Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 Fréttir I>V Mistök í lyfjagjöf verða sjúklingi að bana: Skelfilegt slys - segir Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri Landspítalans við Hringbraut Mistök í lyfjagjöf urðu 47 ára gam- alli konu að aldurtila á Landspítalan- um við Hringbraut í síðustu viku. Konan var með ofnæmi fyrir algengu verkjalyfl og var henni gefið lyfið við verkjum eftir annars vel heppnaða aðgerð. „Það eiga ofboðslega margir um mikið sárt að binda í þessu. Bæði að- standendur og ekki síður starfsfólkið sem að þessu kemur því þetta er eins og að keyra yfir mann,“ sagði lækn- ingaforstjóri Landspítalans við Hringbraut, Jóhannes Gunnarsson. „Þetta er vangá sem veldur þessu og rétt eins og hjá manni sem keyrir yfir á rauðu ljósi og veldur bana annars manns þá jafnar fólk sig oft ekki.“ Konan var lögð inn til þess að fara í aðgerð sem gekk mjög vel. I sjúkra- Á þriðjudaginn komst hinn landskunni fréttamaður Ómar Ragn- arsson í fréttimar þar sem tlugvél hans TF-FRU festist i flæðarmálinu í Homvík. Ómar varð að kalla eftir að- stoð við að losa vél sína og lét svo fyr- irberast í Homvík um nóttina. Hann kom svo vélinni á loft á miðvikudag- inn og komst áfallalaust heim. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ómar lendir í hrakningum með Frúna. í viðtali við DV rifjaði Ómar upp tvær alvarlegustu hrakningamar sem hann hefúr orðið fyrir sem flugmaður. „Ég lenti á holklaka, þannig að vél- in fór á hvolf, uppi á Hveravöllum árið 1978. Við lendingu fóru hjólin niður úr yflrborðinu,“ sagði Ómar. Hann slapp ómeiddur frá atvikinu, sem gerðist á milli jóla og nýárs. Ómar og félagar hans fóru svo á vörabfl upp á Hvera- velli og sóttu Frúna, sem var fyrsta Frú Ómars. „Við fór- um á bfl og sóttum hana. Það var magnað Frúnni bjargaö af Esj- ferðalag um unni í september 1986. hávetur," skrá hennar kom fram að hún var með ofnæmi fyrir verkjalyfi sem er hættulaust flestum einstaklingum og er til á mörgum íslenskum heimilum. „Þetta var aðgerð sem gekk mjög vel, þetta tengdist því ekkert. Þetta er mjög, mjög algengt lyf sem var notað og er til nánast í öðru hverju heima- húsi. Það er afar sjaldgæft að fólk sé með ofnæmi af þessu tagi en það er engu að síður vitað að það eru alltaf einhverjir einstaklingar sem era með ofnæmi fyrir því,“ sagði Jóhannes og bætti því við að það sama ætti við flest lyf sem gefln era. Lögregla kölluð til í læknalögum er kveðið á um fram- hald lyflagjafarmistaka. Jóhannes út- skýrði að héraðslækni væri gert við- sagði Ómar. „Þetta væri kannski auð- veldara núna, en þá var enginn vegur þarna.“ Árið 1986 var Ómar að fljúga Frú númer fjögur yflr Esjuna þegar drapst á vélinni og hann nauðlenti á Esjunni. Lendingin þótti mikið afreksverk. Ómar slapp ómeiddur frá henni og þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til þess að ná vélinni niður af Esjunni. vart um óvæntan skaða, eins og þetta er kallað. í framhaldi af því fer af stað innri rannsókn á spítalanum, að frumkvæði og undir stjórn yflr- manna. I þessu tilviki er þessi innri rannsókn í höndum hjúkrunarfor- stjóra og lækningaforstjóra þar sem báðar stéttir koma að dauða konunnar. Einnig er rannsóknarlögreglunni gert viðvart. Jóhannes sagði að þegar svona mistök yrðu á sjúkrahúsum, sem og þegar annars konar voveifleg mannslát bæri að höndum, svo sem þegar látinn maður fyndist í heima- húsi eða þegar einhver létist af slys- fóram, færi af stað lögreglurannsókn. Réttarkrufning er gerð á hinum látna og yfirmenn viðkomandi stofn- imar gera síðan landlækni grein fyrir atburðunum og þeim ráðstöfunum „Þá kom í Ijós að það hafði stlflast á henni púströr," sagði Ómar. Ómar, sem lærði að fljúga árið 1966 og hefur meira en 6000 flugtíma að baki, hefur átt flmm flugvélar sem bera einkennisstafina TF-FRU. Þessi sem hann á núna er önnur Frúin, en hann hafði selt hana í millitíðinni og keypti hana svo aftur fyrir rúmu ári síðan. sem eru gerðar í framhaldinu. Fyrri hluti þessarar greinargerðar er þegar farinn til landlæknis. „Þetta er mikið tilfinningamál hjá öllum, ekki síst aðstandendum, og auðvitað starfsfólkinu, sérstaklega þeim sem í hlut eiga. Þetta er skelfi- legt slys,“ sagði Jóhannes. „Þetta mál er enn í rannsókn hjá okkur,“ sagði Sigurbjörn Viðir Egg- ertsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. „í þessu tilfelli hafði yfirlæknir sam- band sjálfur og óskaði eftir því að lög- reglan rannsakaði málið.“ Ekki er ljóst enn hvort ákært verð- ur eða hvort ættingjar konunnar ætla sér að kæra. Konan, sem var jarðsett í gær, lét eftir sig fjóra syni og eigin- mann. -SMK „Ég hef aldrei slasað mig. Ég tel mig hafa verið heppinn, því ég flýg náttúra- lega öðruvísi flug en flestir gera. Ég er ekki að fljúga strætóflug á milli malbik- aðra flugvalla," sagði Ómar, sem er eini víðavangsflugmaður íslands, sem kallað er bush-pilot á ensku. „Ég flýg í öllum skilyrðum og veðram í fréttaskyni. Jú, það er auðvitað heppni yfir þessu, bæði heppni og óheppni."- SMK mmmmm Yfirmenn í utanlandsferð Allir æðstu stjóm- endur Hafnarfjarð- arbæjar eru nú í fimm daga kynnis- ferð í Hollandi og er yfirlýstur tilgangur ferðarinnar að kynna sér skipulags- nýjungar í Hollandi. Alls 15 kjömir fulltrúar úr öllum flokkum og ráðnir starfsmenn era í kynnisferðinni og áætlað að ferðin kosti um 2 milljónir króna. Fókus Festival í dag stendur DV Fókus fyrir Festi- vali i Kringlunni. Alls kyns uppákom- ur verða og m.a. munu Fókus og Skíf- an standa fyrir tvífarasamkeppni, þær stelpur sem líkjast mest leikkon- unum úr kvikmyndinni Charlie’s Angels geta látið taka mynd af sér á milli kl. 16 og 18 við verslun Skífunn- ar í Kringlunni. Vegleg verðlaun era í boði. Sóldögg mun árita nýútkom- inn geisladisk og spila fyrir Kringlu- gesti kl. 21, þá mun hljómsveitin Flís halda uppi flörinu fram eftir kvöldi. Óánægja hjá RÚV Fjórir af hverjum fimm starfs- mönnum Ríkisútvarpsins era óá- nægðir með mannaráðningamál hjá stofnuninni. Þetta kemur fram í ný- legri könnun þar sem spurt var um starfsumhverfi hjá launþegum ríkis- stofnana. Starfsmannafélag RÚV hef- ur krafist að starfsmannamálin verði tekin til endurskoðunar. Hafnaði bótakröfu Hæstiréttur sýknaði í gær íslenska ríkið af bótakröfu ísfélags Vest- mannaeyja hf. í máli þar sem reyndi á rétt útgerðarmanna til að mega end- urnýja og stækka skipaflota sinn án takmarkana af hálfu löggjafarvalds- ins. Töldu dómendur að sá réttur nyti ekki stjórnarskrárvemdar gagnvart almennum lögum. Ekki greidd upp Geir H. Haarde flármálaráðherra til- kynnti í gær að rík- issjóður myndi ekki greiða upp nein er- lend lán á næsta ári. Samkvæmt flárlaga- frumvarpi 2001 er áætlað að lánsfláraf- gangur ríkissjóðs verði 35 milljarðar kr. á árinu, að meðtalinni átta millj- arða uppgreiðslu á lánum ríkissjóðs til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Halldór Ásgrímsson beitti neitunarvaldi vegna skipunar í Evrópunefnd: Ómar Ragnarsson rifjar upp flughrakningar sínar: Flýgur ekki strætóflug MYND ÓMAR RAGNARSSON Ræðir að Frúnni. Ómar Ragnarssor fréttamaöur festi flugvél sína í fjöruboröinu á Hornvík á þríöjudag og þurfti aö kalla eftir aðstoö viö aö koma henni upp á þurrt land. Steingrímur úti í kuldanum - brotthvarf Steingríms úr pólitík sársaukafyllra en talið var Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, beitti neitunar- valdi gegn því að Steingrímur Her- mannsson, forveri hans í embætti, tæki sæti i 50 manna Evrópunefhd Framsóknarflokksins sem skipuð var fyrr á árinu. Nefndin er skipuð fylgis- mönnum og andstæðingum aðildar að Evrópusambandinu og var ætlað að vera umræðugrundvöllur fyrir um- deild Evrópumál. Meðal annars sitja allir þingmenn og ráðherrar flokksins í nefndinni auk valinkunnra fram- sóknarmanna vlða að af landinu. Halldór hafnaöi Steingrími Samkvæmt bestu heimildum DV gengu fulltrúar úr þingmannaliði Framsóknarflokksins til Steingríms fyrr á árinu og báðu hann um að gefa kost á sér til starfa í nefhdinni. Hann er sagður hafa íhugað málið og komið þeim skilaboðum inn í flokkinn að hann væri tilbúinn að taka þátt í nefndinni. Þá hafl Halldór Ásgrímsson hins vegar beitt neitunarvaldi sínu gegn nefndarsetu Steingrims, fyrrver- andi forsætis- og utanríkisráðherra og formanns flokksins til flölda ára. Þyk- ir kunnugum að í þessum viðbrögðum Halldórs kristallist sú kergja sem ver- ið hefur í samskiptum hans og Stein- gríms siðastliðin 20 ár. Væri fengur að Steingrími „Ég trúi þessu ekki og ef þetta er rétt þá finnst mér það fráleitt að meina svo reyndum manni sæti í nefhdinni," sagði Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálaskrifstofu og í innsta hring í Framsóknarflokknum til margra ára þegar DV hafði samband við hann í gær. Ólafur Öm Haraldsson, þingmaður Framsóknar í Reykjavík, sagðist ekk- ert vita um málið en sagði þó: „Mér flnnst að stjómmálaflokkar eigi að hafa þá nálægt sér sem reynslu hafa. Dæmi um þetta era Steingrímur Her- mannsson og Finnur Ingólfsson. Stein- Halldór Stelngrimur Ásgrimsson. Hermannsson. grímur, til dæmis, hefur gríðarlega reynslu sem fengur er að.“ Aðspurður kvaðst Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ekki kannast við að Halldór hefði beitt neitunarvaldi gegn setu Steingríms. Hins vegar hefði hann hitt Steingrim síðasta sumar og gantast við hann um að taka sæti í nefndinni og hafi Steingrímur lýst sig fúsan til þess. Um Steingrím sagði Guðni: „Það hefði verið mikill fengur í því að fá reynslu Steingrims og sýn í nefndarstarf sem þetta enda hefur hann mikla reynslu af alþjóðasam- skiptum." Steingrími bolað út Samkvæmt heimildum DV er langvarandi ágreiningi Steingríms og Halldórs lýst í óútkomnu þriðja bindi ævisögu Steingríms á opinskárri hátt en áður hefur verið gert. í bókinni er farið ítarlega í saumana á samskiptum þeirra og langvarandi ágreiningi sem lyktaði með því að Halldór bolaði Steingrimi út úr stjómmálum. Dæmi um stirðleika í samskiptum þeirra eft- ir brotthvarf Steingríms er í ævisög- unni að Halldór leit aðeins einu sinni til Steingríms í Seðlabankann. Einnig segir að þeir þingmenn sem heimsótt hafi Steingrim í Seðlabankann hafi ekki viljað að hátt yrði um það talað. Nánar verður flallað um samskipti Steingríms og Halldórs í DV á morgun. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson. -sm Kringlan stækkar Uppi eru áform um að stækka Kringluna. Nú er stefnt að því að reisa 18 hæða hótel- og skrifstofu- byggingu og tengja Kringluna nær- liggjandi húsum í vestri. Á fúndi í gær vora kynntar hugmyndir bresks arkitekts um breytingar innanhúss. Stöð 2 greindi frá. Samdráttur í lánum Eftirspurn einstaklinga eftir lánum hefur aðeins farið minnkandi að und- anfómu þó ekki sé um neinar stór- vægilegar breytingar að ræða, að sögn Vals Valssonar, bankastjóra ís- landsbanka. Dagur greinir frá. LÍÚ íhugar olíuinnflutning Kristján Ragnars- son, formaðm- LÍU, sagði í upphafi aðal- fundar í gær að hugsanlegt væri að útgerðin muni leita út fyrir landstein- ana hvað varðar ol- íukaup. Hann sagði olíuverð vera að sliga útgerðina og gagnrýndi íslensku olíufélögin sér- staklega. -HKr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.