Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 7
7 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 I>V Fréttir Umsjön; 1 Reynir Traustason netfang: sandkom@ff.is Sandkorn Skjól Sólons Innan kerfisins er nú unnið þrotlaust að j því að forða Sól- oni Sig- urðssyni Búnaðar- þanka- stjóra frá því að lenda á atvinnuleysisþótum þegar þankasameining verður að veru- leika. Meirihluti bankaráðs er sam- mála um að Sólon eigi sökum for- tíðar sinnar að víkja fyrir Þor- steini Þorsteinssyni. En jafnframt eru menn sammála um að ekki sé hægt að henda honum sisona fyrir borð og honum verði að fmna verð- ugt starf. Horft er til þess að Hall- dór Guðbjarnarson fékk forstjóra- starf hjá Visa sem er að miklu leyti í eigu bankanna. Starfandi stjórnarformaður Visa er Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri Sam- bands sparisjóða. Hugmyndir eru uppi um að Sólon fá skjól hjá Vísa sem starfandi stjórnarformaður. Visa er allt sem þarf!... Einar ómissandi Rannveig Rist, sem stýrt hefur ÍSAL af festu undan- farin ár, er nú í löngu fríi. Staðgengill hennar er Einar Guð- mundsson aðstoðarfor- stjóri. tveimur árum var hengd upp til- kynning í fyrirtækinu um að starfs- lokasamningur Einars hefði verið framlengdur um tvö ár. Nýlega var hengd upp önnur samhljóða til- kynning þar sem starf hans er fram- lengt um önnur tvö ár. Gamansamir starfsmenn ÍSALs hafa þegar fundið skilgreiningu á aðstoðarforstjóran- um. Innan fyrirtækis kallast hann Einar ómissandi... Engilbert snýr aftur Sá góð- tunni rommari Engilbert Jensen, sem ásamt Hljóm- um og Trú- broti tryllti ‘68 kynslóð- ina á sínum tima, er nú sestur aftur við trommusettið eftir áralangt hlé. Hann er að sögn orðinn meðlimur Súkkat og gamlir taktar hafa tekið sig upp. Þá heyrist að Rúnar Júlí- usson, sem er nýbúinn að gefa út geisladisk um Reykjanesbrautina, vilji ólmur ná saman gömlu Hljóm- um sem væntanlega þýddi nýtt bítlaæði... Erfðavísar Framsóknar Sú ákvörð- un hins kossaglaða Guðna Ágústssonar landbúnaðar- ráðherra að leyfa inn- ílutning norskra fóst- urvísa úr kúm hefur orðið mörgum umhugsunarefni. Þessi vísa barst inn um gluggann hjá okkur og þykir stílbragðið Pálmholtslegt, en ekki er vitað hvort Jón Kjartansson skáld smíðaði: Fáir nú Framsókn prísa fylgishruninu lýsa. Þá þarf úr frúm fremur en kúm alnorska erföavísa. Bæjarstjórn Austur-Héraðs og salan á eignum Eiðaskóla: Oeðlileg vinnubrögð sem veikja sveitarfélagið - segir fulltrúi minnihlutans - ekkert óeðlilegt, segir forseti bæjarstjórnar Umdeild afgreiösla Afgreiösla bæjarstjórnar Austur-Héraös vegna tilboöa í eignir Eiðaskóla vekur deilur. „Það er mjög alvarlegur hlutur að bæjarstjómin skyldi ekki samþykkja kaupsamninginn þegar búið var að skrifa undir hann og svo virtist sem meirihluti væri fyrir samþykkt hans,“ segir Jón Kr. Amarson, einn af bæjar- fulltrúum F-listans og minnihlutans t bæjarstjóm Austur-Héraðs, um af- greiðslu hennar á samningi um kaup eignarhaldsfélagsins Bakka ehf. á eign- um Eiðaskóla á Héraði. Eignir Eiðaskóla vom auglýstar til sölu í sumar og rann frestur til að skila inn tilboðum út þann 11. septem- ber. Tvö tilboð bárust og var ákveðið að ganga til samninga við Bakka, sem er í eigu Amar Kjæmested byggingar- verktaka, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Fyrirtækið uppfýllti skil- yrðin og skrifað var undir kaupsamn- ing við það með fyrirvara um sam- þykki bæjarstjómar og sölu ríkisins á umræddum eignunum. Ekki rétt staðið aö málum Þegar staðfesta átti kaupsamning- inn á fundi bæjarstjómar siðastliðinn þriðjudag hafði borist nýtt tilboð í eignimar frá þeim Siguijóni Sighvats- syni og Sigurði Gísla Pálmasyni. Nið- urstaðan var eins og fram kom í DV í gær að bæjarstjómin hafnaði öllum til- boðum sem fram komu, nema einu sem var í húsið Garð, og ákvað að falla frá fyrmefndum kaupsamningi við Bakka. Ástæðan var nýja tilboðið og að ekki var samstaða innan meirihlut- ans um að staðfesta samninginn. Jón Kr. segir að minnihlutinn telji þessa afgreiðslu málsins óeðlilega og að bæjarstjómin hafi ekki staðið rétt að málum varðandi hana. „Við í minnihlutan- um töldum ekki annað hægt en að staðfesta samninginn, þar sem frest- urinn til að skila inn til- boðum var út- runninn og búið var að skrifa undir kaupsamn- ing,“ segir Jón Kr. Hann segir að afgreiðslan sé einnig óeðlileg í ljósi þess að búið var að greina frá hinum tilboðunum, þannig að hægt var að taka mið af þeim þegar nýjasta tilboð- ið var lagt fram. „Þetta veikir sveitar- félagið út á við og bæjarstjómina og ekki síst ef meirihluti var fýrir því í henni að samþykkja kaupsamning- inn,“ segir Jón Kr. Svo virtist hafa ver- ið, þar sem ekki var eining innan meirihlutans um að staðfesta kaup- samninginn. Umdeilt mál Katrín Ásgrímsdóttir, forseti bæjar- stjómar og einn af fulltrúum Fram- sóknarflokksins í meirihlutanum, tel- ur ekkert óeðlilegt við afgreiðslu máls- ins. „Þetta mál er búið að vera lang- dregið og erfítt og sem slíkt er margt umdeilt í þvi,“ segir Katrín. Bæjar- stjómin hafi farið að lögum og ekki hafi verið brotið á rétti neins í málinu. Spurð hvort ákveðið hafi verið að hafna samningnum við Bakka til að bjarga meirihlutasamstarfmu segir Katrín að meirihlutinn hafi vOjað standa saman í þessu erfiða máli sem það vissulega var og það væri mjög mikilvægt að sýna samstöðu í slíkum málum. „Menn þurfa að vinna sig út úr þessu og það er oft þannig að þegar menn ganga í gegnum erfiðleika leiðir það til þess að þeir verða sterkari á eft- ir,“ segir Katrin og bætir við að það eigi eftir að koma í ljós hvort málið komi til með að veikja bæjarstjómina og sveitarfélagið. Ekki er ljóst hvert framhald málsins verður, en Bjöm Hafþór Guðmundsson, bæjarstjóri Austur-Héraðs, vildi ekki tjá sig um málið. -MA Bílastæðahúsin Helmingi færri mínútur fyrir helmingi fleiri krónur. Bílastæðahúsin: Gríðarlegt tap - 100% gjaldhækknn „Það er gríðarlegt tap á bíla- stæðahúsunum þó þau séu farin að virka þokkalega. Helst er um að kenna að þetta eru svo litlar eining- ar en ekki þúsund stæða hús eins og við þekkjum erlendis,“ sagði Leifur Eiríksson, fulltrúi hjá Bílastæða- sjóði, en sjóðurinn stendur frammi fyrir miklum vanda vegna taprekst- ursins. Á síðasta ári var 9 milljóna króna tap á þeim sex bílastæðahús- um sem Reykjavíkurborg hefur byggt og rekið og á þessu ári stefnir í viðlíka tap, ef ekki meira. Gripið var til gjaldhækkunar í bílastæðahúsunum til að vinna á móti taprekstri og er lágmarksgjald nú 100 krónur á fyrstu klukkustund en síðan 10 krónur fyrir hverjar sex mínútur þar fram yfir. Fyrir gjald- hækkunina, sem tók gildi í sumar, kostaði fyrsta klukkustundin 50 krónur og hverjar tólf mínútur þar fram yfir tíu krónur. Hækkunin er því hundrað prósent. Stærsta bílastæðahúsið er Trað- arkot við Hverflsgötu, gegnt Þjóð- leikhúsinu, en það tekur 280 bíla í stæði. Hin húsin eru minni og eru við Vitatorg, í Kolaportinu, í kjall- ara Ráðhússins, við Vesturgötu og á Bergstaðastræti. Öll eru húsin til- tölulega ný og þarfnast því lítils sem einskis viðhalds. Má gera ráð fyrir að kostnaður við rekstur þeirra margfaldist með árunum þeg- ar kemur að viðhaldi. -EIR OVAMAHfl Yamaha er heimsþekkt fyrirtæki í framleiðslu hljóðfæra, enda byggja þau á mikilli - verkkunnáttu og nýjustu tækni. Nú er búið að færa þessa eiginleika yfir á hljómtæki ffá fyrirtækinu og er útkoman Piano Craft, glæsileg samstæða, þar sem sami viður er í hátölurum og í píanóum og flyglum. Samkvæmt tækniblöðum er einkunnin, EISA verðlaunin í ár. Útvarpsmagnari/geislaspilari 2X45W RMS 40 stöðva minni stafrænn útgangur djúpbassa útgangur Verð 59.900.- stgr. Þriggja ára ábyrgð. BRÆÐURNIR .... \ " ***»ir ? H *> f) ö b O

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.