Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2000, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2000, Page 22
26 Tilvera FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 DV Glæsilegt úrval Glæsilegt úrval af handunnum rúmteppum, dúkum, Ijósum og gjafavörum. Árshótíðadress fyrir börn og fullorðna, samkvæmisveski. Matta rósin 20% afsl. Pelsar í úrvali op» Sigurstjarnan virka daaa 11-18, ( bláu húsi við Fákafen. lougord. 11-16 Sími 588 4545. Bring It on: Klappstýrukeppnin Á nýársdag verður tekin til sýn- ingar í Sam-bíóunum, Háskólabíói, Nýja bíói, Keflavík og Nýja bíói, Akureyri, Bring It on, ný kvik- mynd sem fjallar um háskólastúlk- ur sem hafa það að áhugamáli að vera klappstýrur. Mynd þessi naut mikilla vinsælda í Bandaríkjunum á haustmánuðum. í myndinni segir frá undirbún- ingi klappstýruliða fyrir meistara- keppni í greininni. Torrance Shipman (Kirsten Dunst) er fyrir- liði San Diego-menntaskólans og í hennar augum kemur ekkert annað til greina en sigur. Torrance er í skóla sem hefur allt til alls og styð- ur vel við bakið á liði sínu. Helsti keppinauturinn er Clovers-mennta- skólinn þar sem fyrirliði er Isis (Gabrielle Union). Þarf hún auk þess að þjálfa að hafa fyrir því að safna peningum svo lið hennar geti verið þátttakandi. Mikið á eftir að ganga á áður en sjálf keppnin hefst, til að mynda eru ekki allir sann- færðir um að liðið hennar Torrance sé löglegt. -HK Slakaö á fyrir átökin Kirsten Dunst fyrir miðri mynd í hlutverki klappstýrufyrirliðans. Gullna skálin: ^ James Ivory á slóðum Henry James Dancer in the Ðark ★★★★ Dancer in the Dark er há- melódramatísk sápuópera, gerð af hjartans einlægni og miklu næmi - en um leið læðist stöðugt að manni sá grunur að Von Trier sé aö skemmta sér við að hafa áhorfand- ann að fifli. -ÁS ikíngut Kylfingurinn og kylfusveinninn Matt Damon í hlutverkum sínum og eru komnir á golfvöllinn. Þjóðsagan um Bagger Vance: Golf og til- gangur lífsins Charlize Theron leikur kærustu kylfingsins. Robert Redford hefur á undanförn- um árum skipt tíma sínum á milli þess að leika og leikstýra og stundum verið í báðum hlutverkum. í nýjustu kvikmyndinni sinni, The Legend of Bagger Vance, er hann eingöngu fyrir aftan kvikmyndavélina og lætur leik- arana Matt Damon, Will Smith og Charlize Theron njóta sín. Matt Damon leikur fyrrverandi stríðshetju úr fyrri heimsstyrjöldinni sem þjáist af hryllingi stríðsins þegar heim er komið til Bandaríkjanna. Hann þarf að byggja upp líf sitt að nýju og endurvinna ást fyrrver- andi kærustu sinnar sem leikin er af Charlize Theron. Fyrir stríð hafði persóna Matt Damons leikið golf og náð langt. Hann ákveður að taka upp golfiðkunina að nýju en gengur treg- lega til að byrja með. Það er ekki fyr- ir en kylfusveinninn hans, leikinn af stórstjörnunni Will Smith, kennir honum leyndarmál hins fullkomna golfhöggs sem í þessu tilfelli reynist vera lykillinn að tilgangi lífsins. Matt Damon haíði aldrei leikið golf áður en hann tók að sér hlutverkið. Golfkennarinn Tim Moss fékk það verk í hendurnar að gera hann að það góðum kylfingi að sveifla hans væri sannfærandi, sem sagt að fá Matt Damon til að hitta boltann. Þeir eyddu vel yfir hundrað klukkutímum og að sögn Moss var Damon fljótur að átta sig á íþróttinni og ná tökum á kylfunum. Damon segist í kjölfarið hafa ánetjast golfinu það mikið að nú noti hann hverja frístund sem hann á til að spila golf. Will Smith kunni meira fyrir sér í íþróttinni: „Það eru um það bil sex ár síðan ég sló mitt fyrsta högg og ég hef af og til verið að fara í tíma hjá fremstu golfkennurunum. Það var því kjörið tækifæri fyrir mig að leika í myndinni og fá sem aukabónus kennslu hjá færum atvinnu- mönnum." Robert Redford hafði lengi verið einn vinsælasti leikari Bandaríkjanna þegar hann sneri sér að leikstjórn og sló í gegn með sinni fyrstu kvik- mynd, Ordinary People, sem hlaut óskarsverðlaun sem besta kvikmyndin. The Legend of Bagger Vance er sjötta myndin sem hann leikstýrir. Aðrar myndir hans eru The Milagro Beanfield War, A River Runs Through It, Quiz Show og The Horse Whisperer. ★★★ Góð kvikmynd sem byggir á þjóðsagna- og ævintýrahefð. Myndin fjallar um grænlenskan dreng sem rekur á íslandsstrendur í vetrar- hörkum. Aðall myndarinnar er líkt og í góðum ævintýrum, barnsleg einlægni sem skilar sér til áhorf- enda. Mest áhersla er lögð á sam- band Bóasar og Ikínguts og þar mæðir mikið á hinum ungu leikur- um, Hjalta Rúnari Jónssyni og Hans Tittus Nakinen. Drengirnir ná upp sérlega góðum og einlægum sam- leik. Góð fjölskylduskemmtun. -HK Snatcfi irirk Snatch er fyndin, hröð og per- sónur fjölbreyttar og skrautlegar. Ef áhorfendur geta liðið ofbeldið, sem er mikið og gróft, þá er Snatch frábær skemmtun með sterkum höfundarein- kennum leikstjórans Guy Ritchies. Stíll Ritchies gerir út á hraða, stutt samtöl, ofbeldi og margar persónur sem fá að mestu leyti jafnmikið pláss í myndinni. Þetta tekst honum af snilld, sérstaklega þegar að því er gáð að handritið er innantómt. -HK Den eneste Ene irirk Den eneste Ene er bæði ósköp dönsk og alls ekki. Það má eiginlega segja að þetta sé rómantísk gaman- mynd af ameriskri sort sem flutt hef- ur verið til Danmerkur: einfeldnings- leg trú á ástina, árangurslaus fram- vinda sögunnar, hamingjusamur endir og feel-good-andi sem svífur yfir vötn- unum. Persónumar eru hins vegar danskar og samfélagið skandinavískt. Það að þessi blanda skuli ganga upp gerir Den eneste Ene nokkuð merki- lega mynd. -GSE Robert Redford á tali við Charlize Theron meðan á upptökum stóð. Charlotte Stant Uma Thurman leikur þessa tilfmningaþjáðu veru sem þykir eftirtektarverð- asta persóna sögunnar. Háskólabíó frumsýnir á nýársdag The Golden Bowl, nýjustu kvik- mynd þrieykisins, Ivory, Merchant og Jhabvala, sem á að baki margar frábærara kvikmyndir eins og Howard’s End, Remains of the Day, A Room With A View og Surviving Picassos, svo nokkrar séu nefndar úr hópi gæðamynda. í þetta sinn er '• þríeykið á slóðum Henry James og er það James Ivory sem leikstýrir útgáfu þeirra af skáldsögu James, The Golden Bowl. Henry James hefur á undanförn- um árum verið í miklu uppáhaldi hjá kvikmyndaleikstjórum sem vilja láta taka sig alvarlega og á ti- unda áratugnum voru tiu sögur hans kvikmyndaðar. Þekktustu myndirnar frá þessum áratug eru Portrait of a Lady, The Wings of the Dove og Washington Square. Þrí- eykið sem stendur að baki The Golden Bowl hefur kvikmyndað ívær af skáldsögum Henrys James, The Europeans (1979) og The Bostonians (1984) svo þau ættu að . oekkja baksvið sagna James vel. The Golden Bowl gerist í Englandi og á Ítalíu á árunum 1903 : il 1909 og er saga um tvö hjónabönd >g persónurnar sem þau mynda. 'egar myndin hefst er Americo >rins að hefja búskap með Maggi, lóttur ríks Bandaríkjamanns. hinsinn vill ekki sleppa hendinni :if ástkonu sinni Charlotte Stant og ylgjumst við með þeim eiga sinn uðasta ástarfund um leið og tilvon- mdi brúðgumi velur brúðkaupsgjöf íanda brúði sinni. Örlögin haga því ;vo til að Charlotte Stant giftist \dam Verver, föður Maggie, þannig >ð fjölskyldulífið verður flókið svo ekki sé meira sagt enda taka prins- :nn og Charlotte fljótt upp fyrra iamband og halda að þau geti kom- ist upp með það vegna þess hve makar þeirra eru værukærir. Þetta er þó hinn mesti misskilningur eins og kemur i ljós. í helstu hlutverkum eru úr- valsleikarar á borð við Uma Thur- man, Nick Nolte, Jeremy Northam, Kate Beckinsale, James Fox og Madelaine Potter. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.