Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2001, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2001, Page 22
26 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 I>V *■ Ættfræði__________________ Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Stórafmæli 80 ára__________________ t Else M. Runólfsson, Hátúni 31, Reykjavík. 75 ára__________________ Gísli M. Guömundsson, Efstalandi 16, Reykjavik. 70 ára__________________ Hannelore Helga Jahnke, Galtalind 2, Kópavogi. Þórunn Vernharösdóttir, Jöklafold 41, Reykjavík. 60 ára__________________ Katrín Gunnarsdóttir, Aðalstræti 39, Þingeyri. 50 ára_________________________________ Albína Halla Hauksdóttir, Sílakvísl 2, Reykjavlk. Alda Engilráö Stefánsdóttir, Hátúni 21, Reykjavík. Ingólfur Steinsson, Löngumýri 28, Garöabæ. Katrín Pálsdóttir, Nesbala 114, Seltjarnarnesi. Margrét Jónsdóttir, Sunnuholti 6, ísafirði. Sigurbjörg K. Hreiöarsdóttir, Eyjabakka 3, Reykjavík. Steinunn Melsteð, Vallengi 3, Reykjavík. Þorbergur Ólafsson, Hraunbæ 100, Reykjavík. 40 ára_________________________________ ------------- Sóley Birgisdóttir, , Kirkjuvegi 39, Keflavík, kL varð fertug í gær. \ 1 ■ W Eiginmaöur hennar er ‘ Ingólfur H. Matthíasson. 1 Þau taka a meti 8estum í ——J safnaðarheimilinu I Innri- Njarðvík föstud. 26.1. kl. 20.00. Andrea Ursula Elisabeth Laible, Neðra-Vatnshorni, Hvammstanga. Guöríöur Ólafsdóttir, Bóistaöarhlíð 56, Reykjavík. Hólmfríöur Kristín Helgadóttir, Njálsgerði 7, Hvolsvelli. Jóhann Konráð Sveinsson, Túngötu 25, Siglufirði. Kristjana Kjartansdóttir, Eyjabóli, Laugarvatni. Marinó Gunnar Njálsson, Haukalind 26, Kópavogi. Óskar Einarsson, Ægisíðu 86, Reykjavík. Rögnvaldur Jónsson, Álfaskeiði 86, Hafnarfirði. Stefán Slgurbjörn Guömundsson, Hólavegi 30, Sauðárkróki. Sveinn Ólafsson, Vogatungu 14, Kópavogi. DV c (ö 550 5000 @ vísir.is Fimmtug Lára Magnúsdóttir gullsmiður Lára Magnúsdóttir gullsmiður, Miðtúni 17, Reykjavík, er fimmtug í dag. Starfsferill Lára fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hún stundaði nám í gull- smíði við Iðnskólann í Reykjavík og hjá Andrési Bjarnasyni gullsmið, lauk sveinsprófi 1973 og fékk meist- araréttindi 1976. Lára opnaði eigin skartgripa- verslun og verkstæði að Austurgötu 3 í Hafnarfirði 1974. Hún starfrækti þá verslun í tíu ár. Þá stofnaði hún, ásamt Stefáni Boga Stefánssyni gull- smið Demantahúsið, fyrst í Hafnar- firði, og síðan í Kringlunni. Hún hefur rekið sína eigin gullsmíða- verslun og verkstæði undir nafninu Lára gullsmiður að Skólavörustíg 10 í Reykjavík frá 1994. Árið 1997 stofn- aði hún, ásamt Dóru Jónsdóttur gullsmið, skartgripafyrirtækið Viki- vaka sem sérhæfir sig í að fram- leiða, smíða og viðhalda gömlum sögulegum mynstrum í skartgripa- gerð. Lára sat í stjórn Félags íslenskra gullsmiða 1981-94, fyrst sem ritari og síðan gjaldkeri. Hún hefur tekið þátt í fjölda einka- og samsýninga, m.a. í Visual Arts Center í Panama City Florida 2000. Fjöiskylda Lára giftist 1970 Þórhalli Maack. Foreldrar hans eru Jarþrúður og Aðalsteinn Maack. Lára og Þórhall- ur skildu. Lára giftist 1977 Hólmsteini Pét- urssyni múrara. Foreldrar hans eru Úlfhildur Þorsteinsdóttir og Pétur Kr. Ámason múrarameistari. Lára og Hólmsteinn skildu. Sonur Láru og Hólmsteins er Pét- ur, f. 31.5. 1978, nemi. Lára giftist 1987 Stefáni Boga Stef- ánssyni gullsmið. Foreldrar hans eru Björg Bogadóttir og Stefán Stef- ánsson kennari. Lára og Stefán skildu. Sonur Láru og Stefáns er Stefán, f. 23.3. 1987. Systkyni Láru eru Valgeir Magn- ússon, f. 1.5. 1947, sjómaður; Ingólf- ur Magnússon, f. 1.4.1949, bifreiðar- stjóri, kona hans er Þorbjörg Fjóla Sigurðardóttir: Ruth Bergsdóttir auglýsingastjóri, f. 6. september 1959, maki Gissur Kristinsson, rekstrarstjóri Pizza Hut og vin- fræðikennari í MK, og Jón Halldór Bergsson auglýsingastjóri, f. 26.jan- úar 1965, maki Sigurbjörg Erna Ólafsdóttir, verslunarstjóri í Casa og flugfreyja. Foreldrar Láru voru Magnús Haukur Jónsson, f. 6.7. 1928, d. 3.11. 1978, bifvélavirki, og Kristín Jóns- dóttir, f. 20.4. 1931, d. 3.3.1971, fram- kvæmdastjóri. Þau skildu. Seinni maður Kristínar og upp- eldisfaðir Láru frá fjögurra ára aldri var Bergur Eiríksson, sonur Eiríks Einarssonar og Ruth Ófeigs- dóttur frá Svartárdal í Skagcdirði. Ætt Magnús Haukur var sonur Jóns Björgvins sjómanns, Ólafssonar, og Valgerðar, systur Sigríðar, móður Kristins Finnbogasonar, fram- kvæmdastjóra Tímans. Valgerður var dóttir Ólafs, b. á Arnarfelli í Þingvallasveit, bróður Þorkels, föð- ur Sigurbjörns í Vísi, afa Sigur- bjöms Magnússonar lögfræðings og Þorvalds Friðrikssonar frétta- manns. Ólafur var sonur Halldórs, b. á Borg á Kjalamesi, Þorlákssonar og Sigríöar Sigurðardóttur frá Fertugur Svavar Kristinsson rafverktaki í Reykjavík Svavar Kristinsson raf- verktaki, Logafold 136, Reykjavík, er fertugur i dag. Starfsferill Svavar fæddist í Reykja- vik og ólst þar upp í Voga- hverfmu. Hann var í Voga- skóla, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, lærði raf- virkjun hjá föður sínum, lauk sveinsprófi í rafvirkjun 1981, stund- aði nám við Meistarskólann, öðlað- ist rafverktakaréttindi 1990, B-lög- gildingu 1991 og stundaði nám við Tækniskóla íslands í eitt og hálft ár. Svavar var kyndari á hvalbátum Hvals hf. á námsárunum en hefur lengst af stundað rafvirkjastörf frá því hann lauk námi. Svavar stofnaði eigið rafverktaka- fyrirtæki, Rafagn sf., 1986 og hefur starfrækt eigið fyrirtæki síðan sem nú heitir Rafmagn ehf. Þá hefur hann stofnað, ásamt tveimur öðrum fyrirtækjum fyrirtækið RLR-raf- verktakar sf. vegna verkefna fyrir verslunarmiðstöðina Smáralind. Svavar hefur starfað í Fjölni og hefur verið for- maður handknattleiks- deildar Fjölnis sl. fjögur ár. Fjölskylda Eiginkona Svavars er Anna Steindórsdóttir, f. 15.6. 1963, sjúkraliði og skrifstofumaður. Hún er dóttir Steindórs I. Steindórssonar, f. 19.11. 1936, bifreiðarstjóra í Reykjavík, og k.h., Sólveigar Sigrúnar Sigurjóns- dóttur, f. 6.3. 1944, starfsstúlku. Börn Svavars og Önnu eru Sól- veig María, f. 14.3. 1983, mennta- skólanemi; Svavar Már, f. 7.6. 1987, nemi; Sigríður Inga, f. 30.1. 1990, nemi; Sindri Snær, f. 30.11. 1993, nemi. Bróöir Svavars er Kristinn Jón Kristinsson, f. 18.2.1953, rafiðnfræð- ingur, búsettur á Seltjarnarnesi. Foreldrar Svavars: Kristinn Kaj Ólafsson, f. 14.5.1932, fyrrv. rafverk- taki í Reykjavík, og k.h., Súsanna Maria Kristinsdóttir, f. 13.7. 1935, iðnverkakona. Lára Magnúsdóttir gulismiður. Lára sat í stjórn Félags íslenskra gullsmiöa 1981-94. Hún hefur starfrækt eigin skartgripaverslun og verkstæöi frá 1974 og starfrækir auk þess skarpgripafyrirtækiö Vikivaka, ásamt Dóru Jónsdóttur. Lækjarmóti. Kristín var systir Sólveigar, móð- ur Kára Stefánssonar, forstjóra ís- lenskrar erfðagreiningar. Kristín var dóttir Jóns búfræðings, Hans- sonar, landpósts, Hannessonar, landpósts, Hanssonar. Móðir Jóns var Kristín, systir Margrétar, móð- ur Björns Sveinsbjömssonar, sýslu- manns og bæjarfógeta i Hafnarflrði. Kristín var dóttir Hjálms, hrepp- stjóra á Hóli í Lundareykjardal, Jónssonar. Móðir Kristínar Jónsdóttur var Lára Halldórsdóttir, í Hnífsdal og Hafnarflrði, bróður Margrétar, ömmu Halldórs Blöndal alþingisfor- seta, og bróður Sigríðar, ömmu Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins. Halldór var sonur Auðuns, b. á Svarthamri í Álfta- firði, Hermannssonar, b. á Vifils- mýri, Jónssonar. Móðir Hermanns var Herdís Árnadóttir, b. í Dalshús- um, Bárðarsonar, ættfóður Amar- dalsættar, Rlugasonar. Móöir Láru var Margrét Ingibjörg Þórðardóttir, b. í Stakkanesi, Gunnlaugssonar. Lára verður að heiman á afmælis- daginn. Kristín María Kjartansdóttir skrifstofumaður á Akureyri Kristín Maria Kjartans- dóttir, skrifstofumaður hjá Samherja, Akurgerði 11B, Akureyri, varð fertug á sunnudaginn var. Starfsferill Kristín fæddist í Reykja- vik og ólst þar upp í vest- urbænum. Hún var í Mela- skólanum, Hagaskóla, stundaði nám við MÍ einn vetur og lauk síðan verslunarprófi frá FB. Kristín starfaði hjá Jóhanni Rönning um nokkurra ára skeið og sinnti jafnframt heimilisstörfum. Hún flutti til Akureyrar 1990 og hef- ur veriö skrifstofumaður hjá Sam- herja á Akureyri frá 1998. Kristín hefur sungið með kóram um árabil. Hún söng með Kór Lang- holtskirkju um langt skeið og hefur nú sungið með Kór Akureyrar- kirkju frá því hún flutti til Akureyr- ar. Fjölskylda Kristín giftist 17.7. 1982 Ingólfi Haukssyni, f. 4.6. 1960, endurskoð- anda. Hann er sonur Hauks Ólafs- sonar og Ingu G. Ingólfs- dóttur frá Bolungarvík. Böm Kristínar og Ing- ólfs eru Sigríður Jóna Ing- ólfsdóttir, f. 19.4. 1982; Hlynur Ingólfsson, f. 15.10. 1984; Haukur Ingólfsson, f. 25.6. 1990; Vilhjálmur Ingi Ingólfsson, f. 20.8. 1994. Hálfbræður Kristínar, sammæðra: Hannes Jóhannsson, f. 5.6. 1964, hagfræðingur, búsettur í Bandaríkjunum; Steinar Jóhanns- son, f. 6.2. 1967, d. 27.3. 2000. Hálfbræður Kristínar, samfeðra: Sveinn Kjartansson, f. 10.3. 1963; Sigurjón Kjartansson, f. 20.9. 1968; Sindri Páll Kjartansson, f. 19.3.1975. Foreldrar Kristínar eru Kjartan Sigurjónsson, f. 27.2. 1940, kennari og organisti í Reykjavík, og Sigríð- ur Vilhjálmsdóttir, f. 13.9. 1941, kennari og ritari í Reykjavík. Fósturfaðir Kristínar var Jóhann Þórir Jónsson, f. 21.10. 1941, d. 2.5. 1999. Eiginkona Kjartans er Bergljót S. Sveinsdóttir, f. 7.11. 1942. 3 Œ 'CC FAX 550 5727 Þverholt 11, 105 Reykjavík Merkir Islendingar Kristín Jónsdóttir listmálari fæddist í Amamesi viö Eyjafjörð 25. janúar 1888, dóttir Jóns Antonssonar, útvegs- bónda þar, og Guðlaugar Sveinsdóttur. Hún var gift Valtý Stefánssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, en þau voru foreldrar Helgu leikkonu og Huldu blaðamanns. Kristín lærði málaralist í Konung- lega listaháskólanum í Kaupmanna- höfn og ferðaðist til ttalíu. Hún varð ásamt Júlíönu Sveinsdóttur fyrsta ís- lenska konan til að gera myndlist að at- vinnu sinni. Myndir Kristínar voru m.a. sýndar á Charlottenborg-sýningum í Kaupmannahöfn í nokkur skipti fyrir 1920 og á samsýningum víöa á Noröurlöndunum og í Þýskalandi. Hún hélt einkasýningar í Kristín Jónsdóttir Kaupmannahöfn og á verk á Listasafninu þar. Kristín sótti myndefni í nánasta um- hverfi, s.s. landslag á Norðurlandi og reykvískt umhverfi. Hún var fyrsti ís- lenski málarinn sem málaði konur við dagleg störf en er þekktust fyrir kyrra- lífsmyndir, einkum af blómum og ávöxtum, málaðar á árunum 1925-40. Kristín fylgdist vel með þróun ís- lenskrar myndlistar, var ötull málsvari ungra myndlistarmanna og fagnaði nýjum straumum og stefnum. Heimili þeirra hjóna við Laufásveg var þekktur samkomustaöur ungra myndlist- armanna á stríðsárunum og Kristín hafði óbein en án efa mikil áhrif á myndlistarskrif Morgunblaðsins. Hún lést 1959. Margrét O. Skúladóttir, Njálsgötu 98, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtud. 25.1. kl. 15.00. Guðmundur Þorgrímsson, fyrrum bóndi frá Síöumúlaveggjum, veröur jarösung- inn frá Bústaðakirkju föstud. 26.1. kl. 10.30. Jarðsett verður í Síöumúlakirkju- garöi. Rútuferö veröur frá Hyrnunni í Borgarnesi kl. 9.00. Slgfús Þorsteinsson, fyrrv. bóndi á Rauðuvík, Árskógsströnd, veröur jarð- sunginn frá Stærri-Árskógskirkju laug- ard. 27.1. kl. 14.00. Guðmundur Sigmundsson, Minni-Grund, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Foss- vogskirkju föstud. 26.1. kl. 15.00. Útför Ingibjargar Þórönnu Jónsdóttur, Hólmgaröi 11, fer fram frá Bústaöa- kirkju mánud. 29.1. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.