Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Side 25
29 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 DV Tilvera Möguleikar á námi erlendis kynntir: Alþjóðlegt andrúmsloft - allra þjóða kvikindi í Odda á alþjóðadegi Háskólans það hafi leitt til þess að hún ákvað að koma hingað til lands. „Ég hef verið að stunda mið- aldafræði í Þýskalandi og einbeitt mér að miðaldabók- menntum, sér- staklega hetju- skáldskap. Hann tengist mikið íslandi vegna þess að hér er mjög sterk hefð fyrir skáldskap og miðaldabók- menntum. Þetta er því rétti staðurinn fyrir mig,“ seg- ir Kendra og bætir við að í sínum eigin háskóla hafi hún ekki haft neina möguleika til að nema norræn fræði. Kendra kom hingað í september og hefur ekki enn lært mikið í mál- inu. Það kemur þó ekki að sök þvi að flest námskeið sem hún tekur eru kennd á ensku. „í ár verð ég þó að taka eitt námskeið á íslensku og er það nokkuð erfltt. Það er þó námsefnislisti fyrir hvern tíma sem hjálpar manni að búa sig undir hann þannig að ég get skilið það sem á sér stað í kennslustofunni," segir Kendra. Kendra segir að hún hafi haft Fulltrui þyskrar menningar Kendra Stokkamp stóö vaktina í bás Þýskalands og upplýsti fólk um þýska menningu, skólakerfi og annaö sem þaö fýsti aö vita. áhuga á íslandi lengi og því hafi i raun ekki margt komið sér á óvart þegar hún kom hingað. „Ég hef þekkt til íslands í meira en 20 ár, al- veg frá því að ég var lítil stelpa og var vitlaus í hesta, sérstaklega ís- lenska hesta. Fýrst hafði ég áhuga á hestunum, þá var það tónlistin og síðan hókmenntirnar. Það er alltaf eitthvað sem vekur áhuga minn á íslandi þannig að ég hef verið að kynnast landinu smátt og smátt án þess að hafa beinlínis sest niður og lært um það,“ segir Kendra Stok- kamp að lokum. DV-MYNDIR EINAR J. Karítas Kvaran, forstöðumaður Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins Aö sögn Karítasar fer tækifærum íslendinga til aö stunda nám erlendis fjötg- andi meö hverju ári. Starfsþjálfun á erlendri grund Auk stúdentaskiptaáætlana er ís- lenskum námsmönnum einnig boð- ið upp á starfsþjálfun á erlendri gi’und í gegnum Leonardo-áætlun- ina. Hlíf Böðvarsdóttir viðskipta- fræðinemi er einn þeirra sem hefur nýtt sér það tækifæri en hún dvaldi síðastliðið sumar 1 Amsterdam þar sem hún vann á sænskri ferðaskrif- stofu sem hefur starfsemi um allan heim. „Ég var að vinna á fjármála- deildinni þar og byrjaði í eins kon- ar nemastarfi en svo tóku menn eft- ir því að íslendingurinn var svolítið duglegri en meðaljóninn þannig að ég fór að taka við fleiri störfum og meiri ábyrgð.“ Hlíf segir að það hafi að mörgu leyti reynst erfitt að þurfa að laga sig að nýjum aðstæðum í framandi landi. „Mér var hent út í djúpu laugina með vinnuna. Aftur á móti tala ég sænsku þannig að mér var tekið mjög vel inni i fyrirtæk- inu og ég komst mjög fljótt inn í þetta og leið strax mjög vel i Amsterdam," segir Hlíf. Hlif segir að þessi reynsla hafi haft mjög mikið gildi fyrir sig og mælir hiklaust með að aðrir há- skólastúdentar prófi eitthvað þessu líkt. „Þetta er alveg ótrúlegt upp á sjálfsöryggið. Ég finn það að ég get miklu meira en ég hélt. Áður vissi ég ekki alveg hvar ég stæði í þessu,“ segir Hlíf og bætir við að hún hafi fengið ýmis frekari atvinnutilboð hjá fyrirtækinu og er hún ekki frá því að hún muni taka einhverju þeirra. -EÖJ Það myndaðist óneitanlega al- þjóðleg stemning í Odda, húsi Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla fs- lands, í gær enda var þar haldinn alþjóðadagur stúdenta. Þar gafst is- lenskum stúdentum, sem hafa hug á að stunda nám eða starf erlendis, færi á að kynna sér helstu mögu- leika sem í boði eru. Erlendir stúd- entar, sem eru við nám hér á landi, voru með kynningarbása þar sem hægt var að leita upplýsinga. Einnig voru á staðnum fulltrúar frá Lána- sjóði íslenskra námsmanna, Sam- bandi íslenskra námsmanna erlend- is, Alþjóðaskrif- stofu háskóla- stigsins og fleiri stofnunum sem koma að þessum málum með ein- um eða öðrum hætti. Karítas Kvar- an, forstöðumað- ur Alþjóðaskrif- stofu háskóla- stigsins, er einn þeirra sem stóð að skipulagningu dagsins. „Til- gangurinn er fyrst og fremst að kynna nemend- um og kennurum Háskólans þau námstilboð sem þeim standa til boða erlendis og þá sérstaklega á vegum stúdenta- skiptaáætlana sem íslendingar eiga aðild að,“ segir Karítas. Að sögn Karítasar fer tækifærum ís- lendinga til að stunda nám er- lendis fjölgandi og á hverju ári eru gerðir nýir samningar við háskóla á ýmsum stöðum í heimin- um. „Fyrir utan Nordplus-áætlun- ina og Erasmus sem er fyrir Evr- ópulönd erum við í bandarískum stúdentaskiptasamtökum sem kall- ast ISEP og í þeim eru um 100 amer- ískir háskólar sem stúdentar við há- skóla íslands hafa aðgang að. Eins höfum við verið að gera tvíhliða samninga við fjölmarga háskóla í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Japan. Það hefur að vísu enginn farið enn til Japans. Það er svo nýr samningur en það er mjög mikill áhugi á að fara til Ástr- alíu og eins til Kanada.“ Karítas segir að stúdentaskiptaá- ætlanir henti sérstaklega vel stúd- entum í framhaldsnámi. „Þetta eyk- ur náttúrlega mjög mikið náms- framboð. Á framhaldsstigi er til dæmis ekki hægt að vera með jafn- mikið framboð á námskeiðum og í stórum erlendum háskólum en þá er hægt að auka fjölbreytnina og valið með því að taka kannski eitt misseri annars staöar," segir Karít- as og bætir við að í sumu fram- haldsnámi eins og til dæmis við- skiptafræði og umhverfisfræði sé beinlínis gert ráð fyrir því að nem- endur taki hluta námsins erlendis. Rétti staðurinn Stúdentaskiptaáætlanir fela ekki eingöngu í sér að íslendingum gefst tækifæri til að fara í nám erlendis heldur koma einnig fjölmargir út- lendingar hingað til lands í þessum sama tilgangi. í raun hefur þróunin verið sú á allra síðustu árum að nú koma fleiri stúdentar til íslands en fara þaðan. Kendra Stokkamp frá Þýskalandi er einn þeirra erlendu skiptinema sem rekið hefur á fjörur okkar en hún kom hingað á vegum Erasmus-áætlunarinnar. Kendra stundar nám í sagnfræði og segir að Hiit Hoovarsaottir Hlíf segir þaö hafa mikiö gildi fyrir sjálfsöryggið aö fá starfsreynsiu erlendis. Hátíð brottfluttra ísfirðingar á þorra: Halda Sólarkaffi með r j ómapönnukökum - aðrir belgja sig út af hrútspungum og hákarli í kvöld, fóstudagskvöldið 26. janúar, heldur ísflrðingafélagið í Reykjavik sitt 56. Sólarkaffl og er það nú haldið á veit- ingastaðnum Broadway. Er þetta gert á sama tima og aðrir landsmenn halda sín þorrablót með hrútspungum og hákarli. Sólarkafflð hefur verið fastur liður í samkomuhaldi brottfluttra ísfirðinga í höfuðborginni í meira en hálfa öld. Er þetta í raun arfur frá heimabyggðinni, en þar hefur þessi siður verið tíðkaður lengur en elstu menn muna. Sólarkafflð er haldið í tilefni þess að seint í janúar nær sólin á ný að senda.geisla sína nið- ur á eyrina á milli fjallanna í Skutuls- firði eftir nær tveggja mánaða fjarveru. Skammdegið er því skýrt afmarkað í hugum Isfirðinga og fógnuðurinn mikill þegar sólin nær að skína yfir fjallatopp- ana á ný eftir langa fiarveru. Skemmtunin hefst kl. 20.30, en eftir fordrykk eru bomar fram pönnukökur með ijúkandi heitu kaffi. Veislustjóri er Ólafur Sigurðsson. Þórarinn Gísla- son leikur Ijúfa dinnermúsík meðan á borðhaldi stendur. Dagskráin að öðru leyti er á þá leið að ræðumaður kvöldsins er Haukur Ingason úr Keflavík. Um söng og grín og gaman sjá Geir Ólafsson og þjóð- lagahljómsveitin Tamara. Listamenn- imir Öm Ámason leikari og Karl Ágúst Úlfsson skemmta. Að lokum leikur hljómsveit Stefáns P. fyrir dansi. Auk Sólarkaffis heldur ísfirðingafé- lagið fiölsótta Kirkjuhátíð að vori og Sólkveðjuhátíð i Eden, Hveragerði, á haustin. Núverandi formaður félagsins er Ólafúr Hannibalsson. f§ | gKMg Seljum úr gámi: Glæsileg húsgögn frá Spáni. • verðið. Upplýsinqar í síma 867 8720.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.