Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2001, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2001, Page 28
Nýr Subaru Impreza Holcjason hf. FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá T síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 150 hús til sölu í Vestmannaeyjum og íbúarnir vilja burt: Tvö herbergi fyrir einbýlishús - fólk í fjötrum og hlekkjað við hús sín, segir fasteignasali Afleitt atvinnuástand í Vest- mannaeyjum kristallast í því að þar eru 150 eignir á söluskrám þriggja fasteignasalna sem starfræktar eru á staðnum. Litil sem engin hreyfmg er hins vegar á eignunum. Helgi Bragason, lögmaður á Fasteignasöl- unni í Vestmannaeyjum, segir íbú- _ ana í fjötrum og sumir kjósi að orða það sem svo að þeir séu hlekkjaðir við hús sín: „Dýrar eignir hreyfast ekki hjá okkur og fólk sem á góð einbýlishús stendur frammi fyrir því að fá góða tveggja eða þriggja herbergja íbúö á höfuðborgarsvæðinu vilji það flytja. Hér eru settar 10 milljónir á góð ein- býlishús og þriggja herbergja íbúðir kosta 5 milljónir," sagði Helgi Bragason sem reyndar átti von á því að enn fleiri eignir kæmu á söluskrá eftir síðustu fréttir af at- Toffi í Fókus á morgun er að finna viðtal við konu sem hefur verið smituð af HfV-veirunni í 13 ár, eða allt siðan Duran Duran voru vinsælastir, rætt er við unga og upprennandi kvik- myndastjörnu og hulunni flett af James Hetfield sem samkvæmt Síma- skránni er búsettur á Blönduósi. Kvikmyndagerðarmaðurinn Toffi rifj- ar upp tímana með hagamúsinni og segir frá nýju myndinni um smá- krimmann Lalla Johns auk þess sem þöglu týpumar sem sitja bak við trommusettin í íslenskum hljómsveit- um ræða hlutskipti sitt. Bruninn í ísfélaginu Afleiðingarnar að koma í ijós. vinnuástandinu í Vestmannaeyjum. „Hér geta menn keypt sér fasteign með nánast engri útborgun." Fasteignamarkaðurinn er frosinn og að sögn Arnars Hjaltalín, for- manns stéttarfélagsins Drifandi, er starfsfólk ísfélagsins harmi slegið eftir að ákveðið var að hætta bol- fiskvinnslu í Eyjum. Allt stefni í að 200 manns verði á atvinnuleysis- skrá í Vestmannaeyjum áður en langt um líður. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri lýsir ástandinu sem gríðarlegu áfalli. „Við fasteignasalarnir hér i Eyj- um áttum von á holskeflu íbúða yfir okkur þegar ljóst varð hvert stefndi í atvinnumálum en sú holskefla hef- ur enn ekki komið. En hún getur komið á næstu dögum. Ég á von á að fasteignum á söluskrá eigi eftir að fjölga á næstunni. Þá gætum við staðið uppi með 200 hús til sölu,“ sagði Helgi Bragason, fasteignasali í Vestmannaeyjum. - Sjá nánar á bls. 2. -EIR Samkeppnisstofnun: 200 þús. á dag Samkeppnisráð hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vaxta ehf. beri að afhenda samkeppnisyfirvöldum gögn sem varða samruna fyrirtækj- anna Banana ehf. og Ágætis hf. Með heimild í lögum leggur samkeppnis- ráð dagsextir á Vöxtu efh. 200 þúsund krónur á dag þar til umbeðnar upplýs- ingar og gögn hafa verið látin Sam- keppnisstofnun i té. Bananar efh. keyptu 95 prósent hlutafjár í Ágæti hf. ásamt öllum rétt- indum og skyldum af fyrirtækinu Grænmeti hf. með kaupsamningi í lok nóvember síðastliðnum. Samkeppnis- stofnun ákvað þá að taka samrunan til skoðunar. Grænmeti ehf. hafði einu ári áður keupt hlutabréfin af Búnaðarbanka íslands. Samkeppnis- stofnun ákvað síðan að taka til athug- unar ýmis atriði sem tengdust upphaf- legum kaupum Grænmetis ehf. á um- ræddum bréfum af bankanum i ljósi þess að Bananar ehf., fyrirtæki tengt Sölufélagi garðyrkjumanna hefðu fest kaup á hlutafénu. -ótt Mál Búnaðarbanka hjá ríkislögreglustjóra: Enn í skoðun Ríkislögreglustjóri er enn með til skoðunar mál Búnaðarbankans vegna meintrar misnotkunar inn- herjaupplýsinga á viðskiptum með hluti í Pharmaco. Málið var að beiðni Fjármálaeftirlitsins sent til ríkislög- reglustjóra. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu er formleg rannsókn með aukinni öflun gagna og yfir- heyrslum enn ekki hafin. Vangaveltur hafa verið uppi um stöðu bankastjóra Búnaðarbankans ef til opinberrar rannsóknar kemur og hvort þeir, einn eða fleiri af þrem núverandi bankastjórum Búnaðar- bankans, verði leystir frá störfum meðan á rannsókn stendur. Valgerð- ur Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, hefur sagt að það sé í valdi stjórnar bankans að meta þessa hluti. -HKr DV-MYND PJETUR 118 tonna fiikki upp á hálendiö Fyrra spenninum af tveim í Vatnsfellsvirkjun var ekið frá Fteykjavík á áfanga- stað á hálendinu í gær. Það tók lengsta flutningavagn landsins um sex klukkustundir að aka þessa leið. Alls eru 46 hjól undir bíl og vagni. Heildar- þungi á farmi og bíl var 118 tonn, þar af var bíllinn með vagni um 48 tonn. Safarí-ferðalangar í vegvillum Nokkrir íslenskir safarí-ferðalang- ar, sem lögðu upp í ferð á vegum Ferðaskristofu stúdenta fyrir skemmstu, lentu í vegvillum þegar bresk ferðaskrifstofa, sem sá um skipulagningu ferðarinnar, hætti fyr- irvaralítið starfsemi. Samkvæmt upp- lýsingum frá starfsfólki Ferðaskrif- stofu stúdenta er ekki ljóst hvað olli en ferðalangarnir eru þrátt fyrir allt í góðum höndum og gátu haft samband við skyldfólk sitt hér heima þegar ljóst varð að grundvellinum hafði ver- ið kippt undan frekara ferðalagi. Er unnið að þvi að greiða götu fólksins svo að það komist heim aftur og geng- ur sú vinna vel. Að öðru leyti vörðust Feröaskrifstofa stúdenta Flytur úr Félagsstofnun stúdenta um helgina og verður opnuð hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn á mánudaginn. starfsmenn Ferðaskrifstofu stúdenta allra frétta af málinu, nema hvað að ferðalangamir væru á fertugsaldri og þrír saman í hóp. Ekki fékkst uppgef- ið í hvaða landi þeir væru staddir í safarí. Ferðaskrifstofa stúdenta hefur sem kunnugt er verið sameinuð Sam- vinnuferðum-Landsýn og mun hún flytja úr gamalgrónum húsakynnum sínum í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut um helgina. Verður hún í framtfðinni í nýjum höfuðstöðvum Samvinnuferða-Landsýnar við Borg- artún. Ekki hefur komið til uppsagna starfsfólks í tengslum við flutningana og verður Ferðaskrifstofa stúdenta opnuð í Borgartúninu á mánudaginn kemur. -EIR Prentaðu merkimiöa beint Samhæft Windows 95, 98 og NT4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Bafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport Heilsudýnur t sérjlokki! Reykjavík 581 2233 Akureyri 461 1150 heilsunnaR ve

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.