Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Blaðsíða 11
11 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001____________________________________________________________________________________________ E>V Útlönd Stuttar fréttir Vonandi ekki heimskur Fidel Castro Kúbuforseti, sem forðaðist persónu- legar árásir á Bill Clinton, fyrrver- andi Bandaríkjafor- seta, sagði í ræðu eftir embættistöku George Bush að hann ekki jafn heimskur og jafn mikill mafiósi eins og hann liti út fyrir að vera. Yfir 20 létust í flugslysi Flugvél af gerðinni DC-3, með yf- ir 20 manns um borð, þar af 20 Evr- ópumenn, fórst í Venesúela í gær. Atkvæðisréttur til Rússa Evrópuráðið samþykkti í gær að veita Rússum atkvæðisrétt á ný í gær. Þeir voru sviptir atkvæðisrétti í fyrra vegna Tsjetsjeníustríðsins. Mótmæli vegna lífeyris Tugir þúsunda Frakka mótmæltu í gær kröfu samtaka atvinnurek- enda um að ellilífeyrisaldur yrði hækkaður úr 60 árum í 65 ár. Óttast konungdæmi Áætlað er að Joseph Kabila sverji í dag embættiseið sem forseti Kongó. Spenna ríkir í landinu yfir því að sonur Laurents Kabila, sem var myrtur í síðustu viku, skuli taka við völdum. Óttast margir myndun einhvers konar konung- dæmis. vonandi væri Ekki andvígur framsali George Rivas, leiðtogi strokufang- anna sjö frá Texas, sem voru gripnir í Colorado, gaf í skyn í gær að hann hygð- ist ekki berjast gegn framsali til Texas. Rivas hefur játað að hafa myrt lögreglumann eftir flóttann úr fangelsinu í desem- ber síðastliðnum. Nautgripir í sóttkví Matvæla- og lyfjaeftirlit Banda- ríkjanna hefur látið setja nokkra nautgripi í Texas í sóttkví á meðan rannsakað er hvort fóðurstöð hafi brotið reglur um sem koma eiga í veg fyrir kúariðu. Aukin aðsókn í skóla Villa Aðsókn að St. Andrews háskólan- um í Skotlandi, þar sem Vilhjálmur prins hyggst hefja nám í haust, hefur aukist um 44,4 pró- sent. í október var greint frá því að bandarískar táningsstúlkur hefðu hug á að vera í sama háskóla og prinsinn laglegi. Prinsinn á aðdá- endur viða um heim og nýtur hann jafn mikillar athygli og poppstjömur og Hollywoodleikarar. Vilhjálmur ætlar að nema listasögu í háskólanum i Skotlandi. Lögregla giröir af Davos Hundruð lögreglumanna og hermanna gæta nú Davos í Sviss þar sem Alþjóðaefnahagsráðstefnan hefst á morgun. Lögreglan og herinn eiga að koma í veg fyrir að mótmælendur trufli fundi viðskiptajöfra og sérfræðinga. VÖRUHÚSIÐ Seðlabankastjóri BNA styður skattalækkanir: Al Gore Námsmenn viö fjóra bandaríska skóla verða meöal þeirra sem fá að njóta reynslu fyrrum forseta. Al Gore ætlar að kenna og skrifa A1 Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna sem tapaði naum- lega í forsetakosningunum í nóvem- ber, tilkynnti i gær að hann ætlaði að kenna í fjórum háskólum og skrifa að auki bók um bandarískar fjölskyldur með eiginkonu sinni, Tipper. Gore hyggst meðal annars kenna við Fisk-háskóla í Nashville þar sem blökkumenn eru alla jafna í meirihluta. Þá sagði Gore í viðtali við New York Times að hann hefði ekki úti- lokað neitt þegar stjórnmál væru annars vegar. „Ég er ekki með neitt í huga nú en ég hef ekki útlokað að ég leiði hug- ann að stjórnmálum sfðar meir,“ sagði Gore í viðtali við blaðið. Sumir leiðtogar demókrata hafa sagt að Gore myndi eiga góða mögu- leika á að verða forsetaefni flokks- ins árið 2004. Breskt kjötmjöl flutt út til Asíu Vísindamaðurinn Iain McGill, sem starfaði hjá breska landbúnað- arráðuneytinu þegar kúariða breiddist út á tíunda áratugnum, segir hættu á að næsta kúariðufár breiðist út í Asíu. Mest hætta sé í Indónesíu, Taílandi, Sri Lanka og Taívan en Bretar fluttu mikið magn kjötmjöls til þessara landa. Allra mest var flutt út til Indónesfu. Árið 1993 voru til dæmis 20 þúsund tonn flutt út þangað. Sakaruppgjöf fjárglæframanns undir smásjánni Bandaríski þingmaðurinn Dan Burton tilkynnti í gær að hann hefði hafið rannsókn á umdeildri sakaruppgjöf sem Bill Clinton veitti fjárglæframanninum Marc Rich á lokadegi sínum í embætti. Rich þessi flúði til Sviss fyrir sautján ár- um og hefur aldrei svarað til saka fyrir afbrot sín. Burton þingmaður hefur lengi verið hatrammur andstæðingur Clintons og stjórnaði meðal annars þriggja ára rannsókn á meintu fjár- málasukki í tengslum við fjármögn- un kosningabaráttu Clintons 1996. Andstæðingar Clintons hafa gagnrýnt ákvörðun hans um sakar- uppgjöf til handa Rich. Fyrrum eig- inkona Rich fór fram á sakarupp- gjöf en hún hefur stutt demókrata með háum fjárframlögum. Forsetahjónin í skólaheimsókn George og Laura Bush forsetahjðn heimsóttu barnaskóla í Washington D.C. í gær og ræddu viö börnin. Umbætur í menntamálum eru ofarlega á blaöi hjá forsetanum þessa dagana og hefur hann lagt fram tillögur í þeim efnum. Enn meiri verðlækkun Bush ánægður með Greenspan Skipstjórinn lýsir yfir ábyrgð VERÐDÆMI; barnaúlpa ZAW'- 990.- húfa og trefill AMU7- 799.- 299.- :aska ^999fT- 499.- star waars 499.- barbee úr 499.- Opnunartími: Mán.-fim. og lau. kl. 10-18 Fös. kl.10-19. Sun.kl.12-17 Embættismenn stjórnar Bush hafa sagt að þeir íhugi hvort flýta eigi skattalækkunum eða gera þær afturvirkar til að örva efnahagslífið. Greenspan sagði í þinginu í gær að um þessar mundir væri hagvöxt- ur í Bandaríkjunum svo til enginn. Þau orð kyntu undir vangaveltum manna um að vextir yrðu lækkaðir á næstunni. Greenspan gaf einnig grænt ljós á að nota gríðarlegan tekjuafgang af fjárlögum til að lækka skatta. „Ef efnahagslífið á eftir að veikj- ast frekar en nú virðist líklegt gætu skattalækkanir komið að umtals- verðu gagni,“ sagði seðlabankastjór- inn. Greenspan neitaði að ræða um skattalækkunaráform forsetans, sagði það ekki við hæfi. Hlutabréfavísitala Dow Jones hækkaði lítillega við orð Green- spans en Nasdaq-vísitala tæknifyr- irtækja lækkaði aðeins. Skipstjóri olíuflutningaskipsins Jessicu frá Ekvador, sem strandaði við Galapagoseyjar í síðustu viku, kvaðst í gær bera ábyrgð á olíulek- anum sem ógnar einstöku vistkerfi eyjanna. Skipstjórinn, Tarquino Arevalo, sem svaf um borð í skipi sínu í fjórar nætur eftir slysið, hefur ekki verið handtekinn, að sögn hafnar- stjóra. Hann má þó ekki yfírgefa svæðið þar sem hann þarf að mæta til yfirheyrslu. Verði skipstjórinn ákærður og fundinn sekur á hann yfir höfði sér 4 til 5 ára fangelsi. Skipstjórinn segir sökina sína en ekki skipverjanna. Ekki er hægt að dæla þeim 10 þúsundum tonna af olíu sem eftir eru i skipinu fyrr en það hefur ver- ið rétt við. Alls runnu yfír 700 þús- und tonn af olíu 1 sjóinn. Selur á Galapagos Dýralífi viö Galapagoseyjar er ógnaö vegna olíulekans. George W. Bush Bandarikjafor- seti lýsti í gærkvöld ánægju sinni með þau orð Alans Greenspans seðlabankastjóra um að svigrún væri fyrir skattalækkanir. Green- span sagði þetta í vitnaleiðslum í Bandaríkjaþingi. „Ég var ánægður að heyra orð Greenspans. Mér fannst þau vera yf- irveguð og rétt,“ sagði Bush við fréttamenn í Hvita húsinu. „Það sem Alan Greenspan sagði þjóðinni var að stefnan í gjaldeyris- og fjár- málum þyrfti að vera í lagi ef við ætluðum að tryggja hagvöxt. Það felur í sér skynsamlega stefnu í út- gjöldum ríkisins og skattalækkan- ir.“ Bush gerði- skattalækkanir að einu helsta stefnumáli sínu í barátt- unni fyrir forsetakosningarnar á síðasta ári og hann er nú að undir- búa tiu ára áætlun um umfangs- miklar skattalækkanir. Alan Greenspan Bandaríski seölabankastjórínn segir skattalækkanir geta gert sittgagn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.