Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2000, Blaðsíða 18
í f ó k u s Umræðan um klám virðist eilíf. Stjórnmála- menn, saumaklúbbar og kaffihúsaspekingar eru klofnir í afstöðu sinni en alltaf virðast rök- ræðurnar þjóna málstað þeirra sem hlynntir eru strípiklúbbum og þýskum klámmyndaiðn- aði. Þá sannast hið fornkveöna úr markaðs- fræðinni, að neikvæö auglýsing er stundum ekki verri en hver önnur. Ekkert lát virðist a.m.k. vera á ásókn í erótík í Reykjavíkurborg. Nú eru meira að segja komnar sérstakar klám- siður, af íslenskum netþjónum brotnar, á Net- inu. Það er nú líka varla til betri aðferð til að fá útrás í jólageðveikinni en að hlamma sér fyrir framan sjónvarpið eöa tölvuskjáinn, eða einfaldlega á eina strípibúlluna og láta fag- menn um að skemmta sér. ú r f ó k u s íslenska útvarpsfélaglð fær þann heiður að vera úr fókus þessa vikuna eftir slælega frammistöðu á útvarpsmarkaðnum undanfar- ið. Eftir yfirtökuna á Fínum mlöll, sem fræg er orðin, virðist sú stefna hafa verið tekin að bjóða einungis upp á lágmarksþjónustu og drepa allt frumkvæði. Nú í vikunni var tilkynnt að þrjár stöðvar hefðu verið teknar úr loftinu, Mono, klassíska rokkstöðin 97.7 ogStjarnan, og getur þetta varla talist annað en slæleg þróun. Fyrir það fýrsta var klassísku rokkstöö- inni einungis komið á tii að drepa væntanlega samkeppni frá 101 Reykjavík (sem nota bene fór aldrei í loftið) og eins var það svo að Mono var að verða ágætis mótvægi við hina stein- geldu FM957. Bæöi var þar að finna ferska út- varpsmenn sem gerðu eitthvað aðeins meira en að rymja út úr sér stuðkynningum á næsta lagi og svo leit út fyrir að grundvöllur væri að myndast fyrir sérþáttum á kvöldin eins og Chronic, sem var rétt farinn í loftið þegar klippt var á stöðina. Það má alla vega Ijóst vera að þessi þróun er ekki beint til góös því nóg var nú búið að eiga við þessar stððvar fyr- ir. Það er bara vonandi að eina útvarpsstöðin sem sýnir einhverja fjölbreytni, Rás 2, (ekki það að hún sé fullkomin), grípi tækifærið og ræni Chronic og fleiri ágætum dagskrárliðum þessara stöðva og gefi þeim enn fastara spark í rassgatið. 7 11. Það var heldur betur farið | að hitna í kolunum hjá þessum dömum inni á Prikinu. 2. Ensími rokkuðu feitt að vanda á Gauknum og vakti snyrtilegur klæðaburður Hrafns sérstaka athygli. 3. Frosti gefur Díönu blautan koss og Bjarni gítarleikari virðist kunna vel aö meta þaö. | 4. Þessar stúlkur voru greini- lega að koma úr Topshop. 5. Jagúarinn chillaöi backstage á Gauknum. 6. Skrattinn hittir ömmu sína. Gummi, gítarleikari Sálarinnar, hefur örugglega átt einhver góö ráð handa Frosta. 7. Sammi básúna og Bjössi trommari úr IVIínus voru góðir saman á Gauknum. 8. Höddi bifvélavirki var að sjálf- sögöu mættur á Gaukinn. 9. Ófagur meðlimur Innvortis stillti sér upp með hinum stórmyndarlega Hemma Gunn. 10. Elíza rétt náöi aö halda í við Krumma sem var eins og óður maöur með myndavélina. 11. Frosti lenti á góöu stuði með Stuömanninum Agli Ólafssyni. 12. Krummi klófesti þessar kisur á Gauknum. 13. Frosti lenti í slæmum félagsskap með Jóni Mýr- dal á Prikinu. 14. Hljómsveitin Rdel með Janus Braga Jakobsson innanborðs hitaði upp fyrir Mínus á Kakóbarnum á föstudag. Þeir voru rétt fáanlegir til að leyfa Mínus að smella af sér mynd. 15. Krummi sló á iétta strengi á Kakóbarnum 16. Daði úr Jagúar reyndi hvað hann gat að hafa hemil á Bjössa trommara Mínus. 17. Píkutorfan stóð fyrir sínu á kiósettinu á Gauknum. L8. Strákarnir í Ensími vaða alltaf í grúppíum eins og sjá nátti af borðinu þelrra á Gauknum. Á djamminu með Mínus Um síðustu helgi fóru þeir Frosti og Krummi í Mínus út á lífið í Reykjavík til að sýna sig og sjá aðra. Þeir voru vopnaðir einnota myndavélum og mynduðu það sem fyrir augu bar. Hér gefur að líta afraksturinn, þetta er fólkið sem þeir hittu og svona djammar Mínus í miðborginni. Ef fólk kannast við svipmótið lifir það í svipaðri Reykjavík og Mínusmenn, ef ekki lifir það í einhverri annarri borg. hverjir voru hvar Á Kaffibarnum mátti á föstudagskvöldið sjá Steina í Quarashi, Frey úr Miðnesi (í hundfúlu skapi) og Ragga Hanson grafiker. Helga Rán var þar líka og annað starfsfólk Verðbréfastof- unnar. Hrafnhildur og Bára Hólmgelrsdætur létu sig ekki vanta frekar en fyrri daginn og Hel- ena Stefánsdóttir myndlistarmaöur, sem skipu- lagði Kaupum ekkert - daginn, keypti sé bjór á barnum. Hinum megin við hornið, á Vegamótum, sátu háskólapólitikusarnir Elríkur Jónsson, Hjörtur og Finnur Pálml í hrókasamræðum. Sama kvöld sátu á Priklnu Árni Þór Vig- fússon, Einar Bárðar- son, Finnur VII- hjálmsson, Sölvl Blöndal og súper- stjarnan Egill Sæ- björnsson. Á Næsta bar sátu á laugardagskvöld saman Baltasar Kor- mákur, Hilmlr Snær og Ólafur Darri. Þar voru Ifka Mörður Árnason (sem ekki má kalla Mödda) og Skjöldur I hörkusamræöum. Einnig sást glitta í Rúnar Rúnarsson kvikmyndageröar- mann. Á Sirkus sama kvöld skemmti Maggl Magse sér með vinum sínum (vonandi) og svo sást til Nökkva Gunnarsson- ar knattspyrnumanns á Laugaveginum. Á Klaustrinu mátti um helgina sjá stinga saman nefjum Barða Bang Gang, Johnny Nas og Andreu Ró- berts I gervi ógæfa.is. Þarna var líka Heiðar Aust- mann Effemm-gutti sem virtist nýta sér síðustu frihelgina í hálft ár til fullnustu, svo ekki sé meira sagt. Hind var mætt, glæsileg að vanda, ásamt fleiri Stjömustelpum, sem og allt staffið úr Nanoq í Kringlunni sem steig trylltan dans á gólfinu. Ekki létu þeir sig vanta, poþpfé- lagarnir Stebbl Hilm- ars og Bergur Buffari, sem litu inn eins og Top Shop- stelpurnar Kolla, Sigrún G., Dagný og Guðrún sem virtust skemmta sér kon- unglega. Ægir Dags- son var mættur á svæðið, sem og Súpermann, Silja (einn höfundur Dísar) f Ó k U S 8. desember 2000 og Gunnl, kærastinn hennar, sem voru þarna á sama tíma, og Olga Færseth KR-ingur og markamasklna. Vinsældir Astró minnka ekkert og erfitt er orð- ið að komast inn á staðinn eftir 01.00. Þeir sem náðu þó að sleppa inn voru meðal annars Heiðar Austmann (enn að blóðmjólka frihelg- ina), Jól Jó, Þröstur, Gumml Gonzales, Bjarki Slg og Gassl gír Effemm-drengir. Bússa á Popþ TÍVÍ tókst að smeygja sér inn og mætti með sinni heittelskuðu Beggu. Auðvitað var Svavar Óm mættur eins og I messu á sunnudegi og tók dansgólfið með trompi rétt eins og venjulega. Ekki var hann einn um það því Nanna á mbl.is og Yasmlne Fittness veittu honum harða sam- keppni. Davíð hjá Atlanta og Sigurlaug (Lau Lau) mættu með 40 nýútskrifaðar flugfreyjur hjá Atlanta og virtust þær ánægðar með þjónust- una á staðnum. Anna Coka-Coladrottning og vinkonur voru flottar að vanda eins og Arna Playboystelpa og vinkonur hennar. George Gergio á Pizza ‘67, Kjartan í Gullsól og Árnl á Amigos sátu uppi og voru að ræða bissness, Sturla yfirkokkur I Perlunni sýndi listir sínar á dansgólfinu og svo voru auðvitað Steinl og Gumml, eigandi Astró, mættir kampakátir, enda búið að vera fullt hús frá því þeir tóku við. Ann- ar kátur var Villl VIII sem greinilega var að æfa og máta framboðsræður þvi hann sat á spjalli allt kvöldið. Ekki hlaut Erpur .Johnny Nash" náð fyrir augum dyravarðanna því hann var I skoppara- fötum. Þá reyndi Fjölnir að koma sjón- varpsstjörnunni til hjálpar en engu tauti varð komið við dyra- verðina sem gáfu sig ekki. Meðan Erpur stóð úti i frostinu sátu inni í hlýjunni Rúnar og Nonni fiskigreifar, flottir í tauinu, ásamt Viggó í Eldhúsinu. Einnig sást til Jón- atans hjá Séð og heyrt, Sigga B. i Heimilistækj- um, Hreggviös og Jóns Ólafs hjá Noröurljósum, Luca Kostich, Gumma Breiöfjörös i Skífunni, Nonna Quest, Bödda Space, Hilmars og Laufeyj- ar hjá Reebook og aldinnar poppstjörnu, hans Ingós, sem eitt sinn var í Rikshaw. Þarna voru fleiri aldurhnignir popparar því Jakob Frimann stakk trýninu inn, sem og Stefán Hllmarsson Sál- armaður. Á Astró skemmtu sér líka Dommi, Svenni Eyland, Berglind Fittness og vinkonur. Líka voru þar Elín dansari og vinkonur, Sautján- stelpurnar og prinsinn Slggl Bolla. Hrafnhlldur fatahönnuður kíkti inn, sem og Halli Hr. FM957, Anna Rakel i Silíkon, Dóri, Siggi Hlö og Valli Sport úr Hausverknum, Ragnar Már OZ-ari, Gunnleifur markvörður, Lllja í Cosmo og vinkonur, Margrét á Skjánum og Ásta, konan hans Magn- úsar Vers, ásamt fullt af glæsilegum vinkonum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.