Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2000, Side 24
!8
FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000
Tilvera
x>v
.1 í f iö
E F T l R V l N N U
Standardar a
Múlanum
Kvartett Ásgeirs Ásgeirssonar
spilar á Múlanum á Kaffi
Reykjavík í kvöld.
Ásgeir er nýkominn heim úr
framhaldsnámi í g+itarleik í
Hollandi en með honum leika
Róbert Þórhallsson á
kontrabassa, Vignir Þór
Stefánsson á pianó og Matthías
Hemstock á trommur.
Kvartettinn leikur þekkta
djasstandarda og hefjast
tónleikarnir kl. 21.
Klúbbar
■ LANP OG SYNIR AFTUR A
GAUKNUM Jólin eru ekki búin enn
og þess vegna ætla töffararnir í
Landi og sonum að mæta með jóla-
fjörið á Gauk á Stöng aftur í kvöld.
Krár
■ SIXTIES A KAFFI REYKJAVIK
> Hljómsveitin Sixties spilar á Kaffi
Reykjavík í kvöld og það kostar 500
kr. inn.
Kabarett
■ UPPISTANDT HÁFNÁRFIRÐÍ Á
Kaffi Firði í Hafnarfirði verður
uppistandi í kvöld. Fjóriri grínistar,
Harry hinn finnski. Daníei, Björn og
Gunnar ætla ap sjá um að
áhorfendur hlæi af sér jólaspikið.
Fjörið hefst upp úr kl. 21.
Sveitin
■ GREIFARNIR A LUNDANUM
Greifarnir verða á ferð og flugi um
allt land yfir hátíðarnar. I kvöld spila
þeir á Lundanum í Vestmannaeyj-
um.
n ■ BUTTERCUP Á SJALLANUM
Hljómsveitin Buttercup verður á
Sjalianum á Akureyri í kvöld og spil-
ar fyrir djammara.
■ SÓLDÖGG Á HÓTEL HÚSAVÍK
Strákarnir í hljómsveitinni Sóldögg
ætla að spila á Hótel Húsavík í
kvöld.
Leikhús
■ ÁBIGAIL HELDUR PARTÍ Ábfgail
lieldur partí eftir Mike Leigh sýnt í
kvöld kl. 20 á litla sviði Borgarleik-
hússins.
■ GÓÐAR HÆGÐIR Draumasmiðj-
an sýnir leikritið Góðar hægðir eftir
Auði Haraids í Tjarnarbíói í kvöld kl.
20.
, ■ MISSA SOLEMNIS I dag kl.
17.30 verður sýndur í
Kaffileikhúsinu einleikurinn Missa
Solemnis eða í öðrum heimi eftir
finnsku leikkonuna og leikstjórann
Kristiinu Hurmerinta. Leikari er Jór-
unn Sigurðardóttir og leikstjóri er
höfundurinn Kristiina Hurmerinta.
■ SKÁLDANÓTT I kvöld kl. 20 verð-
ur Skáldanótt eftir Hallgrím Helga-
son sýnd á Stóra sviöi Borgarleik-
hússins.
■ SÝND VEIÐI Leikritið Sýnd veiöi
sýnt í kvöld kl. 20 í Iðnó.
■ VITLEYSINGARNIR { kvöld kl. 20
% verður jólasýning á Vitleysingunum
eftir Ólaf Hauk Símonarson í Hafnar-
fjaröarleikhúslnu. Örfá sæti laus.
■ Á SAMA TÍMA SÍÐAR Á sama
tíma síðar sýnt í kvöld í Loftkastal-
anum kl. 20. A-kort gilda.
■ HORFÐU REIÐUR UM ÓXL
Horföu reiður um öxl eftir John Os-
l born verður sýnd í kvöld kl. 20 í
Þjóðleikhúslnu.
Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is
Djass á Kaffi Reykjavík:
Vonandi bíta útgefendur á agnið
- „reyni ad flytja inn djassleikara á hverju ári,“ segir Sunna Gunnlaugsdóttir
I níunda sæti yfir bestu
diska ársins
„Ég byrjaði að læra á orgel frekar
ung og fór síðan í tónlistarskóla FÍH
þar sem ég hafði mikinn áhuga á
djassi. Að því námi loknu fór ég til
Bandarikjanna til að læra meira, ég
hef bæði verið í tónlistarskóla og í
einkanámi. Ég fór út 1993 og hef ver-
ið mikið í New York síðan. Þetta er
annar diskurinn minn, hinn kom út
1997 og heitir „Far far away“. Þegar
sá diskur kom út fór ég hringinn í
kringum landið með tríó og það
gekk mjög vel. Undanfarin ár hef ég
reynt að flytja inn djassleikara og
halda tónleika á hverju ári,
Ég er að vonast til að fá „Mind-
ful“ gefinn út fljótlega. í apríl spil-
aði ég á tónleikum í Virginíuríki
fyrir íslenska sendiráðið og i fram-
haldi af því kom ég disknum á fram-
færi hjá dagblaði þar í von um að
fjallað yrði um hann. Það var að
visu ekkert nýtt skrifað um hann
við það tækifæri en fyrir stuttu
frétti ég að gagnrýnandi blaðsins
hefði sett hann i niunda sæti yfir
bestu diska ársins. Þetta er eini
FJölskyldumál
Diskurinn er ekki formlega kominn út
Sunna Gunnlaugsdóttir, djassleikari og tónskáld, er að gera þad gott í Bandaríkjunum og diskurinn hennar „Mindful"
var kosinn níundi besti diskurinn á árinu.
djassdiskurinn á listanum og 'eini
diskurinn sem ekki er gefinn út af
stórum útgefanda. Ég er því að vona
að þetta bæti stöðuna hjá mér og að
stóru útgefendurnir biti á agnið.“
Gömul íslensk lög í nýjum út-
setningum
„Lögin á „Mindful" eru öll frum-
samin og eftir mig. í framtíðinni
langar mig að gefa út gömul íslensk
lög í nýjum útsetningum og hef ver-
ið að kynna útgefendum demó.
Þetta eru lög eins og Höllukvæði,
Komdu inn í kofann minn og svo
lög við íslensk ljóð. Ég er búin að
klambra saman þremur lögum við
ljóð Tómasar Guðmundssonar og
Við hver áramót erum við vön að
spá í það hvemig hlutirnir hafa nú
gengið hjá okkur og hvað framtíðin
muni bera í skauti sér. Á þessum
tímamótum er fróðlegt að velta því
fyrir sér hver staða fjölskyldunnar
eiginlega er hjá okkur uppi á íslandi
nú þegar horft er til nýrrar aldar.
Staöa fjölskyldunnar
Því miður verður að segjast eins og
er að fjölskyldan og málefni hennar
hafa dregist nokkuð aftur úr hér á
landi miðað við það sem gengur og
gerist 1 löndunum kringum okkur.
Sumir segja að það sé nú bara vegna
þess að við séum þannig gerðir, ís-
lendingar, við séum ekkert að velta
okkur upp úr hlutunum. Þegar á eigi
að herða sjái fjölskyldan um sína.
Fjölskyldan er öryggisnetið sem við
treystum á. En hvað gerist þegar að-
stæður eru þannig að fjölskyldan sjálf
er í upplausn? Eða þegar stórfjölskyld-
an getur ekki lengur gegnt hlutverk-
inu sem einu sinni var? Hlutverk
hennar er sífellt að minnka í nútima-
samfélagi og stofnanir þjóðfélagsins
hafa meira eða minna tekið við af
henni.
Fjölskyldan skiptir okkur öll miklu
máli og velferð hennar. En af ein-
hverjum ástæðum erum við svo hóg-
vær að við látum ekki í okkur heyra
þegar á hana er gengið. Til þess að
gera sér í hugarlund stöðu fjölskyld-
unnar í dag skulum skoða nokkur
dæmi um aðstæður sem þyngja róður-
inn hjá fjölskyldum á tslandi við upp-
haf nýrrar aldar.
Langur vinnudagur
Til að byrja með má nefna að hér á
landi er lengri vinnudagur en hjá
nokkrum af nágrönnum okkar í Evr-
ópu. Laun eru lægri en þar, þannig að
yfirvinna og aukavinna eru nauðsyn-
Börn að leik
Þó aö vinnudagur sé langur eru gæsluúrræöi fyrir börnin á engan hátt sam-
bærileg viö það sem býöst hjá nágrönnum, okkar.
Fjölskyldan er öryggisnetið
sem við treystum á. En hvað
gerist þegar aðstæður eru
þannig að fjölskyldan sjálf er í
upplausn? Eða þegar stórfjöl-
skyldan getur ekki lengur
gegnt hlutverkinu sem einu
sinni var? Hlutverk hennar er
sífellt að minnka í nútíma-
samfélagi og stofnanir þjóðfé-
lagsins hafa meira eða minna
tekið við af henni.
Fjölskyldan skiptir okkur öll
miklu máli og velferð hennar.
En af einhverjum ástæðum
erum við svo hógvær að við
látum ekki í okkur heyra þeg-
ar á hana er gengið.
leg ef fjölskyldan á að láta enda ná
saman. Það reynist reyndar mörgum
erfitt samt. Launin duga ekki til. Sýna
biðraðir hjá Mæðrastyrksnefnd nú
fyrir jólin hversu alvarlegt málið í
raun er.
Þó að vinnudagur sé langur eru
gæsluúrræði fyrir bömin á engan
hátt sambærileg við það sem býðst hjá
nágrönnum okkar, t.d. á Norðurlönd-
unum. Enda störf fóstra og kennara
lítils metin til launa. Langar fjarvistir
valda spennu og deilum á heimilum.
Mörg fyrirtæki reka orðið skyn-
samlega tjölskyldustefnu þar sem
reynt er að koma til móts við þarfir
fjölskyldunnar. En allt of mörg láta
sig það engu skipta.
Ef börnin veikjast eigum við for-
eldrarnir aðeins rétt á sjö veikinda-
dögum á meðan Norðurlandabúar fá
90-160 daga. Ef við hin fullorðnu
veikjumst eða verðum öryrkjar þá
við ætlum að frumflytja þau á tón-
leikunum í kvöld. í þetta sinn verða
bara þessir einu tónleikar þar sem
ég er að fara aftur til New York á
laugardaginn."
-Kip
Fjölskyldan árið 2001
Þórhallur
Heimisson
skrifar um
fjölskyldumál á
miðvikudögum
hrynur í raun grundvöllur fram-
færslu fjölskyldunnar. Örorkubætur
eru hér lægri en í nokkru öðru landi
í Vestur-Evrópu .Eins og Hæstiréttur
hefur úrskurðað hafa stjórnvöld
meira að segja brotið mannréttindi ör-
yrkja með því að tekjutengja bætur
þeirra og hafa þannig af þeim það litla
sem þeir þó fá. Ekki eru sjúkradag-
peningarnir betri en örorkubætur.
Barnabætur eru síðan kapítuli út af
fyrir sig. Barnabætur tekjutengjum
við hjá foreldrum barna eldri en 7 ára.
Samtímis líta aðrir Evrópubúar á
barnabætur sem eign barnanna óháð
foreldrunum.
Heilbrigöiskerfiö
Svo má bæta við vangaveltum um
húsnæðismarkaðinn. Eru ekki 600
manns á biðlista eftir félagslegum
ibúðum? Það geta ekki allir keypt eða
byggt, þó allir séu efalaust „í gist-
ingu“ einhvers staðar.
Að lokum má nefna tvö dæmi úr
heilsugeiranum. Þurfi barnið þitt á
tannréttingum að halda er eins gott
fyrir þig að hafa drjúg laun þvi þær
þarft þú að borga að mestu sjálfur.
Tannréttingar eru taldar sjálfsagður
hluti heilsuverndar bama í Vestur-
Evrópu og því ókeypis þar. Og ef
barnið þitt er geðfatlað eru fá úrræði
í boði en biðlistar eftir aðstoð langir.
Svona mætti lengi telja. Það er
kannski ekkert undarlegt að skilnað-
arhlutfallið skuli vera eins hátt hér á
landi og raun ber vitni við upphaf 21.
aldarinnar? Ef við viljum að aðstæður
fjölskyldna á íslandi séu á nýrri öld
sambærilegar við það sém gerist í
löndunum í kringum okkur er svo
sannarlega kominn tími til að bretta
upp ermarnar.
Sunna Gunnlaugsdóttir djassleik-
ari mun halda tónleika á Kaffi
Reykjavík í kvöld. Sunna er hér á
landi í stuttri heimsókn yfir jólin en
hún hefur verið búsett í New York
undanfarin ár. Á tónleikunum mun
hún tlytja efni af diski sínum
„Mindful" ásamt Kristjönu Stefáns-
dóttur söngkonu, Joris Tepper
bassaleikara og Scott McLemore
trommuleikara.
„Mindful" var tekinn upp í des-
ember á siðasta ári og kvartettinn
sem leikur með Sunnu á honum
hélt tónleika hér á landi í mars síð-
astliðnum. Sunna segir að diskur-
inn sé ekki formlega kominn út en
hún standi í samningum við tvo er-
lenda útgefendur sem hafi sýnt hon-
um áhuga.