Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Blaðsíða 13
13 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 DV í gærkvöld var sjötta og síð- asta verkið á leiklistarhátíð- inni Á mörkunum frumsýnt í Tjarnarbíói, gamanleikurinn Góðar hægðir eftir Auði Har- alds. Væntanlegum áhorfend- um til upplýsingar skal strax tekið fram að innihaldið hefur lítið með hægðir að gera. Aðal- persónumar eru karl og kona á „besta“ aldri og leiðir þeirra liggja saman þegar Ingibergur gerist húsvörður í blokkinni þar sem Elsa býr. Elsa sem vinnur við að þýða texta sjón- varpsteiknimynda yfir á ást- kæra ylhýra er fremur illa á sig komin líkamlega eftir harkalega lendingu á stofugólf- inu. Skapið er því ekki upp á marga fiska þegar Ingibergur byrjar að venja komur sínar til hennar en það breytist og áður en langt um líður er sam- band þeirra orðið hið innileg- asta. En það eru ýmis ljón i veginum önnur en gifs og hálskragar. Leikiist Helstu höfundareinkenni Auðar eru húmor og kaldhæðni og líkt og hún sjálf er Elsa orðheppin og tilsvör hennar oftar en ekki meinhæðin. Tungumálið er henni bæði vopn og brynja því viðkvæm sál leynist undir hrjúfu yfirborðinu. Soffia Jakobsdóttir leikur Elsu og átti auðvelt með að samsama sig persónunni. Hreyfingar hennar takmarkast af alls konar umbúðum sem gerir þaö að verkum að raddblærinn verður enn mikOvægari en ella. Hæðnistónninn náði vel í Þórir Geirsson) eru sjálfhverf og eigingjöm og ætlast m.a. til þess að mamma sé ávallt til- búin til að passa þegar þeim hentar. Þau kæra sig því ekk- ert um náungann sem keppir við þau um frítíma hennar. Frá höfundarins hendi eru þau frekar týpur en fullmótað- ar persónur og því lítil tæki- færi til raunverulegra tilþrifa í leik. Margrét og Sveinn kom- ast vel frá sínu og sama má segja um Erlu Rut Harðardótt- ur sem er í nokkrum smárull- um. Leikmynd og búningar hæfa verkinu vel en pásur milli atriða drógu fúllmikið úr tempói sýningarinnar. Gunnar Gunnsteinsson leikstýrir uppfærslunni og má vel við sinn hlut una. Leikrit- ið býður í raun ekki upp á annað en tiltölulega raunsæ- islega útfærslu og Gunnar vel- ur þá leið að leggja allt kapp á að koma kómíkinni í textanum vel til skila. Lengri æfingartími hefði ekki komið að sök og nokkuð bar á óöryggi í textaflutningi. Góðar hægðir er ekkert tímamótaverk í íslenskri leik- ritun en hin ágætasta skemmtun eins og hlátra- sköll frumsýningargesta vitnuðu hvað best um. Halldóra Friðjónsdóttir Draumasmiöjan sýnir í Tjarnarbíói: Góöar hægöir eftir Auöi Haralds. Leikmynd og búningar: María Ólafsdóttir. Hljóö/val á tónlist: Þorvaldur B. Þorvaldsson. Lýsing: Alfreö Sturla Böövarsson. Leikstjórn: Gunnar Gunn- steinsson. Erlingur Gíslason og Soffía Jakobsdóttir í hlutverkum Elsu og Ingibergs Ýmis ijón verða í vegi fyrir þeim önnur en gifs og hálskragar. gegn og reiðin en sársaukinn sem stöku sinnum braust upp á yfirborðið var ekki alveg jafn vel mótaður. Ingibergur er mun viðmótsþýðari enda þarf hann ekki að vera kjaftfor vilji hann láta taka mark á sér. í fyrstu gæti maður ætlað að hann væri fremur heimskur en þegar betur er að gáð er hann gæddur þeim ágæta eiginleika að heyra bara það sem hann vill heyra og heldur sínu striki hvað sem á gengur. Erlingur Gíslason var sem sniðinn fyrir hlutverkið, hæfilega álappalegur en hlýr og vingjarnlegur. Unga kyn- slóðin fær fremur nöturlega útreið í þessu verki. Börn Elsu (Margrét Kr. Pétursdóttir og Sveinn Það er líf eftir fimmtugt Tónlist Milli draums og veruleika Þegar Guðrún Ingimarsdóttir sópransöngkona hélt debúttónleika sina í Hafnarborg fyrir tveim- ur árum hafði hún sér til fulltingis píanóleikara og ílautuleikara og á tónleikum sínum í Lista- safni íslands á þriðjudagskvöldið hafði hún valið sams konar hljóðfærasamsetningu. Pianóleikar- inn var sá sami, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, en flautuleikarinn var Alexander Auer, ættaður frá Transylvaníu. Efnisskráin var fjölbreytt og hófst á resitatívi og aríu úr kantötu BWV 209 eftir J. S. Bach, Non sa che sia dolore?Parti pur, sem Guðrún söng af miklu öryggi. Flauelsmjúkur tónn Auers var í góðu samræmi við þýðan og fallegan hljóm Guð- rúnar og þau miðluðu inntaki þessarar trega- fullu tónlistar af mikilli smekkvísi þar sem til- finningum var haldið innan skynsamlegra marka. Guðrún hefur á þessum tveimur árum náð mun betra valdi á tónmynduninni, rödd hennar er opin og tær og hljómurinn þýður og fallegur. Sú reynsla sem hún hefur öðlast á þess- um tíma hefur greinilega haft sitt að segja um ör- yggi og performansinn í heild sinni. Björt og hamingjurik aría Hándels, Meine Seele hört im Sehen, var fallega flutt og af natni og alúð, gott jafnvægi var í tríóinu og náðu þau að hrífa mann með sér með lifandi flutningi sem var einnig áberandi í hinni skemmtilegu aríu Ei, wie schmeckt der kaffee Sússe eftir Bach þar sem kaffidrykkja er lofuð í hástert í fógrum tónum. Auer lék svo Hamburger sónötu C.P.E. Bachs ásamt Steinunni sem var i continuo hlutverki og DV-MYND PJETTJR Guðrún ingimarsdóttir sópransöngkona Rödd hennar er opin og tær og hljómurinn þýður og fallegur fórst það afskaplega vel úr hendi. Leikur hennar var hófstilltur, áslátturinn fágaður og mjúkur óg tengsl hennar við flautuleikarann í góðu lagi. Hendingamótun þeirra var skýr og heildarsvip- urinn hrífandi þó að tengingin milli kaflanna tveggja hefði mátt vera aðeins meira sannfær- andi. Að sama skapi var Fantasía Faurés, sem Auer lék ásamt Steinunni eftir hlé, vel flutt með svífandi flæði og samspil þeirra skothelt. Þrjú lög úr Sjálfstæðu fólki eftir Atla Heimi Sveinsson voru síðust fyrir hlé og var vel farið með þau en ég hefði viljað sjá nótunum sleppt. Steinunn fór þar á kostum í píanópörtunum sem hafa sjaldan eða aldrei fengið jafnfallega meðferð í mínum eyrum. Það sem bar einna hæst eftir hlé var Une flute invisible eftir Saint-Saens. Einlægur flutningur- inn lá einhvers staðar á mörkum draums og veruleika með dansandi flaututónunum sem virt- ust koma úr hvergilandi, því eins og titill verks- ins gefur til kynna var flautuleikarinn í felum. Næturgalinn eftir Delibes var sérlega ljúfur áheymar, samspil triósins nostursamlega útfært og söngur Guðrúnar agaður og fallegur i þessu vandmeðfama verki. Lokaverkið á þessum prýði- legu tónleikum var svo Bravour tilbrigði Adams við stef eftir Mozart, Ah, vous, dirais-je, maman eða ABCD eins og flestir þekkja það. Þetta er kól- eratúr glansstykki sem gerir miklar kröfur til flytjandans og fór Guðrún í gegnum verkið af nokkurri varfæmi en náði þó tilætluðum áhrif- um, þ.e. að ýfa upp gæsahúð áheyrenda og þar á meöal undirritaðrar sem naut flutningsins og tónleikanna í heild til hins ýtrasta. Amdls Björk Ásgeirsdóttir Furðutól og draugahljóð Kaliforníubúinn Don Buchla, sem er menntað- ur í eðlisfræði og lífeðlisfræði, auk þess að vera tónlistarmaður, kom fram á tónleikum Art2000 í Salnum í Kópavogi á þriðjudagskvöldið og lék á afar nýstárleg hljóðfæri sem hann hefur fundið upp og kallar Lightning og Marimba Lumina. Hið fyrmefnda samanstendur af tveimur kjuðum sem notaðir eru til að slá á ósýnilegt trommusett en rétt hjá er nemi sem skynjar fjarlægð kjuð- anna og gefur frá sér mismunandi hljóð eftir því hvar þeir eru. Hljóðfærið hefur ýmsar stillingar og hljóðin sem það gaf frá sér á tónleikunum voru afar fjölbreytileg. Heyra mátti bjöllur, fugla- söng, alls konar trommur og jafnvel eitthvað sem minnti á popp inni í örbylgjuofni. Sama má segja um Marimba Lumina, en það er nokkurs konar raf-marimba með mörgum aukamöguleikum sem gefur hljóðfærinu nýjar og spennandi víddir. Sumt sem hljómaði í Salnum þegar marimban var slegin líktist engu á þessari jörð. Lék Buchla ásamt félögum á þessi merkilegu hljóðfæri og var útkoman svo skemmtileg að mann langaði mest til að fara upp á svið og prófa furðutólin sjálfur. Á tónleikunum mátti einnig heyra verkið Org- anized Wind eftir Helga Pétursson. Það var leik- ART 2000 ið af tónbandi og komu upphaflegu hljóðin úr orgeli sem síðan voru unnin i tölvu. Helgi sagði við áheyrendur á undan að kveikjan að verkinu hefði verið þegar hann var einn í dimmri kirkju að fikta við risastórt orgel. Komst hann að þvi að hægt er að húa til alls kyns hljóð og óhljóð með því að pota varlega í hljóðfærið og láta vindinn gnauða um pípur þess. Það er auðvitað voða draugalegt og til að endurskapa stemninguna sem Helgi upplifði þegar hann var einn meö org- elinu voru ljósin slökkt í salnum á meðan verkið var leikið. Var útkoman eitthvað í líkingu við orgel sem bráðnar og lekur niður á gólf. Organ- ized Wind er ágætlega sköpuð tónlist en óhugn- anleg byrjunin gaf þó fyrirheit um ómældan hrylling sem einhvern veginn aldrei varð og voru það óneitanlega vonbrigði. Leiðinlegt var líka að Poeme Electronique eft- ir frumkvöðulinn Edgard Varese var aflýst af óviðráðanlegum ástæðum en Buchla og félagar bættu fyrir það með því að leika djass. Ennfrem- ur kom fram orgelkvartettinn Apparat en um hann verður lítið sagt hér, enda dægurkennd tón- listin sem hann spilar fyrir utan sérsvið undirrit- aðs. Hins vegar var tónlistarflutningur Buchla og félaga viðburður í íslensku tónlistarlifi og vonar maður heitt að hljóðfærin dásamlegu verði jafn- algeng og píanóið í nánustu framtíð. JónasSen ___________Meniúng Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Heimur Guðrídar Annað kvöld kl. 20.30 verður sérstök sýning á Heimi Guðríðar eftir Steinunni Jóhannesdóttur í Skálholtskirkju. Sýn- ingin er í tilefni af ráðstefnunni Frá- sögnin í 2000 ár þar sem íjallað er um leyndardóminn í frásögninni og trúar- og uppeldisgildi hennar. Meira en fimm ár eru síðan Heimur Guðríðar hóf göngu sína milli kirkna landsins undir stjórn höfundar síns. Verkið fjallar um ævi og örlög Guðríðar Símonardóttur sem rænt var í Tyrkjaráninu 1627 og var ein fárra sem áttu afturkvæmt til íslands. Hún varð síðar eiginkona Hallgríms Péturssonar sálmaskálds. Með hlutverk þeirra hjóna fara Helga E. Jónsdóttir (á mynd) og Jákob Þór Einarsson. Hörður Áskelsson leikur sjálfur tónlist sína við verkið á orgelið í Skálholtskirkju. Til heidurs Hallgrími í dag kl. 16.30 gangast Stofnun Áma Magnússonar og Listvinafélag Hall- grimskirkju fyrir stuttri dagskrá í Hall- grimskirkju í tilefni af fyrsta bindi í heildarútgáfu verka hans sem kemur út í dag og nánar var sagt frá á menningar- síðu í gær, Þar mun Margrét Eggerts- dóttir, umsjónarmaður útgáfunnar, flytja erindi um Hallgrím og kynna út- gáfuna, lesið verður upp úr hinni nýút- komnu bók og flutt tónlist við sálma Hallgríms. Öllum er heimill aðgangur. Nýtt verk eftir Þorkel Á setningartónleik- um Tónlistardaga Dómkirkjunnar á morgun kl. 17 verður frumflutt tónverkið „Undir aldamót" eftir Þorkel Sigurbjörns- son við kvæði Sigur- björns Einarssonar. Verkið er samið fyrir kór, barnakór, málmblásara og orgel og flytjendur auk Dómkórsins eru Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björns- dóttur, Guðný Einarsdóttir organleikari, málmblásarar úr Sinfóníuhljómsveit Is- lands og Marteinn H. Friðriksson. Önn- ur verk á tónleikunum eru Aldasöngur eftir Jón Nordal og orgelverk eftir J.S. Bach sem Marteinn leikur. Tónlistardagar Dómkirkjunnar standa til 22. nóv. með fjölda athyglis- verðra tónleika. Þetta er í 19. sinn sem slík hátíð er haldin og sú fyrsta eftir gagngerar endurbætur á kirkjunni sem hafa bætt skilyrði til tónlistarflutnings til mikilla muna. ART2000 - Hol- lenska tengingin Margir íslendingar hafa sótt nám í raftónlist til HoOands og því þykir við hæfi að tileinka þeim eina tónleikana á ART2000. Talsverður hluti listamann- anna í kvöld kemur frá Hollandi eða á einhverjar rætur þar, t.d. hljómsveitin Stilluppsteypa sem hefur náð miklum frama í Evrópu og gefið út marga diska. Hljómsveitin millilendir hér á leiö til Bandaríkjanna þar sem hún er að hefja tónleikaferð. Frá Hollandi kemur einnig verk eftir tónskáldið Wouter Snoei fyrir fjögurra rása tónband. Svo koma fram hljóm- sveitirnar Vindva Mei og Product 8. Tón- leikarnir hefjast kl 20 í Salnum og með fram þeim er opin innsetningin Þrír pýramídar eftir Jóhann G. Jóhannsson. Gaman verður síðan á Gauki á Stöng frá kl. 22. Á morgun hefst dagskrá i Salnum kl. 17 með fyrirlestri Konrads Boemers og kl. 20 hefjast lokatónleikamir með verki eftir hann. Einnig verða leikin verk eft- ir Davíð B. Fransson, Laurens Kagenaar, Hlyn Aðils Vilmarsson og AuxPan. Og á Gauki á Stöng kl. 22 verður í blálokin eitt RafgrímubaU!!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.