Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2001, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2001, Side 23
27 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 DV Tilvera Nastassja Kinski Leikkonan Nastassja Kinski fagnar fertugsafmæli sínu í dag. Nastassja er dóttir hins kunna leikara Klaus Kinski og lék í fyrstu mynd sinni 1974. Nastassja varð heimsþekkt fyr- ir leik sinn í myndinni Tess frá 1979 en fyrir leik sinn í þeirri mynd hlaut hún Golden Globe verðlaunin. Nastassja hefur leikið í 53 kvikmynd- um og sjónvarpsmyndum bæði austan hafs og vestan. Vafalaust muna þó flestir eftir henni úr myndunum Paris Texas og Cat People auk Tess. Stjörnuspá Gildir fyrir föstudagirm 26. janúar Vatnsberinn (20. ian.-.ts. fshr.i: , Dagurinn verður frem- ur rólegur og þú færð næði til að hugsa um framtíðina. Þú kemst að því að þú ert orðinn dálitið lú- inn á tilbreytingarleysinu. Rskamirn9. fehr.-?Q. marsl: Vertu þolinmóður við Iþá sem þú umgengst og leyfðu öðrum að njóta sín. Kvöldið verður liflegt og eitthvað kemur þér skemmtilega á óvart. Hrúturlnn (?1. mars-19. anrin: . Eitthvað nýtt vekur ’ áhuga þinn snemma dags og hefur truflandi áhrif á vinnu þína það sem eftir ér dagsins. Kvöldið verður afar skemmtilegt í góðra vina hópi. Nautið (20. apríl-20. maíl: Þér er fengin einhver ábyrgð á hendur í dag. Láttu ákveðna erfiðleika ekki gera þig svartsýna. l heldur björtum augum á framtiðina, þú hefur ástæðu til þess. Tvíburarnir (21. maí-2i. iúnii: Viðskipti ganga vel í ' dag og þú átt auðvelt með að semja. Fjöl- skyldan er þér ofar- lega í huga, sérstaklega samband þitt við ákveðna manneskju. Krabbinn (22. iúní-22. iúlí): Þú verður að gæta | þess að særa engan með framagimi þinni. Þó að þú haflr mikinn metnað verður þú líka að taka til- lit til annarra. Uónlð (23. iúlí- 22. áeústL: Ekki má einbeita sér of mikið að smáatriðum. Þannig gætir þú misst sjónar á aðalatriðun- um. Þú þarft að komast í fri. Mevian (23. áaúst-22. sept.t: Þú þarft að vera afar -AYtt skipulagður í dag til ^^^lWað missa ekki tökin á ' r verkefnum þínum. Það borgar sig að slaka ekki of mikið á þessa dagana. Vogln (23. sept.-23. okt.l: S Þó að þú heyrir eitt- Oy hvað slúðrað um per- Vsónu sem þú þekkir er r f ekki þar með sagt að þú eigir að taka mark á þvi. Róm- antíkin liggur í lofönu. Sporðdreki (24, okt.-2i. nóv.): KÞú flnnur fyrir við- kvæmni í dag og veist ekki hvemig best er að bregðast við. Vertu óhræddur við að sýna tilfinningar þínar. Bogamaður (22. nðv.-2i. des,); |Seinkanir valda þvi að fþú ert á eftir áætlun og þarft því að leggja þig allan fram til þess að ná að Ijúka því sem þú þarft. Kvöldið verður rólegt. steingeltin (22. des.-19. ian.L: Þú verður að sætta þig við takmörk annarra og ekki gera of miklar kröf- ur. Ástarsamband sem þú átt í gengur í gegnum erflðleika en það mun jafna sig fyrr en varir. nauuu iai x* Cj Horfðu heldi framtíðina, j Tvíburarnlr ií : lega í nuga, Fimmkallarnir vinsælir DV, SAUÐÁRKRðKI: Þeir eru kallaðir Fimmkallarn- ir, fimm strákar frá Hofsósi og ná- grenni sem leika allir á harm- óniku og hafa spilað saman síð- ustu þrjú til fjögur árin. Þeir eru að verða nokkuð vinsælir skemmtikraftar, strákarnir, þykja skemmtilegir, hafa verið að koma fram annað slagið undanfarið og em að verða nokkuð sviðsvanir. Fimmkallamir eru í 7. og 8. bekk gmnnskólans á Hofsósi og stunda einnig nám í Tónlistar- skóla Skagafjarðar þar sem Anna Kristin Jónsdóttir kennir þeim og stjórnar hópspilinu. Hún segir strákana mjög hógværa, en telur að þeim sé mikils virði félagsskap- urinn í kringum spilamennskuna og vonast til að áhugi þeirra fyrir harmónikuleiknum endist sem lengst. Á skemmtun skömmu fyr- ir jól léku Fimmkallamir m.a. irskt þjóðlag, atriði úr La Travi- ata eftir Verdi, blúslag og tangó svo eitthvað sé nefnt, þannig að fjölbreytninni var fyrir að fara hjá þeim félögum. -ÞÁ DV-MYND ÞÖRHALLUR ÁSMUNDSSON Rmmkallar Hér eru þessir vinsælu harmónikustrákar á Hofsósi, Fimmkallarnir, taliö frá vinstri: Þorvaldur Ingi Guöjónsson, Gísli Björn Reynisson, Brynjar Helgi Magnússon, Friörik Pálmi Pálmason og Jón Þorsteinn Reynisson. W' Madonna hrifin af kóngaliðinu Poppdrottningin Madonna er af- skaplega hrifin af bresku kon- ungsfjölskyldunni og segir að Bretar eigi að vera stoltir. „Það er stórkostlegt að hafa drottningu og Bretar ættu að átta sig á því,“ seg- ' ir Madonna. Hún segir að Buck- inghamhöll Elísabetar drottningar sé uppáhaldshöll fiögurra ára gamaUar dóttur sinnar. Sú stutta spurði mömmu meira að segja að því um daginn hvort þær gætu ekki farið í heimsókn til drottn- ingar. Annars er Madonna enn að venjast lífinu í Englandi, enda er það aðeins öðruvísi en gengur og gerist í Ameríku. Fágætur hestur í Húnaþingi: Rauð blesan þykir sérkennileg „Ég er búinn að eiga þennan hest í áratug. Hann fæddist rauðtví- stjörnóttur en nú er hann grár með rauða blesu. Hann hefur því breyst mikið frá því hann kom í heiminn," segir Axel Guðni Benediktsson á Lækjarhvammi í Húnavatnssýslu en hestur hans þykir hafa sérkenni- lega blesu og vera sérkennUegur á litinn. Þegar blaðamaður DV heimsótti Axel á dögunum var hesturinn skammt undan. Axel þurfti ekki að kalla nema tvisvar og þá var Nótar- íus, hesturinn, kominn til þeirra. „Blesan er mjög sérstök en mér finnst líklegt að hann eigi eftir að grána þegar fram líða stundir," seg- ir Axel. Að sögn Axels gengur lifið sinn vanagang í nágrenni Hvammstanga en að undanfornu hefur þó hópur af kálfum vaðið yfir allt sem fyrir verður. Það var ekki auðhlaupið að að ná þeim og enn munu einhverjir ganga lausir. „Þeir ætla ekki aö láta ná sér en þeir eru á svipuðum slóð- um og hrossin. Hrossunum halda hins vegar allar girðingar enda kunna þau sig,“ segir Axel Guðni Benediktsson. -G. Bender DVJVIYND BENDER Axel og Nótaríus Axel Guöni Benediktsson meö Nótaríus, hestinn sem er afskaolesa sérstakur á litinn. Toyota Landcruiser 100 Special be smart ehf sími 699 5009 20-50% lækkun Erum flutt að Stórhðfða 15. Bíleigendur, við lækkum verðið. Þú ferð beina leið í lága verðið. Vatnsdælur og vatnslásar, 30% afsl. Ökuljós og fl., 30% afsl. Fjaðragormar, 20% afsl. Stýrisliðir, 20% afsl. Höggdeyfar, 20% afsl. Hliðarlistar, 50% afsl. Driflokur, 40% afsl. Drifliðir, 20% afsl. Kúplingssett, 20% afsl. Boddíhlutir, 30% afsl. Ökuljós frá 1500 krónum stk. Sé vara ekki á lager er afgreiðslutími 1 -4 vikur eftir verðflokkum. (Öpið 9-12 og 13-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.