Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Side 8
8
Viðskipti
Umsjón: Viðskiptablaöid
Net-Album stofnar dóttur-
fyrirtæki í Bandaríkjunum
íslenska hugbúnaðarfyrirtækiö
Net-Album.net hefur stofnað dóttur-
fyrirtæki í Bandaríkjunum, Net-Al-
bum USA. Innan þess starfa mark-
aðsskrifstofa fyrirtækisins í Los
Angeles í Kaliforníu og nýstofnuð
eining í Washington D.C. á austur-
ströndinni.
Fyrirtækið hefur fengið til liðs
við sig Bandaríkjamanninn George
Keegan til að stýra starfsemi Net-Al-
bum.net á austurströndinni. Keegan
kom til Net-Album frá Digital Now
Inc., sem er leiðandi fyrirtæki á
heimsmarkaði í framköllun staf-
rænna mynda, en þar stýrði hann
þróunardeild netviðskiptalausna.
Þar áður stýrði Keegan þróun net-
viðskiptalausna hjá risafyrirtækinu
Unisys Corp.
Net-Album.net hefur þróað og
framleitt hugbúnaðinn Net-Alb-
um.net sem er þróaður og fjölhæfur
gagnagrunnur fyrir stafræn mynda-
og skráasöfn. Að sögn Þorvalds Inga
Jónssonar, framkvæmdastjóra Net-
Album.net, er nýjasta útgáfa hug-
búnaðarins Net-Album 3.0 tilbúin á
markað en sala hefst þó ekki fyrr en
að lokinni afgreiðslu umsóknar um
einkaleyfi á vissum hlutum hugbún-
aðarins. Einkaleyfl þetta nær til G-7
landanna en Þorvaldur Ingi segir
einkaleyfl á hugbúnaði geta verið
mikils virði og skapað sterka mark-
aðsstöðu.
Keegan kominn tii starfa
í framhaldi af opnun tveggja
starfsstöðva í Bandaríkjunum er í
undirbúningi að hefja markaössetn-
ingu Net-Album forritsins af krafti í
Japan, Kóreu og síðan í öðrum
Asíulöndum. Að sögn Þorvalds Inga
skiptir miklu máli fyrir Net-Alb-
um.net að njóta liðsinnis reyndra
aðila á borð við Keegan þegar kem-
ur að markaðssetningu Net-Alb-
um.net. „Hann þekkir samningaferla
og annað sem tengist markaðssetn-
ingu hugbúnaðar mjög vel. Gagnvart
okkur og viðskiptavinum okkur setur
það hlutina í breiðara og traustara
samhengi að maður á borð við Keeg-
an skuli vera í forsvari fyrir okkur,“
segir Þorvaldur Ingi.
Samþætt við stýrikerfi
„Mitt hlutverk hjá Net-Album
verður að aðstoða við þróun við-
skiptaáætlunar fyrirtækisins og
leita nýrra markaðs- og þróunar-
tækifæra," sagði Keegan í samtali
við Viðskiptablaðið. Hann segir
þrjú svið sérstaklega vera til skoð-
unar þar sem hann telur Net-Album
eiga góð tækifæri: menntakerfið,
viðskiptalífið og almennan neyt-
endamarkað. Net-Album hefur þeg-
ar hafið markaðs- og kynningarstarf
innan menntakerflsins og á neyt-
endamarkaði en Keegan segir sina
sérþekkingu vonandi koma að góð-
um notum í markaðssetningu á fyr-
irtækjamarkaði. „Gangi sú mark-
aðssetning að óskum sjáum við fyr-
ir okkur að Net-Album vaxi mjög
ört og tekjur fyrirtækisins stórauk-
ist að sama skapi.“ Keegan segir
væntingar um markaðsárangur Net-
Album m.a. byggjast á því að fyrir-
tækið hafi þróað lausnir sem fram-
leiðendur stýrikerfa hafi hingað til
ekki gefið gaum. Hann sér fyrir sér
að Net-Album verði samþætt við
stýrikerfi og fyrsta skrefið á þeirri
leið verði að efna til samstarfs við
stóran tölvuframleiðanda. „Þannig
sé ég fyrir mér að Net-Album verði
aðgengilegt almenningi og síðar fyr-
irtækjum um heim allan,“ segir Ge-
orge Keegan
Hlutafé
Lyfjaverslun-
ar allt að
tvöfaldað
Hluthafar í Lyfjaverslun íslands hf. j
samþykktu á fundi 23.-24. janúar að j
auka hlutafé fé-
lagsins um allt
að 300 milljónir
króna. Það
jafngildir því
að hlutafé
Lyfiaverslunar
verði ailt að
tvöfaldað.
Hluta nýútgefms hlutafjár verður !
varið til þess að ganga frá sameiningu
A. Karlssonar við Lyfjaverslun ís-
lands. Samkvæmt samþykkt hluthafa- :
fúndarins er stjóm Lyfjaverslunar
heimilt að gefa út nýju hlutina í tengsl-
um við samruna, í skiptum fyrir hluta-
fé í öðrum félögum eða sem greiðslu
vegna kaupa á eignum og rekstri.
Hluthafar skulu ekki hcifa forgangs-
rétt til áskriftar að nýju hlutafé nema ;
stjómin ákveði að bjóða þeim for-
gangsrétt. Forgangsrétturinn skal þá
standa í tvær vikur frá því að eldri
hluthöfum verður send tilkynning þar
um. Forgangsrétturinn skal vera hlut-
fallslegur miðað við eignarhluta.
Stjóm félagsins skal ákveða áskriftar- j
frest, greiðslufrest og gengi hinna nýju j
hluta. Stjómin ákveður hvemig skipta
skuli hlutum ef áskrift er meiri en það |
hlutafé sem í boði er. Hinir nýju hlut- I
ir veita réttindi í félaginu þegar hækk- !
unin hefúr verið tilkynnt til hlutafe- !
lagaskrár.
Veldu þér
tölur og
vertu
í áskrift!
Bankagjaldþrot setja
fjármálakerfið í hættu
Gjaldþrot banka ems og
urðu í Japan gætu aukið
áhættuna í fjármálkerfi
heimsins ásamt þeim fjöl-
mörgu sameiningum fjár-
málafyrirtækja upp á
síökastið.
Þetta segir í nýrri
skýrslu sem GlO hópurinn
var að senda frá sér.
Skýrslan segir að samrun-
ar fjármálafyrirtækja
sýndu aðeins litla framleiðniaukn-
ingu í geiranum og að herða þyrfti
eftirlit samkeppnisyflrvalda vegna
hættu á minni samkeppni. Niður-
stöðurnar ganga i sömu
átt og þær vaxandi
áhyggjur sem sérfræð-
ingar hafa af bankakerfi
heimsins.
Skýrslan mælti fyrir
meiri samvinnu í laga-
gerð milli landa er varð-
ar fjármálakerfið. Er þó
tekið fram að þegar væri
farið að huga að þessum
málum til að koma í veg
fyrir að fjármálakreppur breiddust
út á milli landa.
Ný þjónustueining hjá
Íslandsbanka-FBA
Stofnuð hefur verið ný þjónustu-
eining innan Íslandsbanka-FBA með
sameiningu FBA Ráðgjafar og um-
breytingar og Verðbréfaútgáfu FBA.
Nýja þjónustueiningin hefur hlotið
nafnið Fyrirtækjaþróun og er Jó-
hann Magnússon framkvæmdastjóri
hennar.
Fyrirtækjaþróun þjónustar fyrir-
tæki á sviði umbreytinga og eignar-
haldstengdra breytinga, s.s.við kaup
og sölu fyrirtækja, samruna og yfir-
tökur, eignalosun, skuldsett kaup,
hlutafjársölu, hlutafjárútboð, skrán-
ingu á markað, einkavæðingu o.fl.,
að því er fram kemur í frétt frá ís-
landsbanka-FBA.
Mikill vöxtur hefur verið i verk-
efnum bankans á ofangreindu sviði
þar sem örar breytingar í rekstrar-
umhverfi fyrirtækja hér á landi hafa
leitt til aukinnar eftirspumar eftir
faglegri þjónustu. Áframhaldandi
vöxtur verkefna er fyrirsjáanlegur
og eru skipulagsbreytingamar nú
gerðar með það að markmiði að
styrkja þessa þjónustu bankans enn
frekar. Fyrirtækjaþróun verður
þriðja tekjusviðið innan FBA.
Framkvæmdastjóri Fyrirtækja-
þróunar er Jóhann Magnússon og
staðgengill framkvæmdastjóra er
ívar Guðjónsson.
Aðalfundur Skinnaiðnaðar hf.:
Jákvæð teikn á lofti
DV. AKUREYRI:_____________________
A aðalfundi Skinnaiðnaðar hf. á Ak-
ureyri kom fram að félagið var rekið
með tæplega tveggja milljóna króna
hagnaði á liðnu rekstrarári en því
lauk þann 31. ágúst sl. Rekstrartekjur,
að meðtöldum söluhagnaði, voru 629
milljónir króná en rekstrargjöld námu
596,9 milljónum króna. Eigið fé
Skinnaiðnaðar þann 31. ágúst sl. nam
120,6 milljónum króna og eiginfjár-
hlutfallið var 15,0%.
Gunnar Birgisson stjórnarformaður
minnti á að framboð af hrágærum á Is-
landi væri bundið við haustmánuði og
að það krefðist verulegrar fjárbinding-
ar að kaupa allar hrágærurnar í einu.
„Framboð af hrágærum til vinnslu
hér á landi er talið að muni fara
minnkandi á komandi árum. Þó ger-
um við okkur vonir um að gærufram-
boðið muni verða yfir 400 þúsund gær-
um á ári, alla vega næsta áratuginn.
í ljósi innflutningshafta er það mjög
alvarleg þróun og jafnframt ógnun við
íslenskan skinnaiðnað þegar slátur-
leyfishafar selja saltaðar hrágærur til
útlanda. Undanfarin ár hefur orðið
mjög mikil samþjöppun sláturleyfis-
hafa á íslandi. Ef við fáum ekki hrá-
gærur frá t.d. þremur stærstu slátur-
leyfishöfunum er tilvistargrunnur
okkar brostinn. Vöm okkar hefur ver-
ið að greiða heimsmarkaðsverð fyrir
gærurnar og treysta því að sláturleyf-
ishafarnir sýni þá víðsýni að taka
virðisaukandi iðnað á íslandi fram
yfir útflutning á hráefni. Það er nefni-
lega sameiginlegt með kjöt- og gæru-
iðnaði að við störfum við innflutnings-
höft,“ sagði Gunnar.
Bjami Jónasson framkvæmdastjóri
sagði í ræðu sinni að nýliðið rekstrar-
ár hefði reynst félaginu erfitt og niður-
staðan ylli miklum vonbrigðum, enda
verulega lakari en áætlanir gerðu ráð
fyrir. En þrátt fyrir áfoll og vonbrigði
undanfarinna missera væru jákvæð
teikn á lofti á helstu mörkuðum félags-
ins. „Rekstrarskilyrði hafa batnað við
lækkun gengis krónunnar og fari
verðbólga ekki vaxandi og haldi kjara-
samningar þá styður það áætlanir
okkar. Á síðustu mánuðum hefur eft-
irspum eftir mokkaskinnum, sem er
meginframleiðsluvara Skinnaiðnaðar,
farið vaxandi. Jafnframt hefur verð
þeirra farið hækkandi og bendir
margt til að þessi þróun muni halda
áfram. Pantanir til afgreiðslu strax á
fyrstu mánuðum ársins 2001 em þegar
farnar að berast sem er ólíkt ástandi
síðustu þriggja ára. Því standa vonir
til að salan á yfirstandandi rekstrarári
verði meiri en í fyrra og að framlegð-
in aukist á milli ára.“ -gk
FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001
r>v
HEILDARVIÐSKIPTI 982 m.kr.
- Hlutabréf 652 m.kr.
- Húsbréf 248 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
Islenskir aðalverktakar 403 m.kr.
0 Íslandsbanki-FBA 53 m.kr.
© Össur 46 m.kr.
MESTA HÆKKUN
j ©Össur 1,7%
©Landsbankinn 1,5%
: © Kaupþing 1,3%
MESTA LÆKKUN
© Búnaðarbankinn 2,4%
; © Sjóvá-Almennar 1%
Q
ÚRVALSVÍSITALAN 1226 stig
- Breyting O 0,16%
Krónan endaði í
122,37 stigum
Gengisvísitala krónunnar endaði
í 122,37 í gær sem er sama gildið og
í upphafi
dags. Seðla-
bankinn
greip inn í á
markaðnum
með eins
milljarðs
króna við-
skiptum og fór þá krónan niður í
122,05 en veiktist siðan aftur, fór
hæst í 122,45 en lækkaði síðan fyrir
lokun og endaði eins og áður sagði
í 122,37.
Letsbuyit.com
bjargað
fyrir horn
Internetfyrirtækinu Letsbuy-
it.com hefur tekist að afla nýs fjár-
magns frá fjárfestum að fjárhæð 50
milljónir evra, eöa um 4 milljarða
króna, og lítur því út fyrir að tekist
hafi að koma í veg fyrir gjaldþrot fé-
lagsins.
Stjórnendur Letsbuyit.com eru
bjartsýnir á að með viðbótarfjár-
mögnuninni muni takast að rétta
rekstur félagsins af en á fjórða árs-
fjórðimgi nýliðins árs tvöfolduðust
tekjur félagsins á milli ára.
Miðlun og
eignastýring
til Kaupþings
Starfsemi Frjálsa fjárfestinga-
bankans hf., sem lýtur að verðbréfa-
miðlun, sjóðastýringu og eignastýr-
ingu, verður sameinuð Kaupþingi
hf. Þetta kom fram á fundi nýrra
eigenda með starfsfólki Frjálsa fjár-
festingabankans í gær. í frétt sem
send var Verðbréfaþingi segir að
áform nýrra eigenda séu að reka
Frjálsa fjárfestingabankann hf.
áfram sem sjálfstæðan öflugan
banka sem sérhæfir sig í útlánum,
m.a. bílalánum, fasteignalánum og
framkvæmdalánum.
KAUP SALA
BBpollar 85,960 86,400
Gsjpund 126,010 126,650
h*lkan. dollar 57,090 57,450
Í Upönsk kr. 10,6860 10,7450
tÖNorsk kr 9,7070 9,7600
ESsænsk kr. 8,9580 9,0070
SBn. mark 13,4136 13,4942
B 1 iFra. frankl 12,1583 12,2314
dBolg. franki 1,9770 1,9889
!~~1 Sviss. frankl 52,2600 52,5500
LJhoII. gylllni 36,1905 36,4080
P^lÞvskt mark 40,7772 41,0223
1 3ít Ilra 0,04119 0,04144
LÍfjAust. sch. 5,7959 5,8307
ILJport. escudo 0,3978 0,4002
lA. jjsná. peseti 0,4793 0,4822
I * lJap. yen 0,73530 0,73970
li lírskt pund 101,265 101,874
SDR 111,3100 111,9800
SÍECU 79,7533 80,2326