Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2000, Qupperneq 22
i4
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000
Ættfræði___________________
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartan&son
‘ 95 ára____________________________________
Kristbjörg Jónsdóttir,
Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavlk.
90 ára_________________________________
Quörún A. Jónsdóttir,
Stangarholti 4, Reykjavlk.
80 ára_________________________________
Herbert Guöbrandsson,
Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík.
75 ára_________________________________
Bjami Júlíusson,
Efstalandi 18, Reykjavík.
María H. Guömundsdóttir,
Lindargötu 61, Reykjavík.
70 ára_________________________________
Gunnar Guðbjörnsson,
Skúlagötu 40b, Reykjavlk.
Hjálmar Jóhann Níelsson,
Garöarsvegi 8, Seyöisfiröi.
60 ára_________________________________
——| Guöbjörg
Bryndís
■ Siguröardóttir,
húsmóöir,
Rjúpufelli 29,
Reykjavik.
H4HI Hún veröur á Gran Canaría
} á afmælisdaginn.
Halldór Bjarnason,
Leirutanga 33, Mosfellsbæ.
Hann veröur aö heiman.
Hulda Kristinsdóttir,
Æsufelli 4, Reykjavík.
Siguröur G. Sigurösson,
Kirkjubraut 2, Njarövík.
50 ára_________________________________
Einar Þór Jónatansson,
Smyrlahrauni 42, Hafnarfirði.
Guölaugur Gunnþórsson,
Lundi, Grenivík.
Hilmar Guöbjörnsson,
’■ Fitjasmára 3, Kópavogi.
Hlynur Þór Ingólfsson,
Grænuási 1, Raufarhöfn.
Þórdís Klara Ágústsdóttir,
Ósabakka 3, Reykjavlk.
40 ára_________________________________
Birna Björnsdóttir,
Laufvangi 1, Hafnarfirði.
Bóthildur Sveinsdóttir,
Tunguvegi 23, Reykjavík.
Guöfinna Jóna Árnadóttir,
Bæjargili 17, Garöabæ.
Hermann Hrafn Guðmundsson,
Grundargerði 4d, Akureyri.
Jón Rúnar Pálsson,
Meöalholti 8, Reykjavlk.
Kristinn Hilmarsson,
Kambsvegi 16, Reykjavlk.
Kristín Viöarsdóttir,
Baldursgötu 30, Reykjavlk.
Siguröur Páll Pálsson,
Stigahlíö 89, Reykjavík.
Smáauglýsingar
Þjónustu-
auglýsingar
►I550 5000
Aðalsteinn Jónsson, fyrrv. bóndi og odd-
viti, Ormsstööum, Norðfirði, lést á
Sjúkrahúsinu I Neskaupstaö 12.11.
Kristín Jónsdóttir, Njálsgötu 31a, lést
aðfaranótt laugard. 11.11. á elliheimil-
inu Grund.
Kristjana Hákonía Sturludóttir, elliheim-
^ ilinu Grund, lést föstud. 10.11.
Svanhildur Sigriður Valdimarsdóttir,
Hólshúsi, Sandgerði, lést á Heilbrigöis-
stofnun Suöurnesja sunnud. 12.11.
Árni Guðmundsson frá Vestmanneyjum,
Reynigrund 81, Kópavogi, andaöist á
Líknardeild Landspítalans 12.11.
Guörún Benediktsdóttir, Baldurshaga,
Akureyri, lést föstud. 10.11.
María Indriöadóttir, Borgartúni,
Ljósavatnshreppi, andaöist á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
sunnud. 12.11.
DV
Hjálmar Árnason
alþingismaöur
Hjálmar Waag Árnason, alþingis-
maður Reykjaneskjördæmis, Faxa-
braut 62, Reykjanesbæ, er fimmtug-
ur í dag.
Starfsferill
Hjálmar fæddist í Reykjavík, ólst
þar upp til átta ára aldurs en síðan
í Kópavogi. Hann lauk stúdentsprófi
frá MH 1970, kennaraprófi frá KHÍ
1979, BA-prófi í íslensku frá HÍ1982
og M.Ed.-prófi í skólastjórnun frá
Breska Kólumbíu-háskólaTmm i
Kanada 1990.
Hjálmar var kennari við Grunn-
skóla Sandgerðis 1970-72 og 1977-78,
við Fróðskaparsetur Færeyja
1972- 73, við Flensborgarskóla
1973- 77, Holtaskóla í Keflavík
1978-80, við Víðistaðaskóla og starf-
aði í Fræðsluskrifstofu Reykjanes
1980-81, við Fjölbrautaskóla Suður-
nesja frá 1981 og skólameistari þar
frá 1985. Þá er hann alþm. Reykja-
ness fyrir Framsóknarflokkinn frá
1995.
Auk kennslustarfa hefur Hjálmar
stundað þáttagerð í útvarpi, lög-
gæslustörf, blaðamennsku og sjó-
mennsku.
Hjálmar sat í stjóm Félags ís-
lenskra menntaskólakennara
1975-77, i stjórn Samtaka móður-
málskennara 1980-82, sat í stjóm
Skólameistarafélags Islands 1991-95
og var formaður þess 1993-95, sat í
stjórn FH 1981-83, var fyrsti formað-
ur íþróttabandalags Reykjanesbæj-
ar 1996-99, ritstjóri tímarits SVFK
1993-96, sat í markaðs- og atvinnu-
málanefnd Reykjanesbæjar 1994-98,
var fulltrúi Álþingis á ÖSE-þingi
1995-99, fulltrúi íslands á þingi Evr-
ópuráðsins 1995-99, er varaformað-
ur Vestnorræna þingmannasam-
bandsins, sat allsherjarþing SÞ 2000,
er formaður iðnaðarnefndar Alþing-
is, varaformaður samgöngunefndar
og situr auk þess í sjávarútvegs-
nefnd og í efnahags- og viðskipta-
nefnd. Hann er formaður Lánasjóðs
landbúnaðarins frá 1999.
Hjálmar hefur þýtt sögur og ljóð
og samið kennslubækur og leiðbein-
ingarrit fyrir kennara.
Fjölskylda
Sambýliskona Hjálmars var Berg-
ljót S. Kristjánsdóttir, f. 28.9. 1950,
lektor. Þau skildu. Foreldrar henn-
ar: Kristján Andrésson og k.h., Sal-
björg Magnúsdóttir.
Böm Hjálmars og Bergljótar eru
Ragnheiður, f. 17.8. 1972, nemi við
Hl, búsett í Reykjavík, og eru böm
hennar María Kristína og Bergljót;
Kristján, f. 3.12. 1975, nemi við HÍ,
búsettur í Hafnarfirði, en dóttir
hans er Þórhildur.
Hjálmar kvæntist 6.1. 1978 Val-
gerði Guðmundsdóttur, f. 3.6. 1955,
menningarfulltrúa Reykjanebæjar.
Hún er dóttir Guðmundar Rúnars
Guðmundssonar og k.h., Bryndísar
Ingvarsdóttur.
Börn Hjálmars og Valgerðar eru
Ingvar, f. 4.1. 1979, nemi við HÍ, en
unnusta hans er Eva Ingimundar-
dóttir nemi; Bryndís, f. 22.3. 1987,
nemi.
Uppeldisdóttir Hjálmars og dóttir
Valgerðar er Dagmar Guðmunds-
dóttir, f. 4.4. 1972, nemi við HA, en
unnusti hennar er Óttar Már
Yngvason, nemi við HA.
Systur Hjálmars eru Svava, f.
1949, kennari í Reykjavík; Kristín, f.
1952, hjúkrunarfræðingur, búsett í
Kópavogi; Soffia, f. 1964, ferðamála-
og félagsfræðingur.
Foreldrar Hjálmars eru Ámi
Waag, f. 12.6. 1925, kennari í Kópa-
vogi, og k.h., Ragnheiður Ása Helga-
dóttir, f. 5.7. 1927, húsmóðir.
Ætt
Árni er bróðir Karinar, móður
Hjálmars Waag Hannessonar sendi-
herra. Árni er sonur Hjálmars
Waag, skólastjóra í Klakksvík i
Færéyjum sem lést ungur, bróður
Einars Waag, stofnanda og forstjóra
Föröjabjór.
Móðir Árna var Kristín Árnadótt-
ir, prófasts á Stóra-Hrauni, Þórar-
inssonar á Eyrarbakka, Árnasonar.
Móðir Þórarins var Jórunn, systir
Tómasar Fjölnismanns, afa Jóns
Helgasonar biskups og Tómasar
læknis, afa Ragnhildar Helgadóttur,
fyrrv. ráðherra. Jórunn var dóttir
Sæmundar, b. í Eyvindarholti, Ög-
mundssonar, pr. á Krossi, bróður
Böðvars, afa Þuríðar, langömmu
Vigdísar Finnbogadóttur. Ögmund-
ur var sonur Presta-Högna Sigurðs-
sonar. Móðir Sæmundar var Salvör
Sigurðardóttir, systir Jóns, afa Jóns
forseta. Móðir Árna prófasts var
Ingunn, systir Helga, afa Ásmundar
Guðmundssonar biskups. Ingunn
var dóttir Magnúsar, alþm. í Syðra-
Langholti, Andréssonar og Katrínar
Eiríksdóttur, ættföður Reykjaættar,
Vigfússonar. Móðir Kristínar var
Anna Elísabet Sigurðardóttir,
hreppstjóra í Syðra-Skógarnesi,
Kristjánssonar.
Ragnheiður er dóttir Helga, bróð-
ur Bjarna, alþm. og ráðherra á
Reykjum í Mosfellsbæ, afa Ástu
Ragnheiðar Jóhannesdóttur alþm.
Systir Helga var Þórdís, móðir
Gunnars Bjamasonar ráðunautar.
Helgi var sonur Ásgeirs, b. í Knarr-
arnesi, Bjamasonar og Ragnheiðar
Helgadóttur, b. á Vogi, bróður Ingi-
bjargar, langömmu Kristjáns Eld-
jám forseta. Helgi var sonur Helga,
alþm. á Vogi, Helgasonar.
Móðir Ragnheiðar var Svafa, syst-
ir Odds, föður Jóns hrl., og hálfsyst-
ir Huldu, ömmu Jónasar Haralds-
sonar, aðstoðarritstjóra DV. Svafa
var dóttir Jóns, b. á Álftanesi, Odds-
sonar og Mörtu Maríu, systur Har-
alds prófessors. Systir Mörtu Maríu
var Þuríður, móðir Níelsar Dungal.
Marta María var dóttir Níelsar, b. á
Grímsstöðum, Eyjólfssonar og Sig-
ríðar, systur HaUgríms, biskups og
alþm., og Elísabetar, móður Sveins
Bjömssonar forseta. Sigríður var
dóttir Sveins, prófasts og alþm. á
Staðastað, Níelssonar og Guðrúnar,
systur alþm. Halldórs á Hofi og
Ólafs á Sveinsstöðum. Systir Guð-
rúnar var Þórunn, móðir Jóns Þór-
arinssonar alþm., afa Jóhanns Haf-
stein forsætisráðherra. Önnur syst-
ir Guðrúnar var Sigurbjörg, amma
Jóns Þorlákssonar forsætisráð-
herra. Guðrún var dóttir Jóns, pr.
og alþm., Péturssonar.
Hjálmar og Valgerður verða með
opið hús á Flughótelinu í
Reykjanesbæ laugard. 18.11. mUli
kl. 17.00 og 20.00.
Fímmtugur
Ragnar R. Þorgeirsson
yfirvélstjóri á Haftindi HF 123
Ragnar Rúnar Þorgeirsson, yfir-
vélstjóri á Haftindi HF 123, Túngötu
22, Grindavik, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Ragnar fæddist í Reykjavík en
ólst upp í Vesturbænum í Hafnar-
firði. Hann fór til sjós eftir skyldu-
námið en hóf nám við Vélskóla Is-
lands 1984, lauk þaðan 1000 ha. vél-
stjóraprófi, 200 tonna skipstjórnar-
prófi og lauk þremur önnum í raf-
eindavirkjun.
Ragnar var mikið á togurum á ár-
unum 1970-75 og síðan á dagróðra-
bátum, lengst af með föður sínum.
Fjölskylda
Ragnar giftist 13.12. 1988 Kol-
brúnu Pálsdóttur en þau slitu sam-
vistum 1995.
Ragnar giftist 4.7. 1998 Penbhae
Phiubaikam, f. 4.3.1959, fiskvinnslu-
konu hjá Vísi hf. í Grindavík. Hún
er dóttir Kai Phiubaikam, sem lést
fyrir fimm áraum, hrísgrjónabónda
i Taílandi, og Gawee Phiubaikam,
bóndakonu og húsmóður.
Dóttir Ragnars og Halldóru Gunn-
arsdóttur er Helena Lind, f. 23.1.
1975, búsett í Hafnarfírði og er dótt-
ir hennar Hrafnhildur María Rík-
harðsdóttir, f. 29.4. 1998.
Stjúpbörn Ragnars eru
Waraphorn Thatspong, f. 22.8. 1978;
Ekasil Thasaphong, f. 8.8. 1980;
Rungrit Thasaphong, f. 6.12. 1982;
Itthiphoh Sodnai.
Fóstursonur Ragnars er Örn
Francis Arnarson, f. 20.1. 1991.
Systkini Ragnars: Lúther, f. 30.11.
1956, stýrimaður í Hafnarfirði,
kvæntur Bryndísi Svavarsdóttur
húsmóður og eiga þau fjögur börn;
Ragnhildur Jóna, f. 23.3. 1948, hús-
móðir i Reykjavík, og á hún fjögur
böm með fyrrv. manni sínum, Ant-
onio Corvettó; Haraldur, f. 30.9.
1952, skipstjóri og útgerðarmaður í
Hafnarfirði, kvæntur Helgu Har-
aldsdóttur húsmóður og eiga þau
flögur böm; Sigurboði, f. 28.7. 1956,
d. 19.2. 1974; Hafsteinn, f. 7.11. 1958,
stýrimaður á Farsæli GK 62, búsett-
ur í Garðabæ, kvæntur Áslaugu
Jakobsdóttur húsmóður; Sverrir, f.
10.9.1960, netagerðarmaður, Grinda-
vík, kvæntur Birnu Þorbjörnsdóttur
sjúkraliða og eiga þau fiögur börn;
Grétar, f. 23.4. 1962, skipstjóri á Far-
sæli GK 62, búsettur í Grindavík,
kvæntur Díönu von Axken sölu-
manni og eiga þau fiögur börn.
Foreldrar Ragnars eru Þorgeir
Þórarinsson, f. 4.11. 1922, útgerðar-
maður hjá Farsæli hf. í Grindavík,
og Helga Haraldsdóttir, f. 6.1. 1927,
húsmóðir.
Merkir islendingar
Finnur Jónsson myndlistarmaður fæddist
á Strýtu við Hamarsfiörð 15. nóvember
1892, sonur Jóns Þórarinssonar, smiðs og
bónda á Strýtu, og k.h., Ólafar Finnsdótt-
ur húsfreyju. Meðal systkina hans var
Ríkarður myndskeri.
Finnur fór átján ára til Reykjavíkur
í gullsmíðanám og Iðnskólann, fékk
sveinsbréf i gullsmíði 1919, lærði
teikningu hjá Ríkarði bróður sinum og
Þórarni B. Þorlákssyni listmálara, var
við list- og gullsmíðanám í Kaupmanna-
höfn 1921 og í Dresden og Berlin
1921-1924. Hann rak myndlistarskóla í
Reykjavík i mörg ár með Jóhanni Briem,
var teiknikennari við Flensborg í Hafnar-
firði 1933-1942 og við MR 1934-38 og 1939-50.
Finnur Jónsson
Finnur hélt fyrstu málverkasýningu sína á
Djúpavogi 1921. Myndir eftir hann voru
valdar á vorsýningu Der Sturm í Berlín
1925 og sýndar á alþjóðlegum sýningum
víða um Bandaríkin en sama ár hélt
hann fyrstu abstrakt-sýninguna hér á
landi. Hann starfaði um skeið með
ýmsum þekktum brautryðjendum nú-
tímalistar en sneri sér síðar að raun-
sæi og natúralisma. Hann var einn
helsti frumkvöðull íslenskrar mynd-
listar og i hópi víðkunnustu islenskra
listamanna.
Finni var sýndur margháttaður sómi,
var í heiðurslaunaflokki Alþingis og heið-
ursfélagi íslenskra og erlendra listfélaga.
Hann lést 20. júlí 1993, hundrað ára að aldri.
Jarðarfarir
Jórunn Ármannsdóttir, Heiðargeröi 110,
Reykjavik, verður jarðsungin frá Grens-
áskirkju föstud. 17.11. kl. 13.30.
Jarðarför Árnýjar Ólínu Ármannsdóttur,
Grenigrund 24, Akranesi, fer fram frá
Akraneskirkju mánud. 20.11. kl. 14.00.
Eðvald Vilberg Marelsson, Bröttukinn 8,
Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafn-
arfjarðarkirkju föstud. 17.11. kl. 15.00.
Helgi Örn Frederiksen verður jarðsung-
inn frá Digraneskirkju fimmtud. 16.11.
kl. 15.00.
Útför Stefaníu Þ. Árnadóttur, Ægisiðu
46, Reykjavík, fer fram frá Fossvogs-
kirkju miövikud. 15.11. kl. 13.30.