Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Blaðsíða 9
9
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001
X>y_________________________________________________________________________________________________Neytenduj
Létt salat með
sjávarfangi
- tilvalið eftir kjötátið um hátíðarnar
Nú er nýtt ár hafið og víst að marg-
ir hafa heitið því að losa sig við
aukakílóin og borða hollari mat. Flest-
ir hafa belgt sig út af alls kyns kjöti og
vilja nú fá eitthvað annað og léttara í
magann. Segja flsksalar að þjóðin
borði aldrei meira sjávarfang en á
þessum tíma ársins. Hér er uppskrift
að léttu og góðu salati með rækjum og
fetaosti. Rétturinn er íyfir 6 manns.
Hráefni
2 hausar lambhagasalat eða u.þ.b.
1/3 haus iceberg
1 stk. rauðlaukur
1/4 stk. agúrka
1/2 stk. græn paprika
1 glas fetaostur í kryddlegi
1 dl fúruhnetur
2 dl brauðteningar (croutons)
300 g risarækjur eða stórar
rækjur
Salatsósa að eigin vali
Aöferö
Skolið og rífið salatið, skerið
laukinn í þunnar sneiðar, skerið
agúrku og papriku i bita. Hellið
kryddleginum af fetaostinum og
blandið honum saman við grænmet-
ið og rækjurnar í stóra skál. Stráið
brauðteningunum yfir um leið og
salatið er borið fram með salatsós-
unni.
Hollráö
Best er að laga brauðteningana
sjálfur. Það er gert með því að skera
skorpulausar brauðsneiðar í litla
teninga, steikja þá síðan í hvítlauks-
smjöri á meðalheitri pönnu og velta
vel þannig að allar hliðar brúnist.
Sett á eldhúspappír og látið þoma.
I'Jr Veislubók Hagkaups
Margir kvarta undan nýju tollafgreiðslukerfi:
Erum ánægðir
með ástandið
- segir Héðinn Gunnarsson hjá íslandspósti
„Við erum ánægðir með að allt
stefnir í rétta átt,“ segir Héðinn
Gunnarsson, deildarstjóri flutninga-
þjónustu milli landa hjá íslands-
pósti, um það ástand sem verið hef-
ur á tollafgreiðslu eftir að nýtt kerfi
var tekið upp sl. haust. „Þegar
svona erfiðleikar koma upp getur
tekið langan tíma fyrir fólk að verða
sátt. Ég er þess fullviss að þegar við
höfum náð fyrri hraða verði allir
ánægðir með að við höfum gert
þessa breytingu." Megn óánægja er
meðal viðskiptavina íslandspóst
með þjónustu fyrirtækisins og tolls-
ins við afgreiðslu sendinga sem
koma til landsins.
Afgreiöslutími lengri
Kristján Jóhannsson er forstjóri
fyrirtækis sem oft þarf að nýta sér
þessa þjónustu og segir hann að af-
greiðslutíminn hafi lengst um 1-3
daga síðan nýja kerfið var tekið
upp. „Auk þess þarf ég alltaf að
keyra í tollinn i Reykjavík til að
fylla út skýrslur og þeir senda mér
svo pakkann í framhaldi af því. Það
getur tekið um einn dag, þó að ég
komi til þeirra snemma að morgni
hefur það aðeins einu sinni gerst að
ég hafi fengið pakkann samdæg-
urs,“ segir Kristján. Hann segir að
þar sem hann reki fyrirtæki sem
flytji inn mikið af smásendingum af
hátæknivörum þurfl hann að eyða
miklum tíma í akstur og snúninga
til að ná vörunum til sín. „Þetta
leiðir til gífurlegs kostnaðarauka
fyrir fyrirtækið. Sem dæmi má
nefna að ef ég panta inn vöru sem
kostar 1000 krónur þá kostar akstur-
inn sem þarf til að leggja inn skýrsl-
una mig aðrar 1000 kr. og ofan á það
leggst svo vinnan.“
Héðinn segir að ekki megi gleyma
því að tollurinn krefst þess nú að
tollskýrslur frá fyrirtækjum og öðr-
um virðisaukaskattskyldum aðilum
séu i rafrænu formi þannig að þær
verða unnar í tölvum fyrirtækjanna
og sendar beint í tollinn sem þá toll-
afgreiðir vörumar. Um leið og þær
verða tollafgreiddar sendir íslands-
póstur fyrirtækinu viðkomandi
sendingu. „Þá er engin þörf fyrir
fyrirtæki að keyra bæjarhluta á
milli til að skila af sér skýrslum,"
segir hann.
Erfitt að ná símasambandi
Kristján Jóhannesson segir
einnig að erfitt geti verið að ná sam-
bandi við tollverðina í Póstmiðstöð-
inni á Stórhöfða og hafi hann eitt
sinn fengið þau svör að þeir hefðu
ekki síma. Blaðamaður getur tekið
undir það að erfitt geti verið að ná
sambandi því það tók hann um hálf-
tíma í símanum að ná í einhvern
sem gat gefið einhver svör um
ástandið. Annaðhvort svaraöi eng-
inn símanum og hann hringdi út
eða að þeir sem beðið var um svör-
uðu ekki eða það var á tali hjá þeim.
Þær upplýsingar fengust á skipti-
borði þjónustuvers að símanúmer
póststöðvarinnar hafi verið þannig
tengt að þegar allar línur eru upp-
teknar þá hringir út. Ekki tókst að
ná sambandi við yfirmenn tollaf-
greiðslunnar á Stórhöfða.
Tollveröir ekki við
Einnig hefur töluvert verið kvart-
að yfir því að tollverðir séu ekki við
þegar fólk kemur í póstmiðstöðina
til að leysa út pakka. Þeir pakkar
sem einstaklingar fá senda frá út-
löndum og innihalda einsleita,
ódýra eða tollfrjálsa vöru tollaf-
greiðir íslandspóstur og sendir síð-
an viðkomandi. í einhverjum tilfell-
um er úrskurðað að skila þurfi að-
flutningsskýrslu fyrir sendingu að
utan. Ef viðtakandi er ósáttur við
það getur hann mætt í póstmiðstöð-
ina og opnað pakkann í viðurvist
tollvarða eða farið fram á að tollur-
inn endurskoði ákvörðunina um
tollameðhöndlun hans. Manni sem
hugðist sækja pakkann sinn þangað
fyrsta daginn sem opið var eftir ára-
mót var sagt að engir tollverðir
væru við fyrir hádegi þann dag og
Bögglaflóö
Mikiö magn böggla fer um póstmiöstöö íslandspósts í hverjum mánuöi en
ekki eru allir ánægöir meö þjónustuna eftir aö nýtt afgreiösluferli
var tekiö upp.
varð hann því að gera sér aðra ferð
seinna um daginn. Kona fór í hádeg-
inu og þurfti hún að bíða í hálftíma
þar sem enginn tollvörður var við
til að kíkja í pakka sem hún hafði
fengið sendan frá Danmörku og
innihélt síðbúna jólagjöf. Tollverðir
eru með fastan vinnutíma frá
8.00-15.30. Þó póststöðin sé opin
lengur er ekki víst að hægt sé að ná
út pökkum eftir að vinnutíma toll-
varða lýkur. Því hafa þeir sem eru í
vinnu þurft að taka sér frí til kom-
ast í póstmiðstöðina meðan tollverð-
ir eru til staðar. Þeir sem búa úti á
landi geta hringt i póstmiðstöðina,
faxað beiðni um endurskoðun eða
farið í næsta pósthús og beðið
starfsfólk þar um að koma beiðn-
inni til skila og þá er málið skoðað.
Á næstunni verður opnuð tollaf-
greiðsla á Akureyri og í framhaldi
af því á nokkrum stöðum til viðbót-
ar á landinu.
-ÓSB
Ertu að grofa þér gröf
með hníf og gaffli ?
Vikuna 8. tll 12. janúar hef jost í World Class
ný aðhaldsnómskeið.
Það hefur aldrei verið meira f jör eða betri
árangur hjá okkur en á síðasta ári.
Tímatafla:
Morguntímar 6:30 og 10:00
Eftírmiðdagstímar 16:30
Kvöldtímor 20:00
Morguntímar 9:30 á laugardögum (kroftalímar)
Innifalið er eftirfarandi:
Yogospuni 6 daga vikunar - fitumæling - itarleg kennslugögn
matardagbækur - æfingabolur - vatnsbrúsi - viðtal við næringar
ráðgjafa - kennsla í tækjasal - ótakmarkoður aðgangur í World Class.
Unglingafjör
4 mánaða aðhaldsnámskeið fyrir unglinga á aldrinum
13 til 16 ára hefjast í World Class 9. janúar.
Að námskeiðunum koma fjöldi þekktra gestakennara.
Tímatafla:
Spinningtímar þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:45
og í sal á laugardögum kl: 13:30
Margra ára reynsla okkar tryggir þér frábæran árangur