Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Blaðsíða 11
11 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000___________________________________________________________________________________________ DV Útlönd MAT Á UMHVERFISÁHRÍFUM - NIÐURSTÖ0UR Varaforsetinn oröinn smeykur Al Gore, forsetaefni demókrata, er smeykur viö fylgi Raiphs Naders. Al Gore gagnrýnir neytendafrömuð A1 Gore, forsetaefni demókrata 1 Bandaríkjunum, beindi spjótum sín- um beint að neytendafrömuðinum Ralph Nader, forsetaframbjóðanda flokks græningja, og sagði að at- kvæði greidd honum væru atkvæði greidd mengunaröflunum. Varaforsetinn óttast greinilega að Nader geti spillt fyrir möguleikum hans á sigri þar sem fylgi hans og repúblikanans Georges W. Bush er nánast hnífjafnt. Gore er hræddur við að Nader dragi til sin atkvæði umhverflsverndarsinna og fram- sækinna kjósenda í Wisconsin og nokkrum öðrum ríkjum. í nýjustu fylgiskönnun Reuters og MSNBC heldur Gore enn tveggja prósentustiga forskoti á Bush, 45 prósent gegn 43 prósentum Bush. Fílabeinsströndin: Nýkjörinn forseti hafnar kröfu um nýjar kosningar Lauren Gbagho, sem i gær sór embættiseið sem forseti Fílabeins- strandarinnar, hafnar kröfum víös vegar að úr heiminum um nýjar kosningar. Gbagho hafnar einnig breytingum á stjórnarskránni sem útilokaði fyrrverandi forsætisráð- herra landsins, múslímann Alassa- ne Quattara, frá þátttöku í forseta- kosningunum. Stuðningsmenn Quattara, sem höföu haft hægt um sig áður en Robert Guei, leiðtogi herforingjastjórnarinnar, var hrakinn á flótta, streymdu út á götur og torg í gær og kröfðust nýrra kosninga. Erlendar ríkis- stjórnir studdu kröfu þeirra á þeim forsendum að frambjóðandi meiri- hluta þjóðarinnar hefði veriö útilokaður. Að minnsta kosti 25 manns létu lífið í götubardögum í gær. Um 60 létu lífið í átökum á þriðjudag og miðvikudag. Opið hús á Nesjavölium laugardaginn 28.október 2000 - frá kl.13 til 18. Orkuveita Reykjavíkur býður almenningi að koma og kynna sér niðurstöður á mati umhverfisáhrifa Nesjavallavirkjunar - áfanga 4b. Tekið verður á móti gestum í gestaskála laugardaginn 28.október frá kl. 13 til 18, þar sem niðurstöður um mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar munu liggja frammi. Einnig er hægt að kynna sér niðurstöðurnar á vefsíðu Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns sem hefur slóðina www.vgk.is ______ Orkuveita Reykjavíkur Móður misboöiö Denise Fergus, móöur James litla Bulgers, var misboðiö í gær. Morðingjar Bulg- ers litla frjálsir eftir fáa mánuði Fjölskylda og vinir James Bulg- ers, þriggja ára drengs sem var myrtur á hroðalegan hátt í febrúar 1993, gagnrýna harðlega þá ákvörð- un dómara í gær að morðingjarnir tveir fái að fara frjálsir ferða sinna innan nokkurra mánaða. Morðingj- arnir tveir, Jon Venables og Robert Thompson, voru tíu ára þegar þeir frömdu ódæðið. „Thompson og Venables gáfu James aldrei tækifæri en nú virðist sem verðlauna eigi þá fyrir glæp- inn,“ sagði Denise Fergus, móðir James litla, eftir úrskurðinn. „Þeir skipulögðu þetta. Þeir voru búnir að skipuleggja þetta í tvo mánuði. Það sem þeir gerðu við hann hefur gert út af við mig.“ Stjórnvöld sögðu almenningi ósatt um kúariðuna Breskir embættismenn gáfu al- menningi rangar upplýsingar í mörg ár um hættuna sem honum stafaði af bresku nautakjöti og hætt- una á því að kúariða bærist í menn. Þetta kemur fram í opinberri breskri skýrslu sem birt var í gær og tók tvö og hálft ár að taka saman. í skýrslunni kemur fram að emb- ættismenn og ráðherrar ríkis- stjórna íhaldsflokksins hafi haft svo miklar áhyggjur af neikvæðum við- brögðum neytenda að þeir gerðu allt sem þeir gátu til að fullvissa fólk irni að allt væri í lagi. Vísindamennimir sem fyrstir vöruðu við kúariöunni sökuðu fyrr- um stjómvöld um yfirhylmingu. Fujimori á ferö og flugi Alberto Fujimori Perúforseti kemur til forsetahallarinnar í Lima um borö í þyrlu lögreglunnar. Forsetinn var fjórar klukkustundir á lofti í gær og aöstoöaöi viö leitina aö Vladimiro Montesinos, fyrrum yfirmanni leyniþjónustunnar, sem hefur veriö í felum frá því hann sneri heim á mánudag. Fujimori Perúforseti dauðþreyttur: Njósnaforinginn hvergi sjáanlegur Alberto Fujimori Perúforseti var að niðurlotum kominn þegar hann sneri heim í forsetahöllina í gær eft- ir árangurslausa leit í heilan sólar- hring að fyrrum yflrmanni leyni- þjónustu landsins. Hann virtist þó hafa náð yfirhöndinni í baráttunni um yflrráð i landinu. Fujimori eyddi fjórum klukku- stundum um borð í þyrlu sem sveimaði yfir höfuðborginni Lima og hæðunum í grennd í leit að Vla- dimiro Montesinos. Á jörðu niðri fóru þungvopnaðir sérsveitarher- menn um allt með leitarhunda. For- setinn sagði ekki orð við fréttamenn þegar hann kom aftur til hallar sinnar. Heimildarmenn innan stjórnkerf- isins sögðu að leitinni að Montesin- os yrði haldið áfram. Hins vegar er óljóst hvar Fujimori leitar nú. Njósnaforinginn hefur verið í felum frá því hann sneri aftur heim á mánudag, eftir misheppnaða tilraun til að fá pólitískt hæli i Panama. Heimkoman jók mjög á ótta Per- úmanna um að valdarán hersins væri í aðsigi. Montesinos, sem flúði land fyrir mánuði vegna hneykslismáls, hafði sjálfur valið yflrmenn hersins og stjórnmálaskýrendur sögðu að margir þeirra myndu hugsanlega standa með honum ef Fujimori reyndi að handtaka hann. Montesinos hefur verið kallaður Raspútin Perús. Hann hefur verið sakaður um að stunda mannrétt- indabrot í stórum stíl á tíu ára valdaferli Fujimoris. Margir telja að leitin hafi verið sjónarspil eitt. Bréf af hafsbotni skekur Rússland neskir björgunarmenn höfðu í marga sólarhringa reynt að koma áhöfninni tii bjargar. Fullyrt var að neyðarmerki hefðu heyrst í gegnum skipsskrokkinn á mánudeginum, tveimur sólarhringum eftir slysið. Síðar var sú fullyrðing dregin í efa. Olga, eiginkona Kolesnikovs, sagði með tárvot augu í rússneska sjónvarpinu í gær að hún vildi sjá lík manns sins. „Hann var yndisleg- ur maður. Mig langar að sjá hann aftur og lesa bréfið hans,“ sagði hún. Olga gat þess að maður hennar hefði haft hugboð um að hann ætti skammt eftir er hann fór í síðustu sjóferðina. Hann afhenti konunni sinni hálskeðjuna sína með nafninu sínu á, sem hermenn bera annars á sér, og kross. „Þegar ég heimsótti hann í sumar rétt áður en hann sigldi til hafs orti hann ljóð til mín.“ Ljóðið var ástar- og kveðjuljóð til eiginkonunnar. Bréfið, sem sýnir að margir sjóliðanna 118 í rússneska kafbátn- um Kúrsk létust ekki um leið og slysið varð í ágúst síðastliðnum, hefur á ný vakið reiði og örvænt- ingu ættingjanna. Rússneski flotinn hafði fullyrt að flestir sjóliðanna hefðu látist á nokkrum mínútum. Margir ættingj- anna hafa leitað huggunar við þá út- skýringu. Þeir gátu ekki hugsað þá hugsun til enda að ástvinir þeirra hefðu lilotið langan og kvalafullan dauðdaga. Kveðjubréfið, sem fannst í gær í vasa eins hinna látnu, nýkvænts lautinants, Dmitrís Kolesnikovs, bendir til að martröðin hafi verið staðreynd. Kolesnikov skrifaði bréf- ið til konu sinnar, Olgu. 1 því kem- ur fram að að minnsta kosti 23 menn lifðu af sprengingamar sem ollu slysinu. Samkvæmt yfirmanni Norðurflota Rússlands var bréfið skrifað á milli klukkan 13.34 og 15.15 12. ágúst, daginn sem slysið í Barentshafl varð. Kolesnikov lýsir því hvernig sjóliðamir 23 í sjötta, sjöunda og áttunda hólfi fluttu sig yfir í niunda hólf eftir sprenging- arnar. Hann skrifar einnig að tveir eða þrir hafl ætlað að reyna að kom- ast út um aftari neyðarlúguna. Það tókst ekki þar sem hún var full af vatni. Norskir og breskir kafarar reyndu árangurslaust að opna þá lúgu við björgunaraðgerðirnar í ágúst. Þegar rússneski flotinn staðfesti mánudaginn 14. ágúst að Kúrsk hefði sokkið höfðu liðið tveir sólar- hringar frá því að jarðskjálftamælar á ýmsum stöðum og leyniþjónustur höfðu greint frá öflugum sprenging- um í Barentshafl, Síðan liðu tveir sólarhringar þar Norðmenn og Bret- ar voru beðnir um aðstoð við björg- unarstörf. Þá var öll von úti. Rúss- Skrifaði kveöjubréf Kveöjubréf Dimitrí Kolesnikov sýnir aö sjóliöarnir í Kúrsk létust ekki allir um leiö og slysið varö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.