Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Qupperneq 8
8
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001
Viðskipti_____________________________________________________
Umsjón: Viöskiptablaöiö
Töluverð aukning í jólaverslun
- 10 til 35% aukning á Laugaveginum
Kaupmenn Kringlunnar
voru ekki allt of bjartsýnir fýrir þessi jól en úr því rættist.
MikU aukning var í jólaverslun-
inni núna miðað viö jólaverslun
1999. I samtali við Rögnu S. Óskars-
dóttur, formann Laugavegssamtak-
anna, kom fram að jólaverslun hefði
gengið mjög vel. „Það var almennt
mjög góö aukning í verslun hér á
Laugaveginum og er aukningin frá
því í fyrra frá 10 tU 35%,“ sagði
Ragnheiður. Ragnheiður talaði um
aö veðrið hefði verið kaupmönnum
á Laugaveginum einstaklega hag-
stætt í desember en veðrið hefur
mun meiri áhrif á verslun á Lauga-
veginum en í Kringlunni svo dæmi
sé tekið. Ragnheiður sagði að unnið
hefði verið nokkuð markvisst í
markaðssetningu Laugavegarins og
kaupmenn á Laugaveginum hefðu
þjappað sér mun meira saman und-
anfarin ár til að standa betur að vígi
í samkeppninni. Það hefði síðan
skilað sér í sölunni. Þetta kom fram
í frétt frá Viðskiptablaðinu í gær.
Ragnheiður sagðist telja að fyrir
næstu jólavertíð þurfi Kringlan að
hafa meiri áhyggjur af Smáralind
en Laugavegurinn því Smáralind
muni taka fleiri viðskiptavini frá
Kringlunni en Laugaveginum.
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri
Baugs, var ánægður með aukningu
sölunnar yfir jólin. Netsala Baugs
jókst um 300% frá því á jólunum
fyrir ári síðan. Hann sagði að bók-
salan hefði aukist um 10% en minni
aukning hefði verið í matvöru sem
sé eðlilegt þar sem litlar sveiflur
séu á þeim markaði.
ívar Sigurjónsson, markaðsstjóri
Kringlunnar, sagði að kaupmenn
Kringlunnar hefðu ekki verið alltof
bjartsýnir fyrir þessi jól en úr því
hefði ræst og varð meiri aukning
milli ára heldur en kaupmenn hefðu
búist við. ívar sagðist telja að aukn-
inguna frá því í fyrra mætti skýra
með því að verslun íslendinga er-
lendis hefði dregist eitthvað saman
og í staðinn fyrir að fara út til að
kaupa jólagjafir hefðu íslendingar
frekar gert kaup sín heima á Fróni.
Ivar sagði að kaupmenn Kringl-
unnar hefðu gert ýmsar ráðstafanir
til að mæta aukinni samkeppni með
tilkomu Smáralindar í Kópavogin-
um sem opna á í september á þessu
ári. Kringlan hyggst meðal annars
endurskoða alla markaðssetningu
sína og leitast við að verða sýnilegri
með auglýsingum í sjónvarpi.
Búnaðarbankinn spáir 0,35% verð-
bólgu milli janúar og desember
Íslandsbanki-FBA :
Lækkar verð-
bólguspá sína
Íslandsbanki-FBA spáir því að verð-
bólga verði 4,3% frá upphafi til loka yf-
irstandandi árs en það er 0,2 prósentu-
stiga lækkun frá fyrri spá bankans í
desember síðastliðnum. Á næsta ári
spáir Íslandsbanki-FBA að dragi úr
verðbólgu á nýjan leik.
Greining Islandsbanka-FBA gerir
ráð fyrir því að áhrifin af gengislækk-
un krónunnar síðustu mánuði komi til
með að auka verðbólgu nokkuð á
næstu mánuðum en að um og eftir mitt
árið taki verðbólgan að hjaðna á ný.
Fram kemur í Markaðsyfirliti ís-
landsbanka-FBA að alit síðasta ár of-
spáði bankinn verðbólgunni og hefur
spálíkanið nú verið leiðrétt með tilliti
tU þess. „Þetta er meginástæða þess að
verðbólguspáin lækkar frá desember-
spánni. Greining Íslandsbanka-FBA
spáir því að verðbólgan yfir næsta ár
verði 3,9% og að hún lækki frá þessu
ári,“ segir Íslandsbanki-FBA.
Greiningadeild spáir því
að vísitala neysluverðs
hækki um 0,35% milli des-
ember og janúar og verði
þar með 202,7 stig.
Forsendur spárinnar
gera ráð fyrir 0,2% lækk-
unar vísitölu vegna verð-
lækkunar á bensíni og
0,18% hækkunar vísitöl-
unnar vegna breytinga á
verði matvöru. Einnig er
gert ráð fyrir 0,19% lækk-
unar vísitölunnar vegna
útsalna á fatnaði og skóm
sem víðast hvar eru að
byrja í dag.
Fasteignamat hækkaði um ára-
mótin sem veldur hækkunum á fast-
eignagjöldum og þar með sköttum.
Gert er ráð fyrir að fasteignaverð
hækki svipað og á síðustu þremur
mánuðum. Dagvistargjöld, afnota-
gjöld RÚV og ýmis önnur opinber
gjöld hækkuðu um áramótin. Enn-
fremur er gert ráð fyrir nokkrum
áhrifum launaskriðs og
gengisbreytinga.
Varðandi þróun vísitölu
neysluverðs á næstu mánuð-
um er vert að benda á að
stjóm veitustofnana hefur
ákveðið að lækka verð á raf-
orku til almennings á svæði
Orkuveitu Reykjavíkur um
10% frá og með 1. mars nk.
Haldist heimsmarkaðs-
verð á olíu á svipuðu bili og
verið hefur undanfarið má
gera ráð fyrir enn frekari
lækkunum bensíns. Reynsla
síðustu ára sýnir að gjald-
skrá stofnana ríkis og sveitarfélaga
hækka á fyrsta ársfjórðungi. Hækk-
un á gengi evrunar mun sennilega
hafa mikil áhrif á hækkun verðlags
hér á landi.
Þetta helst
HEILDARVIÐSKIPTI 3600 m.kr.
Hlutabréf 429 mkr.
Húsbréf 1430 mkr.
MEST VIÐSKIPTI
Vinnslustöðin 102 mkr.
Pharmaco 69 mkr.
Opin kerfi 23 mkr.
MESTA HÆKKUN
O Flugleiöir 10,7%
QTæknival 4,5%
Q Íslandsbanki-FBA 1,3%
MESTA LÆKKUN
Q Grandi 5,4%
Q Opin kerfi 4,9%
Q Jaröboranir 4,1%
ÚRVALSVÍSITALAN 1267 stig
- Breyting Q 0,63 %
Framkvæmda-
stjórar Letsbuyit
hætta
Framkvæmdastjórn Letsbu-
yit.com hefur öll sagt upp störfum í
kjölfar rekstrarerfiðleika fyrirtæk-
isins sem nú er í greiðslustöðvun.
John Palmer, stofnandi Letsbu-
yit.com og stjórnarmaður i félaginu,
hefur tímabundið tekið við fram-
kvæmdastjórninni í samráði við bú-
stjóra í greiðslustöðvuninni. I til-
kynningu frá Letsbuyit segir að fyr-
irtækið muni halda áfram að ræða
við fjárfesta og kanna fjárhagslega
stöðu fyrirtækisins með það í huga
að reyna að halda rekstrinum
áfram.
Letsbuyit.com á nú eftir um 15
milljónir evra af rekstrarfé en við
skráningu í júlí sl. aflaði fyrirtækið
62 milljóna evra. Samkvæmt áætl-
unum fyrirtækisins má ætla að nú-
verandi rekstrarfé endist aðeins til
áframhaldandi reksturs í þrjá mán-
uði.
Vextir lækkaðir
vestanhafs
Seðlabanki Bandaríkjanna hefur
lækkað vexti um hálft prósentustig.
Undanfarið hefur farið fram mikil
umræða vestanhafs um það hvort
efnahagslífið sé að staðna og hætta
á samdrætti. Vaxtalækkun banda-
ríska Seðlabankans, undir stjórn Al-
ans Greenspans, er framkvæmd til
að hleypa lífi í hagvöxt. Markaðir
hafa tekið kipp við tíðindin og ljóst
að miklar vonir eru bundnar við
vaxtalækkunina.
mzm 05.01.2000 kl. 9.15
KAUP SALA
fcd Dollar 83,690 84,110
SBPund 125,920 126,570
B*l l Kan. dollar 55,640 55,990
J Dönsk kr. 10,7080 10,7670
-feÍNorskkr 9,6180 9,6710
SBsænsk kr. 8,9460 8,9950
4~jn. mark 13,4393 13,5201
| 11 Fra. franki 12,1817 12,2549
B lÍBelg. franki 1,9808 1,9927
_] Sviss. franki 52,2400 52,5300
Holl. gyllini 36,2600 36,4779
Pýskt mark 40,8556 41,1011
1«. líra 0,04127 0,04152
!'E Aust. sch. 5,8070 5,8419
’ j Port. escudo 0,3986 0,4010
■L« ISná. peseti 0,4802 0,4831
| 9 jjap. yen 0,71890 0,72320
j írskt pund 101,460 102,070
SDR 109,5800 110,2400
Hecu 79,9066 80,3868