Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Síða 12
12 ______________________FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 Skoðun I>V Spurníng dagsins Eiga íslendingar að hefja hvalveiðar? Freyr Guömundsson nemi: Já, ég er ekki Greenpeace-sinnaöur. Ingvi Örn Ingvason nemi: Nei, ég er á móti hvalveiðum. Ég er reyndar á móti öllum ónauösynlegum dýraveiöum. Daníel Tryggvi Daníelsson nemi: Já, af hverju ekki? Hvalkjöt er gott. Þorvaldur Gunnarsson nemi: Já, hvalkjöt er gott. Guölaugur Aöalsteinsson nemi: Já, þeir éta fiskinn okkar. Höröur Logi Hafsteinsson nemi: Já, vegna þess aö hvalirnir éta upp fiskistofninn okkar. I Kapelluhrauni, sunnan Straumsvíkur Nægilegt rými, og sparar akstur á Reykjanesbraut. Flugvöllur í miðborginni Guöjón Jónsson skrifar: Þegar skoðuð er staðsetning Reykjavíkurflugvallar, fer ekki á milli mála, að þarna er tima- sprengja, sem líkur eru á, að í fyll- ingu tímans geti valdið stórslysi í miðbænum með miklum mann- skaða. Hugmynd um flugvöll í Skerja- firði, eins og Hrafn Gunnlaugsson skýrir í mynd sinni, er ágætur kost- ur, en besti kosturinn er að færa völlinn suður fyrir Straumsvík, þar sem nægilegt rými er til staðar. Og með hraðbraut er einungis 5 til 20 mínútna akstur til og frá vellinum. - Þetta mál varðar ekki eingöngu Reykvíkinga, einnig Kópavogsbúa og íbúa á Áltanesi. Þetta mál kemur hins vegar Aust- firðingum, Vestflrðingum og Norð- lendingum ekkert við, og eiga því engan rétt til þátttöku í atkvæða- greiðslu, ef til hennar kemur, eins og ráðamaður á Seyðisfirði lét um- mælt í Sjónvarpinu fyrir skömmu, Þá væri á sama hátt réttur Reykvík- „Þá væri á sama hátt réttur Reykvíkinga og Kópavogs- búa til þátttöku i atkvœða- greiðslu um hvort bora ætti göt á fjöll vítt og breitt um landið, með ærnum kostn- aði, sem ekki síst Reykvik- ingar eru að borga. “ inga og Kópavógsbúa til þátttöku í atkvæðagreiðslu um hvort bora ætti göt á fjöll vítt og breitt um landið, með ærnum kostnaði, sem ekki síst Reykvíkingar eru að borga. Landsbyggðin er ekki eingöngu utan Reykjavíkur, Reykjavíkur- svæðið er hluti af byggð landsins, og hlýtur því að verða að eiga sama rétt til þónustu í vega- og samgöngu- málum, og einnig rétt á að ákveða sjálfir hvaða starfsemi er á því svæði. Hversu margar flugvélar hafa farist við brautarendann og á Reykjavíkurflugvelli til þessa? Þær eru orðnar nokkuð margar. - Tillög- ur um framhald á flugi frá þessum gamla herflugvelli er sannarlega tif- andi timasprengja, sem enginn veit hvenær springur. Það væri þá afar líklegt að einhverjir hinna svo- nefndu landsbyggðamenn yrðu þar þolendur. Hugmyndir Hrafns Gunnlaugson- ar og hans félaga, eru stórkostlegar í heild sinni, og ber að fylgja í meg- in atriðum. En ef flugvöllurinn yrði fluttur í hraunið sunnan Hafnar- fjarðar, og millilandaflug til og frá landinu fært þangað þá myndi um- ferð um Reykjanesbraut minnka það mikið, að ekki yrði þörf á að breikka hana suðurfyrir þennan völl. Þarna myndu skapast mögu- leiki á að svokallaðir „transit" far- þegar gætu skroppið í bæinn og eytt einhverju af ferðagjaldeyri sínum í stað þess að láta sér leiðast i nokkra klukkutíma í flugstöðinni, þar sem ekkert er við að vera. - Margfeldis- áhrif af þessu eru mjög mikil, þótt svo að ekki fylgi með þessari grein útreikningar þar að lútandi. Össur og miskunnsami Samverjinn Hvar sem tveir eða fleiri koma sam- an núna þessa dag- ana er varla talað um annað meira en „hlutleysi" Össurar Skarphéðinssonar þegar heilbrigðis- ráðherra fékk aðsvif í beinni sjónvarps- útsendingu um dag- inn. Fréttakonan Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er ekki mikil á velli, en því sterkari og fljót að átta sig. Hún lét sig ekki muna um að taka ráð- herrann í fangið og hjálpa henni á stól á meðan Össur stóð sem mynda- „En er ekki lágmark að al- þingismenn, almennt, kunni helstu þætti í hjálp í viðlögum (þ. á m. að bregð- ast við uppákomum af þessu tagi?).“ stytta og hreyfði hvorki legg né lið. - En er ekki lágmark að alþingismenn, almennt, kunni helstu þætti í hjálp í viðlögum (þ. á m. að bregðast við uppákomum af þessu tagi?). Nokkuð sem allir skólakrakkar eru látnir læra í fyrsta bekk menntaskóla? Össur lét hafa eftir sér, að honum hefði brugðið. Gott og vel, það er svo sem mannlegt, en það er einmitt þá sem fólk þarf samt að geta brugðist rétt við. Össur er rumur stór, og hefði því ekki munað um að grípa ráðherrann ef heilinn hefði verið nógu fljótur að taka við sér, og ekki stendur á þvi í þingsölum að bregða við ótt og títt gegn málflutningi stjórnarliða. - Nei, hann stóð bara og horfði tO beggja átta eins og honum kæmi þetta ekkert við. Ég er viss um að nær flestum hefði það verið ósjálf- ráð hreyfmg að grípa til handanna. En Össur er Össur, formaður Sam- fylkingarinnar. Karl Ormsson skrifar: Dagfari Strákarnir okkar standa sig Enn einu sinni eru strákamir okkar að gera það gott á stórmóti erlendis og íslenska þjóðin er að verða vitlaus eins og venjulega þegar vel gengur. íslenska landsliðið í handknattleik er eina íslenska liðið sem hefur náð þeim árangri að fá alla þjóðina með sér. Setja allt skerið á ann- an endann og nú stefnir í slíkt brjálæði ef landsliðið heldur áfram að vinna glæsta sigra í Frakklandi. Einstaka íþróttamenn i einstaklingsgreinum hafa náð að fanga athygli þjóðarinnar í heilu lagi. Þar má nefna Völu Flosadóttur og Jón Amar Magnússon. Aðrir koma þar varla við sögu nema ef vera skyldi Öm Arnarson sundmaður. Athyglisvert er að landslið okkar í knattspymu hefúr aldrei náð viðlíka vinsældum og landslið okk- ar í handknattleik. Þetta hefur ávalit farið mjög í skapið á forkólfum knattspymunnar enda hand- knattleikur með réttu þjóðaríþrótt okkar íslendinga. Knattspymulandslið okkar hefur afar sjaldan ef nokkum tíman komist í lokakeppni á meðal þeirra bestu í heiminum eða Evrópu. Þar er landsliðið í handknattleik nánast alltaf og einnig á Ólympíuleik- um. Ólíkt hafast landsliðin að um þessar mundir. Skömmu eftir að varalið íslands var á ferð í Ind- Ólíkt hafast landsliðin að um þessar mundir. Skömmu eftir að varalið ís- lands var á ferð í Indlandi af öllum löndum fór handknattleikslandsliðið enn einu sinni í lokakeppni þeirra bestu í heiminum, sjálfa heimsmeist- arakeppnina. Og enn fylgist þjóðin spennt með framvindu mála. Áhuginn vex með hverjum leik. landi af öllum löndum fór handknattleiks- landsliðið enn einu sinni í lokakeppni þeirra bestu í heiminum, sjáifa heimsmeistarakeppn- ina. Og enn fylgist þjóðin spennt með fram- vindu mála. Áhuginn vex með hverjum leik. Því hefur oft verið snýtt framan i handknatt- leikshreyfmguna að þetta sé varla íþrótt og handbolta stundi ekki nema nokkrar þjóðir í heiminum. Staðreyndin er hins vegar sú að um 200 þjóðir stunda handknattleik í heiminum í dag. íslenskir íþróttaáhugamenn spyrja ekki mn iðkendafjölda þegar íslenska landsliðið í hand- bolta er annars vegar. Þeir spyrja um árangur. Og þar kemst knattspymulandsliðið ekki með tæm- ar þar sem handboltalandsliðið hefúr hælana. Undanfarin ár hefur átt sér stað endurnýjun í íslenska landsliðinu. Eins og eðlilegt er hefur ár- angurinn verið heldur lakari á meðan slíkt geng- ur yfir en nú er liðið að rétta úr kútnum á ný. Fyrirtæki eru farin að sjá að það borgar sig að styðja við bakið á handknattleikssambandinu sem hefur sýnt undraverðan árangur í baráttu við miklar skuldir frá því ævintýramenn skildu við fyrir nokkrum árum. DAgfWi Garðar á framboöslista Helgi Sigurðsson skrifar: Garöar Sverris- son form. Öryrkja- bandalagsins. Til forystu í stjórnmálunum? Eftir það sem á undan er gengið í málum öryrkja eft- ir að hæstaréttar- dómur var kveð- inn upp um þeirra mál, hefur Garðar Sverrisson forystu- maður Öryrkja- bandalagsins verið fremstur í baráttu fyrir hönd sinna umbjóðenda. Eng- inn stjórnmála- maður hefur talað jafn ötullega og með jafn öruggum hætti fyrir þeirra hönd. Mér fmnst það liggja í hlutarins eðli að nefndur Garðar verði á fram- boðslista fyrir næstu kosningar í þeim stjórnmálasamtökum sem hon- um þykja standa sér næst. Kannski í Samfylkingunni, sem hefur ekki hlot- ið nógu góðan byr með sinni forystu. Garðari myndi örugglega takast að gera þann stjómmálaflokk gildari og eftirsóknarverðari þar sem hann væri í fararbroddi. Á hvaða ári er RÚV? G.G. skrifar: í síðasta áramótaskaupi ríkissjón- varpsins þurfti þjóðin að horfa á 20 ára gamla brandara, þar sem hæðst var að þjóðlagatríóum, sem ekki eru lengur til. Síðan bætir RÚV um betur nýlega með „sjónvarpsleikritinu" Bilasalan Bjallan. Fólk á miðjum aldri minnist þess með hryUingi þegar ís- lensk „sjónvarpsleikrit" og frá Norð- urlöndunum fyUtu sjónvarpsdag- skrána. Norræn sjónvavarpsleikrit eru nú jafn áberandi og þjóðlagatríóin og ástæðan er einfóld: þau eru löngu útdauð úr dagskrárgerð. Eða var Bíla- salan BjaUan e.t.v. hugsuð á sama hátt og atriðið í skaupinu, þ.e. sem háð um sjónvarpsleikrit fyrir 20 árum? - Skyldi einhver brandarann? Forsetasetrið á Bessastööum Húsbóndasætiö ætíö í húfi. Álag á forseta íslands Páll Halldórsson skrifar: Mér finnst afar ósmekklegt af þeim sem kusu Ólaf Ragnar Grímsson fyrir forseta á sínum tíma að hafa stiUt hon- um upp við vegg og krafist þess að hann neitaði að skrUa undir nýsam- þykkt lög um öryrkjamálin. Eru þessir fyrrum stuðningsmenn Ólafs Ragnars að reyna að koma honum frá, gjör- breyta embættinu eða eyðUeggja það? En það var svo sem engin von tU þess að forsetinn neitaði aö skrifa undir lög- in, gerði bara „grein fyrir atkvæði sínu“ eins og þeir segja í þinginu þegar þeim þykir þurfa. Svo mUcUs metur Ólafur Ragnar að halda í prjálið og hús- bóndasætið á Bessastöðum með öUum þeim hlunnindum sem því fylgja. Svindlurum úthýst Jón Jóhannsson skrifar: Eins og mörgum er kunnugt var Davíð Oddsson valinn stjómmálamað- ur ársins 2000 af lesendum vinstri- vefritsins Kreml.is. Á vefnum er þess getið að töluvert var um svindlat- kvæöi við kosninguna. Hátt í fimm hundruð svindlatkvæði vom dregin frá Össuri Skarphéðinssyni og Stein- grími J. Sigfússyni við útreikninga á niðurstöðum. Þeir voru þó aðeins hálfdrættingar í samanburði við Ólaf Ragnar Grímsson, sem hlaut eitt þús- und atkvæði. Það var þó tU lítils, því forseti íslands endaði í neðsta sæti í þessari kosningu. ípv Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 ReyRjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.