Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Page 5
Snjóbrettin heilla Kristján Gíslason, stjórnarformaður Radíómiðunar sonum sínum, Gísla og Árna, og eiginkonunni Ásdísi Rósu á Snæfellsjökul um síðustu páska. Þeir feögar voru á snjóbrettum en Ásdís hafði þá þegar lagt brettiö á hilluna og tekiö upp skíðin á ný. 45 ára snjóbrettakappi: Fórnaði skíð- unum fyrir snjóbrettið „Ég stend mig stundum að því að horfa á snjóbrettamyndir með syni mínum. Það eitt að tala og hugsa um snjóbretti skapar tilhlökkun hjá okk- ur og við fáum útrás með því að tala saman um það,“ segir Kristján Gísla- son, stjórnarformaður Radíómiðunar og skíðamaður til langs tíma, sem gaf skíðin sín eftir að hann prófaði snjó- bretti. Kristján steig fyrst á bretti fyrir um 3 árum og þakkar hann það áhrifum frá sonum sínum. „Ég var orðinn leiður á skíðum og var hættur að fá útrás á þeim. Maður svitnaði ekki lengur við að fara þess- ar dillibossabrekkur. Synir mínir voru allir þrír á snjóbrettum og ég ákvað að láta slag standa og í kjölfar- ið endumýjaðist áhugi minn á vetrar- íþróttum," segir hann. Konan gafst upp Snjóbrettaiðkun er að vissu leyti lík hjólreiðum. Til að ná upp fæmi er nauðsynlegt að aðlaga jafnvægisskyn- ið og em tilraunir í þá átt í upphafi dæmdar til að misheppnast. Kristján segist hafa gert mistök í upphafi þeg- ar hann ákvað að læra sjálfur inn á snjóbrettið i einn dag. „Ég þekki það nú af eigin reynslu að það er ekki ráðlegt að æða út i snjóbrettaiðkun án tilsagnar. Ásamt eiginkonunni hafði ég skráð mig hjá einkaþjálfara en til þess að gera mig ekki að fifli í fyrsta tímanum ákvað ég að prófa mig áfram af sjálfsdáðum einn dag. Ég datt illa á hausinn og hefði í raun getað farið mér að voða þann dag. Að gefnu tilefni ráðlegg ég öllum sem byrja á snjóbretti að fara beint í kennslu," segir Kristján. Að sögn hans reyndist kennslan vel og náði hann sæmilegri færni á tveim- ur dögum. Lærdómurinn gekk þó ekki þrautarlaust. „Konan gafst upp á þessu, enda var hún alþakin marblettum. Ég er líklega þrjóskari en flestir aðrir og er mikið fyrir að reyna á þolrifin. Liklega nálg- ast ég það að vera glanni en ég verð alltaf að setja mér ný takmörk. Maður verður þó að fara varlega á brettinu og vera með réttan útbúnað. Nú nota ég aíltaf hjálm og er í hönskum með spöng. Svo er ég með svokallað skjald- bökubak, sem er samlagað hryggnum og er hannað til að vemda hann. Margt getur farið úrskeiðis þannig að maður meiðist. Einhvem tímann datt ég á höndina á mér og hún stokk- bólgnaði, þannig að það þurfti að saga giftingarhringinn af. Ég hélt jafnvel að ég væri brotinn en röntgenmyndir leiddu í ljós að ég slapp með tognun en eftir þetta nota ég alltaf hanska með spöng sem vemdar höndina og úlnliðinn," segir Kristján og rýnir í röntgenmyndina. Feðgarnir Kristján, Gísli og Árni hafa farið víða á snjóbrettum og eru á leið til Ítalíu í næsta mánuöi. Aldrei jafn þreyttur Eins og aðrar átakaíþróttir er snjó- brettareið afar holl og uppbyggileg á meðan maður forðast meiðsli. Ef holl- usta er mæld út frá umfangi harð- sperra og þreytu er ljóst að snjóbretti hafa vinninginn. „Ég hef aldrei verið jafn þreyttur og eftir fyrsta daginn sem ég var á snjó- bretti. Maður er mikið að detta og all- ir vöðvar líkamans taka þátt og þá ekki síst hálsvöðvarnir. Ég hef átt við brjósklos að stríða en það hefur engin áhrif haft á snjóbrettaiðkun mína. Því er öðmvísi fariö hvað sund varðar en ég get aldrei enst í því baksins vegna,“ segir Kristján. Hann segist ekki vera lengi að ná upp þoli á brettin eftir iangvarandi snjólausa og brettalausa tíð. „Þetta er eins og að hjóla, maður gleymir því aldrei. Það tekur mann kannski tvær til þrjár ferðir að kom- ast vel af stað og þá byijar gamanið," segir hann. Svifið á skýjum Síðustu ár hefur Kristján farið ár- lega i skíðaferð í Alpana en að sögn hans gefur það meira af sér en heill vetur á skíðastöðum nærri Reykjavík. „Maður getur verið að allan daginn og aðstæður eru slíkar að timinn er nýttur til fulls. Ég fæ mest út úr því að vera í púðri á brettinu, það líkist því að svifa á skýjum. Tilfinningin er ólýsanleg. I Ölpunum er púðrið miklu betra en hér á landi og það er meira af því,“ segir Kristján sem er á leiðinni í brettaferð til Ítalíu í næsta mánuði. Þrátt fyrir að vera á köflum djarfur og ósérhlífinn á brettinu hefur Krist- ján enn ekki hætt sér út í vafasama loftfimleika. „Ég hef ekki mikið verið að stökkva og gera trikk en það er kannski næsta skref. Ég efast um að ég eigi eftir að leggja brettið á hilluna á næstunni og ég get hiklaust mælt með því fyrir hvern sem er. Aldurinn á ekkert að hafa áhrif og þó það hafi komið í hlut yngra fólks að byrja á þessu er ekki þar með sagt að það þurfi að hefta mann. Ég verð líklega á brettinu fram á sextugsaldurinn, ef ekki lengur," segir Kristján Gíslason, 45 ára snjó- brettakappi og stjórnarformaður Rad- íómiðunar. -jtr 21 % vetrarsport Snjóbrettapakkinn: Ekki ókeypis Fyrir þá sem hafa hug á að bregða sér á bretti er ekki úr vegi að kanna stofnkostnaðinn fyrst. Ef vel á að gera verða menn að fjár- festa í traustum galla, auk grund- vallaratriðanna sem eru bretti, bindingar og skór. Snjóbrettapakk- inn miðast að hverju sinni við þann sem hyggst nota brettið. Bindingar, bretti og skór fyrir fullorðna byrj- endur kosta um 30.000 krónur í Úti- lífi og Nanoq. Þyngd og skónúmer skipta miklu máli en einnig er gott að líta á hæð til hliðsjónar við það þó svo að hún hafi ekki mest að segja. Ekki er ráðlegt fyrir byrjendur að kaupa sér of dýr bretti enda eru þau oft miðuð við reynsluríka bretta- kappa og geta orðið byrjendum um megn. Einnig er ráðlegt fyrir byrj- endur að fá sér bretti með viðar- kjama sem gerir viðgerð á þeim auðveldari. Brettin eru á hærra verði í Týnda hlekknum sem er sérvörubúð með snjóbretti. Þar fást bretti, bindingar og skór fyrir fullorðna á um 45 þús- und krónur en frá 30 til 36 þúsund fyrir börn. Þess ber að geta að um aðra tegund bretta en hjá Útilífi og Nanoq er að ræða. Einnig fylgir kvöldnámskeið fyrir byrjendur pökkum úr þeirri búð ásamt vilyrði fyrir góðri þjónustu eftir að notkun hefst. En ekki er ráðlegt að fara nakinn á snjóbretti. Góður gaUi kostar á bil- inu fimmtán til tuttugu þúsund og hanskar kosta um fimm þúsund krónur. Á snjóbrettinu er gæfan fallvölt eins og annars staðar og að gefnu tilefni mæla flestir með notk- un hjálma. Þeir kosta frá fimm til níu þúsund krónur en innihaldið verður ekki metið til fiár. í heild er því stofnkostnaður fyr- ir snjóbrettamanninn frá 55 til 64 þúsund. -þs © in 3 Œ -i O 0l T Til hamingju Hamingjan birtist í ýmsum myndum, enda misjafnt hvaða huglæga mat er lagt á þennan útgangspunkt í lífinu, sérstaklega þegar kemur aó áhugamálum. Meðan sumir dunda sér heima við flokkun frímerkja, kjósa aórir aó þeysa um fjöll og firnindi á vélsleöum. BRÆÐURNIR ORMSSQN Lágmúla 8 • Sfmi 530 2800 www.ormsson.ls Þar kemur Polaris til sögunnar - til allrar hamingju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.