Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2000, Blaðsíða 23
27 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 I>V Tilvera Afmælisbarniö Ennio Morricone 72 ára Eitt besta og vinsælasta kvik- myndatónskáldiö, Ennio Morricone, verður 72 ára í dag. Allt frá því Morricone samdi tón- listina við vestra Sergios Leone hefur hann verið eitt eftirsóttasta kvikmyndatónskáldið og oft verið tilnefndur til óskarsverðlauna. Morricone hefur alltaf haft nokkra sérstöðu meðal kvik- myndaskálda, hann er ítalskur og tónlist hans ber þess merki og svo hefur hann haft einstakt lag á að sameina klassík og popp. Gildir fyrir laugardaglnn 11. nóvember Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.t , Eitthvað sem þú vinn- ur að um þessar mund- ir gæti valdið þér hug- arangri. Taktu þér i tíma til að íhuga málið. Þú færð fréttir sem gleðja þig mjög. Fiskarnir(19. febr,-20. mars): Taktu ekki mark á Ifólki sem er neikvætt og svartsýnt. Kvöldið verður afar skemmti- legt í góðra vina hópi. Happatölur þínar eru 5, 8 og 23. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Haltu þig við áætlanir sS-B J þúiar eins og þú getur og vertu skipulagður. Þér bjóðast góð tæki- færi í vinnunni og skaltu fremur stökkva en hrökkva. Nautið (20. apríl-20. maíl: Fréttir sem þú færð eru ákaflega ánægju- legar fyrir þína nán- __ ustu. Hætta er á smá- vægilegum deilum seinni hluta dagsins. Tvíburarnlr (21. maí-21. iúni): V Viðbrögð þín við þvi sem þér er sagt eru _ / / mikilvæg. Þú mátt ekki vera og gagnrýn- inn, það gæti valdiö misskilningi. Krabbinn (22. iúní-22. iúlí): Dagurinn verður við- I burðarikur og þú hef- ur meira en nóg að gera. Varaðu þig á að ygginn. Happatölur þínar eru 5, 9 og 35. Llónlð (23. iúlí- 22. áeúst): Þótt þú sért ekki fylli- lega ánægður með ástandið eins og er er ekki endilega ástæða til að íhuga miklar breytingar. Mevian (23. áeúst-22. seot.l: Taktu ekki meira að þér en þú ræður við. ^^V^^Þú vilt vinna verk þín ^ f vel og er þvl afar mik- ilvægt að þú náir góðri einbeit- ingu. Vogln (23. sept-23. okt.i: J Þú verður var við illt umtal og ættir að forð- V f ast í lengstu lög að / f koma nálægt því. Það gæti haft leiðinlegar afleiðingar. SPOrðdreki (?4. nkt.-?1. nAvl: Atburðir dagsins gera þig líklega bjartsýnan >en þú veröur að gæta J§ hófs, sérstaklega í pen- ingamálum. Ekki vera kærulaus. Bogamaður (22. n6v.-2l. des.l: LEinhver vandamál 'koma upp en þegar þú kynnir þér málið nán- ar sérð þú að þú þarft ekki að hafa áhyggjur. Fáðu hjálp ef þú getur. Stelngeltln (22. des.-i9. ian.i: Þú þarft að einbeita þér að einkamálunum og rækta samband þitt við ákveðna mann- eskju sem þú ert að fjarlægjast. Rómantíkin kemur við sögu í dag. Faglærðir blómaskreytar auðkenna búðir sínar DV, STYKKISHÓLMI: Nýlega stofnuðu faglærðir blómaskreytar fagfélag og hafa þeir nú látið hanna skilti sem sýn- ir að á viðkomandi stað vinnur faglærður blómaskreytir. Blóma- búðin Hvönn, sem er ný blóma- og gjafavöruverslun í húsi 10-11 í Stykkishólmi, er fyrsta verslunin sem setur upp skilti sem þetta, en það var fyrst kynnt i Reykjavík. Viðskiptavinir eiga eftirleiðis að geta gengið að faglærðum í grein- inni vísum i verslunum sem hafa þessi skilti uppi og í stórum gróðr- arstöðvum eins og Blómavali verða blómaskreytar einnig auð- kenndir með barmmerkjum. Hvönn er í eigu Ritu Hvannar Traustadóttur, sem útskrifaðist af blómaskreytinga- og markaðs- braut við Garðyrkjuskóla ríkisins árið 1996. -DVÓ/KB DV-MYND ÓMAR JÓHANNESSON í nýrri blómabúð Rita Hvönn Traustadóttir í nýju versluninni sinni. Winslet í vanda vegna flóðanna Titanic-leikkonan Kate Winslet lenti í alvöru vatnsdrama í vikunni þegar vatnavextir í Thames-ánni hinni frægu ógnuðu heimili hennar. Kate og eiginmaðurinn vonast til að sandpokar geti bjargað málum. Mikið er að sjálfsögðu í húfi, því ekki einasta er hús leikkonunnar fallegt (það er á lítilli eyju úti í miðri ánni), heldur búa hjónin þar með nýfæddu barni sínu og því mik- ið rask ef til flótta þarf að koma. Þau munu þó flytja að heiman reyn- ist það nauðsynlegt, er haft eftir þeim í ensku blaði. Madonna fær sér nýtt hús Söngkonan Madonna og kærast- inn hennar, breski leikstjórinn Guy Ritchie, hafa pungað út rúmum átta hundruð milljónum íslenskra króna fyrir húsi í snobbhverfmu Notting Hill í London. Húsið er fjögurra hæða og. í svokölluöum georgískum stíl. Madonna hefur oft kvartað yfir bág- bomu ástandi húsakostsins á Bret- landseyjum og því verður ráðist í umfangsmiklar endurbætur áður en fjölskyldan, Guy og Madonna og bömin tvö, flytur inn. Margir frægir búa í þessu sama hverfi sem einu sinni var ekki fint. Pierce Brosnan elskar Ameríku Bond verður amerískur Pierce Brosnan Bondleikari og unnusta hans, Keely Shaye Smith, ætta aö ganga í hjónaband 2001. Pamela og Marcus á MTV- hátíð í Svíþjóð Sænska fyrirsætan Marcus Schenkenberg kemur með kærustunni sinni, Pamelu Anderson, til Svíþjóðar i tilefni MTV-hátíðarinnar. Þau verða meðal fjölda annarra frægra gesta í Stokkhólmi 16. nóvember. Búist er við Madonnu, U2, Jennifer Lopez, Ricky Martin, Kryddpíunum, Backstreet Boys og Kylie Minogue svo einhveijir séu nefndir. Verði af heimsókn Marcus og Pamelu til Svíþjóðar verður það i fyrsta sinn sem þau koma opinberlega fram í Svíþjóð síðan þau fóm að vera saman. Yvonne, mamma Marcusar, vonast til að hann og Pamela þiggi boðið á hátíöina. Yvonne hefur enn ekki hitt Pamelu og Marcus hefur hún ekki séð síðan um síðustu jól. Hutton laus af sjúkrahúsinu Útivistarlega leikkonan og fyrirsæt- an Lauren Hutton fékk að fara heim af sjúkrahúsi í Las Vegas í vikubyrj- un. Þar hafði hún legið frá því hún lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi í síð- asta mánuði. Lauren með bilið milli tannanna heldur nú til einhvers staðar í spila- vítisborginni þar sem hún reynir að jafna sig eftir allar aðgerðirnar sem hún gekkst undir. Hún hlaut meðal annars nokkur beinbrot og heilahrist- ing í byltunni. Bondleikarinn ástsæli Pierce Brosnan er svo hriflnn af Amer- íku og öllu sem hún stendur fyrir að hann ætlar sér að gerast banda- rískur ríkisborgari. Hann er bú- inn að fylla út umsóknina þar um. Brosnan fæddist á írlandi fyrir 47 árum en unglings- og fullorð- insámnum eyddi hann að mestu á Englandi. Hann fluttist til Kali- forníu á níunda áratugnum í leit að frægð og frama á kvikmynda- sviðinu. „Mig langar til að vera Amerík- ani. Mér hefur fundist gaman hér. Þetta er mjög fínt land,“ sagði Brosnan við enska blaðiö Sunday Express. Brosnan og unnusta hans hyggja á hjónaband á næsta ári og þá verða írskar hefðir í heiðri haldnar. Erótískt nudd Bjóðum nú 3 frábær myndbönd á frábæru verði, kr. 990 stk.: Heilnudd, Austurlenskt nudd, 101 leið til aö tendra elskhugann. Eöa öll 3 myndböndin á kr. 9.500. Hvert myndband er u.þ.b. 60 mín. Opið laug. 10-16 món.-fös. 10-20 www.romeo.i i8 Fákafeni 9 • S. 553 1300 f-serin PHOSPHATIDYLSERINE . BETRA MINNI - SKARPARI HUGSUN BRAINBOW er fæðubótarefni sem eflir starfsemi heilans og talið er bæta verulega minnið með þvi að hjálpa taugaboðum að berast á milli taugamóta. silegt úrval Glæsilegt úrval af handunnum rúmteppum, dúkum, Ijósum og gjafavörum. Matta rósin 20% afsl. Opiö virka daga 11-18, laugara. 11-16 Pelsar í úrvali Sigurstjarnan í bláu húsi við Fákafen. Sími 588 4545.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.