Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Blaðsíða 9
9 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 DV Neytendui Helgargóðgæti: Súkkulaði- og kanilkaka með bananakremi Þetta er alveg himnesk kaka, með bananakremi sem er engu líkt. Ekki er mjög flókið að búa hana til en þó tek- ur það smátíma. En það er vel fyrir- hafnarinnar 'virði og ef lesendur vilja gera virkilega vel við sig um helgina er þessi kaka málið. Ef bömum er boð- ið upp á kökuna ætti að sleppa romm- inu, kakan verður ekki síðri fyrir vik- ið og allir i fjölskyldunni geta fengið sér bita. Kakan 25 g suðusúkkulaði, skorið i smáa bita 115 g mjúkt ósaltað smjör 1 msk. skyndikaffiduft 5 egg, aðskilin í rauður og hvítur 1 bolli flórsykur lbolli hveiti 2 tsk. kanill Kremið 4 þroskaðir bananar 3 msk. ljós púðursykur 1 msk. sítrónusafi 175 ml rjómi, þeyttur 1 msk. romm (má sleppa) Aðferð Bræðið súkkulaðið og smjörið yfir vatnsbaði eða við lágan hita í örbylgju- ofni. Hrærið skyndikaffiduftinu út í og látið bíða. Þeytið saman eggjarauðum- ar og flórsykurinn þar til blandan er létt og fallega ljósgul á litinn. Hellið súkkulaðiblöndunni saman við og hrærið varlega og ekki of mikið. Setjið hveiti og kanil í skál og bland- ið saman. Þeytiö eggjahvíturnar þar til þær em vel stífar. Hrærið eggjahvítun- um og hveitiblöndunni varlega út í súkkulaðiblönduna í smáum skömmt- um til skiptis og byrjið á eggjahvítun- um. Hellið deiginu i 20 cm smurt köku- form og bakið við 180" C í 40-50 mínút- ur. Hvolfið kökunni á grind og látið kólna þar. Búið til bananasósuna. Skerið ban- anana í sneiðar og leggið í grunnt eld- fast form. Hrærið púðursykrinum og sítrónusafanum saman við og setjið undir griilið í ofninum í 8 mínútur eða þar til sykurinn er bráðinn. Hrærið reglulega í blöndunni. Stappið bananablönduna þar til hún er nær kekkjalaus. Hellið í skál og hrærið þeytta rjómanum og romminu saman við. Skerið kökuna í sneiðar og berið fram með heitri bananasósunni. Leiðrétting v. verðkönnunar Þau leiðu mistök urðu í verð- könnun DV á matvöru, sem birt var í gær, að verð á Pampers blaut- þurrkum í Hagkaupi var ekki rétt þar sem um var að ræða þurrkur í boxi en ekki áfyllingu eins og á öðr- um stöðum. Verð á áfyllingu hjá Hagkaupum er 339 kr. og því lækk- ar heildarverð matarkörfunnar hjá Hagkaupi um 82 kr, eða úr 3751 kr. í 3669 kr. Þetta breytir ekki röð verslana í könnuninni. Bólusetning hagkvæmur kostur fyrir einstaklinga og þjóðfélagið: Best að sem flestir fái mótefni væntanlega fyrr á ferðinni í ár Rensaeda glæmtikyef - inflúensan Töluverð ásókn hefur verið undanfarið í inflúensubólusetn- ingar á heilsugæslustöðvunum, sérstaklega eftir að fréttist að in- flúensu hefði orðið vart í Uppsöl- um í Svíþjóð. Inflúensa er bráðsmitandi árstíðabundin veirusýking sem kemur upp á hverju hausti. Hún berst frá Asíu og í fyrra varð fyrstu inflúensutil- fellanna vart í byrjun desember og var hún orðin mjög áberandi um jólin. Búist er við að hún verði að- eins fyrr á ferðinni í haust vegna mikilla ferðalaga í tengslum við Ólympíuleikana í Sydney. Einkenni inflúensunnar eru m.a. hiti, beinverkir, slappleiki, hósti, hæsi, liðverkir og augn- verkir. Þó eru einkennin breytileg eftir faröldrum og geta þau verið misjöfn eftir einstaklingum. Ekki er hægt að segja fyrir víst hver einkennin verða í ár þar sem hún hefur ekki sést hér á landi í haust. Venjulega batnar inflúensa á viku en komi upp fylgikvillar, eins og lungnabólga, - eyrnabólga eða lungnakvef, getur hún dregist á langinn. Helstu einkenni Þeir sem eru svo óheppnir að fá inflúensu ættu að gæta þess að fá næga hvíld og nota verkjastillandi og hitalækkandi lyf þegar þörf krefur. Einnig ætti að forðast kulda, vosbúð og áreynslu. Til er lyf sem hefur reynst árangursríkt sé notkun þess hafin nægilega fljótt eftir að einkenna verðm- vart. Lyf þetta heitir Relenza og er innúðalyf sem hemur fjölgun veirunnar í öndunarfærum. Mælt er með því að allir eldri en 60 ára séu bólusettir og auk þess allir sem eru með hjarta- og lungnasjúkdóma eða einhverja aðra króníska sjúkdóma. Ekki er ástæða til að láta bólusetja hraust börn. íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undanfarin ár bólusett alla sem það vilja og hvetja í raun til að sem flestir látir bólusetja sig. Það er ákveðin vörn i því að marg- ir séu bólusettir því smit berst síð- ur á milli þar sem færri verða veikir. Margir vinnustaðir semja y ~ n*M. Hlti SJaWan Hir Mti í 34 ctaga HafuSrerkur ^faktan Aberamfi Bemrertir Óverulegir M tijnnrft, tt nlllitf. Aigengii, oti rniKiir Slapplríkí UtM f attt að 2-3 vfkur Alger örmðgnun Aldrei Atgeng fynrtu i Hnerrar AteenWr Stmtáum Stíflaðnef Algtmgt Stumfum Hábbátga l Irfnnn' Aigeng Stnmhmi Vertirfyrir brjóiíi Utlir eða núbkmgs S&awMslænúr Hásti hmfhir bbsti stundum mjóf etemur Fylgiknllar Bronkitis, iimgnabolga og nefhoiur Forvamir Utlar setn engar Árteg bólusetnlng Meðferð mfnnkun eMkemta Retonza, se bðö notaö innan 48 stunda frá hvi vAÍklfMÍl haflast pvi voiiunui noijosi við heilsugæslustöðvar um að bólusetja starfsmenn sína til að fækka veikindadögum og vinnu- tapi. Reiknað hefur verið út í Bandaríkjunum að mjög hag- kvæmt sé fyrir þjóðfélagið að bólusetja sem flesta þar sem kostnaðurinn við það skilar sér margfalt til baka í minna álagi á heilbrigðisgeirann og i minna vinnutapi. Þar sem meðgöngutími inflúensu , þ.e. sá tími sem líður frá því menn smitast og þar tO þeir veikjast, er einungis 1-3 dag- ar breiðist hún hratt út innan fyr- irtækja, stofnana og skóla og get- ur á nokkrum dögum hálflamað starfsemi þeirra. Ekki fullkomln vörn Bólusetning veitir ekki full- komna vörn gegn sýkingum, hún ver um 70-90% þeirra sem bólu- settir eru. Þeir sem fá inflúensu þrátt fyrir að hafa verið bólusettir mega búast við því að fá mun væg- ari einkenni en einstaklingar sem ekki eru bólusettir. Einnig er hægt að fá einkenni frá bólusetn- ingunni sjálfri en þau eru í flest- um tilfellum væg og standa stutt yfir. Bólusetning kostar 500 krónur á heilsugæslustöövum auk þess sem borga þarf 200 króna komugjald á stofu. Þeir sem eru með afsláttar- kort borga minna. Margar heilsu- gæslustöðvar bjóða upp á að fólk geti gengið inn og fengiö sprautu hjá hjúkrunarfræðingi en sums staðar þarf að panta tíma. Stefnt er að því að öllum bólu- setningum verði lokið í endaðan nóvember. -ÓSB Oheimilt að undanskilja bílskúr - við sölu á eignarhluta í fjöleign íbúðareigandi í fjölbýlishúsi hafði samband við Húsráð vegna sölu á bílskúr: „Ég á bílskúr sem ég hef hug á að selja. Hvernig á ég að bera mig að, get ég selt hverjum sem ég vil eða verð ég að selja skúrinn einhveijum sem á íbúð í húsinu?" Fanny Kristín Tryggvadóttir, framkvæmdastjori Húsráða, svarar: Bílskúrar og ráðstöfun þeirra hafa verið mikið ágreiningsefni og því nauðsynlegt að hafa skýrar reglur þar um. í lögum um fjölbýlishús frá 1976 láðist að setja slíkar reglur og hafði það í för með sér að bílskúrar gengu kaupum og sölum milli fólks svo vandkvæði hlutust af. í 1. mgr. 22. gr. fjöleignarhúsalaganna (FEHL) segir að bílskúrar skuli fylgja ákveðnum séreignar- hlutum í húsinu og að sala þeirra eða fram- sal bílskúrsréttinda til annarra en eigenda í húsinu sé óheimU. Eiganda bUskúrs er þannig óheimUt að undanskUja bUskúr eða bUskúrs- réttindi við sölu á eignarhluta sínum í fjöleigninni nema hann eigi þar annan eignarhluta. Það er þó talið heimUt að ráðstafa bUskúrum eða bUskýlum mUli húsa þegar svo stendur á að bílskúrar eru á sameig- inlegri lóð nokkurra fjöleignarhúsa. Sé bílskúr í eigu aðila sem ekki á eignarhluta í húsinu er honum heimUt að eiga hann áfram en vUji hann ráðstafa honum skal hann skriflega gefa hlutaðeigandi eig- endum og húsfélagi kost á að kaupa hann. Berist ekki svar inn- an 14 daga telst kaupboðinu hafn- að nema veigamiklar ástæður rétt- læti lengri frest. Ef ágreiningur verður um kaupverð bUskúrs er hægt að leita tU viðkomandi hér- aðsdóms og fá dómkvadda mats- menn tU að meta hann eða skjóta deUunni tU kærunefndar fjöleign- arhúsamála og una niðurstöðu hennar. Sú staða getur komið upp að enginn í viðkomandi húsi eða öðr- um húsum á sömu lóð hafl áhuga á að kaupa bUskúrinn. Nauðsyn- legt er að koma í veg fyrir ósann- gjarna og óeðlUega aðstöðu bíl- skúrseiganda við slikar aðstæður, t.d. að íbúar í húsinu geti eignast bUskúr- inn langt undir markaðsverði. Þeg- ar svo ber undir er því seljanda heimUt að að ráðstafa bUskúr tU utanaðkomandi aðUa. Áður en kaupsamningur er gerður skal seljandi leggja fram gögn um að eigendur og húsfélag vUji ekki kaupa. Á þinglýsingaryfirvöldum hvUir sú skylda að gæta þess að þessu skUyrði sé fullnægt enda er kaupsamningurinn ekki gUdur nema svo sé. Góð ráð við flensu og kvefi Margt er hægt að gera til að lina einkenni kvefs og flensu og ekki er alltaf nauðsynlegt að hlaupa út i næstu lyfjaverslun og eyða þar þúsundum króna. Hér eru nokkur gömul og góð ráð sem hjálpa. Hvílist í rúminu Batinn verður skjótari auk þess sem það kemur i veg fyrir að aðil- ar utan heimilisins smitist af þín- um völdum þar sem þú ert ekki á ferðinni tU að dreifa veikinni. Drekkið mikið vatn Heldur góðum raka í slímhúö- inni og getur linað hósta. Ávaxta- safar gera sama gagn en sleppið öllum drykkjum sem innihalda kofíin. Þetta er ódýrt og auðvelt ráð en sé því fylgt fjölgar ferðum á salernið. Þvoið oft hendur Þetta er einfaldasta leiðin tU að forðast bakteríur sem valda kvefi. Tíður handþvottur getur þurrkað húðina, sérstaklega að vetrarlagi, svo nota ætti gott handkrem. Skolið hálsinn Sé hálsinn skolaður með volgri saltupplausn má lina þrautir og þetta er ódýr og góð aðferð sem virkar fljótt og vel. En ekki er hægt að segja að bragðið sé gott. -ÓSB Húsráð - ráðgjafarþjónusta húsfélaga er við Suðurlandsbraut og veitir margvíslegar upplýsing- ar og leitar ráða við álitamálum sem upp geta komið varðandi samskipti fólks í íbúðarhúsnæði. Síminn hjá Húsráðum er 568 9988. FemiCare® hylki með mjólkursýrugerlum fyrir leggöng. Hluti af náttúrulegri ftóru konunnar! vWf Fsst í Apótekinu, Lyfju, Lyf og heilsu og apótekum landsins. RÆSIR HF Notaður bíll Til sölu VW Golf GTI, nýskráður 10/98, ekinn 36.000 km, 16“ álfelgur, sóllúga, fjarst. samlæsingar, rafdr. rúður, Recaro- leðursæti o.fl. Glæsilegur bíll. Verð kr. 1.790.000. Til sýnis hjá Bílahöllinni hf., Bíldshöfða 5. -----------------------------www.raesir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.