Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2000, Blaðsíða 28
Gleðilega hátíð Bílheimar FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fulirar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 Gúndaganga / gær voru liöin tvö ár frá því Guömundur ísar Ágústsson lést í bílslysi, fjórtán ára gamall. Af því tilefni stóöu fjölskylda hans og vinir fyrir minningartónleikum Gúnda í Fossvogskirkjugaröi. Þetta er í annaö sinn sem efnt er til Gúndagöngu á dánardegi hans. Sjá bls 29. DV-MYND INGÓ /' Neskirkju og göngu þaöan aö leiöi * 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Vann 30 milljónir: Orðlaus Sigurður Líndal lagaprófessor um dóm Hæstaréttar: og brugðið Rúmlega fertug kona í austurbæ Reykjavlkur vann liðlega 30 milljónir í Happdrætti Háskóla íslands í gær- kvöldi. Þegar konunni var tilkynnt um vinninginn símleiðis af starfs- mönnum happdrættisins kom hún ekki upp orði og var auðheyrilega ^j^rugðið. Hún hvorki hrópaði upp yfir sig né lét segja sér tíðindin tvisvar eins og títt er við slikar aðstæður. Konan átti fimmfaldan trompmiða á númerinu 15133 og að auki einfald- an miða á sama númeri. Fimmfaldur trompmiði hjá Happdrætti Háskóla ís- lands kostar 4000 krónur á mánuði og einfaldur miði 800 krónur. Árlegur kostnaður vegna miðanna er því 57.000 krónur. Vinningshafmn fékk milljón króna vinning á þetta sama númer fyrir einu ári. Hinn nýbakaði milljónamæringur hefur óskað nafnleyndar en á heimili hennar er búsettur karlmaður, sem að öllum likindum er eiginmaður henn- ar, og tvö böm. Heimilið hefur póstá- ritunina 108, Reykjavík. -EIR Tekjutenging Ognaði lögreglu með fiskigoggi a undanhaldi Karlmaður varð heldur æstur á dansleik á Flateyri á þriðjudagskvöld- ið og þegar lögreglumenn fóru að skipta sér af honum hafði hann í hót- unum við lögreglu og fleira fólk. Að sögn lögreglunnar á ísafirði sveiflaði maðurinn einnig fiskigoggi í kringum sig máli sínu til stuðnings. Maðurinn var handtekinn og færö- ur í fangageymslur á ísafirði. Er runnið hafði af manninum var hann yfirheyrður og síðan sleppt. -SMK Sigurður Líndal lagaprófessor segir aðspurður um Siguröur Líndal jað hvort nýgenginn dómur i svokölluðu öryrkjamáli sé for- dæmisgefandi að tilfinning sín sé sú að tekjutengingar vegna ýmissa greiðslna i þjóðfé- laginu séu á undan- haldi. Sigurður seg- ir að í þessum efn- um sé hægt að hafa Stíflan farin „Sú stífla sem varð til þess að upp úr slitnaði sl. fóstudag er út af borð- inu,“ sagði Elna Katrin Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakenn- ara, en viðræður samninganefndar þeirra og ríkisins komust aftur á skrið í gær. Þórir Einarsson ríkis- sáttasemjari kvaðst í gærkvöld ekki vilja tjá sig um stöðu viðræðnanna en þeim verður haldið áfam í allan dag. Elna Katrín sagði viðræður nú á sömu nótum og þær hefðu verið fram til sl. fóstudags þegar rikið hefði kraf- ist þess að nær allur vinnutímakafli samnings kennara féUi brott. „Það er alls ekki enn ljóst hvort ' *aunabreytingar eru nægiiegar til að ásættanlegt sé að gera kjarasamning," sagði Elna Katrín. -JSS hliðsjón af barnabótum, námslánum og meðlögum. „Þróunin er í þá átt að líta á hvem einstakling sem alveg sjálfstæðan og óháðan öðram. Það birtist meðal ann- ars í þvi að það dregur úr tekjuteng- ingu,“ segir Sigurður. Hann segir þessi atriði hafa þann ókost að þá sé jafnvel „ausið pening- um í þá sem lítið þurfa á því að halda“. Þá yrði minna til skiptanna fyrir þá sem raunverulega þurfa á því að halda. „Ég skynja þróunina þannig að tekjutenging sé á hægu undanhaldi og eins ýmsar sporslur eins og sjó- mannaafsláttinn. Það er afskaplega viðkvæmt mál. En útgerð er sveiflu- kennd, stundum græða menn og stundum tapa þeir. En hún verður að ganga og þá er hlaupið í þetta." Hæstlréttur Dómur í máli Öryrkjaþandalagsins hefur valdiö uppnámi. „Ég vil ekki fullyrða að hvers kon- ar tekjutenging fari í bága við jafn- réttisákvæði stjórnarskrárinnar. Það er spurning um hvort hún bitnaði þannig á tilteknum hópum að kalla mætti misrétti. Ef hins vegar væri hægt að útfæra tekjutengingu þannig að hún gengi jafnt yfir alla sem eins stæði á um er hugsanlegt að hún gæti staðist," sagði Sigurður Líndal. Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður vildi í morgun ekki svara spurningu um það hvort ör- yrkjabandalagsdómurinn hefði for- dæmisgildi enda sé hann nú að fara að takast á við formennsku í nefnd sem rikisstjórnin skipaði til að meta til hvaða aðgerða þurfi að grípa vegna dóms Hæstaréttar um tengingu bóta öryrkja við tekjur maka. Jón Steinar bendir hins vegar á að sá misskilningur hafi komið fram að nefndin sé skipuð til að fara ekki eft- ir dóminum. Hann undirstrikar að verkefni nefndarinnar sé að fara yfir það hvernig hægt sé að bregðast við hinum nýgengna dómi og eftir atvik- um með lagabreytingum. Hvorki náðist í Davíð Oddsson for- sætisráðherra né Geir Haarde fjár- málaráðherra vegna málsins. -Ótt Aramótafókus í Fókus á morgun, er að finna ít- arlega úttekt á tónlistarárinu, helstu poppspekingar landsins velja bestu plötur ársins. Nokkrir ein- staklingar rifja upp verstu áramótin sem þeir hafa lifað. Eins gefst les- endum kostur á að glugga í heljar- innar völvuspá næsta árs. Áramóta- djammið er neglt niöur eftir stétta- skiptingu landsins og menn ársins eru tilnefndir. ORÐLAUS MILLI! Fjórar íkveikjur í nótt Fjórar íkveikjutilraunir voru gerð- ar í Reykjavík og á Seltjarnarnesi í nótt. Um klukkan hálftvö í nótt var eld- ur borinn að ruslatunnum við bakhús að Laugavegi 3b og logaði eldur þar upp eftir húsvegg þegar slökkvilið og lögregla komu að. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og engin slys urðu á fólki. Um þrjúleytið barst slökkviliðinu tilkynning um eld í Valhúsaskóla á Seltjarnamesi. Rúður höfðu verið brotnar í skólabyggingunni og logandi rusli hent inn um brotnar rúöurnar. Litlar skemmdir urðu af eldinum aðr- ar en reykjarlyktin sem barst um skólann. Um sama leyti var kveikt í DVJJIYND PJETUR Reynt aö kvelkja í Valhúsaskóla Rúöur voru brotnar í Valhúsaskóla í nótt og eldur borinn aö skólahúsinu. áldósastandi við Eiðistorg á Seltjarn- arnesi. Hann bráðnaði í eldinum og er ónýtur eftir. Engin slys urðu á fólki í hvorugu tilvikanna. Einnig var reynt að kveikja í ein- hverju rusli við Landsbankann á Langholtsvegi um eittleytið í nótt. Engar skemmdir urðu á húsinu og engin slys urðu á fólki. Lögreglan í Reykjavík er með mál- in í rannsókn. Auk þessa var slökkviliðið kallað að talsvert miklum vatnsleka i heima- húsi í Mosfellsbæ í nótt. Einnig slökkti slökkviliðið eld í Snæland vídeó að Furugrund í Kópavogi um hálfáttaleytið i gærkvöldi, en að sögn varðstjóra slökkviliðsins er ekki talið að sá eldur hafi kviknað af manna- völdum. Ekki urðu verulegar skemmdir á húsnæðinu. -SMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.