Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2001, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2001, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 I>V Hagsýni Hvað kostar þorramaturinn: Dýrt að kaupa tilbúna bakka - kosta yfirleitt um 2000 kr/kg en Bónusbakkarnir þó helmingi ódýrari Þorramatur í kjötboröinu Þaö borgar sig yfirleitt að kaupa þorramatinn úr kjötboröi þar sem kílóverð er töluvert lægra en í tilbúnum þorramatarbökkum. Þannig er líka hægt aö fá nákvæmlega það magn sem óskaö er eftir. Þegar neytendasíðan fór á stúfana til að kaupa þorramat fyrir bragðgæð- ingana var ákveðið að kíkja aðeins á verð í leiðinni. ítrekað skal að hér er ekki um vísindalega úttekt að ræða, eingöngu var skoðað verð þeirrar vöru sem keypt var og þorrabakkamir frá Kjamafæði og Kea em væntanlega á misjöfhu verði eftir því hvar þeir era keyptir. T.d. veitir Bónus 10% afslátt af þorrabökkum frá Kjamafæði og 20% afslátt af Bónus þorrabökkum. Af- slátturinn á Bónusbökkunum hefur þegar verið reiknaður í verði því sem gefið er upp í töflunni. Súrmeti, kjötmeti og meðlæti Innihald bakkanna er mjög mis- jafnt. Þó virðist sem ákveðnar tegund- ir súrmats séu í öllum bökkunum enda era hrútspungamir, súra sultan og lundabaggamir einkennandi fyrir þorramatinn. Bónus þorrabakkinn inniheldur súra hrútspunga, súra lundabagga, súran blóðmör, súra lifrapylsu, súra bringukolla og súra sviðasultu en ekk- ert meðlæti fylgir í þessum bakka. í Kea bakkanum var m.a. súrmeti, svo sem sviðasulta, hrútspungar, lundabaggar og bringukollar, Kjöt- meti; hangikjöt, saltkjöt, magáll og ný sviðasulta og meðlæti; hákarl, harð- fiskur, flatbrauð, rúgbrauð og smjör. Þorrabakkinn frá Kjamafæði inni- hélt m.a. hangikjöt, reykta bringu- kolla, saltkjöt, magál, hrossabjúgu, há- karl, harðfisk, svínasultu, súra sviða- sultu, súra bringukolla, súra lunda- bagga, súra hrútspunga, rúgbrauð, flat- brauð, smjör og kartöflusalat. Hjónabakkar Múlakaffis innihalda m.a. hákarl, súra lifrapylsu, súran blóðmör, súra lundabagga, súra sviða- sultu, sviðasultu, súra bringukolla, súra hrútspunga, hangikjöt, flatbrauð, rúgbrauð, rófustöppu, ítalskt salat, harðfisk og smjör. Þess má geta að um helgar býður Múlakaffi upp á þorra- hlaðborð þar sem hægt er að borða eins og hver getur í sig látið og kostar það 1980 kr. á mann. 2000 krónur kílóið Ef kaupa á mat fyrir 1-2 manneskj- ur borgar sig að velja sjálfur úr kjöt- borðum verslana þar sem kílóverð teg- undanna er allt frá tæpum 500 kr. og upp í 2000 kr. Séu bakkamir keyptir er kílóverðið í kringum 2000 kr. (nema á bökkunum frá Bónusi) sem þýðir að 'borgaðar era 2000 krónur á kílóið fyr- ir allt sem í þeim er. Reyndar er harð- fiskur í bökkunum frá Kea, Múlakaffi og Kjarnafæði en kílóið af honum get- ur kostað yfir 3000 kr. En magnið var frekar lítið og er hann ekki stór hluti þess sem í bökkunum er Þegar kaupa á mat fyrir fleiri en einn til tvo ætti að athuga verð á súrmat í fót- um og stærri innpökkuðum stykkjum af t.d. sviðasultu og hákarli. -ÓSB Actigener: Náttúrulegt lyfja-sjampó Á íslandi er nú hafin sala á Actig- ener heilsusjampói, hárnæringu og næringarvökva. Actigener var upp- runalega þróað af frönskum munk- um fyrir hundruðum ára og hefur nú verið á markaði í 25 ár. Árið 1986 fékk þessi vara viðurkenningu sænskra yfirvalda sem fyrsta og eina „læknandi náttúruvaran" (natural medical product) og árið 1990 fékk það viðurkenningu Banda- ríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins sem „náttúrulegt lækningasjampó". Kanadíska heilbrigðisráðuneytið birti árið 1993 niðurstöðu-rannsókn- ar á Actigener sem gerð var með þáttöku 100 sjálfboðaliða þar sem staðfest var að Actigener stöðvar flösu, húðflögur og hárþynningu í nær öllum tilvikum. Auk þess sýndu niðurstöðurnar að Actigener leysir vandamál eins og kláða i hár- sverði og feitt hár. Actigener virkar þannig að það stuðlar að fullnægjandi blóðstreymi um húðina á þeim stöðum sem það er borið á. Með því fá rætur hársins öll næringarefni sem þeim eru nauðsynleg. Einnig skapar það jafn- vægi milli sýru og basa í hársverði (pH 6,8). Um er að ræða 5 vöruliði: sterkt og milt sjampó, íssjampó (gegn kláða i hársverði), hámær- ingu og næringarvökva, sem hægt er að bera á hársvörð eða nota í bað- vatn. Actigener-vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum. Fyrirtækið Eðal- vörur flytur inn Actigener vörurnar og þær munu á næstunni fást í apó- tekum um land allt. Hokkun úrgangs og endurvinnsla Sorpmál landsmanna hafa verið tek- in til gagngerrar endurskoðunar síðustu árin og hafa ýmsar breytingar átt sér stað undafarið. Eins og mál standa í dag lítur út fyrir að heimilin muni taka á sig aukin kostnað vegna sorpsins sem til fellur hjá þeim. í náinni framtíð mun því verða ijárhagslega hagkvæmt að flokka og endumýta úrgang. Til að að- stoða heimilin við þetta verkefni munu á næstu vikum birtast greinar frá Sorpu um flokkun úrgangs og endurvinnslu, þar sem farið er yfir helstu atriði varð- andi þessi mál. Allt frá því að SORPA hóf starfsemi sína hefur eitt af meginmarkmiðum fyr- irtækisins verið að stuðla að aukinni endumýtingu, endumotkun og endur- vinnslu úrgangs. Sífellt fleiri möguleik- ar hafa skapast á því sviði samfara auknum skilningi almennings á nauð- syn þess að nýta hin efnislegu verðmæti sem best. Þátttaka og árangur Hinn almenni borgari og fyrirtæki, stór og smá, era orðnir virkir þátttak- endur i að koma verðmætum sem fel- ast i sorpinu til endurvinnslu og er óhætt að segja að um 30% þess úr- gangs sem berst til SORPU af höfuð- borgarsvæðinu fari til endumýtingar á einn eða annan hátt. Til samanburð- ar má geta þess að á fyrsta starfsári SORPU fór um 10% heildarmagn úr- gangs í endumýtingu en síðan þá hafa sífellt bæst við nýir endurvinnslu- flokkar sem SORPA tekur á móti og kemur til endurvinnslu innanlands sem utan í samvinnu við ýmsa fram- leiðsluaðila. Flokkunartaflan - hjálpartæki í byijun nóvembermánaðar 2000 sendi SORPA bæklinginn „Flokkunar- tafla - Góð flokkun er forsenda endur- vinnslu" inná öll heimili á höfuðborg- - hvernig og hvers vegna? arsvæðinu og þar var verið að kynna almenningi þá fjölmörgu flokka sem hægt er að flokka úrgang í, þ.e. þær ótal leiðir sem til staðar era fyrir úrganginn annað en raslafot- una heima. Flestir tóku þess- um bæklingi vel en tekið skal sérstaklega fram að með þessu riti var SORPA ekki að skylda neinn til að flokka úrgang. Nei, þama var einungis verið kynna 25 mismunandi leiðir til Pizzukassi Allt of margir slíkir kassar enda í sorptunnum en þeir eru úr pappa sem hægt er aö endurnýta. að að bæta umhverfið með því að minnka þann úrgang sem fer til urðunar. Um- hverfisávinningurinn felst m.a. í spör- un á landsvæði á urðunar- stað, umtalsverðum orku- spamaði við endurvinnslu áls og minnkun ágangs á nátt- úraauðlindir jarðarinnar. Með endurvinnslu komum við nýt- anlegum hráefiium aftur inn í hringrás framleiðsluferilsins. Endurnýting eða urðun? Allir flokkarnir sem skil- greindir eru til endumotkun- ar/endumýting- ar/endurvinnslu eiga sér endumýt- ingarfarveg og era EKKI urðaðir! Sá orðrómur kemur of oft uppá yfirborðið að SORPA urði það sem fólk er að skila inn til endumýtingar en ÞAÐ ER EKKI RÉTT. Á næstu vikum munu birtast stuttar greinar um þá flokka úr- gangs sem margir hverjir eru að flokka úrgang sinn í og skila ýmist í grenndargáma eða inná endurvinnslu- stöðvar SORPU og er jafnframt sendur áfram til endurnýtingar! Endurvinnsluflokkamir Meðal þeirra eru úrgangsflokkar eins og bylgjupappi, femur, dagblöð og timarit sem era flutt út til endur- vinnslu, fatnaður og skór sem ýmist er endumotað eða endurunnið, málmar flokkaðir til útflutnings, timbur sem kurlað er niður og notað sem kolefnis- gjafi við framleiðslu kisilmálms, garðaúrgangurinn, trjágreinar og gras, sem nýtt er til framleiðslu á lífræna jarðvegsbætinum moltu, ásamt fleiri athyglisverðum flokkum sem jafhvel era einsdæmi á íslandi. Gcður bíl&tjcri Jhq eraltiát I fi gcðum gír Eins og þú vilt að hinir aki skalt þú og sjálfur aka || UMFERÐAR V RAð www.umierd.is , Tilboð verslana 1 Tilbodin gilda út janúarmánuö. 0 Kristall, 0,51 95 kr. 0 Pepsi, 0,51 95 kr. 0 Samlokur, kaldar 195 kr. 0 Hálkueyöir, Preston 980 kr. 0 Startkaplar, 200 amp. 1390 kr. 0 KitKat, 53 g Q Q Q © 50 kr. Tllboöln gllda á meöan blrgöir endast. IQ Svínalundlr 1259 kr. kg I | Q Svínahnakkl m/belnl 515 kr. kg i 0 Ungnautagúllas 799 kr. kg { Q Maxwell house kaffi, 500 g 251 kr. I Q Vestfirskur stelnbitur 3334 kr. kg 0 Rófur 113 kr. kg \ 0 Hrökkbrauö m/kúmenl 87 kr. 0 Kavlí kavíar, léttur, 150 g 95 kr. 0 Haröflskur, ýsa, roölaus 3334 kr. kg 0 Léttostar, 250 g 3 teg. 167 kr. Þín verslun Tilboöin gilda til 31. janúar. Q Súpukjöt 399 kr. kg 0 Marineruö síld, 850 ml. 249 kr. 0 Oetker Pizza Hawal 269 kr. 0 Oetker Plzza Speclal 269 kr. 0 Pampers blautklútar, áfylllng 299 kr. 0 10 pylsur, 10 pylsubrauö, 0 tómatsósa, slnnep 699 kr. Q Q © Tllboöin glída tll 28. Janúar. Buffaló kjúkllngavænglr 696 kr. kg Hunangsl. kjúklingalæri 696 kr. kg Kjúkllngabltar I fötu, *6 559 kr. Snapple Svaladr. 0,51, 4 teg.129 kr. Myllu Brallarabrauö, 770 g 112 kr. KJörís grænlr frostp., 8 stk. 262 kr. Kjöris gullr frostp., 8 stk. 262 kr. Tllboöin giída til 31. janúar. 0 Súpukjöt, 1/2 framp. 379 kr. kg 0 Gulrófur 69 kr. kg 0 Hagver súpujurtir, 120 g 79 kr. 0 Ágætis premler kartöfíur, 2 kg99 kr. 0 Ágætis Gullauga, 2 kg 99 kr. 0 Ágætis kartöflur, rauöar, 2 kg 99 kr. 0 River hrísgrjón, 1362 g 198 kr. 0 Sviöasulta Q © 998 kr. Hraðbúðir ESSO Tilboöln gllda tll 31. janúar. 0 Sóma langloka 229 kr. 0 Freska, 1/41 109 kr. 0 Malta, stórt, 45 g 49 kr. 0 Nóa risa Tópas, 60 g 85 kr. Q Nóa risa Tópas, xylltol, 60 g 85 kr. 0 Eltt sett frá Nóa, 40 g 49 kr. 0 Homeblest kex, blátt, 200 g 109 kr. 0 Floridana appelsínusafi, 1/4 I 59 kr. 0 Floridana eplasafi, 1/4 I 59 kr. 0 Arlnkubbar 195 kr. Nóatún Tilboöin gilda á meöan birgöir endast. 0 Ferskur kjúklingur 449 kr. kg 0 Fersklr kjúklingalegglr 499 kr. kg j Q Ferskar kjuklbr., m. skinnl. 1399 kr. o kg 0 Ferskir Tex-Mex vængir 499 kr. kg 0 Fersk kjúkllæri/legglr 449 kr. kg Q Q Q © Fjarðarkaui Tilboöin gilda til 27. janúar. 0 Lundabaggi, súr 825 kr. kg 0 Súr sviöasulta 1198 kr. kg 0 Svínalærissneiöar 425 kr. kg 0 Grape, hvítt/rautt 99 kr. kg 0 Létt og laggott, 400 g 124 kr. 0 Kelloggs komftögur, 1 kg 289 kr. 0 Kelloggs special K 329 kr. 0 Cheerios 298 kr. Q ©

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.