Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Qupperneq 5
Þeir Frikki Fingaprint plötusnúðar og:
Biggi Beatific rappari hafa lengi fengist
við hip-hop af þrótti og voru með
limir Team 13 klíkunnar áður en hún
splundraðist og þeir sáu hag sínum
betur borgið sem tvíeykið Ppetic Ref-
lection. Bróðurpart síðustu tveggja ára
hafa þeir varið í herbergi Bigga. í
felagsskap ýmissa tækja, og ætia Á
þeir að sörfa hina rísandi ' •
hip-hop 'öldu í jólaplötu-
flóðinu með nýkláraðri á9
skífu sinni, öþff | sl
Moves. ^
Friðrik Helgason, Fingaprint, og Birgir Hafstein, Beatific, eru þelljósir ungir menn á uppleiö í rappheiminum.
Spilum ekki á bensínstöðvum
„Við vinnum fyrst taktana og
finnum sömpl og svoleiðis. Svo
kemur rappið yfir og eftir á klipp-
um við allt til,“ segja strákarnir
um vinnsluna. „Það er búið að
fikta mikið við sömplin. Við tök-
um yfirleitt bara eitt hljóð héðan
og þaðan og setjum saman viö
annað. Við reynum að fela þetta,
en maður hefur heyrt alveg
hræðilega rænd íslensk rapplög,"
segja þeir. „Við sömplum- líka að-
allega úr eldgömlum jazzlögum og
tónlistarmennirnir eru fiestir
löngu dauðir," bæta þeir við, og
eiga greinilega ekki von á lög-
sóknum i bráð.
Gefa sjálfir út
Kapparnir fylgja slóð margra
ungra tónlistarmanna og standa
sjálfir fyrir útgáfu plötu sinnar.
„Við sendum þetta út tii að þrykkja
diskana. Við töluðum við eitt fyrir-
tæki hér, en það var bara drasl,“
segja strákamir og eiga von á 500
eintökum í fyrstu lotu og ætla að sjá
til með framhaldið. Poetic Reflect-
ions á sig sjálf, í orðanna fyllstu...
„Það er þægilegra fyrir okkur að
gera þetta bara sjáifir. Ef við vær-
um með samning og umboðsmann
gætum við þurft að spiia á opnun
einhverrar bensínstöðvar eða eitt-
hvað álíka, sem við höfum engan
áhuga á,“ tilkynna þeir ákveðnir,
en hyggjast þó fylgja plötunni eftir
með spilamennsku eins og þeim
þýðst. Eins og stendur mæla þeir
götumar og hafa nægan tíma fyrir
tónlistina, því báðir era þeir at-
vinnulausir menntaskólanemendur
og eru ánægðir með timasetningu
kennaraverkfallsins með tiiliti til
útgáfunnar.
Ekkert vesen
Biggi rappar á ensku og finnst
það ekki erfiðara en annað. „ís-
lenskt rapp kemur bara illa út,“ seg-
ir hann og aðspurður um textana
segist hann hafa lítið um þá að
segja, fólk verði bara að hlusta sjálft
til að vega þá og meta. „Það er ekk-
ert sérstakt þema á plötunni. Og
engir stælar. Oft er ég bara að tala
um daginn og veginn," segir Biggi.
„En hann skilst alla vega,“ skeytir
Frikki aftan við, félaga sínum til
varnar, enda óskýrmælgi þrálátur
faraldur hjá íslenskum röppurum,
þó að það sé ekki skoðun
tvíeykisins. Biggi segist ekki hnýta
í aðra rappara og strákamir vilja
minnst ræða um átök í hip-hop
samfélaginu og segjast ekkert eiga
sökótt við aðrar hljómsveitir. Strax
eftir áramót ætla þeir aftur að leggj-
ast undir feld og huga að vinnslu
nýrrar plötu, en næst á dagskrá era
útgáfutónleikar í Stúdentakjallaran-
um 24. nóvember.
Þeir sem láta sja
sig á djamminu
hafa kannski tekið
eftir litlum og
vinalegum staö
í Austurstræti
sem heitir Café
Nobei. Þarna er
um að ræða ekta
karaokestað sem
fleiri og fleiri
virðast sækja
með hverri
helginni sem
iíður.
„Við erum búnir að vera með
staðinn í tæpa fjóra mánuði og
þetta hefur bara gengið mjög vel -
byrjaði að vísu rólega en hefur
aukist mjög ört að undanförnu,"
segir Gunnar Ólafsson sem rekur
staðinn ásamt bróður sínum, Stef-
ByT-'- ..
K.r i ' ' - BGfe' - 1 - ]
118 1
áni Hrafni Ólafssyni. Þeir eiga
auk þess hlut í staðnum í félagi
við fóður sinn og fleiri í fjölskyld-
unni.
Sokkabuxurá
klósettinu
Eins og staðan er núna er Café
Nobel bara opinn um helgar en að
sögn Gunnars er planið að breyta
tímanum og skoða aðra hluti. Lík-
legast er þarna um að ræða eina
karaokestaðinn í miðbænum og
segir Gunnar að fólk mæti einfald-
lega til að fá að syngja.
„Hingað hefur komið þekkt fólk
og sungið, fólk sem hefur sést í
sjónvarpi og þar fram eftir götun-
um,“ segir Gunnar en harðneitar
að nefna einhver nöfn; það gangi
gegn stefnu staðarins.
Gengur ekki oft heilmikiö á þeg-
ar fólk fer á flug í söngnum?
„Jú, fólk hefur sleppt sér alger-
lega í karaokeinu, ekkert alvar-
lega samt, en það hefur komið fyr-
ir að fólk hafi hreinlega afklæðst
þegar stemningin náði hámarki. í
framhaldinu hafa svo fundist
sokkabuxur og fleira á klósettinu.
Svo er fólk oft að reyna við bar-
þjónana til að reyna að komast
fram fyrir röðina til að fá að
syngja en það þýðir ekkert.“
En þiö hljótiö aö fila athyglina?
„Hver mundi ekki gera það?“
Aldrei fullir í vinnunni
Á virkum dögum starfar Gunn-
ar sem kokkur á öðrum veitinga-
stað fjölskyldunnar í Mosfellsbæ.
„Ég vinn alla daga vikunnar
nema sunnudaga en þá sef ég.
Þetta er auðvitað þrælahald en
mjög skemmtilegt þrælahald," seg-
ir hann.
En afhverju vinna menn á bar?
„Þetta er mjög gefandi starf því
maður lærir margt af þessu. Mað-
ur kynnist ótrúlega mörgu fólki og
lærir að eiga samskipti við ólík-
legustu týpur," segir Gunnar og
harðneitar því að þeir séu
nokkurn timann fuliir í vinnunni.
Hljómsveitin Miðnes:
Ekki týpískt
pöbbaband
Bob Sinclair:
Sló í gegn á Ibiza
Óttar Proppé:
Power í
Óskabörnunum
0
Fókus bvður á Art of War
Moving Shadow á Gauknum
Hjúkkan Bettv mætt i bíó
Aaent Dan á Thomsen
f ókus
fylgir DV á
föstudögum
Forsíðumyndina tók Hilmar Þór
af Miðnesi.
17. nóvember 2000 f Ó k U S
5