Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Side 28
Frakkarnir koma
landsleikir í handbolta
1. leikur Ásvellir
laugard. 6. janúar kl.16:00
2. leikur KA-heimilið
sunnud. 7. janúar kl.17:00
3. leikur Laugardalshöll
þriðjud. 9. janúar kl.20:15
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001
Kópavogur:
Manni
. bjargað úr
eldsvoða
Reykköfurum slökkviliðsins
tókst aö bjarga manni sem lokast
hafði inni er eldur kom upp á bíla-
verkstæði í Kópavogi um þrjúleyt-
ið í gærdag.
Eldurinn kom upp við dyr verk-
stæðisins eftir að sprenging varð í
bensinbrúsa. Maðurinn var einn á
verkstæðinu og hélt sig á kaffistofu
verkstæðisins þar til reykköfurum
tókst að ná honum út. Hann var í
símasambandi við Neyðarlínuna
frá því að eldurinn kom upp þar til
honum var bjargaö út.
m Reykkafarar fóru inn í húsið til
mannsins, settu á hann reykköfun-
arbúnað og leiddu manninn út.
Hann var fluttur á slysadeild til að-
hlynningar en reyndist ekki illa
haldinn.
Eldurinn var staðbundinn við
innkeyrsludyr og við súlu skammt
frá, og sprengingin sem varð í
bensínbrúsanum hafði brotið rúðu
og póst í glugga. Búið var að
slökkva eldinn um klukkan hálf-
fjögur.
-SMK
Garðar Sverrisson
í Helgarblaði DV á morgun er ít-
arlegt viðtal við Garðar Sverris-
son, formann Öryrkjabandalags ís-
lands, sem um þessar mundir
stendur í mikilli baráttu við
stjórnvöld fyrir hönd félagsmanna
sinna. í blaðinu er rætt við Viðar
Eggertsson leikstjóra um Öndveg-
iskonur, fjallað um borgarskáldið
Tómas Guðmundsson og blönkum
lesendum kennt að komast af án
peninga í Reykjavík.
Skilnaðir og áhrif þeirra á böm,
hor og framleiðsla þess og það að
vera örvhentur kemur einnig tals-
vert við sögu í blaðinu.
læxnir
DV-MYND KK/HH
Sat fastur inni á logandi verkstæði
Reykkafarar björguðu manni úr eldsvoöa á bílaverkstæði í Kópavogi í gærdag. Maöurinn beið slökkviliösíns á kaffi-
stofu verkstæðisins, en eldurinn var staðbundinn við innkeyrsludyrnar.
Flugdólgaslagurinn heldur áfram:
Ómar ætlar til
Strassborgar
- Flugleiðamenn undir feldi
„Ég fer í undirrétt og Hæsta-
rétt og ef það gengur ekki fer ég
með málið alla leið fyrir Mann-
réttindadómstólinn í Strass-
borg,“ segir Ómar Konráðsson
tannlæknir sem vísað var úr
Flugleiðaþotu í Minneapolis
ásamt vinkonu sinni fyrir
skemmstu, þó svo ferð þeirra
væri heitið til Mexikós. „Ég fer
fram á tíu milljón króna skaða-
bætur á mann; alls tuttugu
milljónir," segir Ómar tann-
læknir.
Forráðamenn Flugleiða hafa gefið
í skyn að hugsanlega verði umrædd-
ir farþegar, sem vísað var úr Mexík-
ófluginu í Minneapolis, kærðir og
krafðir skaðabóta fyrir truflun,
ólæti og ölvun i háloftunum:
„Málið er enn í
athugun en nið-
urstaða ætti að
liggja fyrir á
næstu dögum,“
segir Guðjón
Arngrímsson í
kynningardeild
Flugleiða.
Ómar Kon-
ráðsson fer ekki
fram á skaðabæt-
ur fyrir hönd
tveggja Vest-
mannaeyinga sem einnig var vísað
úr Flugleiðaþotunni enda segist
hann ekki þekkja það fólk;
„Ég get ekki borið ábyrgð á því
þó eitthvert annað fólk sé að
reykja f flugvélum. Sjálfur var ég
hálfsofandi þegar ég var
rifrnn upp með offorsi í
Minneapolis. Ég hélt þá
að ég væri kominn í sól-
ina í Mexíkó og brá því
þegar ég stóð allt í einu
úti í 12 stiga frosti. Vin-
kona mín hefði getað
dáið því hún var í sumar-
sandölum og sumarkjól
þegar henni var vísað úr
vélinni," segir Ómar
Konráðsson en hann hef-
ur ráðið Hilmar Ingi-
mundarson hæstaréttarlögmann
til að reka mál sitt fyrir öllum
dómstigum, innlendum sem er-
lendum. Lögmenn Flugleiða munu
sjá um væntanlegan málarekstur
fyrir hönd félagsins. -EIR
Ómar
Konráösson
Ætiaði í sól
- lenti í frosti.
Guöjón
Arngrímsson
Viöbragöa Flug-
leiöa aö vænta.
Heldur miðar í viðræðum kennara og ríkisins:
Stefnt að samningi um helgina
- aðilar brjóti odd af oflæti sínu, segja nemendur
Nokkuð hefur miðað í samninga-
viðræðum saminganefnda fram-
haldsskólakennara og ríkisins und-
anfama daga, að sögn Elnu Katrín-
ar Jónsdóttur, formanns Félags
framhaldsskólakennara. Stefnt er
að því að ljúka samningum um helg-
ina.
Elna Katrín sagði að rætt væri
um að taka fyrstu áfangahækkan-
irnar sem lægju fyrir, tilfærslur og
nýtt launakerfi inn strax í upphafi
samningstíma. Enn væri eftir aö
ganga frá ýmsu varðandi launakerf-
ið, vinnutímanum, samningstíma
l§p^;
\
M
Steinunn Vala Elna Katrín
Sigfúsdóttir. Jónsdóttir.
og vinnu kennara að loknu verk-
falli. Ekki væru öll ágreiningsefni
útkljáð enn. Fremur ólíklegt væri
þó að viðræðumar myndu stranda
úr því sem komið væri, þótt ómögu-
legt yæri að fullyrða um það.
Félag framhaldsskólanema sendi
frá sér tilkynningu í gær þar sem
segir að framhaldsskólanemar eigi
ekki lengur aukaskammt af þolin-
mæði. Þeir sem hafi átt þess kost
séu nú komnir í vinnu eða jafnvel
til útlanda. Steinunn Vala Sigfús-
dóttir, formaður félagsins, segir að
nemendur vilji að samningsaðilar
brjóti odd af oflæti sínu, geri það
sem þurfi til að endar nái saman og
leysi deiluna. -JSS
Samtök atvinnulífs:
Óstjórn í rík-
isfjármálum
- fjárlög bresta
„Það er umhugsunarefni að rik-
isútgjöld hafa hækkað í ríkari
mæli en hjá öðrum þjóðum og rétt
ábending hjá
Samtökum at-
vinnulífsins að
afkomubatinn
er tilkominn
vegna aukinna
tekna ríkis-
sjóðs,“ segir
Þórður Friðjóns-
son, forstjóri
Þjóðhagsstofh-
unar, um þá
gagnrýni sem
Samtök atvinnulífsins hafa sett
fram á stjóm ríkisfjármála.
SA bendir á það á fréttavef sín-
um að ríkisútgjöld hafl árlega
hækkað um 10 prósent á árabilinu
1998 til 2001. Skatttekjur ríkissjóðs
hafi hækkað um 27,5 prósent á um-
ræddu árabili. Skort á aðhaldi
megi glöggt sjá á launum opin-
berra starfsmanna sem hafi hækk-
að sýnu meira en laun annarra
stétta. Laun opinberra starfs-
manna hafa hækkað um 35 pró-
sent frá 2. ársfjórðungi 1997 til
sama ársfjóröungs árið 2000 en
kaup á almennum vinnumarkaði
hafi hækkað um 20 prósentustig.
SA bendir á að á fjárlögum
árisns 2001 hækki útgjöld um tæp-
lega 14 milljarða króna og sýnt sé
að fjárlögin séu þegar sprungin
vegna öryrkjadóms og launahækk-
ana kennara. Þar gæti framúrakst-
ur numið 15 milljörðum króna.
„Aðrar þjóðir hafa á sama tíma
lagt áherslu á að draga úr ríkisút-
gjöldum. Hve miklu við viljum
ráðstafa til samneyslunnar er mál
sem gera þarf upp á pólitískum
vettvangi," sagði Þórður Friðjóns-
son í morgun.
Geir Haarde fjármálaráðherra
lét ekki ná í sig vegna málsins.
-rt
Þóröur
Friöjónsson.
Vestmannaey j ar:
Veðurathugun-
arstöð sprengd
Veðurathugunarstöö við barna-
skólann i Vestmannaeyjum var
sprengd í loft upp á þriðja tímanum
í nótt. Lögreglan var kölluð á stað-
inn og kom í ljós að pörupiltar
höföu notað heimatilbúna sprengju
við verknaðinn og sett hana í kass-
ann sem veðurathugunartækin eru
geymd í.
Skömmu síðar náði lögreglan
tveimur unglingspiltum sem geng-
ust við verknaðinum. Þeir voru
fluttir á lögreglustöð þar sem þeir
voru yfirheyrðir. -SMK
brother
P-touch 1250
Lítil en STÓRmerkileg merkivél
5 leturstæröir
9 leturstillingar
prentar í 2 linur
boröi 6, 9 og 12 mm
4 gerðir af römmum
Rafport
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport
Heilsudýnur í sérjlokki!
Svefn&heilsa
★ ★ ★ ★ ★
^7" HEILSUNNAR veGt*
Reykjavik 581 2233 Akureyri 461 1150
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i