Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Síða 12
12 ________________________FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 Skoðun DV Spurning dagsins Hver er þín helsta fíkn? Einar Friögeirsson prentari: Kynlífsfíkn. Þórður Sveinsson prentari: Ég myndi segja kaffidrykkja. En ég er giaöur meö þaö. Guömundur Gíslason prentari: Þaö myndi vera matar- og sælgætisfíkn. Magnús Arnarson prentari: Góöur bjór er ofarlega í huga. Stefán Hjaltalín markaösfulltrúi: Lífiö. Afsögn heilbrigðis- ráðherra strax Nýlega féll dóm- ur í máli í Hæsta- rétti íslands vegna óréttmæts athæfis heilbrigðisráð- herra í garð ör- yrkja. Ekki fyrsti glaðningurinn sem þeir hafa fengið í tíð þessa ráðherra. í tíð núverandi heilbrigðisráðherra hafa kjör aldr- aðra og öryrkja stórversnað; lyf hafa hækkað i verði aftur og aftur, komugjöld á læknastofur einnig o.fl. o.íl. Dómur Hæstaréttar er þó kom- ið sem fyllti mælinn. Fólk sem vegur svona að þeim er minnst mega sín í þjóðfélaginu hef- ur sjálft svimandi há laun og gull- tryggð lífeyrisréttindi. Slíkt fólk er sneitt allri siðgæðisvitund. Mál þetta er ógeðfellt og er ljótur blettur á Framsóknarflokknum, sem mun með sama áframhaldi missa mikið fylgi. - Ritstjóri þessa blaðs, Jónas Kristjánsson, sagði í leiðara fyrir rúmu ári að á íslandi liðist ráðherr- um og öðrum embættismönnum rík- isins ýmis ósómi án þess að nokkur segði af sér. í Bretlandi, þar sem sagt er að vagga lýðræöisins sé, er annar hátt- ur á málum. Þar segja ráðherrar af sér fyrir misgjörðir sinar, eða sinna undirmanna. Engum líðst að sitja áfram líkt og hér tíðkast. í vetur varð lestarslys í Bretlandi skammt frá London og kostaði það nokkur mannslíf og slys á mörgum farþeg- um. Orsökin var málmþreyta í lestarteini. Æðsti yfirmaður lesta- samgangna og öryggis þeirra sagði Jóhannes Sigurðsson skrifar: Fátt er meira áberandi í stjórn- málalifinu þessa dagana en órói sá sem gripið hefur forystumenn stjórnarandstöðunnar, en einkan- lega þeirra í Samfylkingunni. Þeir riðlast nú hver um annan þveran í ljósvakamiðlunum er þeir eru tekn- ir tali, svo og í málgagni sínu sem verður að telja að blaðið Dagur sé umfram allt, með Davíð Oddsson á heilanum. Samfylkingarmenn sjá nú sína sæng upp reidda að komast ekki í ríkisstjórn á næstunni eins og'þeir eru að vona, með því að koma Davíð frá með einhverjum hætti. Og heldur ekki að kosningum loknum. Slík er framganga Samfylkingar- innar, að innan hennar eygir eng- „Ég skora á Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráð- herra að sýna skynsemi og segja af sér ráðherraembætti. Þjóðin mun virða ráðherr- ann ef hann gerir svo, einnig komandi kynslóðir er lesa sagnfræði þessa tíma. “ af sér, þó svo að hann ætti enga sök á atburðinum. Hann var beðinn að sitja áfram, en þáði ekki. Heilbrigðisráðherra hér ætti að hafa sama háttinn á og segja af sér. Þeir er mátt hafa þola erfíðleika fyr- ir hennar forkastanlegu vinnubrögð „Samfylkingarmenn sjá nú sína sœng upp reidda að komast ekki í rikisstjóm á nœstunni eins og þeir em að vona, með því að koma Davíð frá með einhverjum hœtti. Og heldur ekki að kosningum loknum.“ inn von um að henni verði treyst fyrir forystuhlutverki ríkisstjómar. Þess vegna hamast þeir vonlausri baráttu á Davíð (og utanríkisráð- herra þegar þeim þykir við eiga). Meira að segja sýnist mörgum glitta í eyrnamerkingar Samfylkingar- manna í pólitískum fréttapistlum eiga heimtingu á aö svo verði. Ég er hissa á sumum samráðherrum hennar, sem mæla þessu bót. Og ekki gleymist misferlið sem ráð- herrann stóð fyrir með tvísköttun lífeyrisbóta, sem búið var að greiða skatt af. Leiðrétting sem síðar kom, verkaði ekki aftur fyrir sig. Frá lýðveldisstofnun 1944 hafa tveir ráðherrar þurft að segja af sér. - Ég skora á Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra að sýna skyn- semi og segja af sér ráðherraemb- ætti. Þjóðin mun virða ráðherrann ef hann gerir svo, einnig komandi kynslóðir er lesa sagnfræði þessa tíma. Það er betra en að hafa skugga skammarinnar á hælunum það sem eftir er ráðherratíðarinnar. ærist Dags, svo og í leiðurum, „heita- potts“-hugleiðingum og öðrum fastapistlum blaðsins. Þegar svo farið er að „útnefna" borgarstjóraefni fyrir hönd Sjálf- stæðisflokksins og gauka hugmynd- um að hinum og þessum fjölmiðlum hlýtur öOum að verða ljóst að þetta eru örþrifaráð nánast vitstola póli- tíkusa sem eru orðnir að fílum í glerbúð. Þótt Samfylkingin ærist á næstu dögum vegna vinsælda for- sætisráðherra og vitneskju um að hann er ekki á forum úr stjórnmál- um, heldur almenningur hér ró sinni. í hönd fer timi hófsamra kjarasamninga og stöðugleika að þeim loknum. Þetta er að þakka nú- verandi ríkisstjórn, og helst for- svarsmanni hennar, Davíð Odds- syni forsætisráðherra. Skarphéðinn Einarsson skrifar: Samfylkingin Dagfari Elliðaárnar í góðum höndum I Hæstarétti Úttekt gerö bráðlega. Er Hæstiréttur óskeikull? Þórir Sigurðsson skrifar: Margir eru farnir að efast um að Hæstiréttur sé sú stofnun sem hægt sé að treysta blint, líkt og lands- menn hafa þóst mega gera lengst af. Komið hafa upp atvik hjá þessum æðsta dómstóli þjóðarinnar sem sýnt hafa dómgreindarleysi dómara og óþarfí að rekja það nánar. Hins vegar sýnist sem Hæstiréttur sé þess ekki umkominn að meta mikil- vægi einstakra mála fyrir þjóðar- heildina, og þá hvort dómurinn skuli fullskipaður eða ekki og kem- ur það glögglega fram í hinum margrædda dómi réttarins um tekjutengingu öryrkja. Það er því sjálfsagt mál að dómsmálaráðherra láti gera úttekt á stöðu Hæstaréttar nú eins og ákveðið hefur verið. Póstþjónustan var betri J.M.J. skrifar: Einar Þorsteinsson hjá íslands- pósti ætti ekki að afsaka sig því póstþjónustan var betri á meðan hún var ríkisfyrirtæki með gamla laginu. Þetta vita allir landsmenn. Nú á bara að græða og þeir sem vilja fá póstinn sinn í biðpóst þurfa að greiða fyrir það stórfé. Sam- kvæmt stimplun póstsins sjálfs voru bréf í Reykjavík þrjár vikur á leið- inni milli húsa í desember. Eins og nú er komið er pósturinn fyrirtæki sem enginn getur treyst. Og póstúti- búin eru lokuð á Þorláksmessu, ein- ungis með gróðasjónarmiðið að leið- arljósi. Óhæfir spyrlar Guðlaugur Gíslason skrifar: Elna Katrin Jónsdóttir, for- maöur samn- inganefndar grunnskóla- kennara - hlíft viö spurningunum? Það vekur sífellt athygli i öllum fréttaflaumnum þessa dagana aö fréttamenn sjón- varpsstöðvanna (og aðallega þeirra) eru sýnu óhæfari en aðrir frétta- menn. Dæmi úr verkfallsbaráttu kennara grunn- skólanna: Kennar- ar Verslunarskól- ans hafa samið um sín launakjör og í framhaldinu er tal- að við konuna, formann samninga- nefndar grunnskólakennara. Hún er spurð og látin svara með næsta óstöðvandi orðaflaumi. En ekki dett- ur fréttamanni í hug að spyrja hana hvort hún sé samþykk sömu samn- ingum fyrir sína umbjóðendur og kennarar Verslunarskólans sam- þykktu! - Eða biöja hana að lýsa því sem grunnskólakennarar telja á skorta til að ná samningum. Enn einn starfshópurinn hefur skilað áliti um framtíð Elliðaánna sem stjómmálamenn kalla perlu Reykjavikur á tOlidögum. Þessi síðasti starfshópur var auðvitað skipað- ur þaulvönum stangaveiðimönnum sem þekkja vel til mála þegar kemur að ræktun og veiði. Borgarfulltrúarnir Hrannar B. Amarsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson skipuðu hópinn og brugðust ekki frekar en fyrri daginn. Niðurstaðan endurspeglar mikla þekkingu og yfirsýn þremenninganna þegar varðveisla lax- og silungsáa innan landamerkja Reykjavikur er annars vegar. Þó að Dagfari teljist seint til veiðimanna hef- ur hann áhuga á Elliöaánum og lífríki þeirra. Um árabil hefur hver nefndin af annarri og hver starfs- hópurinn af öðmm skilað áliti og skýrslum sem all- ar hafa komið sér afar vel fyrir Elliðaámar. Veiði- málastofnun hefur einnig unnið þrekvirki varðandi Elliðaámar. Svo ekki sé nú minnst á Stangaveiðifé- lag Reykjavíkur sem stöðugt hefur látið í sér heyra varðandi framtíð ánna og sýnt það og sannað með kröftugu framlagi sinu undanfarin ár að félaginu er annt um ámar. Nokkrar vonir vom bundnar við síðasta starfs- hópinn. Niðurstaða hans er gleðiefni og vekur svo Þetta er nylunda og kærkomin viðbót við áratugarannsóknir Veiðimálastofn- unar sem hafa skilað síaukinni veiði í ánum undanfarin ár. Veiðimálastofn- un hefur sannað gildi sitt og fram- vinda mála við Elliðaámar, baráttan við mengun ánna og veiðin sjálf bera stofnuninni fagurt vitni sem lengi verður munað eftir. sannarlega vonir um að Elliðaárnar megi end- urheimta sem fyrst fyrri sess á meðal laxveiöi- áa. Starfshópurinn segir að rannsaka verði frekar lífríki ánna. Þetta er nýlunda og kaer- komin viðbót við áratugarannsóknir Veiðimála- stofnunar sem hafa skilað síaukinni veiði í ánum undanfarin ár. Veiðimálastofnun hefur sannað gildi sitt og framvinda mála við Elliða- ámar, baráttan við mengun ánna og veiðin sjálf bera stofnuninni fagurt vitni sem lengi verður munað eftir. Vonandi halda borgarfulltrúar áfram að skipa starfshópa og nefndir og leita til Veiði- málastofnunar og borgarfulltrúa þegar vanda- mál Elliðaánna er annars vegar. Það er örugg- asta og farsælasta leiðin til að minnka mengun í ánum og auka fiskgengd í þær. Veiðimálastofnun hefur notið dyggrar aðstoðar borgaryfirvalda und- anfarin ár. Vonandi verður svo áfram. Borgarfull- trúar hafa á undanfómum árum sýnt og sannað að þeim einum er treystandi íyrir framtíð Elliðaánna. Glapræði yrði að koma forræði ánna í hendur fag- manna sem kunna til verka og skarta reynslu af ræktun og endurbótum. Slíkt myndi fyrst ganga af Elliðaánum dauðum. _ p . Vd.«fA*V Ný Sturlungaöld? Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Er ný Sturlungaöld að hefjast á íslandi? - Þegar ráðist er á lögreglu- menn spyr maður sjálfan sig þessar- ar spumingar. Þegar dómur frá Hæstarétti er ekki virtur og þegar margir framhaldsskólanemendur eru utan sinna skóla vegna verk- falls er ástæða til að staldra við og krefjast svara. Missi islenska þjóðin tök á sjálfri sér skýtur upp annarri spurningu: Hver grípur inn í? Er- lend þjóð enn einu sinni, líkt og á þrettándu öld? - ísland, vaknaðu. DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 ReyK|avik. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.