Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Side 18
í f ó k u s
JólavertíSin er svo sannarlega í fókus um
þessar mundir. Þó að þessi geðveikasti tími
ársins sé ekki enn hafinn er þess ekki langt að
þíða að hann skelli á. Eftir nokkrar vikur má bú-
ast við því að verslanir í miðborginni skrýðist
jólaskrauti og þó snjórinn sé enginn kominn
getur ekki verið annaö en notalegt að vita til
þess að þessi tími sé fram undan. Nú fyllast
~®feóka- og plötuverslanir af nýjum vörum og fátt
er eins gleðjandi að geta gengið inn í þær versl-
anir og týnt sér í því hvað maður eigi nú að
kaupa. Þótt fólk eigi það til að sleppa sér alger-
lega í innkaupunum geta allir glaðst þegar að-
fangadagur rennur upp og fólk sameinast um
að slappa af og gera ekki neitt. Gleðileg jól.
ú r f ó k u s
Hver hefur áhuga á að sitja í
Wgr~ rólegheitum fýrir framan sjón-
W0 varpið að horfa á góðan þátt
Sp? og vera svo allt í einu truflað-
M' ur af einhverju auglýsinga-
.Jjléi? Þetta er nokkuð sem Stöð 2 hefur allt i
æinu tekiö upp á aö gera undanfariö, væntan-
lega og vonandi viö litla hrifningu áhorfenda. Á
besta tíma á laugardagskvöldum hafa sjón-
varpsþættirnir Friends og síðan Simpson ver-
ið rifnir í sundur með einhverri leiðinlegri aug-
lýsingu en slíkt hefur ekki þekkst áöur f ís-
lensku sjónvarpi um 20 mfnútna þætti. Ekki
nóg með að fólk sé að borga morð fjár í hverj-
um mánuði til þess eins að sjá þessa þætti
heldur þarf stöðin að fara að troða auglýsing-
um inn f þá. Fyrirmyndin er væntanlega komin
úr bandarisku sjónvarpi en þar borgar fólk alla
jafna ekki 5000 kall á mánuði fyrir eina stöö.
Auglýsingar f sjónvarpi eru sjálfsagður hlutur
en þetta er fulllangt gengið, sérstaklega í Ijósi
þess að það er ekki eins og dagskráin á Stöð
2 sé eitthvað til að hrópa húrra fyrir. Nei/
stjórnendurnir eiga nokkra aðalpósta og þegar
á að fara aö troða auglýsingum inn í þá fer
maður alvarlega að hugsa um að stinga
J^reiðsluseðlinum I ruslið.
Þó að flestir foreldrar þekki afkvæmi sín í sjón og sumir hverjir á lykt eða öðrum
einkennum og lýtum er þeim gert að klína viðurnefni á börn sín, embættismönnum
og öðrum til hægðarauka - og það ekki síðar en sex mánuðum frá fæðingu þess -
og sæta dagsektum frá Hagstofu íslands að öðrum kosti.
Það er mikill höfuðverkur ný-
bakaðra foreldra að finna nafn á
barn sitt. Á að skíra í höfuðið á
einhverjum eða leyfa frumleikan-
um að ráða ferðinni? Ekki er þó
sama hvað bamið heitir. Það er
Mannanafnanefndar að ákveða
hvaða nöfn eru gild og hver eru
ekki íslendingi sæmandi. í nefnd-
inni eiga sæti þrír menn, skipaðir
af dómsmálaráðherra til fjögurra
ára i senn. Reglurnar um það
hvemig nafnið má vera eru útli-
staðar í fjórum liðum á netsíðu
nefndarinnar. Þær eru eftirfarandi:
- Nafniö þarf að geta tekið ís-
lenskri eignarfalisendingu eða hafa
unnið sér hefð í íslensku máli.
- Það má ekki brjóta í bága við
íslenskt málkerfí.
- Það skal ritað i samræmi við
íslenskar ritvenjur nema hefð sé
fyrir öðrum rithætti þess.
- Það má ekki vera þannig að
það geti orðið þeim sem ber það til
ama.
- Stúlku má aðeins gefa kven-
mannsnafn og dreng aðeins karl-
mannsnafn.
Hefð og ami
Þaö tvennt sem helst vefst fyrir
fólki eru ákvæðin um hefð nafns og
þaö að nafnið valdi ekki þeim sem
það ber ama. Hjá Mannanafna-
nefnd fengust þær upplýsingar að
hefðin miðaðist við fjölda nafn-
bera. Nafn þykir gott og gilt til
skímar ef 15 núlifandi islenskir
ríkisborgarar bera það þegar, ef
10-14 bera það og sá elsti þeirra er
skriðinn yfir þrítugt, 5-9 bera það
og elsti er orðinn sextugur eða að
síðustu ef 1-4 bera nafnið og það
kemur fyrir í manntali 1910. Hvaö
amaákvæðiö varðar mun því víst
lítið sem ekkert beitt síöustu ár og
áratugi en tilgangur þess upphaf-
lega var sá að bægja því frá að fólk
yrði nefnt gælunöfnum. Önnur
ákvæði em til dæmis að ekki megi
heita fleiri en þremur eiginnöfn-
JodL
Agða, Albína, Blíða, Aðils, Aspar, Bekan,
Brák, Drótt, Egedía, Berent, Bersi, Bjólan, {
Eggrún, Gjaflaug, Blængur, Dómaldi, |
Gissunn, Grélöð, Dósóþeus, Dufgus,
Irpa, Ísdís, Jóngerð, Dufþakur, Enok,
Kaðlín, Konkordía, Fabrisíus, Gamalíel, 1
Kristvina, Lóreley, Háleygur, Hemmert, >
Læla, Ljótunn, Mörk, ísidór, Játgeir, Júrek,
Njóla, Petrúnella, Kaleb, Kaprasíus,
Randalín, Runný, Kjallakur, Líni, Lýting-
Senía, Sía, Sylgja, ur, Ljótur, Mekkinó, i
Todda, Tóka, Ugla, Mýrkjartan, Parmes,
Úndína, Þrá, Ægileif, Vorm.
Örbrún.
um, ekki fleiri en einu millinafni
og að enginn megi taka upp nýtt
ættarnafn hér á landi.
í höfuðið á skáldsögu
Einkennilegast við ákvæðin er
kannski það að öll sú vitleysa sem
fólki hefur dottiö í hug að láta
skíra börn sín fyrir manntaliö
1910, og áður en eftirlit hófst með
nöfnum, lifir enn góðu lífl. Vest-
firðir koma sérstaklega sterkir inn
þegar rætt er um furðulegar nafn-
giftir og þar voru til dæmis ófá
stúlkubömin skírð í höfuðið á að-
alpersónu samnefndrar ástarsögu,
Kapítólu, fyrir 1910. Mannanafna-
nefnd birtir árlega lista þeirra
nafna sem leyfilegt er að skíra og
sömuleiðis þau sem hún hefur
hafnað nýlega, og þar kennir ým-
issa grasa. Meðal þeirra millinafna
sem nefndin hefur hafnað að und-
anfórnu eru Jámsíða, Kap, Kort,
Vídó og Zeppelin. Strákanöfn sem
ekki hafa hlotið náð fyrir augum
nefnarmanna eru til dæmis
Antorn-Gabríel, Fryolf, Ká, Kosmo,
Lorenzlee, Lusifer og Vídó. Meðal
stúlkunafna sem hafa farið sömu
leið eru Satanía, Ýrí, Naomi og
Cathinca. Að ofan er svo listi með
nokkrum sérkennilegum nöfnum
drengja og stúlkna sem leyfilegt er
að nefna islensk börn en eru fæst í
mikilli notkun.
hverjir voru hvar
SkjárEinn fagnaöi árs afmæli sínu um allan bæ
um helgina og var Prikið auövitað þéttskipaö af
þeim sökum. Meöal þeirra sem létu leiða sig út
á djammið voru Björn Jör-
undur Friöbjörnsson, Vil-
hjálmur Goöi, Dóra
Takefusa, Helgi Eysteins-
son, Björk Guðmunds-
dóttir, Chloe Ophelia og
Kjartan Vilhjálmsson flug-
þjónn.
Stórtónleikar lceland
Airwaves voru haldnir í
''feaugardalshöll á laugardagskvöld og það var
sko vettvangur fýrir fræga fólkiö til aö hittast.
Meöal viöstaddra voru Teitur Þorkelsson og
Brynja X. Vífilsdóttir frá Sjáðu, Helðar úr Botn-
leöju og Unda GK, Ámi Sveinsson plötusnúöur
og sjónvarpsmaöur, Elíza úr Bellatrix með
crewiö frá Bretlandi og Karl Óttar bróðir henn-
ar, Ólafur Páll Gunnarsson rokkhundur, Raggi
úr Botnleöju, Franz úr Ensími, Páll Banine með
baksviðspassann sinn, Sigmar Guðmundsson
fréttamaður á Stöð 2 og fyrrverandi útvarps-
maður á X-inu, Þossi útvarpskóngur, Úlfur
stjörnukisi, Hemmi feiti af
Radíó-X, Beggi rót úr Buff,
Friðrik Weishappel at-
hafnamaður, Einar Örn
, Penediktsson sykurmoli,
Ragnhlldur Gísladóttir
tónlistarmaður, Finnur Vil-
hjálmsson sjónvarps-
stjarna, Nonni í Quest og
Erik Hirt á Vegamótum.
Stundin rokkar. Þaö ervitað að Keli eryfirlýstur
hatursmaður Suede, en Ásta taldi það ekki eft-
ir sér að mæta sem fulltrúi Stundarinnar. Svo
sást auðvitað til skipuleggjendenna Þorsteins
Stephensen og Magnúsar frá Flugleiðum.
Eftir tónleikana var svo eftirpartí tyrir allan
mannskapinn á Thomsen þar sem fjölmenni
var, undir lok nætur mátti glitta í fólk eins og
djammhundana í Thie-
very Corporation, með-
limi Suede, ýmsa erlenda
blaðamenn, Úlf Eldjárn
og Guðjón í Oz auk
frönsku barpíunnar
Fanny Mercier. Guðjón í
Oz sást reyndar fyrr um
kvöldið á Vínbarnum þar
sem Björk Guðmunds-
dóttir spókaði sig einnig.
Það var gífurleg stemmning aö vanda á Klaustr-
inu og þar voru meðal annarra Hannes Hólm-
steinn sem fagnaði nýrri bók sinni með stjórn-
málafræðinemum Háskólans í kjallaranum, Er-
lingur Ijósmyndari, Kjartan Sturluson, mark-
maður Fylkis, vinkonurnar Hind og Birna voru
heillandi á dansgólfinu, og þá var Heiða Val-
mikistúlka ekki siðri frekar en Eiríkur Önundar
sem var í vatninu og sýndi snildar r&b-takta
eins og venjulega. Steini og Sölvi í Quarashi
sötruðu kokteila á kantinum með Heiðu og
Kollu Topshop stelpum, Pétur Jésú sást á
sveimi eins og allir helstu torfærukallarnir sem
fögnuðu mismikið eftir lokakeppnina. meðal
þeirra vor Haraldur Pétursson íslandsmeistari
og Gísli G. Jóns og svo voru allir vel tryggöir í
návist starfsfólks Sjóvá Almennra.
Astró hélt sínu um helgina og var nóg af fólki
bæði kvöldin. Þar mátti meðal annars sjá
Simba klippara, Svavar Örn tískulöggu, Yas-
mine og vinkonur, skutlunar Elínu og Önnu
dansara og Kollu frá lcelandic Models ásamt
Jóni Kára og Christine Allied Domec. Ivan
Burkni stilisti mætti, Gísli Jóhanns flugmaður,
Valdi Valhöll, Gummi Gonzales og Ásgeir Kol-
beins sátu í tjatti í rólegheitum, Gumml Ben úr
KR mætti ásamt sinni heittelskuðu og vinkort-
um hennar eftir góða máltíð á Óperu þar sem
þau voru að fagna nýja samninginum við KR-
sport, FM-mennirnir Kalli Lú, BJarki, Haraldur
Daði, Maggi Magg, Halli Kristins og Rúnar Ró-
berts voru ferskir við barinn, Eva frá Salon Ve,
Linda Ásgeirs leikkona og vinkonur voru glæsi-
legar aö vanda eins og Arna Playboy og vinkon-
ur og Berglind fegurðardrottning og vinkonur.
Fjölnir lét sig ekki vanta og með honum var
Marín Manda, Aggi og ísi af Thomsen komu
brosandi út að eyrum enda staöur þeirra fullur
aö vanda, Björn Nike mætti ásamt félögum og
einnig sást til Einars Kristjáns Pizza 67 manns.
Módelpariö Vignir og Halldóra, Phillipe
Dreamworld, Þurý Onix, Villi Vill sem lagt hefur
stjórnmálaferlinum, Halla úr Gullsól, Þór Jósefs
módel og Halli einkaþjálfari, Stöð 1 mennirnir
Biggi og Hólmgeir, Árni í xl8, Gunna frá In-
Wear og skvísunar, strákarnir úr Hr. Suöurland
sýndu sig og sáu aðra. Valtýr Björn mætti meö
Gulla Keflavíkurmarkveröi og voru bara í appel-
sínudjúsi, Kolla og Top Shop gengiö, Sigurður
Kári SUS maður og ívar Guðmunds af Bylgjunni
og frú.
Á Skuggabarnum var haugur fólks að vanda og
sáust meðlimir Flaming Lips reka þar inn nefið
eftirtónleikana. Lúövík Jónasson fótbotamaður
leit við, Antonio frá lcelandic Models, Snorri
Birgir hjá Sticks’n’Sushi,
Valtýr Björn og Grétar
Miller af Stöð 2. Gummi
flugmaður, Bjarni Brands,
KK, Gummi Th, Siggi
Sveins, Guðmundur Páll
og Hannes Jón Jónsson,
Gunnar Berg og Dagný
Skúla úr handboltanum,
Sumarliði (eða Slummi)
frá Vínbarnum.Tómas frá
Café Victor, Krissi Brooks fótboltakappi og frú
og eftir sýningu Strákanna á Borginni klkti Ed
Bradley á Skugga í c.a. 60 mínútur!
Á Mannsbar var góö stemning á föstudags-
kvöldiö, maður við mann hringinn í kringum bar-
borðið. Hæst bar á Felixi Bergssyni og félögum
hans, en nokkur önnur kunnugleg andlit sáust.
Tíska• Gæði* Betra verð
f Ó k U S 27. október 2000