Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2000, Blaðsíða 16
A plötudomur ____ Ragga - Baby ★★★★ Þroskaður tónlistarmaður Þaö verður að segjast eins og er að mér leiö hálfpartinn líkt og ég væri staddur í ítalskri framúr- stefnuhryllingsmynd þegar ég byrjaði að rannsaka þessa nýjustu afurð Ragnhildar Gisladóttur sem hún nefnir svo mikið sem Baby. Fyrir hiö fyrsta þá skildi ég ekki stakt orð af því sem Ragnhildur var aö syngja auk þess sem mér fannst allt andrúmsloft „illi milli,“ fyrsta lags plötunnar, einkar * myrkt og drungalegt. Flestir í kringum mig eru þeirrar skoðunar að Baby sé plata samin fyrir böm. Ef ég ætti hins vegar sjálfur að samþykkja slíkar skoðanir yrði það að vera með töluverðum fyrir- vara; í raun held ég að hvítvoðung- ar kynnu illa að taka „ómstríðni" þeirri sem platan er ákafiega rík af en hugsanlega mætti þó mæla með henni fyrir börn sem slitið hafa sínum smæstu skóm. Reynum þó að sigla milli skers og báru hvað þetta varðar og að því gefnu að það séu einungis full- vaxta einstaklingar sem á annað borð sendir eru á haf út. Við skul- um hafa það ljóst frá upphafi að Baby ber þess fyrst og fremst ótví- ræð merki hversu þroskaður tón- listamaöur RagnhOdur er orðin. Þriðja lag plötunnar, „itzy dot“ er nokkuö vel heppnað (kannski besta lag verksins ef sjónarmið bamsins er annars vegar) og hið næsta þar á eftir, „april“ er bæði kröftugt og áleitið þrátt fyrir lát- laust yfirbragð. í báðum þessum lögum (hið sama mætti þó hiklaust segja um plötuna í heild sinni) virðist Ragnhildur afar meðvituð um það hvað hin írska Enya hefur verið að gera síðastliðinn áratug eða svo. Áleitni „april“ má síðan einnig yfirfæra á plötuna í heild sinni. Einhvers konar áleitni er sífellt til staðar en hvers vegna verið er að leita á mann (svo og að hverju) er hins vegar aldrei gefið til kynna berum orðum. í þessu felst kannski í senn bæði mesti kostur og stærsti löstur plötunnar. Meðan merking verks liggur í jafn lausu lofti og raunin er varðandi Baby þá gefst hlustandanum vitaskuld þess meira rými til að skapa sér sína eigin. í þessu tilfelli gerist það þó annað slagið að merkingarleysan verður dálítið tilgerðarleg og lýj- andi - hjalandi, Ulræður söngurinn fremur ergjandi í stað þess að vera angurvær og verkið í heild sinni þess vegna sundurleitt á köflum. Það er vissulega ekki auðvelt að meta verk á borð við Baby þar sem hægt er að ganga út frá ótal for- sendum sem geta síðan óhjákvæmi- lega leitt til æði ólíkra niðurstaða. Er Baby fyrir böm, fullorðna eða hvort tveggja? Á maður að leita að merkingu innan verksins eða láta það með öllu eiga sig og bara hlusta? Ef ég ætti að svara fyrri spurningunni þá tel ég líklegra að ég myndi frekar kaupa plötuna handa sjálfum mér en að gefa hana tveggja ára gamalli dóttur minni; líkur eru þó á að hún myndi geta fellt sig við Baby enda „alla tíð“ verið einlægur Enya-aðdáandi. Varðandi síðamefndu spurninguna þá mæli ég með þvi að fólk reyni í upphafi að beita eins afslappaðri hlustun og unnt er. Hvaö svo sem öðru líður þá er hér um vandaða plötu að ræða - óháð bæði merk- ingu og markhópstvíræðni. Skemmtilegustu titlamir: hin fyrr- nefndu „itzy dot,“ „april“ og svo ljúfsárt „móle zantsie." Ragnhildur lýkur siðan verkinu með nýrri út- setningu á hinu gamalkunna „þei, þei, ró, ró“ og tekst þar vel til. Hilmar Öm Óskarsson „Einhvers konar áleitni er sífellt til staðar en hvers vegna verið er að leita á mann (svo og að hverju) er hins vegar aldrei gefið til kynna berum orðum. í þessu felst kannski í senn bæði mesti kostur og stærsti löstur plötunnar.“ plötudómur Selma - Life won’t wait Selma Evrómadonna Ég held ég geti ekki skrifað neitt sérlega mikið um nýja Selmu- diskinn, Life won’t wait; alls ekki af því að hann sé svo slæmur held- ur hef ég voða lítið um svona tón- list að segja, þ.e.a.s. Júró-popp. En það er með þessa tegund tónlistar, eins og allar aðrar, að hægt er að gera bæði vel og illa og miðað við það er Selma í góðum málum - og ekki bara Selma - Þorvaldur Bjarni Todmobile-maður er hin hliðin á þessum peningi. Júró-popp segi ég og meina þá Evróvisjón-poppstílinn, sem á kannski ekki við um hvert lag á diskinum, en yfirbragðið er slikt, sem er von eftir frækilega frammi- stöðu Selmu í keppninni 1999 (All out of luck nr. 2 af 23 lögum). Life won’t wait er eðlilegt fram- hald af fyrri Selmu-diskinum sem kom út í fyrra; heldur „fullorðins- legri“ tónlistarlega. Samt ættu að- alaðdáendur Selmu ekki að verða fyrir neinum vonbrigðum, en þeir munu flestir vera börn og ungling- ar, þótt margir eldri slæðist með. Þorvaldur Bjami semur öll lögin, utan eitt, og kann vel poppformið, sumir mundu kannski segja popp- klisjuna, og það er skemmtilegt (leiðinlegt, mundu sömu sumir segja...) hvernig honum tekst að blanda saman Evróvisjón-stílnum, Júró-diskói, Spice-girls-kryddi, Abba-slettum og gömlum Madonnu-töktum svo að úr verður Selmu-popp þvi að enginn áhrifa- valdanna er svo áberandi að um stælingu sé að ræða. Það er topp- fagmennska í spilamennskunni: Þorvaldur Bjarni er upptökustjóri og útsetjari, spilar á gítar og hljómborð og syngur bakraddir ásamt Gísla Magnasyni og söng- konunum góðu, Margréti Eir og Regínu Ósk; Máni Svavarsson að- stoðar við upptökustjórn og útsetn- ingar og leikur á hljómborð; Sig- rún Eðvaldsdóttir fiðlari leiðir strengjaspiliríið; Eiður Amarsson spilar á bassa í 3 lögum (af 10), Kjartan Valdimarsson á píanó í 3, Pétur Hjaltested á orgel i 2 og Stef- án Hilmarsson syngur 1 á móti Selmu ... og sjálf hljómar Selma ★★★ enn betur á þessari nýju skifu en þeirri fymi: fjölbreyttari túlkun I söngnum. Textarnir eru á ensku, enda Selma líka ætluð fyrir erlendan markað. Þrjú þeirra eru eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson, rithöf- und og tónlistarmann, 2 eftir Selmu og hann, 3 eftir hana og Ólaf Teit Guðnason, 1 eftir Friðrik Sturluson Sálarmann og 1 (lag og texti) eftir Jimmy og Vellu Camer- on. Ekki fylgja þeir með á blaði en í fljótu bragði heyrist mér meira vandaö tO þeirra en á Selmu frá í fyrra. Life won’t wait er snyrtOeg og hrukkulaus popp-plata með ágæt- um melódíum sem hver og ein er útvarpsvæn ... eins og við eigum líklega eftir að heyra. Andrea Jónsdóttir „Life won’t wait er snyrti- leg og hrukkulaus popp- plata með ágætum meló- díum sem hver og ein er útvarpsvæn ... eins og við eigum líklega eftir að heyra.“ plötudómur ✓ Með allt á hreinu - Oður til kvikmyndar ★★★★ Eigulegur gripur fyrir aðdáendur Þau eru vitaskuld hvorki smá né grunn fótsporin sem feta þarf þegar tekist er á við verkefni af þessari stærðargráðu. Að hrófla við Með allt á hreinu? Er það nú heOlavænlegt? Óhætt er að full- yrða að ekki þurfi mikið út af að bregða til að fólk annaðhvort misstígi sig eða beinlínis hrasi og hrynji á andlitið. Þetta er vissulega ein leið til að líta á málið en síðan mætti aUt eins taka algjörlega andstæðan pól í hæðina og segja sem svo að erfitt væri að misstíga sig með ofan- greindum hætti meðan grund- völlurinn er jafn traustur og raunin er. Lítum á þetta. Margir af þekktustu tónlistarmönnum landsins koma að gerð plötunnar en það eru þau Helgi Björnsson og Selma Björnsdóttir sem taka fyrsta skref hennar í laginu Ást- ardúett, studd áleiðis af þeim Agli og Ragnhildi með glefsu úr kvikmyndinni. Aðstandendur þessarar útgáfu léku ansi sterkt þegar þeir ákváðu að nýta sér kvikmyndina með þessum hætti og brotin virðast hafa verið valin af kostgæfni; likt og til dæmis þegar Dúddi reynir að elta uppi Gærurnar með rút. nei afsakið, „langferðabUinn" í handbremsu. Helgi og Selma komast með þokka frá sínum störfum og við taka Land og synir ásamt Stefáni Karli sem er yfirleitt betur þekktur fyrir hæfileika sína á grundvelli leiklistar. Land og synir komast ekki síður vel frá sínu og Stefán Karl færir Sigur- jón digra til okkar tíma með ríf- lega aukinn dólgshátt, öskur á hærri sviðum en Flosi fór inn á sínum tíma og síðast en ekki síst haglabyssu (hin nýju nyt sem hann finnur fyrir kústsköft eru einnig áhugaverð.) Ein af skemmtilegri endur- komum siðari ára tekur við af Sigurjóni digra, en er þar um að ræða Langa Sela og skuggana, sem eiga stórleik í íslenskum karlmönnum. Sérstaklega er það skemmtilegt hvernig þeir lauma Sympathy for the Devil ýlfrinu inn í lagið sem ég man ekki eftir að hafi verið til staðar í frumút- gáfu þess. Ein af undarlegri sam- setningum plötunnar verður að teljast sú þar sem einni af frjó- ustu rokkhljómsveitum landsins, Ensími, er skeytt við sjómanna- „Ein af undarlegri sam- setningum plötunnar verður að teljast sú þar sem einni af frjóustu rokkhljómsveitum lands- ins, Ensími, er skeytt við s j ómannaví su-gúrúinn Gylfa Ægisson.“ vísu-gúrúinn Gylfa Ægisson. Hvernig í ósköpunum á svoleiðis lagað að virka, kynni maður að spyrja. En hei, þaö gerir það samt. Á einhvern mjög furðuleg- an hátt. Fleira tel ég ekki þörf á að ræða sérstaklega í þessari gagnrýni; söngvarar og tónlistar- menn eru allir að vinna prýðileg störf (og þó, mig rekur skyndi- lega minni til þess hversu af- burðagóðan söng Margrét Eir sýnir í skemmtilega endurút- settu Slá í gegn.) Þessi Óður til kvikmyndar er eigulegur gripur fyrir alla aðdáendur Með allt á hreinu (sem er vafalaust ríflega helmingur landsmanna) svo og Stuðmanna (örugglega hinn helmingurinn) og fleira verður líkast til ekki um það sagt. Ég sé mína sæng upp reidda, skríð undir hana, leyfi plötunni að rúlla, sýg í mig kosmíska krafta og held kjafti - þetta kemur til með að rjúka út í bílförmum hvort eð er. Hilmar Örn Óskarsson iliR K Si í .2000 . ii i i j i i 1 i í íy j í lií í i il i i í i i i í í í ? í t i. i i S i í í j i* s i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.