Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2000, Síða 24
36
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000
Tilvera
DV
1 1 f i ft
Djassöngur í
Borgarleikhúsi
I kvöld kl. 20.30 eru tónleikar
undir yfirskriftinni „HANSA“
þar sem leikkonan Jóhanna Vig-
dís Arnardóttir afhjúpar djass-
drottninguna í sér og syngur
uppáhaldslögin sín. Tónleikamir
eru á Stóra sviði Borgarleik-
hússins.
Á efnisskrá tónleikanna eru
einkum lög eftir Cole Porter og
Thomas „Fats“ Waller, eins kon-
ar úrval af uppáhaldslögum leik-
og söngkonunnar, og eiga þau
það flest sameiginlegt að fjalla
um ástina.
Óskar Einarsson útsetti lögin og
eru þau flest í hinum gamla en
ávallt ferska djass-stíl. Gesta-
söngvari á tónleikunum er
Sehna Bjömsdóttir en hljóm-
sveitina skipa Óskar Einarsson
píanóleikari, Sigurður Flosason
saxófónleikari, Birgir Bragason
kontrabassaleikari og Halldór
Gunnlaugur Hauksson sem spil-
ar á trommur. Auk þess taka
dansarar frá íslenska dans-
flokknum þátt í tónleikunum,
þær Hildur Óttarsdóttir, Hlín
Diego Hjálmarsdóttir og Katrín
Johnson.
Klassík
■ SALURINN. KOPAVOGI Píanótón
leikar í kvöld kl. 20.00. Hólmfríöur
Siguröardóttir leikur verk eftir Bach-
Busoni, Mozart, Liszt, Grieg, Rak-
hmanínov og Kabalevsky.
Sveitin
■ TODMOBILE A HOTEL HUSAVIK
Todmobile leikur á Hótel Húsavík kl.
21.00.
Leikhús
■ LOMA Lóma eftir Guðrúnu As-
mundsdóttur sýnd í Möguleikhúsinu
T dag kl. 10. Uppselt.
■ HORFDU REIÐUR UM ÖXL
Horföu reiöur um öxl eftir John Os-
borne á Litla sviði Þjóðleikhússins T
kvöld kl. 20. Uppselt.
Myndlist
I BUBBI OG JOHANN Bubbi (Guö-
björn Gunnarsson) myndhöggvari og
Jóhann G. Jóhannsson myndlistar-
maöur sýna um þessar mundir í
Sparisjóönum í Garöabæ, Garöa-
torgi 1. Sýningin er opin á af-
greiðslutímum bankans og lýkur 21.
desember.
■ MÓÐIRIN Í ÍSLENSKUM UÓS-
MYNDUM Nú stendur yfir sýning í
Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Grófar-
húsl, sem kallast Móöirin T íslensk-
um Ijósmyndum. Mæöur hafa alla
tíö veriö í miklu uppáhaldi hjá Ijós-
myndurum og á þessari áhugaveröu
sýningu birtist sögulegt yfirlit yfir
ímynd móöurinnar í íslenskri Ijós-
myndasögu. Sýningin samanstendur
af uþprunalega prentuöum myndum
og samtíma prentuöum Ijósmyndum
og stendur til 3. desember.
■ GUNNAR ÓRN Um helgina
opnaöi Gunnar Orn myndlistarmaður
sýningu í Hafnarborg, menningar- og
listastofnun Hafnarfjaröar. Listamaö-
urinn kallar sýninguna „Sálir". Gunn-
ar Örn hélt stna fyrstu einkasýningu
1970 og hefur síöan haldiö 42
einkasýningar. Sýningin stendur til
27. nóvember. Opiö er daglega kl.
11 til 17. Lokað þriðjudaga.
Verkfall kennara í framhaldsskólum:
Móðgun að bjóða
þessa hækkun
- ljósi punkturinn er sá að menn eru að tala saman og það er ekki búið að slíta viðræðunum.
Það er mikið að gera í verk-
fallsmiðstöð framhaldsskólakenn-
ara við Stakkahlíð þessa dagana.
Verkfallsmiöstööin er samkomu-
staöur framhaldsskólakennara þar
sem þeir koma saman, ræða málin
og skipuleggja aðgerðir. í gærmorg-
un, þegar blaöamann DV bar aö
garði, var þar fundur kennara við
Kvennaskólann í Reykjavík. Kenn-
ararnir voru að ræða gang samn-
ingaviðræðnanna og greinilegt að
hiti var í mönnum og þeim fannst
lítið ganga. Fundarmenn voru allir
á því að ríkið væri að bjóöa
skammarlega litlar hækkanir og
það drægi lappirnar í samningun-
um.
Engar ákvarðanir enn
Hrefna Amalds, trúnaðarmaður
Verkfalismiöstöö framhaldsskólakennara viö Stakkahlíö
Kennararnir voru aö ræöa gang samningaviöræðnanna og greinilegt var
aö hiti var í mönnum og þeim fannst lítiö ganga. Fundarmenn voru allir á
því aö ríkiö væri aö þjóða skammaríega litlar hækkanir og drægi lappirn-
ar í samningunum.
kennara við Kvennaskólann, sagði
að á fundinum væri verið að ræða
tillögur sem Félag framhaldsskóla-
kennara heföi lagt fram um nýtt
launakerfi. „Tillögumar em enn í
lausu lofti þar sem ekki hafa komið
fram neinar tölur enn þá. Samn-
inganefnd ríkisins hefur tekið ágæt-
lega í hugmyndirnar en vandamálið
snýst um krónutölurnar. Ríkið býð-
ur lægstu viðmiðunina frá því í
samningunum í vor, auk þriggja
prósenta. Samanlagt gerir það um
fimmtán prósenta hækkun með
öllu.
Samninganefndimar eru búnar
að fara yfir öll atriðin sem á að
ræða en ekki er búið að taka
ákvörðun um neitt enn þá þannig
að mjög erfitt er að segja nokkuð á
þessari stundu."
Ekkert að gerast
„Samningarnir ganga afskaplega
hægt. Varaformaður Félags fram-
haldsskólakennara kom hér 1 gær
og sagði að hreinlega ekkert væri að
gerast og því ekkert nýtt að frétta.
Eini ljósi punkturinn er að menn
eru enn að tala saman og það er
ekki búið að slíta viðræðunum.
Eitt af því sem kennarar hafa lagt
áherslu á er að fá hluta af endur-
menntuninni flutta yfir á starfstíma
skólanna en hingað til hefur hún
fyrst og fremst verið á sumrin. Gall-
inn er bara sá að mikið af tölvu-
námskeiðum sem kennarar þurfa að
fara á til að geta fylgst með eru á
vetuma. Við viljum að gert sé ráð
fyrir tíma fyrir námskeið af þessu
tagi á starfstíma skólanna. Það á að
vera hægt að taka tíma fyrir þetta af
því sem kallað er vinna undir stjórn
skólameistara, en það eru alls 115
Bókvitið verður ekki í
askana látið
Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is
Á fyrri öldum þegar mannfellir
vegna hungurs og fátæktar var algeng-
ur héma á íslandi þótti bókvit ekki
mikils virði og bókalestur lítið annað
en fánýt töf frá harðri lífsbaráttu. Á
þeirri tíð þegar helst mátti hafa gagn
af gömlum handritum með því að éta
þau, varð til hinn sér-íslenski máls-
háttur „bókvitið verður ekki í askana
látið“. Þessi málsháttur lýsir vel hugs-
unarhætti hjá þjóð sem átti í miklum
vanda og var í raun og vera á barmi
þess að þurrkast út eins og við öll vit-
um. Þá var baráttan um brauðið upp á
líf og dauða og enga mátti missa í
bókalestur og aðra tímasóun.
í dag era breyttir tímar og islenska
þjóðin ein af þeim ríkustu í heiminum.
Við erum löngu hætt að éta handritin.
Og framtíðin byggir á „bókviti" eða
menntun í öllum skilningi þess orðs.
Því menntun er svo margbreytileg og
getur verið bæði bókleg, verkleg og
tæknileg, þó að það vilji nú oft gleym-
ast. Ef við viljum halda áfram að
byggja upp nútímalegt þjóðfélag og
standa okkur í samkeppninni við önn-
ur lönd, þá þurfum við að etla mennt-
un og skóla í landinu. Tala nú ekki um
þegar menntaðasta vinnuaflið sest orð-
ið að í útlöndum vegna þess að þar era
margfalt betri kjör í boði. Þetta hafa
nágrannaþjóðir okkar löngu uppgötv-
að enda era það töluvert tleiri þar sem
ljúka framhaldsnámi en hér á landi.
Og stjórnmálamennimir okkar eru
líka duglegir að tala um gildi bókvits-
ins á hátíðarstundum eða fyrir kosn-
„Samkvæmt skoöanakönnunum vill meirihluti Islend-
inga aö laun kennara á öllum skólastigum verði
hækkuö og staða skóla og menntunar í landinu þar
meö styrkt,“ segir Þórhallur í pistli sínum.
ingar þegar heilla þarf kjósendur. Þá
era þeir ósparir á stóra loforðin um
betri menntun og nútímalegri skóla til
hagsbóta fyrir komandi kynslóðir og
fjölskyldumar í landinu.
En það er eitthvað skrýtið í kýr-
hausnum, svo við rifjum nú upp ann-
an málshátt úr bændasamfélaginu.
Þegar kemur að því að gera eitthvað
raunhæft í málunum til þess að efla
menntun og skóla, þá er eins og rifjist
upp fyrir stjómvöldum gamli máls-
hátturinn „bókvitið verður ekki í ask-
ana íátið“. Þetta höfum við fengið að
sjá með ótrúlega skýrum hætti á und-
anfómum dögum eftir að kennai-a-
verkfall hófst í framhaldsskólunum.
Allt í einu era allar ræðumar gleymd-
ar og öll loforðin um
bættan hag mennt-
unar komin ofan í
skúffu. En þó er
málið svo einfalt og
tært. Allir vita hvað
amar að í skólakerf-
inu og hvað þarf til
þess að hægt sé að
taka höndum saman
um að byggja upp
sómasamlegt
menntakerfi í þessu
landi. Laun kennara
era allt of lág. Svo
einfalt er það. Og
þau era of lág á öll-
um skólastigum.
Þau era of lág í
framhaldsskólun-
um. Þau era of lág í grunnskólanum.
Þau era of lág í leikskólanum. Þess
vegna gengur svona illa að ráða fólk til
starfa i leikskóla, grannskóla og fram-
haldsskóla. Og þess vegna gengur
svona illa að halda í kennara i skólun-
um. Þess vegna er líka svo erfitt að
koma af stað öllum þeim breytingum
sem þarf að koma á til þess að gera
skólakerfið nútímalegra, skilvirkara
og fjölskylduvænna. Þetta ástand kem-
ur síðan niður á fjölskyldunum í land-
inu. Ekki bara þegar verkfóll skella á í
tíma og ótima, heldur líka frá degi til
dags eins og þegar ekki er hægt að fá
leikskólapláss vegna skorts á leik-
skólakennurum, þegar ótímabær sum-
arfrí skila krökkum hér á landi tveim-
OV-MYND HILMAR ÞÓR
Langt og strangt verkfall
Hrefna Arnalds, trúnaöarmaöur
kennara viö Kvennaskólann, segir
samstarfsfóiki sínu frá gangi mála í
samningunum.
tímar sem eru til ráðstöfunar."
Hækkun á tveimur árum
„Á þessu stigi málsins er ég
hrædd um að þetta verði langt og
strangt verkfall. Hækkunin sem
fjármálaráðherra er að tala um er á
tveimur árum, vel að merkja, en
ekki frá upphafi. Það er ekki einu
sinni umræðugrundvöllur fyrir
þessu hjá stétt sem er að minnsta
kosti 32,4% frá því að ná meðallaun-
um viðmiðunarstétta."
Hrefna segir það beinlínis móðg-
un að bjóða kennurum þessa hækk-
un en að hún voni að verkfallið taki
fljótt af. -Kip
Þórhallur
Heimisson
skrifar um
fjölskyldumál á
miövikudögum
Laun kennara eru allt of
lág. Svo einfalt er það. Og
þau eru of lág á öllum
skólastigum. Þau eru of
lág í framhaldsskólun-
um. Þau eru of lág í
grunnskólanum. Þau eru
of lág í leikskólanum.
Þess vegna gengur svona
illa að ráða fólk til starfa
í leikskóla, grunnskóla og
framhaldsskóla.
ur árum siðar úr skólakerfmu en í
Evrópu og þegar góðir kennarar flýja
framhaldsskólana.
Þessu þarf að breyta. Laun kennara
þurfa að hækka og verða sæmandi
starfi þeirra og menntun. Við höfuín
falið þeim að undirbúa bömin okkar
undir framtíðina. Og er það ekki ein-
hvers virði? Samkvæmt skoðanna-
könnunum vill meirihluti íslendinga
að laun kennara á öllum skólastigum
verði hækkuð og staða skóla og mennt-
unar í landinu þar með styrkt. Því eitt
höfúm við lært af nútímanum og það
er sú staðreynd að það er bókvitið sem
verður í askana látið í framtíðinni,
hvort sem það er á sviði tæknimennt-
unar, bóklegra frceða eða verkmennt-
unar.