Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2001, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2001, Síða 5
FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 DV 5 Fréttir Skýrsla dómsmálaráðherra um klám og vændi: Harðari lög gegn barnaníðingum - Sólveig Pétursdóttir ber saman lög Norðurlandanna íslenskir unglingar mega stunda kynmök við 14 ára aldur en brjóta lög ef þeir eiga mynd af sér í ástar- leikjum. Því hefur dómsmálaráð- herra Sólveig Pétursdóttir varpað fram þeirri spurningu hvort ekki sé rétt að hækka kynferðislegan lög- aldur á íslandi. Samkvæmt íslenskum lögum fá unglingar lögaldur til kynferðis- maka við 14 ára aldur sem er það lægsta á Norðurlöndunum. Hins vegar telst varsla á efni sem sýnir 14 ára ungling í kynferðismökum refsivert atferli og fellur undir bamaklám. „Hér virðist vera um nokkurt misræmi að ræða þar sem t.d. varsla á myndum af hugsanlega fullkomlega löglegu athæfi er refsi- og Danmörk sig úr að því leyti að eingöngu er hægt að sekta fyrir þessi brot á íslandi og í Danmörku þarf að vera um gróft barnaklám að ræða svo varsla þess teljist refsivert athæfi. Ef um stórfelld barnakláms- brot er að ræða er lágmarksrefsing í Svíþjóð 6 mánaða fangelsi. í skýrslunni kemur fram að al- mennt bann við birtingu og dreif- ingu á klárfli er eingöngu í gildi í Noregi og á íslandi en önnur ríki hafa afnumið slíkt bann. Þó er birt- ing klámefnis hvergi með öllu frjáls þar sem Danmörk, Finnland og Sví- þjóð hafa sett reglur sem eiga að stuðla að því að klám sé til dæmis ekki haft fyrir börnum. Athygli vekur að Noregur og Finnland áskilur sér rétt til þess að Barnavændi erlendis í nýrri skýrstu dómsmálaráðherra leggur Sólveig Pétursdóttir til aö islensk lög verði hert og samræmd norskum og finnskum lögum sem leyfa sakfellingu ríkisborgara sinna fýrir kaup á barnavændi erlendis, burtséö frá því hvort framferði Norðmannanna og Finnanna teljist saknæmt í því landi þar sem verknaðurinn var framinn. verð. Vegna þessa og í ljósi þjóðar- réttarskuldbindinga á þessu sviði er ástæða til þess að varpa því fram hvort ekki væri rétt að hækka kyn- ferðislegan lögaldur samkvæmt ís- lenskum lögum,“ segir í skýrslu Sól- veigar Pétursdóttur sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur látið vinna um samanburð á lögum um klám og vændi á Norðurlöndunum. Skýrsla þessi hefur verið send Al- þingi. Ekki er ljóst í íslenskum hegning- arlögum hvort barnaklám miðast við 16 eða 18 ára aldur eftir að bamavemdarlögum var breytt árið 1998 og hækkað úr 16 í 18 ár. Kyn- ferðislegur lögaldur í Danmörku og Svíþjóö miðast við 15 ár en 16 ár í Finnlandi og Noregi. í lögum sam- anburðarlandanna um barnaklám er miðað við líkamlegan þroska. Til dæmis falla myndir af einstaklingi sem ekki hefur líkamlegan þroska á við 15 ára ungling undir barnaklám og í Finnlandi teljast þeir sem ekki hafa náð fullum kynferðislegum þroska börn, með það til hliðsjónar að kynferðislegur lögaldur er 16 ár. Ekki má afhenda íslenskum, norskum og sænskum unglingum undir 18 ára aldri klámefni. Danir mega fá klámefni afhent við 16 ára aldur og Finnar við 15 ára aldur. Varsla barnakláms Þótt refsingar við vörslu á barnaklámi séu sambærilegar á milli Norðurlandanna skera ísland hegna þegnum sínum fyrir barnaklámsbrot og kaup á vændis- þjónustu barna í öðrum löndum, óskylt þvi hvort atferli þeirra teljist brotlegt í landinu þar sem verknað- urinn var framinn. Samkvæmt ís- lenskum lögum er það skilyrði fyrir sakfellingu manns að verknaðurinn teljist brot í landinu sem hann var framinn í. í skýrslunni spyr dómsmálaráð- herra hvort ekki sé rétt að setja sambærileg lög á íslandi. Vændi Ekkert ríkjanna hefur sérstakar reglur um fylgdarþjónustu eða símavændi. Á Islandi eru engar reglur um nektarsýningar aðrar en þær að bannað er meö lögum að efna opinberlega til ósiðlegs leiks eða fyrirlestrar. Þó er lögregluemb- ættum í sjálfsvald sett að setja regl- ur um skemmtanahald í lögreglu- samþykktir sínar. í skýrslunni seg- ir að líklega sé þó ekki hægt að banna nektarsýningar hér á landi. ísland er eina Norðurlandaríkið sem telur það að stunda vændi í framfærsluskyni refsivert athæfi og má fangelsa sakfelldan í tvö ár. Það er þó ekki refsivert að stunda vændi sem aukavinnu, svo framarlega sem tekjumar sem viðkomandi hefur af aukavinnu sinni ráði ekki úrslitum um framfæri hans. Hins vegar er það ekki saknæmt athæfi að kaupa sér blíðu annarra á íslandi. Það sama er að segja um önnur Norðurlandaríki, nema Sví- þjóð. ísland er einnig eina Norður- landaríkið sem ekki hefur sérstök lög sem refsa fyrir kaup á vændis- Sigrún María Kristinsdóttir blaðamaður Fréttaljós þjónustu bama og unglinga. Þó eru ákvæði í íslensku hegningarlögun- um sem geta átt við slík kaup. Ástæða þess að hin Norðurlanda- rikin hafa afnumið lög um vændi sem refsivert athæfl er að almennt er talið að fólk semn stundar vændi sér til framfærslu leiðist út í þann starfa af illri nauðsyn og þurfi frek- ar á félagslegri hjálp að halda en refsingu. Alls staðar á Norðurlöndunum er bannað að hafa tekjur af vændi ann- arra og er hámarksrefsing við því broti hærri á íslandi en vegna vændis. Fjórir dómar í vændismál- um hafa fallið fyrir Hæstarétti en enginn sakbominga var ákærður fyrir að stunda vændi. I þremur dómum sem féllu á sjötta áratugn- um, á ástandsárunum svokölluðu, voru tvær konur og tveir menn ákærð fyrir að gera sér lauslæti annarra að tekjulind. Þau voru öll dæmd í nokkurra vikna fangelsis- vist. Árið 1990 dæmdi Hæstiréttur karlmann í sex mánaða fangelsi fyr- ir að útvega öðrum mönnum stúlk- ur en hann hafði fimm konur á sín- um snærum. Innköllun vegna rafrænnar skráningar hlutabréfa í Eignarhaldsfélaginu Alþýðubankinn hf. Mánudaginn 23. apríl 2001 verða hlutabréf í Eignarhaldsfélaginu Alþýðubankinn hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. i samræmi við ákvörðun stjórnar Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf [ Eignarhaldsfélaginu Alþýðubankinn hf. tekin til rafrænnar skráningar en þau eru öll í einum flokki og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf„ Síðumúla 28, 108 Reykjavík eða í síma 588 3370. Komi í Ijós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ; ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við * fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyritæki eða sparisjóð 2 sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf, fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og þvl er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti slna I félaginu að undanskildum sjálfum skráningar- deginum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum I félaginu til að geta framselt hluti slna svo sem vegna sölu eða skipta. Reikningsstofnun mun I þessu skyni stofna VS-reikning I nafni viðkomandi hluthafa. Hluthöfum félagsins verður kynnt þetta bréfleiðis. Stjórn Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.