Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2001, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2001, Side 14
14 FMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 FMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgialds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Tekin af tvímceli Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, ákvað í gær að staðfesta lög um breytingar á almannatryggingum sem Al- þingi samþykkti í fyrrinótt. Lög um bætur til hluta ör- yrkja, sem fengið höfðu skertar bætur vegna tekna maka, öðlast því gildi. Þeir sem rétt eiga á endurgreiðslu vegna skerðingarinnar fá hana því greidda frá Tryggingastofnun ríkisins um mánaðamótin. Deilur um málið i kjölfar dóms Hæstaréttar 19. desem- ber sl. urðu strax óvenju harðvítugar og náðu hámarki í átökum stjómar og stjórnarandstöðu við meðferð frum- varps um málið í kjölfar niðurstöðu sérfræðinganefndar sem ríkisstjórnin skipaði til þess að skera úr um hvernig við dómnum ætti að bregðast. Þar sem deilt var um, við meðferð málsins á Alþingi, hvort skilja ætti umræddan dóm Hæstaréttar svo að með honum hafi verið slegið fostu að almennt sé andstætt stjórnarskránni að kveða á um tengingu lífeyrisbóta við tekjur maka skrifaði Halldór Blöndal, forseti Alþingis, fyr- ir hönd forsætisnefndar Alþingis, Garðari Gíslasyni, for- seta Hæstaréttar, bréf og óskaði svars um það hvort dóm- urinn hefði falið slíka afstöðu í sér. Forseti Hæstaréttar neitaöi því. Þótt óvenjulegt sé að Hæstiréttur skýri dóma sína eftir að þeir eru felldir liggur það þó fyrir, með bréfi forseta réttarins og eftir samráð við aðra dómara, að skerðing vegna tekna maka sé ekki andstæð stjórnar- skránni. Forseti íslands var hvattur til þess af formanni Vinstri- grænna, varaformanni Samfylkingarinnar og formanni Öryrkjabandalags íslands að neita að skrifa undir lögin og vísa þeim þar með til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta neit- unarvald hefur forseti íslands, þótt því hafi aldrei verði beitt í sögu lýðveldisins. Ólafur Ragnar Grímsson segir í yfirlýsingu í gær að þótt hann hafi samkvæmt stjórnar- skrá heimild til að vísa lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu verði að gæta ýtrustu varkárni og rök að vera ótvíræð þegar því valdi er beitt. Forseti íslands rökstyður ákvörðun sína og segir meðal annars: „Samkvæmt stjómskipun íslands gildir sú ótví- ræða regla að það eru dómstólar landsins sem kveða á um hvort lög samrýmast stjórnarskrá sbr. nýfallinn dóm Hæstaréttar frá 19. desember árið 2000. Forseti lýðveldis- ins fer ekki með úrskurðarvald um það hvort lög fari í bága við stjórnarskrána né heldur felur þjóðaratkvæða- greiðsla í sér niðurstöðu í þeim efnum.“ Svar Garðars Gíslasonar, forseta Hæstaréttar, tók af tvímæli og hefur væntanlega auðveldað forseta íslands ákvörðun sína. í kjölfar þessa máls, sem valdið hefur miklum deilum og tilfinningahita í þjóðfélaginu, er nauðsynlegt að huga að stöðu öryrkja í víðara samhengi enda hefur það komið fram að hinn almenni öryrki, sem býr við bágust kjör, fær enga bót i kjölfar hæstaréttardómsins. Forseti íslands ít- rekar raunar í yfirlýsingu sinni mikilvægi þess að kapp- kostað verði að ná sáttum í deilum um réttindi öryrkja. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hraðað verði endurskoð- un á almannatryggingarlöggöfinni þannig að niðurstaða nefndar sem um það fjallar liggi fyrir í vor. Bæta þarf kjör öryrkja og annarra sem verst standa í þjóðfélaginu. Það er velferðarsamfélagi okkar til van- sæmdar geti það fólk ekki framfleytt sér og sinum sóma- samlega. Kjör öryrkja batna frá því sem var með nýju lög- unum. Fáist siðan frekari bót í kjölfar endurskoðunar al- mannatryggingalöggjafarinnar var ekki til einskis barist þessa heitu vetrardaga. Jónas Haraldsson DV Skoðun Er Össur Reykás? Kjallari Margir hafa furðað sig á framkomu formanns Sam- fylkingarinnar - ekki síst eftir að hann varð leiðtog- inn langþráði. Kappsam- lega hefur hann reynt að tileinka sér hina ábyrgu sýn formanns, en gengið brösuglega við þá burði. Jafnan virðist hann falla af stalli virðuleikans vegna þeirrar ástriðu sinnar að tala eilíflega niður til við- mælenda. Hann vill vera sá sem betur veit og kann og notar gamalkunnugt bragð: Hefur sjálfan sig á stall og reynir að gera sem minnst úr öðrum. En annað í náttúru Össurar Skarp- héðinssonar kann að valda honum erfiðleikum. Er þá ekki átt við leik hans sem ritstjóra DV á sínum tíma þegar hann leyfði sér að sletta í nafn- lausa dálka úr „kaffispjalli“ félaga sinna á þingi. - Það er hins vegar pólitísk saga hans sem ruglar marg- an í ríminu. Skoðum dæmi: Stúdentaleiðtogi innleiðir skólagjöld Frægt var þegar stúdentaforinginn Ragna ivarsdóttir situr í framkvæmda- stjórn Sambands ungra framsóknarmanna Össur stóð á þingpöllum og orgaði niður í þingsal að aldrei mætti koma á skóla- gjöldum. Þegar þessi leið- togi komst í ríkisstjórn (1992-5) lét hann sig ótrauð- ur hafa það að hrinda í framkvæmd fyrstu formlegu skólagjöldum á stúdenta. Reyndar hefur hann síðar svo sem stjórnarandstæð- ingur fordæmt skólagjöld. Fagnar tekjutengingu _______ við maka í leiðtogatíð sinni fyrir stúdenta stóð Össur að samkomulagi við menntamálaráðherra um nýtt fyrirkomulag námslána, bundið vísi- tölu og endurgreiðslur tengdar tekj- um maka. Nú lýsir sami Össur yfir miklum efasemdum um tekjuteng- ingar - og nú sem stjómarandstæð- ingur. Umhverfisráðherra forðast umhverfismat Við harðar umræður um Eyja- bakka fór Össur mikinn sem endranær og fordæmdi ríkisstjórn fyrir að setja ekki Fljótsdalsvirkjun í „I leiðtogatíð sinni fyrir stúdenta stóð Óssur að samkomu- lagi við menntamálaráðherra um nýtt fyrirkomulag náms- lána, bundið vísitölu og endurgreiðslur tengdar tekjum maka. Nú lýsir sami Össur yfir miklum efasemdum um tekjutengingar - og nú sem stjómarandstæðingur. “ lögformlegt umhverfismat. Þessi sami leyfi fyrir lagningu Fljótsdalslínu 1! Össur var eitt sinn umhverfisráð- Dagsetningin var engin tilviljun því herra. Þann 20. apríl 1993 gaf hann út hefði leyfið ekki verið gefið út fyrir 1. Því þessi vonska við Davíð? Það gerist um það bil þrisvar á ári, samkvæmt nýjustu talningu þessa blaðs, að Davíð Oddsson lætur eitthvað út úr sér sem hneykslar íjöl- miðlara, og allir ráðast á hann með skömmum og háði: Dagfari skrifar um hann í DV, Garri í Dag, og venju- lega láta Illugi og Guðmundur Andri eitthvað í sér heyra líka. Sigmund teiknar hann afskræmilega í Mogg- ann, Gísli Ástþórsson litlu fallegri í DV. Ekki man ég hvemig menn fóru að því að vera skemmtilegir í blöð- um á íslandi áður en Davíð varð stj órnmálamaður. Davíö og Björn Fróðlegt er að bera saman fram- komu fjölmiðla við þá Davíð og Björn Bjarnason menntamálaráð- herra. Allir þora til við Davíð, en varla nokkur maður segir neitt mis- jafnt um Björn. Auðvitað segir Björn sjaldan neitt ögrandi, en ég held að það skýri ekki allt. Það er eins og fólki standi svolítil ógn af Bimi, svo ástæðu- laust sem það vafalaust er. Fyrir rúmu ári var ég al- varlega ósáttur við ákvarð- anir sem voru teknar í ráðuneyti Bjöms og á hans pólitísku ábyrgð. Mér virt- ist að þar væri verið að rífa niður af lítilli forsjálni starf sem ég hafði unnið að ann- að kastið í meira en áratug, að byggja Gunnar Karlsson prófessour „Jú, ég reyndi við Dag og fékk þar símaviðtal, líklega upp á um það bil 550 orð. Einum eða tveimur dögum seinna birtist svar Björns í viðtalsformi í blaðinu, og eftir það gat ég ekki fengið það til að sinna málinu. “ - Bjöm Bjamason mennta- málaráðherra í viðtalsgrein í Degi. upp og styrkja sögunámið í skólum landsins. Ég þóttist hafa meira um þetta að segja en svo að það rúmaðist hér í DV, þar sem engum utan- hússmanni leyfist að hafa skoöun upp á meira en 550 orð. í svipinn fannst mér eitt- hvað óárennilegt að koma áliti mínu á verkum Bjöms inn í Morgunblaðið. Hins vegar virtist upplagt að reyna við Dag, blaðið sem átti að vera með hjarta vinstra megin. Jú, ég reyndi við Dag og fékk þar símavið- tal, líklega upp á um það bil 550 orð. Einum eða tveimur dögum seinna birtist svar Björns í viðtalsformi í blað- inu, og eftir það gat ég ekki fengið það til að sinna mál- inu. Eftir þetta fór ég að taka eftir því að menntamálaráð- herra okkar er að mestu leyti stikkfrí í pólitískri umræðu í landinu. Það kom ekkert fremur niður á mér en öðr- um. Jafnvel í vinnudeilu kennara í vetur forðuðust flestir að gera ráðherra menntamála fyllilega ábyrgan fyrir því að fram- haldsskólastig landsins var lamað í tvo mánuði. Hvor er hættulegri? Undarlegast er svo það, að þrátt fyrir allt sem Dav- íð lætur út úr sér þegar hann hrekkur út úr lands- fóðurrullunni, þrátt fyrir allar skammimar og skopið sem dynur á honum, þá sigrar hann ævinlega í öllum vinsældakeppnum stjórnmála- manna, hvort sem spurt er um hérið og núið eða alla öldina. Hann er meira að segja farinn að sigra bæði í efri og neðri endann, því nú er hann orðinn langóvinsælasti stjórnmála- maður íslendinga líka, án þess að það dragi niöur vinsældir hans, svo orð sé á gerandi. - Aftur á móti ber lítið á Birni Bjamasyni í þessum keppnum, hvort sem lesið er ofan frá eða neðan. Óunnugum myndi þykja með ólík- indum hvað íslendingar fara létt með að búa við forsætisráðherra sem vekur svona ólíkar kenndir hjá almenningi. Burtséð frá óvinsældun- um, myndi einhver segja, að það væri beinlínis vafasamt fyrir lýð- ræðið í landinu að hafa forsætisráð- herra sem 40% þjóðarinnar líti á sem stjórnmálamann aldarinnar, og maðurinn ekki nema rúmlega flmm- tugur. - Mín skoðun er samt sú að af- staða fólks til Björns sé hættulegri. Gunnar Karlsson Með og á móti til að ná langt á HM? Erfitt að spá Alls ekki nógu gott lið maí sama ár hefði Fljótsdalslínal þurft að fara í lögformlegt umhverfis- mat. I umræðu um sömu virkjun tal- aði Össur sem hinn flekklausi vinur umhverfisins. Ráðherra kemur á tekju- tengingu Árið 1993 var Össur Skarphéðins- son ráðherra. í þeirri ríkisstjóm voru m.a. sett lög sem kváðu á um skerð- ingar til bóta öryrkja og kveðið á um tekjutengingu við maka. Það er bú- skapur sem Ingibjörg Pálmadóttir tók við árið 1995, en hefur stöðugt síðan verið aö draga úr verkum Össurar og félaga frá árunum 1992-5. Allir vita svo síðan hvernig sami Össur hefur talað um dóm hæstaréttar og heyrt fordæmingar hans á hugmyndum um tekjutengingar. - Þar talar hann enn sem hinn flekklausi stjórnarandstæð- ingur. Fleiri skemmtileg dæmi mætti nefna úr stjórnmálasögu Össurar Skarphéðinssonar. Þessi dæmi hins vegar duga til að sýna að engan skal furða þótt margir spyrji í dag, hvort Össur sé Reykás - en ótrúlega hraðmælskur Reykás. Ragna ívarsdóttir Ummæli Framtíðarvæntingar fyrrtækja „Það gerir mönnum erfltt fyrir að það eru mismunandi rekstraraðstæður hjá fyrirtækjum sem bera sig í rekstri frá degi til dags og svo þeirra fyrirtækja sem byggja sig upp á framtíðarvænting- um. Þau fyrirtæki sem byggja á væntingum spá ekki mjög mikið í afkomu rekstrarins í dag heldur horfa til miklu lengri tíma, sem eng- inn veit fyrir víst hvað er langur. Þessi fyrirtæki þurfa ekki að velta fyrir sér hverri krónu í útgjöldum eins og þau sem þurfa að sýna hagn- að hér og nú.“ Benedikt Jóhannsson, framkvstj. Talna- könnunar, í Viöskiptablaöinu 24. janúar. Vaxtapólitíkin til endurskoðunar „Hávaxtastefn- an, sem birtist einstaklingum og fyrirtækjum, hef- ur ekki virkað sem skyldi til að slá á þenslu. Vext- ir hér eru í hróp- andi ósamræmi við það sem gerist í nágrannalöndunum. Ein röksemd fyrir háum vöxtum er að draga úr lántökum einstaklinga, en ég held að vaxtastefnan hafi þar ekki skilað tilætluðum árangri. Því verða menn að taka vaxtapólitíkina í landinu til endurskoðunar, í stað þess að berja hausnum við steininn." Jafet S. Ólafsson, framkvstj. VerSbréfa- stofunnar, í Degi 24. janúar. Vegið að jöfnun í velferð „Það ræðst mjög j ' af einstaklings- Jfg framtakinu hvern- ig til tekst í Frakklandi. Ef lykilmenn standa sig mjög vel getur lið- ið náð langt, jafnvel strítt andstæöingi í 8-liða úrslitun- um. Það er hins vegar mjög erfitt að spá í þetta og í raun getur allt gerst. Sigurinn gegn Portúgal var góður en hann gefur ekkert í aðra hönd nema það að við- komandi lið er á lifi. Það er ljóst að allt þarf að ganga upp hjá liði ef góð- Guöjón Guómundsson, íþróttafrétta- maður á Stöð 2, ur árangur á að nást. Byrjun- in er viðunandi og við skul- um ekki gleyma því að marg- ir leikmenn sem nú eru í landsliðinu hafa náð góðum árangri á mótum erlendis og meðal annars í svipaðri keppni í Egyptalandi árið 1993. Ef íslenska liðið nær að þjappa sér saman og ef leik- menn liðsins ná að losa sig viö þá gríðarlegu tauga- spennu sem ríkir innan liðsins, alla vega fyrir leikinn gegn Portúgal, er aldrei að vita hvað getur gerst.“ I „Ég er alls ekki nægilega ánægöur ^ með leik liðsins til þessa. Það er margt sem farið hefur úr- skeiöis. Hins vegar er sigur sigur og ég óska strákunum til hamingju með sigurinn gegn Portúgal. Ég held að liöið verði að taka sig verulega á ef fleiri sigrar eiga að vinnast. Það ríkir agaleysi í hópnum að því leyti að stjórnendur liösins eru að fá gul spjöld eftir rifrildi við dómara. Sömu sögu er að segja af leikmönn- Magnús V. Pétursson, fyrrv. milliríkja- dómari. um. Sumir þeirra hafa sýnt vítavert agaleysi inni á vell- inum, eru að skjóta úr léleg- um færum. Ég geri mjög miklar kröfur til okkar at- vinnumanna og mun meiri kröfur en til þeirra stráka sem eru að leika handknatt- leik hér heima. Vonandi ná strákarnir að taka sig saman í andlitinu og stjómendur liðsins líka. Það er frumskil- yrði að láta dómarana í friði og gera leikmönnum það ljóst að þeir verða að leika agaðan handbolta.“ Islenska landsllöiö hefur lelkiö tvo leiki á heimsmeistaramótinu í Frakklandi þegar þetta er skrifaö. Menn eru ekki á eitt sáttir um framhaldiö. Bjartsýnustu menn telja aö liölö geti náö mjög langt en þeir eru til sem finna margt aö leik íslenska liösins. „Með því að slíta almannabæt- ur úr tengslum við tekjur fjölskyld- unnar og innleiða ótakmarkaða ein- staklingshyggju í velferðarkerflð ótt- ast ég að vegið sé að meginhugsun þess um jöfnuð. Með því að greiða einhverjar bætur til allra einstak- linga, óháð tekjum fjölskyldunnar, skapast sú hætta að einungis lítil upphæð komi í hlut hvers og eins. Víst er að sú aðgerð kæmi verst nið- ur á þeim sem síst skyldi - lífeyris- þegum með lægstu bætumar.“ Hjálmar Árnason alþm. í Mbl. 24. janúar. Evrópudoði Það er ekki bara kúariða og heilahrömun sem hrjáir Evrópusambandið. Énn einn kvilli er þar landlægur og erfiður viðfangs. Hann lýsir sér í doða, stöðnun og kraftleysi athafnalífsins, eldsneytisskorti, vegatálm- um og öfgahreyfingum. Engin fjölgun starfa Evrópusambandið ber sig gjaman saman við Bandaríkin. Á aðra milljón starfa hefur að jafnaði skapast á ári í Bandaríkjunum síð- ustu áratugina í einkageiranum. í Evrópusambandinu hefur engin aukningin orðið, aftur á móti hefur störfum fjölgaö í opinbera geiranum. Efnahagsþróunin í Evrópusamband- inu hefur verið slakari en í Banda- ríkjunum meira og minna síðustu tvo áratugi og miklu slakari síðasta áratuginn. Athuganir sýna að stofn- un nýrra fyrirtækja er aðeins helm- ingur og sums staðar fjórðungur af því sem er vestanhafs. Atvinnuleysið í Evrópusamband- inu er mikiö, í kringum 10% (og þá ekki taldir allir sem eru vinnufærir, en eru á endurmenntunamámskeið- um eða settir á bætur í fullu fjöri). Af þessum stóra hópi er um helming- ur sem býr við langtímaatvinnu- leysi, hefur jafnvel ekki dýft hendi í kalt vatn alla ævi. En „svört“ at- vinna er aftur á móti allmikil og sums staðar orðin hálfgerð þjóðarí- þrótt. Stórfyrirtækin, sem sameinast í gríö og erg (og segja oft upp fólki í leiðinni) verða stærri og stærri. Þau virðast ekki geta haldið undiröldu efnahagsframfara gangandi. Vantar leiötoga og samstöðu Meirihluti Svía varð á móti Evr- ópusambandsaðildinni fljótlega eftir nauman sigur aðildarsinna í þjóðar- atkvæðagreiðslu þar, en vonlaust virðist að komast út fyrir múrana. Danir þurfa undanþágur frá „sam- runaferlinu" og vilja ekki sameigin- legan gjaldmiðil. Bretar líta til vest- urs með samvinnu og fordæmi. Það eru að renna tvær grímur á sumar Eystrasaltsþjóðirnar um inngöngu. Þjóðverjar eiga það til að mæta ekki á fundi nema þýska sé töluð, Frakk- ar eru margir hræddir við „yfir- gang“ þeirra og vilja sjálfir vera leið- togar. Finngálkn skriffinnskunnar Helstu ástæðurnar fyrir doðanum er tröllvaxið skrifræðisbákn og skattheimta. Flóð tilskipana og reglugerða frá Brussel er orðið svo mikið, að þaulvanir undir- sátar, t.d. í Þýskalandi, hafa aldrei getað ímyndað sér annað eins. Milljónir af blaðsíðum og stöðugt flæðir meira. Stjómvöld í aðildar- ríkjunum hafa misst mikiö af valdinu yfir eigin málum og þurfa að hlíta tilskipun- um sem oft eru skaðlegar fyrir þau. Hagsmunasam- tök launþega og atvinnu- rekenda semja saman kvað- ir á atvinnureksturinn og vinnandi fólk, sniðið að stórfyrirtækjunum, en þau litlu gleymast. - Frumkvöðlamir treysta sér ekki til að berjast í feni reglu- geröa og eftirlitsaðila. Skattheimtan er orðin svo um- fangsmiki, að helmingur, og sums staðar 2/3, af öllu sem aflast fer í rík- iskassann (í Bandaríkjunum er þetta um 1/3). Bölvun í búnlngi blessunar íslendingar fengu fyrsta flokks viðskiptasamning við Evrópusam- bandið með samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið, EES. En hægt og bítandi er að koma í ljós, að með í farteskinu var laumufarþegi. Það var gauksungi finngálknsins, til- gangslausar tilskipanir og reglugerð- ir sem eru víðsfjarri íslenskum að- stæðum og eru þegar farnar að hamla þróun hérlendis. í EES-samningnum reyndist vera alvarlegt stjómvaldsafsal. íslending- ar hafa notið blessunar af viöskipta- hluta EES-samningsins nú um hríð, en bölvun finngálknsins er farin að vofa yfir - Evrópudoðinn. Friðrik Danielsson „Atvinnuleysið í Evrópusambandinu er mikið, í kring- um 10% (og þá ekki taldir allir sem eru vinnufœrir, en eru á endurmenntunarnámskeiðum eða settir á bœtur í fullu fjöri). Af þessum stóra hópi er um helmingur sem býr við langtímaatvinnuleysi- Mótmœli atvinnuleysingja í Þýskalandi. Kjallari fjtm Friðrik Daníelsson efnaverkfræóirtgur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.