Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 11
11 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000____________________________________ X>V ________________________________________Neytendur Könnun Hollustuverndar ríkisins og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna: 15% hættulegra máln- ingarvara vanmerkt Á markaði er töluvert af efnavör- um sem geta verið hættulegar við ranga meðferð og ef óvitar komast í þær. Einnig getur langtímanotkun slikra efna haft áhrif á heilsu þeirra sem vinna með þær. Til að minnka áhættu við notkun þessara efna hafa verið settar reglur um merk- ingar þeirra og eiga vörur sem flokkaðar eru sem hættulegar að vera merktar á íslensku. Reglugerð- in er byggð á löggjöf Evrópubanda- Kröfur um merkingarskyldar vörur: - Varnaðarmerkingar á íslensku með varnaðarmerki, hættu- og varnaðarsetningum. - Öryggislok á vörur sem flokkast sem: - sterkt eitur, eitur og ætandi - hættulegar heilsu, með hættusetningu H65 - einnig á vörur með yfir 3% af metanóli og yfir 1% af díklórmet- ani - Áþreifanleg viðvörun fyrir sjón- skerta á vörum sem flokkast sem - sterkt eitur, eitur og ætandi - hættulegar heilsu - afar eldfimar og mjög eldfimar lagsins og fylgir henni listi yfir eit- urefni og hættuleg efni og eru þær upplýsingar notaðar sem grundvöllur fyrir flokkun og voru- 2,9% Til 15,9% Vanmerkt merkingu tegunda. Á merking- unni á að koma fram sú hætta sem stafar af vörunni og hvað gera skuli þegar slys ber að höndum, auk þess að leið- beina um notk- un og geymslu. Umbúðir hættulegra vara eiga að vera vel þétt- ar og vel luktar, auðvelt þarf að vera að opna og loka þeim, þær mega ekki likjast umbúð- um matvæla og ekki vekja forvitni barna. Einnig skulu merkingar vera lii'ú m\'\i skýrar og læsilegar og gerðar eru lágmarkskröfur um stærð miða og merkja. Ekki má nota orða- lag sem gefur til kynna að varan skaði ekki heilsu eða umhverfi. Einnig eru al- menn ákvæði í reglugerð- inni um að geyma skuli hættulegar vörur þar sem böm ná ekki til og ekki nálægt matvörum eða fóður- 15% merkinga ábótavant Fyrr á þessu ári gerðu Hollustuvernd ríkisins og Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga könnun á merkingum á málningar- vöram og kom í ljós að um 15% vörutegundanna voru vanmerkt. Um 2% vörutegundanna fundust bæði vanmerktar og rétt merktar og 3% þurfti að athuga nánar. Algeng- asta athugasemdin sem gerð var laut að því að varnaðarmerkingar voru eingöngu á erlendu tungumáli, auk þess sem nokkuð var um að við- vörun vantaði alveg. Aðrar athugasemdir sneru eink- um að lélegum umbúðum, lekum töppum eða illlæsilegurm merking- um. Við samanburð kom í ljós að meira var um að innfluttar vörur væru vanmerktar en þær innlendu. Hins vegar var talsverður misbrest- ur á að áþreifanleg viðvörun væri til staðar á innlendum vörum en hún á að vera til staðar til að auð- veldara sé fyrir sjónskerta að átta sig á hættum sem stafað geta af efnavörum. Sú viðvörun er gegnsær upp- hleyptur þrihyrningur sem gjarna er límdur neðarlega á umbúðir eða greyptur í þær. Börn og málning / sumum tegundum málningar eru hættuleg efni og því ætti aö halda þeim frá börnum. Eggjafróðleikur Hæna er um það bil 25 klst. að „fram- leiða“ eitt egg. Þó að skurnin sé hörð eru á henni allt að 17.000 örlítil göt sem gera það að verkum að egg geta smitast af efnum og lykt sem eru í kringum þau. Þess vegna ætti alltaf að hafa eggin í eggjabökkunum þegar þau eru geymd. Egg haldast lengur fersk séu þau geymd í kæliskáp. Því ættu neytendur að krefjast þess af öllum verslunum að þær geymi eggin í kæli en talsverð- ur misbrestur er á því hér á landi. Fersk egg eiga að geymast í allt að 4-5 vikur í kæli eftir að þeim er pakk- að. Harðsoðin egg geymast í viku. SLANKyFrr- Fæst í Apótekinu, Lyfju, Lyf og heilsu og apótekum landsins. Fékk súkkulaði sent að utan: Þurfti að borga vörugjald - af 100 kr. stykki Maður nokkur hafði samband við Neytendasíðu DV og sagði frá því að hann væri staddur í Skotlandi og hefði sent ungri vinkonu sinni eitt súkkulaðistykki sem kostaði 83 pence. Þegar stúlkan sótti gjöfina sína á pósthúsið var hún krafin um tolla og vörugjöld af sendingunni. Hann vildi vita hvort rétt væri að leggja ætti tolla og vörugjöld á gjaf- ir sem berast með pósti til landsins. Hjá tollstjóraembættinu fengust þær upplýsingar að gjafir sem send- ar eru til landsins eigi ekki að bera nein opinber gjöld. Það eru ákvæði í lögunum sem segja að gjafir sem sendar eru af sérstöku tilefni og eru minna virði en 7.000 kr. séu toll- frjálsar. í lögunum segir að „póst- sendingar sem koma erlendis frá og hafa einungis að geyma neðan- greindar vörur er heimilt að af- henda viðtakendum án þess að toll- skýrslur séu gerðar: 1. vörur sem eru undanþegnar aðflutningsgjöld- imi og hvorki háðar sérstökum inn- flutningsskilyrðum né innflutnings- banni, t.d. tollfrjálsar gjafir, sýnis- horn og annað sem hefur ekki við- skiptalegt gildi“. Þegar sendingar koma til lands- ins eru þær allar flokkaðar og gjafir fara í sérstakan farveg og tollskyld- ar vörur í annan. Þar sem um mjög mikið magn er að ræða getur komið upp sú staða að einstaka sendingar séu rangt flokkaðar. Það sem hægt er að gera þegar tollur er lagður á sendingar sem ekki eru tollskyldar er að tala við tollgæsluna hjá póstin- um og biðja hana að staðfesta að um gjöf sé að ræða. Þá er hægt að fella niður þau gjöld sem lögð voru á sendinguna. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um afgreiðslur borgarráðs og borgarstjórnar Reykjavíkur á auglýstum deiliskipulagstillögum. í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar afgreiðslur borgarráðs og borgarstjórnar Reykjavíkur á eftirtöldum deiliskipulagstillögum: Hjarðahagi 45-49, breyting á deiliskipulagi Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti þann 21. september sl. breytingu á deiliskipulagi varðandi Hjarðarhaga 45-49. Deiliskipulagstillagan var auglýst til kynningar frá 12. apríl til 10. maí með athugasemdafresti til 24. maí. Athugasemdir bárust frá 54 hagsmunaðilum við Kvisthaga. í kjölfar athugasemdanna var orðalag greinargerðar lagfært, stærðir settar fram með ítarlegri hætti auk þess sem heimil notkun 2. hæðar hússins, þ.e. hverfisbundin þjónusta, var skilgreind nánar. Umsögn um athugasemdirnar hefur verið send athugasemdaaðilum og þeim tilkynnt um afgreiðslu borgarstjórnar. Skipulagsstofnun var sent deiliskipulagið til skoðunar og gerði stofnunin ekki athugasemd við að auglýsing um gildistöku þess yrði birt í B- deild Stjórnartíðinda. Laugarnes, deiliskipulag Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 12. september sl. deiliskipulag fyrir Laugar- nes. Deiliskipulagstillagan var auglýst til kynningar frá 5. júlí til 2. ágúst með athugasemdafresti til 16. ágúst. Fjögur athugasemdabréf bárust. Var tillagan samþykkt með þeirri breytingu að afmörkuð voru stæði fyrir reiðhjól. Umsögn um athugasemdirnar hefur verið send athugasemdaaðilum og þeim tilkynnt um afgreiðslu borgarráðs. Skipulagsstofnun var sent deiliskipulagið til skoðunar og gerði stofnunin ekki athugasemd við að auglýsing um gildistöku þess yrði birt í B- deild Stjórnartíðinda. Nánari upplýsingar eða gögn um framangreindar deiliskipulagsáætlanir og afgreiðslu þeirra er hægt að nálgast á skrifstofu Borgarskipulags Reykjavíkur að Borgartúni 3, Reykjavík. Borgarskipulag Reykjavíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.