Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Blaðsíða 3
j Hljómsveitin Stolið gefur út sína fyrstu breiðskífu í byrjun nóvember en meðlimir
j hennar eru kjarninn úr Soma sem gerði það gott hér um árið. Þeir piltar segjast
; hættir í ballspilamennskunni, nú verði þetta gert á þeirra forsendum og þeir kunni
miklu betur við málin þannig.
Titillagið fékk að fjúka
Stoliö er fjögurra manna sveit og
þar af eru þrír sem voru í Soma sem
hætti 1998. Meðlimimir eru Guð-
mundur Annas Árnason söngvari,
Snorri Gunnarsson gítarleikari,
Kristinn J. Arnarson bassaleikari
og Huldar Freyr Arnarson trommu-
leikari. Þeir segjast hafa verið að
vinna að þessum diski alveg síðan
Soma lagði upp laupana.
Enginn huge-hittari
„Við gátum einhvern veginn ekki
gert neitt meira í þessu formi sem við
ýorum í með Soma og svo virkaði
þkkert þetta ballspilunardrasl sem
yið vorum að gera. Það var oröið leið-
inlegt og við vildum frekar koma okk-
iir fyrir i húsnæði og semja góða tón-
íist og fullvinna hana - sleppa öllu
Svona rugli,“ segir Kristinn í upphafi.
■ Hefur tónlistin þá breyst mikið?
„Já, hún hefur breyst til batnaðar
allavega," segir Guðmundur. „Það er
auðvitað rétt að þegar maður er hætt-
ur að spila á böllum og svona getur
maður einbeitt sér meira að músík-
inni sjálfri. Svo emm við líka færri
núna þannig að við höfum getað dúll-
að okkur við þetta í tvö ár. Ja, dúllað
okkur og ekki dúllað, það tekur auð-
vitað tíma að þróa sig með nýtt band
og þó að við séum þrír úr Soma þá
breytist ýmislegt við að við séum
bara fjórir. Fyrir utan það að hafa
verið að velta sér meira upp úr þessu
þá breytast lagasmíðarnar auðvita
líka.“
Þiö fenguó nokkra útvarpsspilun
meó Soma, búist þið viö einhverju
sliku núna?
„Sumt af þessu er alveg útvarps-
vænt en það er enginn huge-hittari,
allavega ekkert sem maður sér fyrir,"
segja þeir. Tónlistin núna virðist vera
nokkuð fjölbreytt; í það minnsta segj-
ast þeir vera með brass í þremur lög-
um og selló í öðrum þremur og svo pí-
anó.
Fórna sér fyrir áhugamálið
Aðspurðir segja drengirnir að
vinna í stúdíói hafi tekið um þrjá
mánuði með einhverjum hléum og
alls hafi þetta verið um 200 stúdiótím-
ar sem þeir segja mikið miðað við
hvað þeir hafi gert áður. En ætla þeir
að reyna að fylgja plötunni vel eftir?
„Eins og við vorum að tala um
áðan þá spiluðum við auðvitað ansi
mikið með Soma en það sem við erum
búnir að vera að gera tvö síðustu ár
er alveg þveröfugt við það. Ég held að
við höfum bara spilað á einum tón-
leikum. Núna er allavega kominn
tími á að við fórum að láta í okkur
heyra aftur. Það er náttúrlega stefnan
núna að láta fólk vita að við séum að
gera eitthvaö," segir Guðmundur.
„Nú er komið að því að maður
verður að gera það sem maður hefur
verið að forðast, það er ekki hægt að
skorast undan því að fara í viðtöl og
svoleiðis. Munurinn núna er auðvitað
að við erum að fara að gera þetta á
okkar forsendum," segja þeir.
En er stefnt aó einhverju takmarki í
sölutölum?
„Nei, við höfum aldrei verið að
velta okkur upp úr þvi. Við reiknum
allavega ekki með því að við förum að
fá allan þann kostnað sem við höfum
lagt í þetta til baka.“
„Maður er reyndar ekki að gera
þetta til að græða á þessu, þá spilaði
maður allt aðra tónlist. Þetta er bara
áhugamálið og maður verður að fórna
sér í það.“
Aó lokum: Hvaö heitir platan?
„Allt tekur enda. Á henni eru níu
lög en lagið Allt tekur enda komst
ekki á plötuna og bíður betri tíma.“
Vondir menn bióöa
I
Viktor er heiti á
nýrri íslenskri sjón-
varpsmynd og fjall
ar um ástir og
undirferli í lífi
stöðumælavarða.
Mörgum þjóðfræg-
um leikurum
bregður fyrir, en
þetta er fyrsta
myndin sem Vil-
hjálmur Ragnars-
son leikstýrir, þó
hann hafi verið í
bransanum síðan
‘74.
■ jr
Viktor vinnur sem stöðumælavörð-
ur og er mjög óframfærinn en samt
grimmur í sínu starfi. Annaðhvort er
mælirinn á rauðu eða grænu og það er
ekkert þar á milli," segir Vilhjálmur
um aðalpersónuna.
Öflugir leikarar
„Viktor er líka rosalega skotinn í
stelpu sem hann sér bara á plakötum
og auglýsingaskiltum. Svo er önnur
kona, Heiðdís, sem er hrifm af honum.
Hún er líka stöðumælavörður, eða
kannski frekar stöðumælavarða, og
Viktor er bara með henni þegar hann
er fullur. Á vinnustaðnum hefur störf
óprúttinn maður, sem er svona
„höstler". Hann er spilltur, vinnur
fyrir búðareigendur en reynir að
koma sökinni yfir á Viktor. Á endan-
um er hann rekinn og býður sig fram
í borgarstjórn, hækkar sig bara upp,
eins og vondir menn gera,“ segir Vil-
hjálmur. Leikarar myndarinnar eru
ekki af verri endanum og meðal
þeirra sem koma við sögu eru Baldur
Trausti Hreinsson, Halldóra Geir-
harðsdóttir, Steinn Ármann Magn-
ússon, Sigurður Sigurjónsson, Ólaf-
ía Hrönn Jónsdóttir, Vilhjálmur
Goði Friðriksson og Pálmi Gests-
son.
Betra að gera
sjónvarpsmyndir
Vilhjálmur hefur komið að fram-
leiðslu og fjármögnun 14 mynda á tæp-
um tveimur áratugum. Nýlega fram-
leiddi hann sjónvarpsmynd Júlíusar
Kemp, Sjálfvirkinn. „Ég hef komið
meira og meira inn í þróun handrits-
ins og þekki auðvitað framleiðsluferl-
ið og fólkið vel og þess vegna ákvað ég
að snúa mér að handritsgerðinni og
leikstjórn," segir Vilhjálmur og hefur
hug á því að halda áfram á þessu
sviði. „Mér finnst best að gera sjón-
varpsmyndir. Það er eins og að klifra
upp á litla hæð. Þú sérð alltaf allan
hringinn, en bíómynd er stærri og þá
ertu meira i hvarfi." Árni Ibsen skrif-
aði handritiö að Viktori með Vil-
hjálmi. „Við Árni höfum unnið saman
í nokkuð mörg ár og samstarfið geng-
ið vel. Við erum að vinna að kvik-
mynd í fullri lengd, sem mun heita
Veikara kynið og íjallar um líf karl-
manna," segir Vilhjálmur að lokum,
en Viktor verður sýndur í Ríkissjón-
varpinu á sunnudagskvöld.
e f n i
Diskótekið
Dollý:
Erum
stærstir
og bestir
Skemmtistaðir borgarinnar:
Hvað þarftu til að
komast inn?
■Jóhann og
Cameron:
Keppa oft
um sama
hlutverkið
Hljómsveitin
Mínus:
Enga Rex-
uppa á
tónleika
Þorsteinn
Guðmundsson
Er
IAll Saints:
Helmingur-
inn athygl-
issjúkur
U2:
Afturhvarf
I tónlist-
inni
Islenskir
djammarar:
Hverjir
voru oft-
ast hvar?
íslenskir karlmenn:
Þeir best og verst
klæddu
1* £ * 2L.
1 f X 0
Shaft fnimsvnir
Orgazimo á Thomsen
Stúdentaleikhúsið mætt aftur
Bedazzied frumsvnd
f ókus
fylgir DV á
föstudögum
Forsíðumyndina tók ÞÖK af Jóhanni
Frey Björgvinssyni og Cameron
Corbett
27. október 2000 f ÓkUS
3