Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2001, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2001, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 I>V Fréttir Útvegsmenn höfnuðu tilboði sjómanna og 50 dagar til boðaðs verkfalls um allt land: Málið í rembihnút - ekki leyst án verkfalls, segir formaður Sjómannasambandsins Hjá sáttasemjara Sjómenn og útgerðarmenn komu saman hjá sáttasemjara í gær þar sem LÍÚ lagði fram gagntilboö vegna titboðs sjómanna um skammtímasamning. Allt virðist stefna í verkfall í mars. Nú, fimmtíu dög- um fyrir boðað verkfall sjómanna um land allt, bendir ekkert til annars en að til verkfallsins muni koma 15. mars. Útvegsmenn höfnuðu i gær til- boði sjómannasam- takanna um kjara- samning til eins árs þar sem samið yrði á sömu nótum og aðrar stéttir hafa gert, og samn- ingstíminn yrði notaður til þess að finna lausn á stóru málunum: Þau eru m.a. verðmyndun sjávaraflans, sem er stórmál í hugum sjómanna- forystunnar, og mönnunarmálin sem LÍÚ vill að sárstaklega verði samið um. Nú má segja að samn- ingamálin séu öll komin i rembihnút og miðað við reynsluna þegar þessir aðilar hafa tekist á, er alls ekki fyrirsjáanlegt að samið verði á næstunni. Meginatriðin í svari LÍÚ til sjó- mannasamtakanna voru að útvegs- menn fagni því að stéttarfélög sjó- manna komi nú fram sameiginlega í kjaraviðræðum við útvegsmenn, sem segjast reiðubúnir að fallast á að kauptrygging sjómanna hækki í samræmi við þær launahækkanir sem Samtök atvinnulífsins og Flóa- bandalagið hafa samið um. Það jafn- gildi því að laun hækki um 7% frá gildistöku kjarasamnings, um 3% frá 1. janúar 2002 og um 2,25% 1. janúar 2003. Seinheppinn jeppaeigandi Jeppaeigandi nokkur á Suðurgöt- unni í Keflavík fór út í gærmorgun klukkan 7.10, setti nýlegan jeppa sinn í gang og fór svo inn aftur að ná í eitthvert dót. Óprúttinn vegfar- andi sem átti leið hjá sá sér leik á borði þegar hann kom að jeppanum í gangi, settist inn í hann og ók á brott. Þegar eigandi jeppans kom út aftur og ætlaði grandalaus að setjast inn í bifreiðina, sá hann á eftir jepp- anum þar sem honum var ekið út götuna. Eigandinn tilkynnti atburð- inn til lögreglunnar, en þrátt fyrir leit var bíllinn ekki fundinn í morg- un. Jeppinn er grænn upphækkaður Toyota Landcruiser, árgerð 1999 og ber númeraplöturnar OY 976. Þeir sem gætu hafa orðið varir við jepp- ann eru beðnir um að hafa samband við lögregluna i Reykjanesbæ. -SMK Seltjarnarnes: Tveimur neyðar- blysum skotið upp Lögreglumönnum á vakt í Reykjavík og áhöfn varðskips brá í brún þegar tveimur neyðarblysum var skotið upp skömmu eftir mið- nættið í nótt og bar viö Skerjafjörð og Seltjarnarnes. Áhöfn varðskips- ins miðaði neyðarblysin út og komst að því aö þeim hatði verið skotið upp nærri golfvellinum á Sel- tjarnarnesi. Haft var samband við Tilkynningaskylduna, sem gaf þær upplýsingar að engir bátar væru á sjó á svæðinu. Lögreglumenn voru þá sendir á golfvöllinn og fundu þeir hylki utan af tveimur neyðar- blysum liggjandi á veginum við golfvöllinn, en sá sem hafði skotið þeim upp var horfinn á brott. Lög- reglan er með málið í rannsókn, en svona gabb er litið mjög alvarlegum augum, þar sem mikil hætta getur stafað af því fyrir aðra sem lenda í hættu, ef allt tiltækt björgunarlið hefur þegar verið sent út í leit að neyðarástandi sem ekkert er. -SMK Útvegsmenn segjast einnig reiðu- búnir til að vinna að því á samn- ingstímanum að koma á launakerfi með fostum launum auk ábata, í stað núverandi hlutaskiptakerfis. Þeir segjast reiðubúnir að setja á stofn starfshóp með fulltrúum sjó- manna þar sem tekið verði saman yfirlit yfir slysatryggingar sjó- manna og greiðslur til þeirra vegna slysa. Útvegsmenn leggja sérstaka áherslu á kröfu um mönnunarmál, þannig að þegar fækkað er í áhöfn leiði það ekki til hækkunar heildar- launakostnaðar, heldur skiptist ábatinn af fækkuninni á milli aðila. „Það er mat stjómar félagsins að ekki sé hagkvæmt að byggja upp bol- flskfrystihús félagsins í dag miðað við kvóta og áætlaðan kostnað," segir Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Isfélags Vestmannaeyja. Hann segir að verið sé að kanna þann möguleika og meta hagkvæmi þess að byggja upp fuilkomið uppsjávarfrystihús og ef tO þess komi þurfi ákveðinn kjama af fólki í heilsársstörf. Einnig sé verið að kanna möguleika á því að hefja ein- hverja vinnslu í lok loðnuvertíðar og sé þá einkum verið að horfa tO saltfisk- vinnslu. „Við munum byggja fyrirtæk- ið upp,“ segir Ægir PáO Vonin varð að engu Arnar Hjaltalín, annar formaður Drifandi stéttarfélags i Eyjum, segir að þessi ákvörðum sé ægOegt áfaO fyrn- Eyjamenn. Að sögn Amars er starfsfólk ísfélagsnis harmi slegið og ljóst er að erfiðir tímar em fram undan í atvnrnu- málum í bænum. Hann segir að tæplega 170 manns séu núna atvOmulausO- og það stefni í að um 200 manns verði at- vinnulausir eftir loðnuvertíðina og því sé ástandið mjög slæmt. „Eftir brunann í desember var von en með ákvörðun ís- félagsins varð hún að engu,“ segir Am- ar. Það liggi ljóst fyrir að þetta muni þýða brottflutninga úr bænum. „Fólk hefur verið að koma á skrifstofuna tO að skrá sig atvinnulaust og margt af því fólki er farið að íhuga aö fara ann- að,“ segir Amar. Litið sé um önnur störf og ef losni um einhver störf séu þau umsetin. ísfélagið Húsnæði ísfélagsins eftir brunann í desember. Þegar hagræðing næst fram njóti bæði sjómenn og útvegsmenn þess i hækkuðum tekjum. Engar forsendur til verkfalls „Ég vil ekki trúa öðru en að við getum náð saman, annað væri mjög óeðlOegt. Það eru mjög breyttar for- sendur þegar öU sjómannasamtökin eru komin saman og það eitt vekur mér vonir um að við náum þessu saman. Ég neita að taka öðru og vil alls ekki trúa því að það komi til verkfaUs,“ sagði Friðrik Amgríms- son framkvæmdastjóri Landssam- bands íslenskra útvegsmanna þegar DV ræddi við hann í gær. Amar segO1 að þetta séu afleiðingar fiskveiðistjómunarkerfisins sem Is- lendmgar þurfi að búa við. Stærstur hluti af öUum fiski sem veiddur sé af skipum frá Eyjum fari beint í gáma eða er landað annars staðar. I fyrradag þeg- ar stjóm ísfélagsins tilkynnti um ákvörðun sína vora 28 ár liðOi frá gos- inu í Heimaey og segir Amar að þá hafi Eyjamenn ekki gefist upp heldur komið aftur og byggt upp bæinn og það æUi þeir að gera aftur núna. Gríðarlegt áfall Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að þetta sé grið- arlegt áfaU fyrO- bæjarfélagið þar sem ísfélagið hafi verið annar af burðurás- um atvinnulífsins í Vestmannaeyjum. Á ársgrundveUi hafi bolfiskur skapað mikla vOtnu og þetta sé því dapurleg ákvörðun fyrir bæjarfélagið og fólkið sem unnið hefur hjá fyrirtækmu. „Við þurfum að bregðast við þessu en það em engar lausnir tO eOis og er, “ segO- Guðjón. Hann segir að Eyjamenn hafi Ekki samið án verkfails „Svar LÍÚ við tOboði okkar kom mér ekki mjög á óvart,“ sagði hinsvegar Sævar Gunnarsson for- maður Sjómannasambands íslands, þegar rætt var við hann eftir að af- staða LÍÚ lá fyrir í gær. „Þó kom ýmislegt mér á óvart í svari útvegs- manna, ekki síst það að virt stór hagsmunasamtök skuli ekki hafa virt samninginn til verðs áður en þau höfnuðu honum. Þetta finnst mér með ólíkindum en kostnaður- inn við samninginn eins og við lögð- um hann fyrir nemur ekki nema um 1% af brúttóverðmæti aflans," segir Sævar. Hann segist telja að krafa LÍÚ um nýtt launafyrirkomulag sé ekkert annað en svar við kröfu sjómanna sem lengi hefur verið uppi um að allur fiskur fari á markað tO verð- myndunar. „Þeir hafa ekki fært nein rök fyrir breytingu á launa- kerfinu yfir i það sem þeir kaOa fastlaunakerfi með bónus, þeir vita ekkert hvað þeir eru að tala um. Vegna þess að þeir óttast að við náum árangri í verðmynduninni eru viðbrögð þeirra sú að skiptapró- sentan lækki.“ Hvernig leggst framhaldið í þig? „Það leggst Ola í mig að menn vilji ekki leysa málið án átaka en samstaða sjómanna leggst vel í mig. Eftir svör útvegsmanna nú geri ég mér hins vegar engar vonir um að takist að semja áður en tU verkfaUs kemur.“ ákveðna burði tU að vinna sjávarfang og séu með mikið af aflaheOnOdum miðað við íbúafjölda og leita verði tO þeirra sem hafa aflaheimOdimar tO að koma sterkari inn og þá ekki bara til þeirra stóru. „Þetta er stórt verk- efni sem framundan er og það reynir á aUa,“ segir Guðjón. I gær var farið yfir máliö og fundaði Þróunarfélag Vestmannaeyja um málið en það hefur farið með ákveðna þætti í atvinnumálum í Eyjum og séð um ráð- gjöf varðandi fyrirtækjamál. Þá var fundað með fúUtrúum ísfélagsins og verkalýðsfélagsins. Guðjón segir að menn vonist tO að hægt verið að vinna að málinu bæði hratt og vel. „Við þurf- um að þjappa okkur saman og ég hef trú á að þegar á reynir séu aUir tObún- ir og það reynir á það núna,“ segir Guðjón. -MA Forsetinn skrifaði undir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti ís- lands, staðfesti í gær öryrkjafrumvarp rík- isstjórnarinnar. I yf- irlýsnigu frá forseta íslands segir, .tU að vísa lögum tO þjóðaratkvæða- greiðslu verður að gæta ýtrastu var- kámi og rök vera ótv0"æð þegar því vaidi er beitt. Með tiUiti tO alls þessa hef ég ákveðið að staðfesta lög um breytingar á almannatryggingalögum sem Alþingi samþykkti 24. janúar 2001 en ítreka um leið mikOvægi þess að kappkostað sé að ná sáttum í deUum um réttUidi öryrkja." Kvótanefndin deilir enn Skömmu eftir dóm Hæstaréttar um kvótamálið skipaði Ámi Mathiesen sjávarútvegsráðherra sjö manna nefnd tU að fara yfir öU helstu deUumálin í sambandi við kvótakerfið. Var nefndin gjaman köOuð „sáttanefnd sjávarút- vegsráðherra.“ Dagur greniir frá. Síldarafiinn 85 þúsund tonn HeildarsOdaraflinn á vertíðinni er orðinn 85 þúsund tonn og hafa 55 þús- und tonn farið tU bræðslu, 5 þúsund tonn tU söltunar og 25 þúsund tonn tO frystingar. HeUdarkvótinn er 119 þús- und tonn og því enn óveidd 34 þúsund tonn. Nægt klósettvatn Bæjarráð Akureyrar hefur lagt tO að Akureyrarbær gerist aðOi að Ólafs- víkuryfirlýsingunni sem snýst um sjálfbæra þróun. Ásgeir Magnússon, formaður bæjarráðs, bendir á alþjóð- legan klósettstaðal en úti í henni hefur verið barist fyrO' breytingu á klósett- kössum þannig að minna vatn fari tU spUlis í hvert skipti sem sturtað er nið- ur. Á íslandi er hins vegar yflrdrifið nóg vatn. Dagur greinir frá. Samstarf við ÍE Rekstrarstjórn HeUbrigðisstofnun- arinnar á Selfossi hefur samþykkt með fjórum atkvæðum gegn eOm að ganga tU samninga við íslenska erfðagreOi- ingu um samstarf. Lögin í endurskoðun Skýrsla Bama- verndarstofu um starfsemi Bamahúss er nær samfeUd gagnrýni á stefnu dómsmálaráðuneyt- isins og framkvæmd dómara, eftn- laga- breytingu 1998. Bamavemdarstofa krefst endurskoð- unar laganna, eUa fiari undan Bama- húsi. Dagur greOin- frá. Einelti alvarlegast Landlæknir og VOmueftO-litið hafa sameinast um útgáfu bæklingsins: „Er einelti á vinnustaðnum?" Að mati þeirra er enielti eitt alvarlegasta sam- skiptavandamálið sem upp kemur á vinnustöðum. Upplýsingakerfi Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra og Hreinn Jakobs- son, forstjóri Skýrr hf., undirrituðu ný- verið samning um að fyrirtækið taki að sér smíði nýs upplýs- ingakerfis fyrir fram- Þriðja sæti í Bocuse d'Or Hákon Már Örvarsson matreiðslu- maður varð í þriðja sæti í Bocuse d'Or í Lyon í Frakklandi. Keppnin er eins konar óopinber heimsmeistarakeppni kokka og nýtur mikila virðOigar. Ár- angur Hákonar þykkir mjög góður. AUs voru þáttakendur frá 22 löndum. -HKr/kip Friðrik Arngrímsson. -gk ísfélag Vestmannaeyja hættir bolfiskvinnslu: Engar lausnir til - segir Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri. Þróunarfélag leitar leiða Vestmannaeyjar Stjórn Isfélags Vestmannaeyja hefur ákveöiö aö byggja ekki upp bolfiskfrystihús félagsins og er það gífurlegt áfall fyrir starfsfólkiö og bæjarfélagið í heild sinni. „Við munum byggja fyrirtækið upp,“ segO- framkvæmdastjóri Isfélagsins. Guðjón Hjörleifsson. haldsskóla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.