Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2000, Blaðsíða 8
8 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 DV Talningu atkvæða úr forsetakosningunum ekki lokið í Flórída: Kjörstjórnir geta fengið meiri tíma endurtalningunni á Flórida hefur George W. Bush, forsetaefni repúblikana, þrjú hundruð atkvæða forskot á A1 Gore varaforseta, for- setaefni demókrata. Sigurvegarinn í Flórída fær alla kjörmenn ríkisins og verður þar með 43. forseti Bandaríkjanna. Handtalning atkvæða var enn í fullum gangi í Palm Beach-sýslu en ákvörðun verður tekin um það í dag hvort eins verði gert í Broward- sýslu. Endurtalningu í Volusia- sýslu er lokið og þar bætti Gore við sig 98 atkvæðum. Kjörstjórn í Miami-Dade-sýslu ákváðu í gærkvöld að ekki yrði end- urtalið þar í höndunum eftir að handtalning á nærri sex þúsund at- kvæðum úr þremur kjördeildum leiddi í ljós að Gore bætti við sig sex atkvæðum en Bush engu. Svartir þingmenn í Washington fara fram á að kannað verði hvort blökkumenn hafi sætt mismunun. Niðurstaða forsetakosninganna í Bandaríkjunum er enn á huldu vegna hugsanlegrar endurtalningar í höndunum í sumum kjördeildum í Flórida, talningar utankjörfundarat- kvæða frá Flórídabúum erlendis og vegna harðnandi baráttu fyrir dóm- stólunum. Kjörstjórnir í Flórída hafa frest til klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma til að fara fram á meiri tíma til aö endurtelja atkvæði úr forseta- kosningunum fyrir átta dögum. Katherine Harris, innanríkisráð- herra Flórídarikis, tOkynnti í gær að hún myndi skoða skriflegan rök- stuðning frá kjörstjómum einstakra sýslna fyrir beiðni um meiri tíma til endurtalningar atkvæðanna. Þá var einnig gefinn lokafrestur til klukk- an fimm á laugardagsmorgun að is- lenskum tíma fyrir talningu utan- kjörfundaratkvæða sem koma frá útlöndum. Samkvæmt opinberum tölum úr _________,___________________________________________________________1 Katherine Harris Innanríkisráöherra Flórída gaf sýslum frest til kvölds til aö fara fram á meiri tíma til endurtalningar. Frá slysstaö Björgunarmenn á leiö inn í göngin viö Kaprun. Eldur í lestinni áður en hún fór inn í göngin Lögreglan í Austurríki sagði í gær að eldur hefði líklega brotist út í skíðalestinni áður en hún fór inn í göngin við Kitzsteinhorn nálægt Kaprun. Nokkrir þeirra tólf, sem komust lífs af úr eldsvoðanum í skíðalestinni á laugardaginn, segj- ast hafa séð reyk stíga upp frá gólf- inu áður en lestin fór inn í göngin. Tíu tólfmenninganna segjast hafa heyrt tvær sprengingar í göngunum þegar þeir voru komnir í um 200 metra fjarlægö frá lestinni á leið sinni niður göngin. Lestin stöðvaðist eftir 3 mínútna akstur í göngunum en ferðin í gegn- um þau tekur átta og hálfa mínútu. Richard Nlxon Forsetinn fyrírskipaöi aögeröir til aö grafa undan efnahag Chile eftir aö Salvador Allende var kjörinn forseti. Örvæntingarfull móðir Móöir fimmtán ára drengs sem skotinn var í átökunum í Ramailah á Vesturbakkanum reynir örvæntingarfullt aö kom- ast inn á sjúkrahúsiö þar sem lík sonar hennar liggur. Dóttir konunnar var meöal þeirra sem reyndu aö stööva hana. Sonur konunnar var skotinn tveimur skotum. Annaö hæföi hann í brjóstiö en hitt í kviöinn. Þrír palestínskir unglingar drepnir í gær: ísraelar verði hraktir burt Bandaríkin: Viðurkenna þátt í valdaráni Augusto Pinochets Bandaríkin hafa viðurkennt að hafa átt þátt í að skapa pólitískan glundroða fyrir og eftir valdarán hersins í Chile 1973 sem kom Augusto Pinochet til valda. Aðildin var viðurkennd samtímis því sem leynd var aflétt af 16 þúsund skjöl- um utanríkisráöuneytisins, alríkis- lögreglunnar, leyniþjónustunnar og vamarmálaráðuneytisins á mánu- daginn. Upplýsingar í skjölunum þykja benda til aðildar Pinochets að morðinu á fyrrverandi utanríkis- ráðherra Chile, Orlando Letelier, í Washington 1976. Palestínumenn minnast þess í dag að tólf ár eru liðin frá tákn- rænni yfirlýsingu um stofnun sjálf- stæðs palestínsks ríkis. Þrír ung- lingar sem ísraelskir hermenn drápu í átökum i gær verða bomir til grafar í dag og næsta víst þykir að þar verði mjög heitt í kolunum. „Ástandið á átakasvæðunum var mjög slæmt síðdegis í gær. ísraelar skutu sleitulaust gúmmikúlum og táragasi á Palestínumenn og Palest- ínumenn svöruðu í sömu mynt,“ segir Þorvaldur Örn Kristmunds- son, ljósmyndari DV, sem er i miðju átakanna á heimastjómarsvæðum Palestínumanna. Þorvaldur var í bænum Ramallah á Vesturbakkanum í gær og enn fremur í Gazaborg á Gaza og viö flugvöllinn í Jerúsalem þar sem til átaka kom. Fatah, samtök Yassers Arafats, forseta Palestínumanna, hafa hvatt til þess að ísraelar verði hraktir á brott frá Vesturbakkanum og Gaza á afmælisdegi sjálfstæðisyfirlýsing- arinnar í Alsír áriö 1988. ísraelski herinn hefur tekið ákall Fatah alvarlega og eru hermenn við öllu búnir, að sögn ísraelska út- varpsins. Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, sneri heim frá Bandaríkjun- um í gærkvöld, nokkrum klukku- stundum á undan áætlun, eftir að fjórir ísraelar féllu í fyrirsát Palest- ínumanna. ísraelar óttast að Palest- ínumenn séu að taka upp blóðugri baráttuaðferðir en áður. Barak ætlaði að ræða við yfír- menn hersins og öryggismálaráð- gjafa sína fyrir fund með helstu ráð- herrum ríkisstjómarinnar þar sem ræða átti aðgerðir til að stemma stigu við ofbeldisverkunum sem hafa kostað 217 manns lifið undan- famar sjö vikur. Þorvaldur Örn segir að foringjar uppreisnar Palestínumanna hvetji menn til aö hætta að skjóta upp í loftið úr byssum sínum við jarðar- farir til að spara kúlumar. Árshátíð Vegna árshátíðar starfsfólks Merkúrs hf. verður fyrirtækið einungis með neyðarþjónustu dagana 16. og 17. nóvember. Við biðjum viðskiptavini okkar velvirðingar á þessu uppátæki okkar. Sími 568 1044 Stuttar fréttir Archer fyrir rétt Breski rithöfund- urinn Jeffrey Archer kemur fyrir rétt í næstu viku vegna meints mein- særis í tengslum við meiðyrðamál 1987. Archer er sak- aður um að hafa beðið vin sinn um að ljúga til að út- vega honum fjarvistarsönnun. Tugir milljarða horfnir Eftirlit með fjármálum Evrópu- sambandsins, ESB, batnaði í fyrra. Brestimir eru þó enn miklir og ekki hefur verið gerð grein fyrir tugum milljarða íslenskra króna, að því er segir í ársskýrslu endurskoðenda ESB. Hungursneyð í Georgiu Yfir 700 þúsund íbúa í Georgíu í fyrrverandi Sovétríkjunum svelta vegna uppskerubrests í kjölfar þurrka. Þjóðernissinnar sigra Króatískir og serbneskir þjóðem- issinnar voru með stórt forskot þeg- ar búið var að telja 70 prósent at- kvæða í kosningunum í Bosníu um helgina. Varnarmál í brennidepli Vamar- og öryggismál skyggöu í morgun á efnahagsmál og viðskipti þegar leiðtogar Asíu- og Kyrrahafs- rikja komu saman til árlegs fundar í Brúnei. Banna beinamjöl í fóðri Lionel Jospin, forsætisráðhyerra Frakklands, til- kynnti í gær að frönsk yfirvöld hefðu sett bann á notkun kjöt- og beinamjöls í dýra- fóður. Fullyrti Jospin að öryggi neytenda væri þar með tryggt. Franska stjómin neydd- ist til að grípa til aðgerða. Sala á nautakjöti hefur snarminnkað vegna ótta neytenda við kúariðu. Nautakjöt hefur einnig verið tekið af matseðlinum í skólum í mörgum sveitarfélögum. Réttað yfir bankastjórum Fjórir háttsettir bankamenn komu fyrir rétt í Mónakó á mánu- daginn. Eru bankastjóramir sakað- ir um að hafa ekki greint yfirvöld- um frá innlögðu fé sem reyndist vera tekjur af fikniefnasölu. Kaup- sýslumaður frá Sikiley lagði féð inn. Húsið tekið eignanámi Indónesíska lög- reglan gerði í gær upptækt hús Tommys Suhartos, sonar fyrrverandi Indónesíuforseta. Lögreglan leitar enn Tommys sem er í felum. Hann hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir spillingu. Kafarar segja frá björgun Rússnesku kafaramir, sem unnu viö að ná upp líkum sjóliðanna í kafbátnum Kúrsk, sögðu í gær að björgunarstarfið hefði veriö erfitt. Sjóliðarnir hefðu verið félagar þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.