan fór fram á tæplega 9,5 milljóna króna bætur auk vaxta og ákærði bæði sjúkrahúsið og lækni sem starfar bæði þar og sjálfstætt. Læknirinn var sýknað- ur af öllum kröfum, m.a. vegna þess að hann var í sumarleyfi þegar niðurstaða PAD rannsókn- arinnar lá fyrir og aðhafast hefði átt í málinu en Fjórðungssjúkra- húsið var dæmt til að greiða kon- unni 2.897.530 krónur með vöxt- um frá 9. mars árið 1996 og með dráttarvöxtum til greiðsludags, auk greiðslu á 550 þúsund króna málskostnaði hennar. -gk frá .900 kr. stgr. Mosfet 45 • MARC X • MACH 16« Octaver • EEQ Setjum tækið í bílinn þér að kostnaðarlausu Utn-rb I UU-h • 4x45 magnari • RDS • Stafrænt útvarp FM MW LV • 24 stöðva minni • RDS • BSM • Laus framhlið • RCA útgangur • Klukka • Þjófavörn • Loudness þrískiptur • 3 Banda tónjafnari 2800 www.ormsson.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.