Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2000, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000
FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000
19
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds.
Línumar lagðar
Samninganefndir framhaldsskólakennara og ríkisins
hófu viöræður á ný í gær eftir að upp úr slitnaði fyrir jól.
Eins og títt er í deilum sem þessum túlka málsaðilar ástæð-
ur þeirra slita hvor með sínum hætti. Kennarar sögðu
samninganefnd ríkisins óvænt hafa komið fram með tillögu
um að fella brott nær öll ákvæði vinnutíma kjarasamninga
framhaldsskólakennara og því hafi menn verið þrumu
lostnir eins og Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags
framhaldsskólakennara, lýsti ástandinu. Björn Bjarnason
menntamálaráðherra segir hins vegar á heimasíðu sinni að
öllum sem sátu að viðræðunum undir stjórn ríkissáttasemj-
ara hafi komið uppstyttan í viðræðunum á óvart.
Senn líður að þeim tíma, upp úr áramótum, er fram-
haldsskólanemar ættu við eðlilegar aðstæður að heíja nám
að nýju eftir jólaleyfi. Hafi samningar ekki tekist fyrir
þann tíma eru liðnir um tveir mánuðir frá upphafi verk-
falls. Það er því knýjandi nauðsyn að ná samningum sem
fyrst svo skaði nemenda verði ekki meiri en orðinn er.
Línur hljóta að hafa verið lagðar þegar samningar náð-
ust rétt fyrir jól milli samninganefndar Félags framhalds-
skólakennara og Verslunarskóla íslands um nýjan kjara-
samning. Verkfalli kennara við skólann hefur því verið af-
lýst. Á heimasíðu Kennarasambands íslands segir að kjara-
samningurinn felur í sér mikla hækkun grunnlauna strax
um áramót vegna stórtækra tilfærslna milli yfirvinnu og
dagvinnu.
Fram hefur komið hjá Þorvarði Elíassyni, skólastjóra
Verslunarskólans, að vinnuskipulagi kennara í skólanum
hafi nánast verið umbylt með nýja kjarasamningnum.
Aukagreiðslur, aðrar en yfirvinna utan dagvinnu, fara nú
inn í mánaðarkaup. Þetta þýðir nær tvöfóldun grunnkaups
kennara við skólann.
Sérstök bókun fylgir samningnum um kennsluskylduaf-
slátt en þar kemur fram ein helsta tilslökun kennara við
Verslunarskólann. Kennsluafslátturinn er minnkaður í
skilgreindum áföngum gagnvart starfandi kennurum við
skólann á löngum tíma. Kjarasamningurinn tekur því á því
helsta sem um hefur verið deilt. Hann byltir grunnlaunum
kennara en að sama skapi má vænta mikils samdráttar í yf-
irvinnu. Þetta er meginatriði þess sem kennarar hafa
barist fyrir enda var dagvinnuþáttur launa þeirra orðinn
talsvert lægri en hjá viðmiðunarstéttum meðal háskóla-
menntaðra ríkisstarfsmanna.
Um leið verða kjarasamningarnir gagnsærri en áður.
Menntamálaráðherra bendir á það í yfirliti sínu að með
kjarasamningi eins og gerður var í Verslunarskólanum
verði auðveldara að átta sig á því fyrir hvað er verið að
greiða enda um verulega tilfærslu frá alis kyns álagi og yf-
irvinnugreiðslum inn í dagvinnutaxta. Því auðveldi hin
nýja skipan skólameisturum og kennurum að takast á við
ný verkefni sem sé mikils virði á tímum örra breytinga og
nýmæla í námi og vinnubrögðum nemenda.
Ráðherra menntamála fagnar því þeim áfanga sem náð-
ist með Verslunarskólasamningnum og formaður Félags
framhaldsskólakennara hefur lýst því yfir að um góðan
samning sé að ræða. Trygging sé fólgin í hærra og jafnara
mánaðarkaupi en um leið fái kennarar aukna stjórnunar-
lega ábyrgð.
Sé vilji til þess hjá samninganefndum framhaldsskóla-
kennara og ríkisins ættu samningar að nást innan tíðar,
byggðir á þegar gerðum Verslunarskólasamningi. Línan
hefur verið lögð. Mikilvægt er að skólastarf geti hafist strax
upp úr áramótum. Tjón nemenda má ekki verða meira.
Jónas Haraldsson
DV
Skoðun
Byggðaröskun og kvótakerfi
Á vegum íslenskra stjórn-
valda hafa menn farið um
víðan völl, út um allan
heim, ráðherrar, þingmenn,
embættismenn og aðrar
sendiskutlur, allir til að lofa
kvótakerfið. Auðvitað eru
til útlendingar sem sjá að
þetta gjafakvótakerfi mætti
heimfærast til annarra
landa, því aldrei er sagt rétt
frá. Aldrei sagt frá brott-
kasti, byggðavanda, skuld-
setningu, réttu ástandi
fískistofnanna og ójafnvæg-
inu í samfélaginu á öllum
sviðum. - Það er búið að Ijúga alltof
miklu að útlendingum um íslenskan
sjávarútveg.
Sjávarútvegur ESB
Inn í sjónvarpsþætti Páls Bene-
diktssonar fréttamanns Sjónvarpsins
voru margir til kallaðir, þar á meðal
Jakob Jakobsson fiskifræðingur sem
ræddi um fiskveiðiráðgjöf og flski-
fræði ESB. Taldi hann að hjá ESB
hafi illa tekist til en miklu betur hjá
okkur. Ég get ekki séð að það sé
raunin, því er nú verr. Ekki hefur
Jakobi tekist að byggja upp síldar-
Grétar Mar
Jónsson
forseti Farmanna- og
fiskimannasambands
tslands
stofninn viö ísland þrátt
fyrir að farið hafi verið al-
gjörlega eftir hans ráðgjöf í
30 ár. Mest höfum við getað
veitt 120 þúsund tonn, getur
stofninn ekki orðið stærri
eða hvað?
Fiskveiðistjórnun ESB
hefur verið gagnrýnd af ís-
lenskum fiskifræðingum og
stjórnmálamönnum, þeir
hafa bent á kvótahopp hjá
ESB. Við íslendingar erum
ekki saklausir í þeim efh-
um. Ég man ekki betur en
útgerð norður í landi hafi
verið með norskt skip á kaupleigu og
fengið kvóta út á það í norsk-ís-
lensku síldinni og sé að flagga skipi
nú fyrir áramót til Færeyja til að fá
kvóta í færeyskri lögsögu.
Það eina jákvæða í þáttum Páls
Benediktssonar var umfjöllunin um
sjávarútveg ESB. En Páll minntist
ekki á veiðar útlendinga á íslands-
miðum í dag, og þar endurspeglast
þekking hans eöa þekkingarleysi á
íslenskum sjávarútvegi. Færeyingar
mega veiða loðnu, síld (norsk-ís-
lenska) við ísland, lúðu, þorsk og
meðafla svo sem löngu, keilu,
„Þáttagerðin hefur kostað milli 50 og 60 milljónir sem
eru miklir peningar, en það sem verst er að þœttimir
eru áróður meira og minna fyrir mjög ranglátu og vit-
lausu gjafakvótakerfi. “ - Aðstandendur þáttarins Alda-
hvörf, staddir í Kína.
kolmunna og annað. Norðmenn fá að
veiða loðnu og síld, keilu, löngu,
lúðu og einhvern meðafla.
ESB hefur 3000 tonna karfakvóta.
Rússar hafa leyfi til að veiða norsk-
íslenska síld og makríl. Japanir hafa
leyfi til túnfiskveiða á 5 skipum á
ári. Grænlendingar geta veitt út-
hafskarfa upp á 150 mílna landhelgis-
línuna og loðnu á íslandsmiðum. Ég
hef hér bent á það sem ég tel rangt
með farið og bent á það sem vantaði
í þættina þegar verið er að fjalla um
sögu og stöðu sjávarútvegs við aldcir-
hvörf og horft til framtíðar.
Hlægilegar vangaveltur
Þá á ég eftir að minnast á þá aðila
sem kostuöu þáttagerðina. Sumir
kalla þá aðila sem greiddu kostun
Skólar og sámkeppni
Nú í kennaraverkfalli taka margir
til máls og umræðan er undarleg að
því leyti að allir eru sammála um að
kennarar ættu að fá bætt kjör, enda
menntun mikils verð og nauðsynleg-
ust fjárfestinga og allt það. Eða rétt-
ara sagt: allir byrja á að samþykkja
nauðsyn kjarabóta kennurum til
handa, í orði að minnsta kosti. En í
næstu andrá hafa þeir sem eru rikis-
stjórnar- og markaðshyggjumegin í
tilverunni kjaftað málið í ramman
hnút. Og þeir segja eitthvað á þá leið
að kennarar séu sjálfum sér verstir,
þeir séu ekki nógu sveigjanlegir í
kerfisbreytingum og ekki nógu opnir
fyrir samkeppni og undanskilið er
að þeir verði að bæta ráð sitt ef þeir
vilja hækka sitt kaup.
Markaöslausnir
Talið um sveigjanleikann er einatt
svo þokukennt að utangarðsmaður
neyðist til að gefast upp við að botna
í því hvaö menn eru að fara. Sam-
keppnisboðskapurinn er skýrari -
Kjallari
„Skólar verða aldrei eins, en nú verður munur þeirra
meiri og eykst jafnt og þétt. Lakari skólar verða enn
fátœkari en áður að peningum og „mannauði“ og
möguleikar nemenda þeirra til framhaldsnáms þeim
mun þrengri. “ - Frá ráðstefnunni Heimili og skóli í
desember á sl. ári.
Með og á móti
eins og t.d. kom fram á dög-
unum í Morgunblaðsgrein
eftir framkvæmdastjóra Sam-
taka atvinnulífisins. En þar
er kennurum ráðlagt að efla
að sínu leyti samkeppni um
laun og nemendur, stuðla að
því að skólar séu fjárhagslega
sjálfstæðir hver um sig og fái
peninga eftir því hvernig
þeim gengur 1 samkeppni um
nemendur, einnig skuli kenn-
arar mæla með því áð „fjölga
vinnuveitendum I skólakerf-
inu“ - þ.e.a.s. með aukinni einka-
væðingu framhaldsskóla. Og muni
þá öllum vel farnast ef eftir gengur.
Menn kannast við þessar hug-
myndir, þeim er oft hampað á hægri-
væng stjómmála og það er ekki í
fyrstá sinn að átök eins og kennara-
verkfallið eru notuð til að fara með
trúarsetningar um að beita skuli
markaðslausnum á félagslega þjón-
ustu. En taki menn eftir því, að það
er undarlega lítið um að vitnað sé til
heimilda um það hvernig til tekst í
raun þar sem slíkri stefnu er fylgt.
New York Review of Books birti
nýlega úttekt á fimm bókum sem
skoða tilraunir með slíka skólasam-
keppni. Lengst var í þessum efnum
gengið á Nýja Sjálandi þar sem árið
1989 hófst allsherjarkerfisbreyting
undir samkeppnisfána. Og eins og
búast mátti við er reynslan af til-
rauninni eitthvað á þessa leið: Hvar
lenda menn?
Skólar verða aldrei eins
Breytingin kemur sér vel fyrir
hluta nemanda og hluta kennara.
Þann hluta nemenda sem eiga sér
efnameiri aðstandendur og reyndari
Arni Bergmann
rithöfundur
í skólamálum. En hlutur
annarra versnar. Skólar
verða aldrei eins, en nú
verður munur þeirra
meiri og eykst jafnt og
þétt. Lakari skólar verða
enn fátækari en áður að
peningum og „mannauði"
og möguleikar nemenda
þeirra til framhaldsnáms
þeim mun þrengri. Frjálst
val á skólum var vígorð
breytinganna en í reynd
eiga margir þess engan
raunverulegan kost að velja um
skóla. Þeir sem lægri hafa tekjur
geta ekki valið hvar þeir búa eða
kostað akstur eða aukakostnað sem
fylgir því að vera á „finni" skóla.
í stuttu máli: tiiraunir með þær
kerfisbreytingar sem einmitt vaka
fyrir þeim sem nú leggjast gegn is-
lenskum framhaldsskólakennurum
leiða til þess, að í reynd er horfið frá
viðleitni til að gefa ungu fólki jöfn
tækifæri til að vinna í skólakerfinu
úr sínum gáfum og áhuga.
Svo er annað. - Nýja-Sjáland var
áður þekkt fyrir nýjungar í kennslu-
málum og góðan meðalárangur skól-
anna. En breytingamar hafa dregið
úr samstöðu skóla um kennslustarf.
í nýju kerfi eru skólar og kennarar
ófúsari til að deila með öðrum „bestu
hugmyndum" um kennsluaðferðir og
námsgögn - vegna þess að þeir líta
nú á sig sem samkepppnisaðila fyrst
og fremst. Og hið fjárhagslega sjálf-
ræði einstakra skóla, sem lítur svo
vel út í kenningu, hefur furðu oft
leitt til stórskaðlegrar ævintýra-
mennsku og pretta. - Gáum að þessu
- með öðru.
Árni Bergmann
Mörgum finnst aö vanti meiri samkeppni
þau áhrif að olíufélögin geri
allt sem þau geta til að draga úr
kostnaði við sölu og dreifingu.
Við erum í rauninni að skapa
annan kost en við höfúm átt
fram til þessa. Ef þetta leiðir til
hagstæðari samninga við olíu-
félögin þá er tilganginum náð.
Við höfum verið í viðræðum
við félögin og erum það enn og
munum halda þeim áfram. Það
er í sjálfu sér ekki keppikefli að
fjölga aðilum sem selja olíu ef
samkeppnin er viðunandi hjá
sem eru í þessari starfsemi.
tilraun til að kanna nýjan
J „Það má segja að
þetta séu ákveðin
K tímamót og málið
getur vissulega þró-
ast í ýmsar áttir.
Ekkert er útilokað. En það sem
við erum að reyna að gera er
ekki flókið, við erum einfald-
lega að ná fram meiri hagræð-
ingu, spara útgerðinni peninga
og veitir sannarlega ekki af.
Mörgum í okkar hópi finnst að
það mætti vera meiri og virk-
ari samkeppni í olíuverslun-
inni. Við ákváðum að kanna þennan
möguleika, að selja olíu beint úr olíu-
skipum í höfnum. Ég vona að þetta hafi
Q
Friðrik J.
Arngrímsson
framkvæmdastjóri
LÍÚ
hinum
Þetta er
kost.“
Uíuverslun útgerðarmanna
Skiljanleg gremja bitnar á seljendum olíuvara
það ráð að versla heldur við
útlendinga en íslensku olíufé-
lögin. Það er gert á jólum, þeg-
ar gjörvallur íslenski flotinn
er í höfh og afgreiðsla því með
auðveldara móti. Margt bend-
ir til að verðlækkun sé vænt-
anleg á olíu á íslandi vegna
lækkandi innkaupsverðs. Við
þessum viðbrögðum hags-
munasamtaka útgerðarmanna
er lítiö að segja. Við hjá Skelj-
ungi óskum eftir áframhald-
andi góðum samskiptum við
íslenska útgerðarmenn og munum
' '"IzSx'i „Mikil hækkun
■ á °líu á heims-
markaði á undan-
r fómum misserum
hefur bitnað mjög
á mörgum íslenskum fyrir-
tækjum og einstaklingum. í
sumum tilvikum hefur skilj-
anleg gremja verið látin bitna
á seljendum olíuvara á ís-
landi, íslensku olíufélögunum.
Við hjá Skeljungi höfum bitið
á jaxlinn og reynt að taka því
sem að höndum ber, þó við
fáum engu ráöið um hvernig mál þró-
ast á heimsmarkaði. Hagsmunasam-
tök útgerðarmanna hafa nú brugðið á
Kristinn
Björnsson
forstjóri Skeljungs
gera okkar besta til að tryggja þeim
besta verð, gæði og þjónustu."
Danska olíuskipiö Sophle Theresa er í Vestmannaeyjum og færlr útgerðlnni jólagtaðnlng í forml ódýrara eldsneytls. A þennan hátt eru útgerðarmenn komnir í vlssa
samkeppnl vlð olíufélögln þrjú, sem selja olíuna á talsvert óhagstæðara verði. Ekki eru allir á elnu máli um réttmæti þess að útvegsmenn efni til slíkrar jólasölu á olíu.
þáttanna Mafiu. Það geri ég ekki, ég
kalla þetta klíku, því þó að nokkur
fyrirtæki og stofnanir kosti gerð
þáttanna þá eru þetta sömu aðilarnir
að stórum hluta, SH, SÍF, ÍS, LÍÚ,
Nýsköpunarsjóður með stjórnarfor-
manninn Arnar Sigurmundsson í
broddi fylkingar, sjávarútvegsráðu-
neyti með 10 milljóna styrk, og síðast
en ekki sfst borgar Ríkissjónvarpið
10 milljónir fyrir sýningarréttinn. -
Þáttagerðin hefur kostað milli 50 og
60 milljónir sem eru miklir peningar,
en það sem verst er að þættirnir eru
áróður meira og minna fyrir mjög
ranglátu og vitlausu gjafakvótakerfi.
Ýmsar vangaveltur Páls Bene-
diktssonar virkuöu hlægilegar, eins
og sú að fara svokallaða fyrningar-
leið og taka bara 1% af kvóta til baka
á ári, Fyrningarleið er í lagi ef kvót-
inn kæmi til baka á 5 árum. En þaö
er auðvitað hans mál og hans skoð-
anir og dæma sig sjálfar. Ég get ekki
ímyndað mér að hægt verði að fá fé
frá Sjónvarpinu, Sjávarútvegsráðu-
neytinu eða Nýsköpunarsjóði til að
gera þáttaröð um gallaða fiskveiði-
stjómun á íslandi. - En það má þó
reyna.
Grétar Mar Jónsson
Ummæli
Afmarkaður dómur
„Ég efa það ekki eina
mínútu að Alþingi sam-
þykki með hraði lög
sem eru réttarbót fyrir
öryrkja í landinu ... Við
litum svo á, að dómur
Hæstaréttar taki á mjög afmörkuöum
þætti og það væri að mínum dómi al-
varlegt ef ekki mætti tekjutengja. Þá
væri aldrei hægt að koma til móts við
þá sem minnst mega sín. Ég teldi illa
komið ef sá sem hefur hálfa milljón í
mánaðarlaun fær jafnmikið í opinber-
ar bætur og sá sem hefur hundrað
þúsund krónur á mánuði."
Ingibjörg Pálmdóttir heilbrigöisráöherra
í Degi 23. desember.
Lög og pólitík
„Ef launþegi gefur út
innstæðulausar ávísanir
fyrir háum fjárhæðum
má hann búast við
þungum kárínum og
jafnvel vist á Hrauninu.
Þetta eru lög. Ef einstök ráðuneyti eða
Alþingi spreða tugum eða hundruðum
milijóna umfram allar heimildir vegna
Þjóðmenningarhúss og í nýjar skrif-
stofur þingmanna er enginn ábyrgður
og því engin krafa gerð um refsingu. -
Þetta er pólitík."
Sæmundur Guövinsson blaöamaöur I
Mbl. 23. desember.
Alþingi verði kallað saman
„Það er að mínum
dómi ekkert sem stendur
í vegi fyrir því að öryrkj-
um verði greiddar út
þær bætur sem Hæsti-
réttur dæmdi þeim. En ef
í ljós kemur að nauösynlegt sé að
breyta lögum til að greiða öryrkjum
bætur, í samræmi við dóm Hæstaréttar,
er eðlilegt að Alþingi verði kallað sam-
an milli jóla og nýárs og nauðsynlegar
breytingar gerðar á lögum til að greiða
öryrkjum út þær bætur sem ranglega
hafa verið af þeim teknar."
Ögmundur Jónasson alþm.
1 Degi 23. desember.
Jarðgangaþref
„Verði Siglufjarðar-
göng látin ganga fyrir
þannig að jarðgangagerð
á Austfjörðum tefjist í 5
eða 6 ár þá má ríkis-
söórn Davíðs Oddssonar
mín vegna sjá sína sæng útbreidda,
missa þingmeirihlutann sem hún hefur
og biðjast fyrir um hverja helgi ásamt
Hjörleifi Guttormssyni og fleiri álvers-
andstæðingum. Þingmenn Austfjarða
geta aldrei fallist á að þeirra kjördæmi
sitji áfram á hakanum f jarðgangagerð
þó að þingmenn Norðurlands eystra og
vestra verði á öðru máli.“
Guömundur Karl Jónsson. Úr opnu
bréfi i Mbl. til samgönguráöherra
............... . 23. deSember.
Fallandi framleiðni
í okkar þjóðfélagi er lftil
framleiðniaukning. Fram-
leiðni stendur í stað í mörg-
um starfsgreinum og í sum-
um fer hún jafnvel minnk-
andi. í hefðbundnum at-
vinnugreinum er fram-
leiðni almennt lítil. Fram-
leiðni minnkar víða í opin-
bera kerfinu. Þá veldur op-
inber ofstjómun á ýmsum
sviðum minnkandi fram-
leiðni í þjóðfélaginu.
Framleiðni
Framleiðni er mælikvarði á af-
kastagetu og ekki flókið hugtak. Tök-
um fyrirtæki með 100 manns. Segj-
um að starfsmönnum sé fækkað um
tvo án þess að afköst minnki. Fram-
leiðsla á mann hefur þá aukist um
2% og framleiðni fyrirtækisins
einnig. Geta fyrirtækja til að fram-
leiða sífellt meira meö sama mann-
afla, fé og aðfóngum er kölluð fram-
leiðniaukning. Þegar framleiðnin
vex batnar afkoma fyrirtækisins.
Það lækkar söluverð, bætir sam-
keppnisstöðu sína og skilað auknum
hagnaði.
Unnt er að mæla framleiðni og
framleiðniaukningu í flestum starfs-
greinum einkarekstrar og opinberr-
ar starfsemi. Sé framleiðniaukning í
þjóðfélaginu í heild fáum við stöðugt
meiri afköst með sama mannafla og
aðfóngum. Við það verða meiri verð-
mæti til skiptanna. Sé lítil eða engin
framleiðni kemur þaö niður á sam-
keppnisstöðu okkar gagnvart öðrum
þjóðum. Sérfræðingar fjármálafyrir-
tækja hafa nýlega vakið athygli á lít-
illi framleiðniaukningu hér á landi. í
framhaldi af því hafa spunnist
nokkrar umræður.
Framlelðni fyrirtækja
Framleiðni fyrirtækja hér á landi
hefur lengi verið minni en í þróuð-
um iðnríkjum. Menn hafa þó ekki
haft af því áhyggjur. Greinarhöfund-
ur hefur nokkrum sinnum vakið at-
hygli á lítilli framleiðni í bankakerf-
inu og byggingariðnaði án umtals-
verðra viðbragða. Nú eru augu
manna þó að opnast fyrir mikilvægi
þess að framleiðni fyrirtækja aukist.
Bankakerfið hefur lengi verið skóla-
bókardæmi um fyrirtæki með litla
framleiðni. Hinn mikli munur inn-
lánsvaxta og útlánsvaxta er talandi
dæmi um stöðu íslenskra lánastofn-
ana.
Framleiðni fjármálafyrirtækja fer
einnig minnkandi því þensla fjár-
málageirans er meiri en svarar til af-
kasta hans. Þess vegna felst í því
viss kaldhæðni að einmitt starfs-
menn fjármálafyrirtækja veki at-
Stefán
Ingólfsson
verkfræöingur
hygli á lítilli framleiðni-
aukningu í þjóðfélaginu. í
mörgum hefðbundnum at-
vinnugreinum er fram-
leiðni lítil. Sem dæmi má
nefna byggingariðnaðinn.
Fyrir liðlega áratug var
framleiðni vinnuafls í bygg-
ingariðnaði helmingi minni
en í Danmörku. Framleiðni
í atvinnugreininni hefur
reyndar farið minnkandi í
áratugi. Byggingarkostnað-
ur hækkar stöðugt meira en
almennt verðlag. Nemur
munurinn liðlega 1% á ári. Hækkun-
ina má aðallega rekja til aukinna op-
inberra krafna og álagna. Hluta
hennar, minnst 0,1% á ári, má þó
rekja til minnkandi framleiðni í
byggingariðnaði.
Minnkandi framleiðni í opin-
bera kerfinu
Framleiðni í opinbera kerfinu er
fallandi. Rekstrareiningar þurfa
stöðugt aukið fé til að reka óbreytta
starfsemi. í opinbera kerfinu er
einnig ofstjómun sem leggur gagns-
lausa vinnu á einstaklinga, fyrirtæki
og opinberar stofnanir og minnkar
þannig framleiðni þjóðfélagsins alls.
Greinarhöfundur athugaði fyrir ára-
tug hvemig rekstrarkostnaðar tiltek-
innar ríkisstofnunar þróaðist. Stofn-
unin hafði sömu verkefni allt tíma-
bilið sem athugunin náði til og ekki
var sýnileg aukning í afköstum eða .
gæðum. Rekstrarkostnaður stofnun-
arinnar óx til jafnaðar um 2% á ári
reiknað á föstu verðlagi. Framleiðni
hennar féll sem þvi nam, 20% á ára-
tug. - Unnt er að finna mörg verri
dæmi.
Ofstjórnun opinberra aðila veldur
líka minnkandi framleiðni í þjóðfé-
laginu. Sem dæmi má taka setningu
laga um fjöleignarhús. I reglugerð
sem þeim fylgir er lögð mikil og
óþörf vinna á ráðgjafa sem gera
eignaskiptayfirlýsingar og starfsfólk
byggingafulltrúaembættanna. Fyrir-
mæli reglugerðarinnar eru með ólík-
indum. Reikna skal sjö gerðir af flat-
armáli og rúmmáli fyrir hverja ein-
ingu hvers einasta húss. Sé flatarmál
stiga ekki reiknað eða sameign auð-
kennd með gulum lit á teikningum
er skjalinu umsvifalaust hafnað.
Vinna við þennan geira hefur
minnst fjórfaldast með tilkomu
reglugerðarinnar. Vegna hennar
þarf fleiri vinnandi menn til að leysa
sama verkefni. Framleiðni í þjóðfé-
laginu minnkar.
Stefán Ingólfsson
„Ofstjórnun opinberra aðila veldur líka minnkandi fram-
leiðni í þjóðfélaginu. Sem dœmi má taka setningu laga
um fjöleignarhús. í reglugerð sem þeim fylgir er lögð mik- ^
il og óþörf vinna á ráðgjafa sem gera eignaskiptayfirlýs-
ingar og starfsfólk byggingafulltrúaembættanna. “