Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2000, Qupperneq 12
♦
vikuna
8.12-14.12 2000
49. vika
Já, ungu mennirnir í Coldplay halda efsta sætinu
á fslenska listanum aðra vikuna I röð með lagið
Trouble. Sannarlega ágætis lag þar á ferð.
Heilmiklar róteringar eiga sér stað í næstu
sætum fyrir neðan, elskurnar í Destiny’s Child
skjótast upp í annað sætið með Independent
Woman og Westlife og Sugarbabes fylgja
skammt á eftir. Neðar á listanum vekja tvö lög
sérstaka athygli, Aldrei með Smjördallinum og
She Bangs með snillingnum Ricky Martin. Allt að
gerast á listanum.
Topp 20
(01) Trouble Coldplay
(02) Independent Women Destiny’s Child
(03) My Love Westlife
(04) Overload Sugarbabes
05 My Generation Limp Bizkit
(06) Again Lenny Kravitz
(07) Kids Robbie Williams& Kylie Minogue
08) Don’t mess with my man Lucy Pearl
(09) Body II Body Samantha Mumba
(lÖ) Ekki nema von Sálin hans Jóns míns
(77) Cruisin’ Gwyneth Palthrow & Huey Lewis
(72) Shape of my heart Backstreet Boys
( 73) Sigurjón Digri Land & Synir og Stefán Karl
(74) Get along with you Kelis
75 Spanish guitar (remix) Toni Braxton
(76) Give me just one night 98 Degrees
(77) Aldrei Buttercup
(76) On a night like this Kylie Minogue
75 Why does my heart... Moby
(20) She Bangs Ricky Martin
•íí.
Sætin 21 til 40
Q topplag vikunnar
J hástökkvari
vikunnar
nýttá listanum
stenduristað
yK hækkarsigfrá
1 síðustu viku
X lækkarsigfrá
* siðustu viku
fall vikunnar
Body Groove Architecs feat. Nana
Með þér Skítamórall
Come on over Cristina Aquilera 1
Stronger Britney Spears
Yellow Coldplay 1
With arms wide open Creed
La Fiesta Club Fiesta |
Orginal Prankster Offspring
Hollar Spice Girls j
Let the music play Barry White feat
When 1 dream... Marc Anthony
Beautiful Day U2
Every little thing Selma
You’re God Vertical Horizon
Music Madonna |
1 wonder why Tony Touch feat
Lady Modjo [
Pollýana Bubbi Morthens
Fiesta (Houseparty) Dj Mendez j
Ég hef ekki augun af þér Sóldögg
Ifókus
íslenski listinn er
samstarfsverkefni DV og
FM 957 og birtist vikulega í
Fókus. Listinn er fluttur á
FM i umsjá Einars Ágústs
Víðissonar.
f Ó k U S 8. desember 2000
Eitt af því sem
hefur einkennt
tónlistarárið 2000
er mikill fjöldi af
áhugaverðum hip-
hop-plötum. Ein af
þeim flottustu er
nýja platan með
OutKast, Stan-
konia, sem kom út
fyrir skemmstu.
Trausti Júlíusson
kynnti sér feril og
viðhorf þeirra
félaga.
OutKast er skipuö þeim Andre
Benjamin (oftar kallaöur Dre) og
Antwan Patton (Big Boi). Þeir
eru báðir frá Atlanta og kynntust
þegar þeir voru 17 ára nemendur í
Tri-Cities-menntaskólanum. Þeir
ákváðu einn daginn, þegar þeir
voru að horfa á MTV í eldhúsinu,
að stofna hljómsveit. Þeir röppuðu
yfir instrúmental útgáfu af laginu
Scenario með A Tribe Called
Quest fyrir pródúserinn Rico
Wade þar sem þeir hittu á hann
úti á bílastæði. Hann varð svo hrif-
inn að hann fór rakleiðis með þá i
stúdíó og nokkrum mánuðum
seinna fóru þeir á fund L.A. Reid
hjá LaFace Records. Eftir tvær til-
raunir fengu þeir samning.
Láta hugmyndaflugið
ráða
Fyrsta lagið sem OutKast gaf út
var „Player’s Ball“ sem notaðist
við stef frá Curtis Mayfield og
fimm mánuðum seinna kom fyrsta
stóra platan út. Hún hét því stór-
skemmtilega nafni Southemplaya-
listicadillacmuzik og var
pródúseruð af Organized Noise
Productions. Platan, sem kom út
árið 1994, fékk frábæra dóma (4 1/2
hljóðnema i The Source) og seldist
í milljón eintökum.
Næsta plata, ATLiens, kom út
árið 1996 og seldist enn þá betur.
Þriðju plötunni, Aquemini, sem
kom út fyrir tveimur árum, var
fljótlega hampað sem meistara-
verki. Á henni sýndu þeir félagar á
sér nýjar hliðar. Þeir hafa reyndar
alltaf verið sér á báti, aldrei hugs-
að um það hvað er í tísku hverju
sinni eða hvemig tónlist er í gangi
heldur bara gert það sem þeim
dettur i hug og látið ímyndunar-
aflið ráða ferðinni. Aquemini, sem
skartaði gestainnkomum frá nöfn-
um á borð við Raekwon, George
Clinton og Erykah Badu, inni-
hélt m.a. smáskífuna Rosa Parks
sem sló rækilega i gegn. OutKast-
félagar eru hálfgerðir sérvitringar
og fara sínar eigin leiðir. Þeir af-
sanna kenninguna um að það
borgi sig að gera eins og allir hin-
ir því að eftir því sem þeir búa til
furðulegri tónlist þeim mun betur
selst hún.
Stankið lifi!
Margir voru að velta því fyrir
sér hvort OutKast gæti fylgt eftir
jafn framúrskarandi góðri plötu og
Aquemini. Þeir félagar tóku sér
tvö ár í verkið og nú er gripurinn
OutKast: frjóir og fönkí.
Þjóðfélagspæl-
iitgar, kynlíf og
splallir orðaleikir
kominn. Nýja platan heitir Stan-
konia og er víða hampað sem
þeirra bestu plötu. Hún er mjög
fjölbreytt og inniheldur fjölda af
lögum sem eru langt frá því að
vera gerð eftir dæmigerðri hip-
hop-uppskrift.
Fyrsta smáskífulagið, „B.O.B“,
eða Bombs Over Baghdad, er t.d.
hratt keyrslulag sem þeir sömdu
undir áhrifum frá breskri drum &
bass tónlist í anda Roni Size og
Photek. „Við vorum í partíi í
London og það var verið að spila
drum & bass,“ segir Dre. „Það náði
ekkert almennilega til mín í hip-
hoppinu en þetta varð algjört
dúndur.“ Lagið er kannski ekki al-
veg drum & bass en krafturinn og
hraðinn minnir á þá tónlist. „Okk-
ar dót er harðara en hítin eru ekki
eins flókin," segir Dre.
Önnur smáskífan, „Mrs
Jackson", er mun ljúfari en text-
inn í laginu fjallar um samskipti
Dre við bamsmóður hans, Erykah
Badu. Textinn er ávarp til móður
barnsmóðurinnar, einhvers konar
útskýring á því af hverju þau hafl
hætt saman. „Við erum hætt sam-
an en við erum enn vinir. Við töl-
umst við daglega i sambandi við
uppeldið," segir Dre. Erykah Badu
syngur líka eitt lag á Stankonia,
lagið „Humble Mumble". Aðrir
gestir eru t.d. B-Real úr Cypress
Hill og meðlimir „hinnar" Átlanta
hip-hop-sveitarinnar, Goodie
Mob.
Stankonia er nafn á ímynduðum
stað þar sem fönkið ræður ríkjum,
eða stankið öllu heldur. Stank er
nafn sem OutKast notar yfir fönk-
ið. Stankonia er líka nafnið á stúd-
ióinu þeirra félaga.
Fönktónlist framtíðar-
innar
Þó að OutKast sé hip-hop-
hljómsveit þá er mjög margt i
tónlist hennar sem minnir á
fönkið. Viðfangsefni OutKast er
sambland af þjóðfélagspæling-
um, kynlifi og snjöllum orða-
leikjum í anda George Clint-
ons. í tónlistinni má lika heyra
áhrif frá fönkinu. Gitarleikur-
inn minnir á Jimi Hendrix,
Isley Brothers og P-funk gítar-
gúrúinn Eddie Hazel. Á plöt-
unni eru líka ekta sýru-harm-
óníur. Platan þykir minna á
„Maggot Brain“ með Funka-
delic en stundum líka á Dr.
Octagon, Prince og Sly Sto-
ne... Svo er Dre líka oft klædd-
ur upp í anda fönksins, hann
skartar stundum platínuhár-
kollu, loðfrökkum, hermanna-
fötum og öðrum fönkí og dólgs-
legum fatnaði.