Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Síða 20
t-
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001
DV
24
Ættfræði
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
ara
liliano Salvador Munoz,
Ægisgötu 11, Akureyri.
Esther Þóröardóttir,
Vatnsstíg 11, Reykjavík.
Þorbjörg Magnúsdóttir,
Rúöabakka 2, Blönduósi.
75 ára_________________________________
Margrét Runólfsdóttir,
Hringbraut 50, Reykjavík.
Sigrún Gunnarsdóttlr,
Ásvegi 9, Breiödalsvík.
70 ára_________________________________
^Hreinn Melstaö Jóhannsson,
Espigeröi 6, Reykjavík.
Jón Trausti Pálsson,
Raftahlíö 7, Sauöárkróki.
Ólafur Fr. Hóim,
Hverfisgötu 102b, Reykjavík.
Unnur Leifsdóttir,
Skagabraut 39, Akranesi. Hún tekur á
móti gestum í matsal Sementsverk-
smiöjunnar hf., Mánabraut 20, á afmæl-
isdaginn milli kl. 19.00 og 22.00.
Þuríöur Ottósdóttir,
Sólhlíö 19c, Vestmannaeyjum.
60 ára
Asta Helga Bergsdóttir,
Smárahlíð 8d, Akureyri.
Guörún Birna Blöndal,
Hnjúkabyggö 27, Blönduósi.
^guörún Zophoníasdóttir,
VTöilundi 6c, Akureyri.
Helgi Ingi Sigurösson,
Kópavogsbraut 70, Kópavogi.
Kristbjörg Jóhannesdóttlr,
Æsufelli 2, Reykjavík.
Sigríöur Gísladóttir,
Kringlunni 87, Reykjavík.
Sveinbjörg Óskarsdóttir,
Höföavegi 30, Vestmannaeyjum.
50 qra
Aslaug F. Guðmundsdóttir,
Eiösstöðum, Blönduósi.
4» Broddi Þorsteinsson,
Lokastíg 17, Reykjavík.
Finnbogi G. Kristinsson,
Leifsgötu 12, Reykjavík.
Margrét Magnúsdóttir,
Noröurbraut 33, Hafnarfiröi.
Petrea Hallmannsdóttir,
Fjólugötu 10, Akureyri.
Piotr Pacak,
Egilsbraut 23, Neskaupstaö.
40 ára
Anna Gísladóttir,
Eyði-Sandvík, Selfossi.
Björn Stefánsson,
Miöstræti 10, Reykjavík.
Guömundur Guönason,
Arnartanga 68, Mosfellsbæ.
Inga Jenny Reynisdóttir,
+ Kirkjubraut 49, Höfn.
Ingibjörg Elín Björnsdóttir,
Blikanesi 18, Garöabæ.
ína Karlotta Árnadóttir,
Vesturholti 2, Hafnarfiröi.
Jón Þór Bjarnason,
Barmahlíö 5, Sauöárkróki.
Jósep Long Van Bui,
Nönnugötu 16, Reykjavík.
Magnús Þór Magnússon,
Skólavegi 33, Vestmannaeyjum.
Ólafur Þór Geirsson,
Seljalandsvegi 102, Isafirði.
Ómar Abdenbi Harimache,
Seljugeröi 1, Reykjavík.
Ragnheiöur H. Sæmundsdóttir,
Bollagöröum 95, Seltjarnarnesi.
Sigrún Jóhanna Jónasdóttir,
Háaleitisbraut 34, Reykjavík.
. Svavar Kvaran,
Staðarbakka 34, Reykjavík.
Zuzanna Storonowicz,
Hvolsvegi 32, Hvolsvelli.
Baldur Erlendsson, Asparfelli 6,
Reykjavík, er látinn.
Logi Runólfsson, Hlíöabyggö 7,
Garöabæ, lést af slysförum þriöjud. 2.1.
Eyrún Normann lést á heimili sínu
. laugard. 30.12.
Sturla Þór Friöriksson, Miöstræti 8a,
andaöist á gjörgæsludeild
Landspitalans í Fossvogi aö kveldi
nýársdags.
Axel Vatnsdai, Lundeyri, lést á heimili
sínu aö kvöldi nýársdags.
Fólk í fréttum
mMMti.
Jón Otti Gíslason
lögregluvarðstjóri og sundkappi
Jón Otti Gíslason, lögregluvarð-
stjóri og sundkappi, lét sig ekki
muna um að taka sundsprett við
Ægisgarð í gömlu höfninni í
Reykjavík á mánudaginn var, ásamt
félögum sínum í Sjósundfélagi Lög-
reglunnar.
Starfsferill
Jón Otti fæddist í Reykjavík 15.4.
1955 og ólst þar upp í Þingholtun-
um. Hann var í Miðbæjarskólanum,
lauk gagnfræðaprófi frá Eskifirði
1972, stundaði nám við MÍ í tvo vet-
ur, lauk fyrri önn Lögregluskóla
ríkisins 1976, seinni önn 1978 og
stundaði nám við FB um skeið. Þá
hefur hann sótt ýmis námskeið á
vegum Lögregluskóla ríkisins, s.s.
varðstjóranámskeið og endur-
menntunarnámskeið.
Jón Otti stundaði sjómennsku á
sínum yngri árum, var síðan versl-
unarmaður hjá Eymundsson í eitt
ár en hóf störf hjá Lögreglunni í
Reykjavík 1975 og hefur starfað þar
síðan.
Jón Otti varð aðstoðarvarðstjóri
1986 og var skipaður varðstjóri 1998.
Hann starfar nú í forvarnar- og
fræðsludeild Lögreglunnar í Reykja-
vík.
Jón Otti var einn af stofnendum
Sjósundfélags Lögreglunnar 1997 og
hefur verið formaður þess frá stofn-
un.
Jón Otti hefur keppt í björgunar-
sundi lögreglumanna um árabil og
hefur verið handhafi Erlingsbikars-
ins í fjölda skipta.
Fjölskylda
Dóttir Jóns Otta og fyrri konu
hans, Ástríðar Einarsdóttur, f. 5.5.
1955, er Birna Dögg, f. 7.3. 1976, hár-
greiðsludama í Reykjavík, gift Hall-
dóri Gunnlaugi Haukssyni, verslun-
armanni og hljómlistarmanni, og
eiga þau tvö böm.
Sonur Jóns Otta er Þorsteinn
Otti, f. 10.10.1980, búsettur í Reykja-
vík.
Jón Otti kvæntist 15.4. 1995 Berg-
lindi Eyjólfsdóttur, f. 26.12.1957, lög-
reglumanni. Hún er dóttir hins
kunna sundkappa, Eyjólfs Jónsson-
ar, f. 18.5. 1925, fyrrv. lögregluvarð-
stjóra í Reykjavík, og k.h., Katrínar
Dagmarar Einarsdóttur, f. 12.7.1930,
d. 18.10. 1996, húsmóður.
Böm Jóns Otta og Berglindar eru
Katrín Dagmar, f. 16.9. 1983; Jón
Eyjólfur, f. 23.3. 1989.
Albræður Jóns Otta eru Einar
Gíslason, f. 29.4. 1946, kennari í
Hafnarfirði; Ragnar Gíslason, f.
1951, skólastjóri Foldaskóla.
Hálfbróðir Jóns Otta er Gísli Þór
Gíslason, f. 1.6. 1969, framkvæmda-
stjóri í Danmörku.
Foreldrar Jóns Otta voru Gísli
Einarsson, f. 26.12.1922, d. 25.1.1992,
hrl. í Reykjavík, og k.h., Sigriður
Jónsdóttir, f. 22.12. 1925, d. 5.3. 1989,
húsmóðir.
Ætt
Gisli var sonur Einars, málara-
meistara í Brennu við Bergstaða-
stræti í Reykjavík, Gislasonar, b. á
Dufþekju í Hvolhreppi, Þorláksson-
ar. Móðir Einars var Ragnheiður
Sigurðardóttir, b. í Bygggarði á Sel-
tjarnarnesi, og Kristjönu Lovísu
Möller, laundóttur Kristjáns
Ludvigs Möllers veitingamanns.
Móðir Gisla hrl. var Kristín Frið-
steinsdóttir í Friðsteinshúsi Jóns-
sonar og Ástríðar Hannesdóttur,
landpósts i Hannesarbæ við Laufás-
veg í Reykjavík, Hanssonar.
Meðal systkina Sigríðar var Vig-
dís, móðir Jóns Otta körfuboltadóm-
ara. Sigríður var dóttir Jóns Otta
Vigfúsar, skipstjóra í Reykjavík,
bróður Láru Schram, afa Láru Mar-
grétar Ragnarsdóttur alþm. Önnur
systir Jóns Otta var Ásta, amma
Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur
alþm. Bróðir Jóns var Guðmundur,
faðir Jóns, fyrrv. hreppstjóra á
Reykjum í Mosfellsbæ. Jón var son-
ur Jóns Þórðarsonar, skipstjóra í
Gróttu, og Vigdisar Magnúsdóttur í
Hlíðarhúsm. Vigfússonar.
Móðir Sigríðar var Gyða, systir
Jafets skipstjóra, afa Jafets Ólafs-
sonar, fyrrv. sjónvarpsstjóra. Annar
bróðir Gyðu var Sigurður f Þor-
steinsbúð, faðir Sigurðar, fyrrv.
íþróttafréttamanns. Systir Gyðu var
Nikólína, móðir Guðna Guðmunds-
sonar, fyrrv. rektors MR. Gyða var
dóttir Sigurðar, útvegsb. í Litla-Seli,
Einarssonar af Bollagarðaætt. Móð-
ir Nikólínu var Sigriður Jafetsdótt-
ir, gullsmiðs í Reykjavík, bróður
Ingibjargar, konu Jóns forseta. Jafet
var sonur Einars, stúdents og borg-
ara í Reykjavík, bróður Sigurðar,
fóður Jóns forseta. Móðir Sigriðar
var Guðrún Kristinsdóttir.
Fimmtugur Fimmtugur WÉm&',
Þorsteinn Jónasson
bifreiðarstjóri í Hafnarfirði
Þorsteinn Jónasson, bifreiðar-
stjóri hjá íslenskum aðalverktökum
og fyrrv. bóndi að Rauðafelli IV,
Klettabyggð 3, Hafnarfirði, er fimm-
tugur í dag.
Starfsferill
Þorsteinn fæddist á Rauðafelli II
undir Austur-Eyjafjöllum og ólst
þar upp. Hann var í grunnskóla að
Skógum.
Þorsteinn starfaði við virkjunar-
framkvæmdir í Sigöldu og í Hraun-
eyjum á árunum 1974-84. Hann og
eiginkona hans tóku við búinu að
Rauðafelli 1984 af foreldrum hans og
stunduðu þar búskap til haustsins
1999. Þá fluttu þau til Hafnarfjarðar
þar sem Þorsteinn er bílstjóri hjá ís-
lenskum aðalverktökum.
Fjölskylda
Þorsteinn kvæntist 31.12. 1985
Margréti Ámýju Guðlaugsdóttur, f.
14.8. 1953, gangaverði og fyrrv.
bónda. Hún er dóttir Guðlaugs
Árnasonar, f. 9.6. 1927, og Guðrúnar
Guðnadóttur, f. 9.12. 1931, lengst af
bænda að Eyrartúni i Þykkvabæ.
Börn Þorsteins og Margrétar Ár-
Merkir íslendingar
Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður heföi
orðið sextugur í dag hefði hann lifað.
Hann fæddist í Reykjavík og ólst þar upp
á Víðimelnum, sonur Odds Jónssonar,
framkvæmdastjóra Mjólkurfélags
Reykjavíkur, og k.h., Eyvarar Ingi-
bjargar Þorsteinsdóttur húsmóður.
Jón lauk prófum í ensku og verslun-
arfræðum frá Wilson College í London
1957, stúdentsprófi frá Verslunarskóla
íslands 1961, embættisprófi í lögfræði
frá Háskóla íslands 1968, öðlaðist hdl.-
réttindi ellefu dögum síðar og hrl.-rétt-
indi 1972.
Á námsárunum var Jón m.a. bankarit-
ari, kennari og fréttamaður við ríkisútvarp
ið. Hann sinnti ýmsum félagsstörfum á stúd-
nyjar eru
Vignir, f.
9.10. 1973,
járnsmiður
en kona
hans er
Heiða Sig-
urðardóttir, f. 11.11. 1969, nemi við
Leikskólakennaraskor og er sonur
þeirra Þorsteinn Birkir, f. 17.10.
1999, en sonur Heiðu er Hlynur Guð-
mundsson, f. 7.12. 1988; Þóra Hjör-
dís, f. 6.12. 1977, leiðbeinandi við
leikskóla, en unnusti hennar er
Magnús Torfi Ólafsson, f. 15.9. 1975,
bílapartasali; Harpa Dögg, f. 14.11.
1988; Berglind Björk, f. 8.5. 1990.
Systkini Þorsteins eru Guðrún
Anna, f. 4.11.1939, húsmóðir á Höfn;
Guðný Ingunn, f. 26.3.1942, húsmóð-
ir og fiskverkakona í Reykjavík;
Þórhildur, f. 9.2. 1945, húsmóðir í
Vestmanneyjum; Guðni Rúnar, f.
26.2. 1952, sjómaður, búsettur að
Rauðafelli.
Foreldrar Þorsteins voru Jónas
Hjörleifsson, f. 2.1.1909, d. 30.9.1991,
bóndi á Rauðafelli H, og k.h., Ragn-
hildur Guðjónsdóttir, f. 1.6. 1912, d.
29.11.1996, húsfreyja.
Valdimar Harðarson
arkitekt í Reykjavík
Valdimar Harðarson arkitekt,
Kleifarseli 27, Reykjavík, er fimm-
tugur í dag.
Starfsferill
Valdimar fæddist í Reykjavík.
Hann lauk kennaraprófl frá Kenn-
araskóla íslands 1973, stundaði nám
í arkitektúr við Polytechnic of
North London frá 1973 og lauk það-
an BS-prófi 1976, stundaði nám við
Tekniska Högskolan í Lundi í Sví-
þjóð frá 1976 og lauk þaðan prófum
1980.
Valdimar starfaði eitt sumar á
námsárum á Litlu teiknistofunni,
starfaöi á Teiknistofu Magnúsar
Skúlasonar og Sigurðar Harðarson-
ar 1981-83, starfrækti eigin teikni-
stofu í Reykjavík 1983-87 og hefur
starfrækt teiknistofuna Arkitektar
sf. frá 1987 ásamt Áma Friðriks-
syni og Páli Gunnlaugssyni.
Valdimar hefur m.a. teiknað,
ásamt Áma Friðrikssyni og Páli
Gunnlaugssyni íbúðir fyrir aldraða
að Dalbraut og við Sléttuveg, Hlé-
vang, dvalarheimli aldraðra í Kefla-
vík, íbúðir fyrir Ármannsfell, ein-
býlis-, rað- og fjölbýlishús f Kol-
beinsstaðamýri og hús íslenskra
sjávarafuröa
1995. Þá
stundaði
hann hús- _______________________
gagnahönnun um skeið. Hann hefur
fengið ýmis verðlaun fyrir hönnun
og arkitektúr, m.a. Chair of the ye-
ar 1984 og menningarverðlaun DV í
byggingarlist 1985.
pjölskylda
Valdimar kvæntist 1973 Guðnýju
Lindu Magnúsdóttur, f. 5.12. 1953,
kennara.
Börn Valdimars og Guðnýjar
Lindu eru Sóley, f. 20.7. 1975, félags-
fræðingur hjá Gallup, búsett i
Reykjavík; Hrafnhildur, f. 25.7.1977,
nemi, búsett í Reykjavík.
Systur Valdimars eru Sigríður, f.
5.6. 1949, ritstjóri hjá JPV-forlaginu,
búsett í Reykjavík; Auður, f. 4.12.
1958, viðskiptafræöingur og fjár-
málastjóri Olíudreifingar í Reykja-
vík.
Foreldrar Valdimars: Hörður
Valdimarsson, f. 20.1. 1925, d. 1998,
lengst af atvinnurekandi í Keflavík,
og Sigurrós Sigurðardóttir, f. 22.6.
1924, húsmóöir, nú búsett í Hafnar-
firði.
Jón Oddsson
entsárunum, var ritstjóri stúdentablaða og
Úlfljóts, varaformaður Stúdentaráðs, full-
trúi i Háskólaráði og formaður Orators.
Þá var hann einn af stofhendum Heima-
stjómarsamtakanna 1991.
Jón starfrækti lögmannsstofu frá því
hann lauk lögfræðiprófi, fyrst i
Reykjavík og síðan í Garðabæ, auk
þess sem hann rak fasteignasölu um
skeið. Jón varð snemma áberandi lög-
maður enda voru mál hans oft frétt-
næm. Hann þótti harðsnúinn og hug-
myndaríkur málafærslumaður sem oft
tók að sér erfið mál fyrir litla þóknun ef
honum fannst málstaðurinn mikilvægur.
Hann lést fyrir aldur fram 22. október
1999.
Jarðarfarir
Minningarathöfn um Elínu Sigmunds-
dóttur frá Vestmannaeyjum, Lindargötu
23, Reykjavík, fer fram frá Fossvogs-
kapellu laugard. 6.1. kl. 13.30.
Ingibjörg Jóna Jónsdóttir, Vatnsholti 4,
Reykjavlk, veröur jarösungin frá Háteígs-
kirkju föstud. 5.1. kl. 10.30.
Útför Steinunnar Helgu Björnsdóttur,
Norðurbyggð 3, fer fram frá Akureyrar-
kirkju mánud. 8.1. kl. 13.30.
Þórdís Lárusdóttir, Kárastíg 2, Reykja-
vík, veröur jarösungin frá Fríkirkjunni I
Reykjavík föstud. 5.1. kl. 13.30.
Jaröarför Svövu Laufeviar Kristinsdóttur
frá Holtum, Mýrum, Austur-Skaftafells-
sýslu, Efstalandi 16, fer fram frá Foss-
vogskapellu mánud. 8.1. kl. 13.30.
Útför Rúnars Kristjánssonar, Ártúni 2,
Selfossi, fer fram frá Selfosskirkju
föstud. 5.1. kl. 14.00.