Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Page 4
Fréttir FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 DV Tveir menn ákærðir í einhverju alvarlegasta e-töflumáli sem hefur komið upp hér: „Íslands-Bretinn“ neitar - Bretinn búsettur hér en gefið að sök að hafa afhent íslendingnum efnin í London Ríkissaksóknari hefur gefiö út ákæru á hendur Bretanum Garreth John Ellis, 28 ára, og Víöi Þorgeirssyni, 34 ára, fyrir aö hafa staðið saman aö innflutningi á meira en 5 þúsund e-töflum í júlí síðastliðnum. Þeir eru einnig ákæröir fyrir að hafa ætlað að flytja efnin inn í ágóðaskyni hér á landi. Þetta er með stærri fikni- efnamálum sem ákært hefur verið í hér á landi. Bretanum, sem hafði verið bú- settur hér á landi síðustu misserin á undan, er gefið að sök að hafa tekið á móti e-töflunum af ein- hverjum ónafngreindum manni í London og afhent þær Víði sem fór með efnin í farangri sínum i flug- vél til íslands. Tollveröir fundu efnin í farangrinum og var Víðir þá handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem hann hefur setið síðan. Bretinn kom sama dag til landsins en var handtekinn mánuði síðar og var hann þá einnig úrskurðaður í gæsluvarð- hald. Víðir hefur viðurkennt sök sína. Hann hefur sagt við yfirheyrslur að hann hafi verið burðardýr og farið í ferðina til Englands að beiðni Garreth í þeim tilgangi að sækja efnin og þiggja svo peninga fyrir innflutninginn. Bretinn er á öðru máli - hann neitar að hafa staðið að innflutningnum en viður- kennir að hafa tekið á móti fíkni- efnapakka í London og afhent Víði. Bretinn kveðst ekkert hafa vitað hvað hefði átt að verða um efnin eftir að Víðir tók við þeim ytra. Rikissaksóknaraembættið er að afla gagna frá breskum yfirvöld- um. Það brot Bretans eitt og sér að afhenda íslendingnum efnin í Bret- landi er refsivert gagnvart honum hér á landi í þessu máli. Hins veg- ar er hann aðallega ákærður fyrir aö hafa staðið að innflutningnum. Fáist það atriði ekki sannað fyrir dómi verður engu að síður hægt að sakfella hann eftir íslenskum hegningarlögum fyrir afhendingar- brotið. í 5. grein hegningarlaga segir aö hægt sé að sakfella er- lenda ríkisborgara, búsetta hér á landi, eins og Bretinn var, sé sýnt fram á að sama brot sé saknæmt i því landi þar sem það var framið í. í rauninni gilda sömu lög um ís- lenska ríkisborgara erlendis, þ.e. reynist íslendingur hafa framiö brot erlendis er hægt að sakfella hann fyrir íslenskum dómstóli ef athæfið er saknæmt í því landi þar sem það var framið. -Ótt Skúli Bjarnason reifar nýstárlegar hugmyndir í skýrslu sinni fyrir borgina: Neðanjarðarlest í Reykjavík - kominn tími til að hugleiða nýja kosti í almenningssamgöngum Seltjarnarnes 3,97 km Vestfjarðagöng - stærð miðuð við Reykjavík Helldarrúmtak útgraftar er um 320.000 m3 afföstu bergl. Það er tenlngur sem er 68,4 m á kant. Tll samanburðar er Hallgrímsklrkja sem er 73 m há. 2,76 km \ \ Kópavogur 1,96 km „Full ástæða er til að opna á um- ræðu um neðanjarðarlestakerfi í Reykjavík til að minnka þessa hömlulausu notkun á einkabílum í borginni," segir Skúli Bjarnason hæstaréttarlögmaður sem Reykja- víkurborg réð til að gera skýrslu um almennings- samgöngur á höfuðborgar- svæðinu. „Ég er sérstak- lega hrifinn af hugmyndinni um neðanjarðar- lest undir borg- inni. Við íslend- ingar höfum aðgang að ódýru raf- magni og búum við rysjótt veður- far sem gerir þetta enn fýsilegri kost. Að mínu mati er kominn tími til að skoða þennan möguleika af fullri alvöru," segir hann. í skýrslu Skúla er lagt til að sett- ur verði á laggirnar starfshópur til þess að meta tiltæka kosti og gera arðsemisáætlanir um lestargöng undir borginni. Þá er velt upp spurningum um arðsemi ganga- gerðar víða um land miðað við um- rædda hugmynd um göng undir Reykjavík. Að sögn hans blasa við gríðarleg útgjöld vegna aukinnar notkunar einkabíla á höfuðborgarsvæðinu. „Á næstu fimmtán til tuttugu árum verður að leggja um 40 millj- arða króna í að búa umferðarkerfið undir fyrirsjáanlega aukningu á notkun einkabílsins. Venjulegar fjölskyldur eru að berjast við að halda uppi tveimur til þremur bíl- um og í því liggur óhemjukostnað- ur. Ef komið yrði á fót neðanjarðar- lestarkerfi sem næði til alls höfuð- borgarsvæðisins og fólki gæfist kostur á að komast frá miðbæ Reykjavíkur til Hafnarfjaröar i hlýju og notalegu umhverfi á 7 mín- útum myndi staöan breytast til batnaðar. 1 kjölfarið gæfist svigrúm til að losa sig við þennan aukabil, með tilheyrandi spamaði fyrir heimilin og minnkandi umferðar- þunga,“ segir Skúli lögmaður. -jtr Sjómannadeilan: Algjör óvissa DV. AKUREYRI:____ „Ég hef ekki nokkra einustu hugmynd um hvað gerist á næstunni ef það gerist þá eitt- hvað. Sáttasemj- ari lýsti því yfir þegar útvegs- menn höfnuðu tillögu okkar að hann teldi engan grundvöll til að kalla menn saman og það veit í rauninni enginn hvað gerist eða hvenær," segir Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarð- ar og varaformaður Sjómannasam- bands íslands, um horfur í deilu sjó- manna og útvegsmanna. Boðun verkfalls 15. mars er nú samþykkt í hverju sjómannafélag- inu af öðru, og í Sjómannafélagi Eyjafjarðar, sem er eitt stærsta fé- lagið, var samþykkt með 83% at- kvæða að hefja verkfall 15. mars. Konráð Alfreðsson segir að ekkert bendi til annars en verkfallið skelli á þá, hann segist ekki sjá neinn grundvöll fyrir viðræðum og samn- ingum fyrir þann tíma. -gk Konráð Aifreðsson Enginn grundvöll- ur sjáanlegur. Steingrímur J. forðast afstöðu Vegna leiðara DV í gær, þar sem sagt er að Steingrímur J. Sigfússon hefði hvatt forseta til að undirrita ekki lög um breytingar á al- mannatryggingum vegna öryrkjadóms- ins svonefhda, vildi Steingrímur koma eftirfarandi til skila: „Ég hef forðast að taka af- stöðu til þess máls og ítrekað sagt í viðtölum við fjölmiðla að ég vilji ekki blanda mér í það hvað forset- inn eigi að gera í þessu tilviki og tel ekki heppilegt að stjórnmálamenn geri það. Ég hef hins vegar tjáð mig um hvaöa afleiðingar það hefði ef forsetinn skrifaði ekki undir og það sem eftir mér er haft á baksíðu DV síðastliðinn þriðjudag um það efni er rétt.“ Steingrímur J. Sigfússon. Veðríö í kvöfd Hlýjast suðaustanlands Norðan- og noröaustanátt, 10 til 13 m/s á Vestfjöröum en 5 til 8 m/s annars staðar. Slydda eöa snjókoma með köflum austanlands og dálítil él norðanlands, annars léttskýjað. Vægt frost inn til landsins, annars 0 til 5 stiga hiti, hlýjast suðaustanlands. REYKJAViK ÁKUREYRI Sólariag í kvöld 16.56 16.28 Sólarupprás á morgun 10.22 10.21 Síðdegisflóö 19.54 00.27 Árdegisflóó á morgun 08.10 12.43 Skýrlngsr 6 ve&urtfiknum J^VINDÁTT 10V-HITI imi&i ^^VINDSTYRKUR I metrum 5 seWmdu ^VROST HEIÐSKÍRT o g>! o LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ V [ sm © RIGNING SKÚRIR \ SLYDDA SNJÓK0MA ‘•ví’ í? | j ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR Þ0KA Greiðfært á Suðurlandi Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er greiðfært á öllum helstu vegum í nágrenni Reykjavíkur, sama er að segja um helstu vegi í Árnes- og Rangárvallasýslu ásamt Borgarfjaröarsýslu. Á Vestfjöröum er víða skafrenningur og hálka eöa hálkublettir á vegum. Þungfært er um Dynjandisheiði. M—— SNJÓR ÞUNGFÆRT ÓFÆRT M«>#.»iiai.AMi;wi,.-.HitlB<»;W»:lil:li:il.-ll.’al Léttskýjað sunnan- og vestanlands Norðan- og noröaustanátt, 10 til 13 m/s á Vestfjöröum en 5 til 8 m/s verða annars staðar. Slydda eöa snjókoma með köflum austanlands og dálítil él norðanlands en annars léttskýjaö. Vindur: ( 5-10 m/s \ Hiti Otil -5° Mánuda Vindur: 5-8 tn/s Hiti 3° til -4° Þriðjud m Vindur: 5—8 m/s Hiti 3° til -4° Norölæg átt, 5 tll 10 m/s. Dálítil él noröanlands, en víöa úrkomulaust syöra. Frost 0 til 5 stig Austlæg átt, víöast 5 til 8 m/s. Skúrir eöa slydduél viö suöurströndina, en annars úrkomulaust og víöa bjart veöur. Austlæg átt, víöast 5 til 8 m/s. Skúrir eöa slyddué! viö suöurströndina, en annars úrkomulaust og víöa bjart veöur. 1 uIþ'-JíL 2 jggmm AKUREYRI alskýjaö 1 BERGSSTAÐIR B0LUNGARVÍK snjóél 1 EGILSSTAÐIR 0 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 3 KEFLAVÍK léttskýjaö 1 RAUFARHÖFN slydda 1 REYKJAVÍK léttskýjaö -1 STÓRHÖFÐI skúrir 4 BERGEN skýjaö 5 HELSINKI þokumóða 1 KAUPMANNAHÖFN rigning 3 ÓSLÓ þokumóöa 2 ST0KKHÓLMUR þokumóöa 3 PÓRSHÖFN skýjaö 6 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 6 ALGARVE léttskýjaö 10 AMSTERDAM skýjaö 4 BARCELONA léttskýjaö 7 BERLÍN rigning 2 CHICAGO skýjaö -6 DUBLIN léttskýjað 2 HALIFAX léttskýjaö -8 FRANKFURT skýjaö 4 HAMBORG þokumóöa 4 JAN MAYEN rigning 1 L0ND0N skýjaö 5 LÚXEMB0RG rigning 3 MALLORCA léttskýjaö 10 M0NTREAL -15 NARSSARSSUAQ snjókoma -10 NEWY0RK heiöskírt -4 ORLANDO heiöskírt 5 PARÍS skýjaö 5 VÍN þokumóöa 2 WASHINGTON heiöskírt -3 WINNIPEG alskýjaö -8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.