Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2000, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000
Utlönd
9
I>V
Fjöldamoröinginn frá Boston með sjö morð á samviskunni:
Sagði fátt og hélt
sig frekar til baka
Meintur fjöldamorðingi, Michael
McDermott, 42 ára uppgjafahermað-
ur sem starfaði sem rafvirki um
borð í kjarnorkukafbát, hélt sig til
baka og vakti engar grunsemdir
meðal nágranna sinna.
McDermott var á miðvikudag
ákærður fyrir sjö morð eftir að
hann skaut sjö samstarfsmenn sína
í veffyrirtækinu Edgewater
Technoligy Inc. á annan í jólum.
Sagði saksóknari af því tilefni að
morðin hefðu verið framin að yfir-
lögðu ráði og á skipulegan hátt.
„Það vissi enginn neitt um einka-
hagi hans,“ sagði Marjorie Richard-
son, sem bjó á hæðinni fyrir neðan
hann í þriggja hæða húsi í Haver-
hill rétt utan við Boston.
„Hann sagði hæ og bæ og það var
nokkum veginn allt og sumt,“ sagði
nágranninn.
Fram hefur komið að ástæður
verknaðarins séu hugsanlega þær
að til stóð að lækka McDermot í
Michale McDermot
Lögregla lagði m.a. hald á 37
skothylki úr hálfsjálfvirkum riffli.
launum til að mæta ógreiddum
sköttum sem fyrirtækið átti
útistandandi. McDermot mun hafa
verið ósáttur við þessa fyrirætlan.
Þegar lögreglan gerði húsleit hjá
McDermot kom í ljós að hann hafði
komið sér upp ágætu vopnabúri í
ibúð sinni og efnum til sprengju-
gerðar.
McDermot kvaðst saklaus þegar
hann var leiddur inn í réttarsalinn
í Malden en þar var hann úrskurð-
aður í áframhaldandi gæsluvarð-
hald til 31. janúar næstkomandi.
Verði McDermot fundinn sekur á
hann yfir höfði sér 25 ára til lífstíð-
arfangelsi. Hann er ákærður fyrir
að hafa myrt fjórar konur og þrjá
karlmenn í skotárásinni á þriðju-
dag. Lögmaður hins grunaða sagði
umbjóðanda sinn vera á lyfjum og
að hann væri í umsjá geðlækna.
Með atvikinu á þriðjudag er
McDermot kominn í hóp verstu
raðmorðingja Bandaríkjanna.
Mótmæla bankasamruna
Starfsmenn tveggja banka í Suöur-Kóreu mótmæltu í gær sjötta daginn í röð fyrirhuguðum samruna bankanna. Átök
urðu milli verkfallsmanna og óeirðalögreglu skammt fyrir utan Seoul í gær.
Tólf handteknir vegna
eldsvoðans í diskótekinu
Kínverska lögreglan handtók í
gær tólf manns sem grunaðir eru
um að bera ábyrgð á eldsvoðanum í
diskótekinu í Luoyang í
Henanhéraði þar sem 309 manns
létu lífið á jóladagskvöld. Rekstur
diskóteksins, sem var á fjórðu hæð
verslunarmiðstöðvar, var ólöglegur.
Samkvæmt óopinberum heimildum
voru eigandi diskóteksins og
verslunarmiðstöðvarinnar meðal
hinna handteknu.
Lögreglan er sögð rannsaka hvort
um íkveikju hafi verið að ræða en
sennilegast er talið að kviknað hafi
í við logsuðu í kjallara hússins.
Fréttastofan Nýja Kína greindi frá
því að iðnaðarmenn hefðu fyrst
rejmt að slökkva eldinn með vatni
en síöan flúið af vettvangi. Þeir
voru gripnir morguninn eftir.
í gær voru settar upp myndir af
Með myndir af fórnarlömbunum
Ættingjar með myndir af þeim sem
létust í eldsvoðanum á diskótekinu.
þeim sem létu lífið í brunanum í
fjórum hótelum í Luoyang þar sem
yfirvöld tóku á móti syrgjandi
ættingjum hinna látnu.
Ættingjarnir fengu ekki að sjá líkin.
„Við ættum að fá að sjá son okkar
en við fáum ekki einu sinni sjálf að
staðfesta að hann sé látinn,“ sagði
faðir í uppnámi.
Gagnrýni ættingjanna á lélegar
brunavamir fer nú vaxandi.
Samkvæmt ríkissjónvarpinu í Kina
hefur Jiang Zemin forseti áhyggjur
af atburðinum og Zhu Rongji
forsætisráðherra hét því að þeim
sem bæru ábyrgð á harmleiknum
yrði refsað harðlega.
Lélegar brunavarnir kosta
þúsundir Kínverja lífið á hverju ári.
Samkvæmt opinberum tölum létust
900 manns í eldsvoðum á fyrsta
fjórðungi þessa árs.
Fæst í Apótekinu, Lyfju, Lyf og heilsu, Heilsuhúsinu og apótekum landsins.
Morning Fit* timburmannataflan dregur úr og getur komið í veg
fyrir hin þekktu heilsufarslegu eftirköst áfengisneyslu og slegið
„timburmennina"af. í töflunni er auk
vítamína, sérstök gertegund sem
nefnist KR9 og er einungis þekkt
af framleiðanda Morning Fit*.
Gleðilegtár
''wt með Morning
Aotö^Smáauglýsingar
ertu að kaupa
eða selja?
550 5000
///•(//Hf/llU*
24. c/e&emðer^
2000
ameins-
félagsins
Volkswagen Bjalla. Verðmæti 1.800.000 kr.
27114
Bifreið eða greiðsla upp í íbúð, 1.000.000 kr.
82117
Úttekt hjá verslun eða ferðaskrifstofu, 100.000 kr.
844 14470 29919 43617 56595 69283 93858 104566 118185 139128
1791 16600 29957 43714 57064 72600 94248 104668 118892 139950
2343 17316 30523 44164 57972 75361 94823 104880 120727 141651
3640 18272 30573 48217 60200 77667 95537 107041 122339 143251
4053 18317 31950 48663 63414 78952 95595 110371 126581 143407
4484 19012 32194 49085 64032 79273 95884 110674 127625 144155
4556 19245 32539 49862 65357 81006 95904 110861 128903 144437
6282 19397 34283 50064 65800 82699 96330 111308 129657 144651
7882 20451 35263 50562 67373 83167 96607 112250 129879 145617
8895 20686 36043 50843 67796 86205 97177 112625 130039 146209
9968 22305 37285 53870 67861 89464 97984 113140 133607 146381
10390 22739 38568 54096 67911 89930 99389 114310 133743 146486
11979 26406 39450 54159 67936 90155 101467 115751 133831 146894
13178 26593 40121 54162 68142 90269 102234 115789 134645 147433
13290 26699 42551 54776 68708 91112 103017 116050 134698
14214 29603 42851 56134 69087 91736 103240 116634 137474
4
f/i'raóóa/nevtvifé/qgúf/HiÁÁa/1
ía/ic/smö/i/ium oeitta/i/ítiuf/ii/uj
Krabbameinsfélagið
S
Handhafar vinningsmiöa framvísi þeim á
skrifstofu Kraþbameinsfélagsins að
Skógarhlíð 8, simi 540 1900.